Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S AGA landkönnunar í fjarlægum löndum og himingeimnum er stráð frásögnum af válegum atburðum. Sumir þeirra taka sér bólfestu innra með okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Flestir muna t.a.m. eftir geimferjunni „Challenger“, sem varð stjórn- laus eftir öfluga sprengingu 26. janúar 1986 á Canaveral-höfða í Flórída. Eða skipinu Karl- uk sem sökk í Norðuríshafi 11. janúar 1914, og hina erfiðu reynslu þeirra sem komust lífs af er þeir voru innilokaðir svo mánuðum skipti á hafís á Norður Íshafi. Ekki virðast mikil líkindi með þessum tveimur slysum. Öll heimsbyggðin fylgdist með fyrrnefnda stór- slysinu, nánast í beinni útsendingu, með að- stoð gervihnatta og sjónvarps, og harmleik- urinn gerðist á fáeinum sekúndum. Með síðara slysinu fylgdust lesendur vestrænna dagblaða í hægagangi mánuð eftir mánuð. En þó að áratugir séu á milli slysanna, og þau hafi gerst við ólíkar aðstæður og tæknistig, eiga Karluk- og Challenger-slysin ýmislegt sam- eiginlegt. Bæði tengjast stórhuga og kostn- aðarsömum ríkisreknum landkönnunarleið- öngrum (kanadískum og bandarískum), sem höfðu gríðarleg menningarleg og táknræn áhrif og hliðarverkanir. Ekki er að furða þótt menn rifji slíkar hörmungar upp öðru hverju, með hlutdrægum frásögnum. Ný bók Í bók Jennifer Niven, The Ice Master: The Doomed 1913 Voyage of the Karluk, er Karl- uk-slysið sett á svið. Skipinu Karluk var ætlað að sigla með 31 mann um borð –13 manna áhöfn, tíu vísindamenn, sjö „Eskimóa“ (að meðtalinni einni konu og tveimur börnum), og einn „farþega“ – í glæsilegan leiðangur til óþekktra svæða norðurskautsins, en skipið reyndist vanbúið til þess. Nokkrum vikum eftir að skipið festist í ís, fór leiðangursstjór- inn, Vilhjálmur Stefánsson – mannfræðingur og landkönnuður – í land ásamt fimm af mönnum sínum. Á meðan hraktist skipið með áhöfn út á haf fyrir hafís og fárviðri og var ekki nokkur leið fyrir Vilhjálm að finna það aftur. Þegar Karluk sökk að lokum, þar sem hafísinn þrengdi að því, settu áhöfnin og far- þegar upp „skipbrotsmannabúðir“ á ísjökun- um. Á næstu mánuðum skiptu þau sér í hópa, sumpart vegna ágreinings milli manna. Tveir hópanna gerðu tilraun til að ná landi yfir ís- breiðuna, annaðhvort gangandi eða á hunda- sleðum. Loksins, eftir margra mánaða ring- ulreið, gengu skipstjórinn, Robert Abram Bartlett, og einn af Inuitunum, Kuraluk, mörg hundruð mílur yfir ís og fjöll til að láta heiminn vita um örlög Karluk og láta bjarga þeim sem eftir lifðu af áhöfn og farþegum. Ellefu menn fórust í leiðangrinum, og þeir sem sneru aftur biðu varanlegan skaða á lík- ama og sál. Þetta var „fullkomið“ stórslys í skilningi Sebastians Junger. Allt virtist ganga á afturfótunum og slysið hafði í för með sér skelfilegar afleiðingar, fjárhagslegar, per- sónulegar og tilfinningalegar. Bók Niven er að mörgu leyti byggð á ná- kvæmum rannsóknum, þar sem fjölbreyttum heimildum er ofið saman, dagbókum, minn- isbókum og viðtölum. Höfundur segir í at- hugasemdum (s. 371) að ætlun sín „hafi verið að færa lesendur eins nálægt frumheimildum og unnt væri [dagbókum, minnisbókum og endurminningum vísindamannanna og áhafn- ar skipisins] og láta þá kynnast, með hjálp heimildanna, þeim tíma og reynslu sem fólkið sjálft hafði upplifað.