Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 11
það er fyrir ber skin sólarinnar. En þeir eru sumir, er þetta ætla, og það þyki og ei ólíkast vera, að ísarnir og frostið dragi svo mikið afl undir sig, að af þeim geisli þessi skimi. Eigi veit ég þá hluti fleiri, er í getur sé fært um þetta mál, en þessa þrjá hluti, er nú ræddum vér um, og engan dæmum vér sann- an af þeim, en þessi þyki mér ei ólíkastur, er síðast ræddum vér um.“ LIFNAR YFIR RANNSÓKNUNUM Á 16. öld tekur að lifna yfir norðurljósa- rannsóknum og á næstu öldum þar á eftir finnast svör við ýmsum þeim gátum, sem fyrri tíðar menn höfðu verið að glíma við í þessu efni. Segja má, að þar hafi Englend- ingurinn William Gilbert (1544–1603) e.t.v. lagt grunninn, með þeirri uppgötvun sinni árið 1600, að jörðin væri einn allsherjar seg- ull. Og ef hratt er farið yfir sögu uppgötvar t.d. Bandaríkjamaðurinn Elias Loomis (1811–1889) norðurljósabeltið og merkir það á landakort, 1860. Og árið 1868 kemst Svíinn Anders J. Ångström (1814–1874) að því með litrófsmælingum, að þessi ljósagangur á himni stafaði ekki frá endurskini ískristalla mjög hátt í lofti uppi, böðuðum í sólarljósi, eins og þó René Descartes (1596–1650) hafði látið sér detta í hug og var ríkjandi skoðun fram að þessu, heldur væri þar eitthvað ann- að á ferðinni; norðurljósin hefðu ekki að geyma allt litróf sólarljóssins, heldur ein- ungis ákveðna tóna. Þess vegna gætu norð- urljósin ekki verið tengd sólarljósinu. Norðmennirnir Kristian Birkeland (1867– 1917), Carl Størmer (1874–1957) og Lars Vegard (1880–1963) koma einnig mjög við sögu norðurljósaathugana, og eru þekkt nöfn á alþjóðavísu. Af þeim er Størmer e.t.v. kunnastur nú á tímum, en hann reiknaði fyrstur manna nákvæmlega út hæð norður- ljósanna, með þríhyrningsmælingu (árið 1910), og greindi að auki birtingarform þeirra (árið 1930), en fram að þeim tíma var gjarnan álitið að um 50–100 formgerðir væri að ræða. Er þessi flokkun hans að hluta til enn við lýði nú á dögum. Birkeland gerði hins vegar tilraunir með segulljós í rann- sóknarstofu, og Vegard uppgötvaði m.a. þátt köfnunarefnis í norðurljósunum (á árunum 1912–1913) og kortlagði liti norðurljósanna. Kanadamennirnir John C. McLennan (1867– 1935) og Gordon M. Shrum (1896–1985) kom- ust árið 1925 að því, að súrefnisfrumeindir væru ástæðan fyrir græna litnum. Bandaríkjamaðurinn Merle A. Tuve (1901– 1982) er líka stórt nafn í þessari sögu, vegna uppgötvunar fareindahvolfsins, árið 1925, og eins er með landa hans, James Van Allen (1914–), sem fann geislabelti, sem eftir hon- um eru nefnd, og tengjast myndun seg- ulljósa. Og þeir eru raunar mun fleiri sem hægt væri að nefna, en plássins vegna skal þetta látið nægja, enda hitt allt of langt mál upp að telja. Hins vegar má nefna, að árið 1981 náðist í fyrsta sinn gervitunglamynd af segulljósakraga. Og ennþá er margt óljóst í sambandi við þessi ljósfyrirbæri, þrátt fyrir alla tæknina, sem mannskepnan hefur nú yfir að ráða. FYRSTU SKIPULEGU ATHUGANIR HÉR Á 18. ÖLD En hvenær skyldu menn hafa farið að rannsaka þetta fyrirbæri á Íslandi? „Það er spurning hvað á að kalla rann- sóknir, en