Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 23 ERLENT FYRRVERANDI forseti Kína, Deng Xiaoping, lét í ljósi ótta um að verða hnepptur í stofufangelsi skömmu áður en hann sendi herlið til að binda enda á mótmælaaðgerð- ir námsmanna á Torgi hins him- neska friðar 1989. Kemur þetta fram í leynilegum skjölum sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur komist yfir. „Stjórnleysið vex með hverjum deginum. Haldi fram sem horfir getum við átt á hættu að enda í stofufangelsi,“ er Deng sagður hafa sagt á fundi með nánustu sam- starfsmönnum sínum áður en árás- in var gerð. Skjölunum var smyglað til Bandaríkjanna af kínverskum emb- ættismanni sem tekið var viðtal við fyrir sjónvarpsþáttinn 60 mínútur, er sendur verður út á morgun. Embættismaðurinn kemur ekki fram undir nafni og er gerður óþekkjanlegur á sjónvarpsskjánum, vegna þess að hann vill snúa aftur til Kína. Segist hann ætla að birta skjölin, sem eru flest afrit af minnispunkt- um frá fundum háttsettra ráða- manna, í bók sem eigi að heita The Tianamen Papers (Tianamen-skjöl- in), undir dulnefninu Zhang Liang. Deilur meðal kínverskra leiðtoga um beitingu valds gegn kínversku námsmönnunum staðfestu valda- baráttu milli harðlínusinna og um- bótasinna, sem standi enn þann dag í dag, segir í tilkynningu frá CBS. Kínverskir sérfræðingar sem stöðin vitnar í telja skjölin vera ekta og sanna að harðlínusinnar á borð við Li Peng, sem nú er næstæðsti mað- ur í kínverska stjórnkerfinu, og herforinginn Wang Zhen, sem látið hefur af störfum, hafi hvatt Deng, sem lést 1997, til að bæla niður að- gerðir námsmannanna. Aðrir kínverskir leiðtogar, eins og til dæmis Zhao Ziyang, fyrrver- andi formaður Kommúnistaflokks- ins, sem nú situr í stofufangelsi, hvöttu til lýðræðislegri lausna. Telja sérfræðingarnir að birting skjalanna sé herbragð umbótasinn- aðra embættismanna sem vilji reyna að hafa áhrif á val á næsta forseta Kína. Skjöl um atburðina á Torgi hins himneska friðar Ráðamenn ótt- uðust fangelsun Washington. AFP. Jakkaföt frá kr. 12.900 Stakir jakkar frá kr. 6.900 Stakar buxur frá kr. 3.900 Flauelsbuxur frá kr. 4.500 Skyrtur frá kr. 1.990 Peysur frá kr. 2.900 Úlpur frá kr. 6.900 Sími 5 51 75 75 Sími 552 9122 8.900 2 0 frá Laugavegur 47 sími 5 Skyrtur frá 2.900 Peysur frá 2.900 Úlpur frá 9.900 akkaföt frá kr. 14.900 Stakir jakkar frá kr. 8.9 0 Stakar buxur frá kr. 3.900 Flauelsbuxur frá kr. 4.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.