“ Þetta er svo sannarlega áhrifamikil aðferð til að fanga athygli lesenda og fá þá smám saman til að setja sig í spor þeirra sem upplifðu hinn stórbrotna harmleik Karluk-slyssins. Niven tengir af leikni saman vitnisburð úr dagbókum áhafnar Karluk og sína eigin leik- rænu endurgerð á atburðum og túlkun sína á þýðingu slyssins fyrir fólkið sem lenti í því. Hún setur fram glöggskyggnar athuganir á slysinu, fylgir ákveðnum þátttakanda eða hópi þeirra eftir í nokkurn veginn réttri tíma- röð. Heilmikil spenna er í frásögninni, sem margir lesenda bókarinnar eiga sjálfsagt eftir að njóta. Þannig átta lesendur sig smám sam- an á því að bráður og dularfullur sjúkdómur, sem leggst á marga úr áhöfninni, á á einhvern hátt rætur að rekja til þess sem þeir borða. Ennfremur eru hér allmargar furðuljótar senur, lýsingar á því hvernig áhöfnin bregst við kali, fjarlægir tær og dauða húð, viðvar- andi hungursneyð, og hinni andstyggilegu samkeppni um mat. Sjálfum finnst mér átak- anlegast þegar lýst er kringumstæðum við dauða franska mannfræðingsins Henri Beuc- hat sem, gegn ráðum Bartletts skipstjóra, yf- irgaf skipbrotsbúðirnar, ásamt þremur öðr- um mönnum, til að freista þess að ná landi (s. 164–65): Chafe gat ekki tára bundist þegar hann leit Beuchat. Handleggir hans hengu máttlausir niður með hliðunum, hendur hans bólgnar og berar. Hann var ekki lengur í vettlingum vegna þess að hendur hans pössuðu ekki í þá; þær voru frosnar í klumpa, fjólubláar og bólgnar, þaktar blöðrum og með þykku lagi af svartri húð … Hann var með óráði og und- irlagður hitasótt … Niven segir einnig frá hjartnæmum atburð- um – samvinnu, fórnfýsi og mannlegri reisn. Eskimóafjölskyldan í sögunni gegnir afar mikilvægu hlutverki. Stúlkurnar tvær, Helen (8 ára) og Mugpi (3 ára), en sú síðarnefnda er eini skipverjinn, sem enn lifir, héldu uppi bjartsýninni á erfiðleikatímum. Og hinir full- orðnu útvega bæði nauðsynlegan fatnað og fæðu með veiðum á ísnum meðan vísinda- mennirnir og áhöfn skipsins eru magnþrota af kunnáttuleysi, einskærri leti eða kvíða. Frá- sögn Niven er í stuttu máli allt í senn heillandi, hrífandi og átakanleg. Góðir kallar og vondir Markmið Niven, með því að skrifa eina sög- una enn um Karluk-slysið, er sumpart að leið- rétta sögulegt misræmi sem tengist land- könnun Vilhjálms Stefánssonar: Á meðan nafn Vilhjálms „finnst í sögubókum … hefur verið litið framhjá mönnum hans í leiðangr- inum frá 1913–1914, nöfn þeirra hafa legið í láginni, týnst eða eru að mestu gleymd“ (s. ix). Hún tekur þó skýrt fram að tilgangur sinn sé hvorki að „draga í efa árangur Vilhjálms Stefánssonar, eða þær merku uppgötvanir sem hann gerði, né … brjóta til mergjar lífs- starf hans fyrir og eftir Karluk-slysið, nema það tengist þessum tiltekna leiðangri.“ Þó að tilgangur Niven sé virðingarverður, og aðferðir hennar sömuleiðis, birtast ákveðnir fordómar í frásögn hennar. Með því að horfa á atburði einvörðungu frá sjónarhóli fórnarlambanna verður frásögn hennar óhjá- kvæmilega hlutdræg. Lesendur komast smám saman að þeirri niðurstöðu að Vil- Vilhjálmur og hluti áhafnarinnar um borð í Karluk, um það leyti sem skipið leggur úr höfn í hinn örlagaríka leiðangur. Birt með leyfi Bókasafns Dartmouth-háskóla. Karluk-slysið og Vil- hjálmur Stefánsson Nýlega kom út bók um síðasta leiðangur Vilhjálms Stefánssonar á skipinu Karluk sem sökk síðan í Norð- uríshafi í janúar 1914. Gísli Pálsson fjallar hér um þessa bók Jennifer Niven þar sem Karluk-slysið er sett á svið og segir að hér sé beitt áhrifamikilli aðferð til að fanga athygli lesenda og fá þá smám saman til að setja sig í spor þeirra sem upplifðu hinn stórbrotna harmleik Karluk-slyssins. Frásögnin sé allt í senn heillandi, hrífandi og átakanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.