norðurljósin hafa áreiðanlega vak- ið athygli manna hérlendis og valdið heila- brotum allt frá landnámstíð,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur, sem í áratugi hefur verið í fremstu röð í norðurljósaathug- unum hér á landi. „Ég veit reyndar ekki um neinar beinar lýsingar á norðurljósum í ís- lensku fornritunum. Ef til vill hefur mönnum þótt fyrirbærið of hversdagslegt til að færa það í sögur. Hitt er líka hugsanlegt, að á söguöld hafi verið minna um norðurljós á Ís- landi en nú á dögum. Í því sambandi er vert að minnast á þá lýsingu á norðurljósunum sem fram kemur í Konungsskuggsjá. Hún er skrifuð í Noregi og sá sem skrifar virðist vera að lýsa fyrirbæri sem hann er ekki kunnugur persónulega, heldur sést í fjarlægu landi, Grænlandi. Það merkir, að á þeim tíma hafa norðurljósin ekki verið algeng í Noregi og sennilega ekki heldur á Íslandi. Jarðeðl- isfræðilegar rannsóknir gefa jafnframt vís- bendingar um að segulskaut jarðar hafi á þessum tíma verið annars staðar en nú. Þá hefur norðurljósabeltið líka verið á öðrum stað, og þá sennilega fyrir norðan Ísland. Síðan hefur það færst suður fyrir Ísland um skeið, en er núna aftur komið norður á bóg- inn.“ Þegar svo líða tekur á er að finna eitt og annað um norðurljósin í gömlum ritum, m.a. í Íslandslýsingu Odds Einarsonar (1588/ 1589). Þar segir m.a.: „Ég hafði nær gengið framhjá himinlogum þeim eða hinu undursamlega ljósi, sem Ís- lendingar nefna norðurljós og sýnilega ber þeim mun meira á sem nær dregur norð- urheimskauti. En því bæti ég ljósi þessu í tölu undraverðra hluta, að vér höfum hingað til ekki getað fræðzt um orsakir þess af nein- um. Vilja sumir álíta, að þetta séu hin stökkvandi stjörnumerki náttúrufræðing- anna, en hvort það er rétt, verða þeir sjálfir að sjá til. Hitt er víst, að þegar ljós þessi sjást, er al- veg eins og himinninn standi í ljósum logum. Þjóta logar þessir með svo undraverðum hraða sitt á hvað upp og niður, að naumast er hægt að horfa á þessa undursamlegu og logandi iðu án þess að verða hálfvegis ringl- aður. Helzt sést þetta á haustum og vetrum, heilar nætur samfellt, einkum þegar heiðríkj- ur eru miklar. Til eru þeir menn, sem halda því fram, að ljós þetta stafi af því, hvernig geislar sólarinnar, sem gengur skáhallt kringum jarðarendann, brotna, þegar þeir Rauðleit norðurljósakóróna yfir Alaska, mjög sjaldgæf litasamsetning. Valin stjarnfræðimynd dagsins, 11. nóvember 1998, hjá NASA.Ljósmynd/Dick Hutchinson©, Alaska x Norður-Finnland, við heimskautsbaug, 21. janúar 1998. Ljósmynd/Jarðeðlisfræðistofnun Alaskaháskóla Þessi mynd sýnir alrauð norðurljós yfir Alaska, en liturinn stafar frá árekstri rafagna við súrefnisfrum- eindir í mikilli hæð. Þetta er sjaldgæf tegund norðurljósa og sést helst nálægt sólblettahámarki. Það er ekkert undarlegt, að fólki á öldum áður hafi brugðið við og talið þetta með undrum og stórmerkjum, og yf- irleitt boða ófrið. Var þá gjarnan haldið um langan veg til dómkirkna borganna til að gjöra þar iðrun. Ljósmynd/Jan Curtis©, Alaska Ljósmynd/Thomas Ulich©, Finnlandi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.