Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 5 Member of the Linde Gas Group ISLAND: ÍSAGA hf, Postbox 12060, 132 Reykjavik, tel 577 30 00 SVERIGE: AGA Gas AB, 172 82 Sundbyberg, tel 08-706 95 00 DANMARK: AGA A/S, Vermlandsgade 55, 2300 København S, tel 32-83 66 00 NORGE: AGA AS, Postboks 13 Grefsen, 0409 Oslo, tel 23 17 72 00 FINLAND: Oy AGA Ab, Karapellontie 2, 02610 Espoo, tel (0)10 24 21 Ein milljón sænskra króna til rannsókna á notkun lofttegunda við lækningar AGA Healthcare er í hópi stærstu fyrirtækja heims þeirra, sem framleiða lyfjalofttegundir. AGA Healthcare er jafnframt meðal þeirra sem veita hæstu styrki til rannsókna í læknisfræði. AGA AB Medicinska Forskningsfond, sem rekið er í sameiningu af AGA Healthcare og Karolinska Institutet, hefur á síðastliðnum 14 árum styrkt u.þ.b. 300 rannsóknarverkefni. Á þessu ári verður veitt ein milljón sænskra króna til viðbótar. Fyrir vísindamenn á öllum Norðurlöndunum. Vísindamenn, læknar, dýralæknar og tannlæknar sem starfa á Norðurlöndum eiga greiðan aðgang að sjóðnum. Vinnur þú að verkefni eða hefur þú hugmynd, sem hefur komið eða kann að koma að gagni við lækningar og byggir á notkun lofttegunda ? Einu gildir hvort þar koma við sögu algengustu lofttegundirnar til lækninga, þ.e. súrefni og glaðloft eða forvitnilegri tegundir eins og koldíoxíð, köfnunarefni, eðalloft- tegundir eða sérblöndur lofttegunda. Sjóðstjórnin annast úthlutun en hún er skipuð af Karolinska Institutet og AGA Healthcare. Umsóknir. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skilað inn á ensku. Eyðublöð eða PC-diskettu er hægt að fá hjá ÍSAGA ehf að Breiðhöfða 11 í Reykjavík eða hjá AGA AB Medicinska Forskningsfond, S-181 81 Lidingö, Sverige. Einnig er hægt að fá þessi gögn á heimasíðu AGA á Netinu, www.agahealthcare.com undir “Research & Development”. Vinsamlega upplýsið hvort fyrirhugað er að nýta styrkinn á einu ári eða yfir lengri tíma. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 26. febrúar, 2001 Niðurstaða stjórnarinnar verður birt í apríl og afhendingarathöfnin fer fram í Stokkhólmi í maí árið 2001. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina eftir áramótin á verði sem ekki hefur sést fyrr. Það er 20-25 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið nýársins á Kanarí. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin. Fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Meðan á dvölinni stend- ur nýtur þú þjónustu reyndra farar- stjóra okkar. Verð kr. 39.985 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug og skattar. 23. janúar - vika. Út 23. janúar 1 eða 2 vikur Heim 30. jan. eða 6. feb. síðustu sætin 23. janúar til Kanarí frá kr. 39.985 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 62.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 23. janúar - 2 vikur Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1800.- Verð kr. 49.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 23. janúar - vika. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1800.- Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 www.yogastudio.is Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Í verslun okkar er að finna: Nýja sendingu af nuddbekkjum frá Custom Craftworks, Biotone nuddvörur á tilboði og Oshadi 100% hágæða ilmkjarnaolíur. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 11. janúar - Þri. og fim. kl. 19:30 Yoga - breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur hefst 10. janúar - Mán. og mið. kl. 19:30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Viltu verða jógakennari? Næsta kennaraþjálfun hefst í febrúar 2001. Þessi þjálfun hefur fest sig í sessi í starfsemi okkar og er ekki að- eins fyrir þá sem vilja verða jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hent- ar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æski- leg. Kennari er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugsson. Kynningarfundur með Ásmundi verður haldinn laugardaginn 3. febrúar kl. 16.30. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er fimmtudagurinn 8. febrúar. (Kennaraþjálfun má greiða með Visa/Euro raðgreiðslum). Þjálfunin er alls 6 helgar auk skyldumætingar í jógatíma sem hér segir: 9.-11. febrúar, 23.-25. mars, 25.-27. maí, 22.-24. júní, 24.-26. ágúst og 14.-16. september. Kennt er föstudaga kl. 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 9-15.30. Ásmundur Anna Um leið og við kynnum næstu námskeið óskum við viðskiptavinum okkar friðar á komandi ári. 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. ÞORVALDUR S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarskipulags, er ekki hlynntur þeim hugmyndum sem lýst var í sjónvarpsþætti Hrafns Gunnlaugssonar 30. desember sl. um háhýsabyggð í borginni og nýjan al- þjóðaflugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði. Þorvaldur segir að þétting byggð- ar sé þemað í því svæðaskipulagi sem verið sé að vinna að hjá Borg- arskipulagi. „Í þeirri vinnu hef ég skotið þeirri hugmynd að mér finnist skynsam- legra að byggja þétta byggð á því landi sem guð hefur búið til fyrir okkur frekar en að gera landfylling- ar. Mér finnst öðru jöfnu óskynsam- legt að stunda miklar landfyllingar og þar með finnst mér ekki skyn- samlegt að byggja flugvöll úti í Skerjafirði. Löngusker eru afskap- lega mikill hluti af mynd höfuðborg- arsvæðisins og gefa Skerjafirði það nafn sem hann hefur. Mér finnst það skemmd á hinni heillegu borgar- mynd sem höfuðborgin hefur að fylla út í fjörðinn. Ég held ekki að skyn- samlegt sé að setja alþjóðaflugvöll mitt inn í fjörðinn því ljóst er að slíkri starfsemi fylgdi mikið hring- flug yfir byggðinni sem ég tel ekki æskilegt,“ segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki vera mikið fyrir háhýsi á norðurbyggðum. Engu að síður sé gott að fá svona hugmyndir inn í umræðuna og gott fyrir emb- ættismenn, sem séu oft dálítið íhaldssamir. „En ég er hræddur við háa byggð svo norðarlega á hnett- inum því hér er sól tiltölulega lágt á lofti og há byggð gefur gríðarlega skugga. Þeir sem eru norðan, austan og vestan við svona há hús lifa þá stóran hluta ársins í skugga. Einnig draga háhýsi vind afskaplega mikið niður og erfitt er að búa til þokkalegt loftslag í kringum þau,“ segir Þor- valdur. Garðar lungu borgarinnar Þorvaldur segir að flutningur Ár- bæjarsafns í Hljómskálagarð sé skemmtileg hugmynd því hún brýni fyrir mönnum að nýta eigi garðana meira og gera þá meira lifandi. „Þetta eru lungu eins og garðar í öðrum borgum og þýðingarmikil fyr- ir þéttbýlið og borgirnar rétt eins og lungun eru fyrir okkar líkama. Borg- ir eru nefnilega lifandi líkamar og þurfa sín lungu. Gróðurinn hreinsar loftið í borgunum og borgarar eiga þar athvarf frá skarkalanum. En mér hefur alltaf fundist að það mætti byggja eitthvað inn í græn svæði. Mér fannst hugmyndin um að setja þarna gömul hús svolítið fyndin en mér finnst ekki skynsamlegt að flytja allt safnið þangað. Hugsanlegt væri að setja gömul hús inn í garðinn sem þjónuðu til dæmis hlutverki veitingahúsa til að lífga upp á garð- inn.“ Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður Borgarskipulags Ekki hlynntur landfyllingum og háhýsabyggð www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.