Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 22
DÆGURTÓNLIST 22 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR hafa lag á danstónlistsem aðrar þjóðir leika ekki eftir. Það sannast eftirminnilega á öllum skífum breska tríósins Red Snapper sem sendi frá sér plötuna Our Aim is to Satisfy Red Snapper seint á síðasta ári. Þeir félagar Richard Thair, sem leikur á trommur og annað slagverk auk þess sem hann skrámar plötur, Ali Friend, sem leikur á bassa, og og David Ayers, sem leikur á gítara og vél- ar um tölvur, kynntust sem und- irleikarar hjá hinum og þessum tónlistarmönnum. Þegar þeir tóku tal saman einu sinni sem oft- ar komust þeir að því að þeir höfðu sameiginlega áhuga á tón- list, áhuga á breakbeat, Eric B & Rakim, frumstæðu techo, Led Zeppelin, brimrokki og sveita- tónlist. Það sem enginn verkefni var að fá í slíkum bræðingi gripu þeir til eigin ráða, stofnuðu hljómsveitina Red Snapper og eigin útgáfu til að gefa út smá- skífur sér til gamans. Smáskífurnar og spilamennska þeirra félaga, eins óvenjulegt og það var að danslistamenn gætu spilað á hljóðfæri, vöktu svo mikla athygi að ýmis fyrirtæki reyndu að fá þá félaga á samning og á endanum gengu þeir til liðs við Warp útgáfuna bresku. Fyrsta útgáfan á Warp var gömlu smá- skífurnar og síðan kom hver af- bragðsskífan af annarri, Prince Blimey 1996 og Making Bones 1998. Þeir félagar voru og iðnir við tónleikahald, en þar kom að þeir urðu leiðir á spilamennsk- unni og spunanum sem var grunnur þeirra platna sem þeir höfðu sent frá sér; þá langaði til að gera almennilega breiðskífu og ráða sér upptökstjóra. Um leið og færi gafst 1999 hélt Red Snapper í hljóðver og hóf upptökulotu sem átti eftir að reyna heldur en ekki á þolrif þeirra félaga, því ekki var bara að þeir þurftu að glíma við skiln- aði, deilur og tónlistastefnu, missi ástvina og almenna óreiðu íeinka- lífi og fjármálum, heldur putta- brotnaði Ali Friend og var úr leik á bassanum í fjóra mánuði. Öll él birtir upp um síðir og að lokinni plötu voru allir orðnir vinir að nýju. Skífan nýja, Our Aim is to Satisfy Red Snapper, þykir enda með því sem besta sem Red Snapper hefur gert og var víða talin með bestu plötum nýliðins árs. Það ægir öllu saman að vanda, fönki, djass, poppi, breakbeast og svo má telja, en meðal annars fyrir tilstilli ut- anaðkomandi upptökustjóra þykir mönnum sem samhengi sé meira í skífunni og bygging öll til fyr- irmyndar. Dans- vænn tón- listar- grautur Á síðasta diski, The Opposite,vann Heimir úr hljóðum sem hann tók upp í íslenskri náttúru og sneri í stafrænt form. Að þessu sinnig eru hljóðin öll búin til staf- rænt, en Heimir segist þó langt í frá leiður á íslenskri náttúru, hann hafi einfaldlega langað til að prófa eitthvað nýtt. „Oftast, hvort sem ég vinn einn eða með Stillupp- steypu, notast ég einfaldlega við hvaða hljóðupp- runa sem er og hljóðunum er svo breytt í tölvu- vinnslu. Að þessu sinni vildi ég skapa algerlega stafræna veröld fyrir diskinn, því hann er nokkurs konar ferðalag í gegnum heim sem ég hef skapað.“ Heimir segist hafa unnið diskinn að mestu á frekar skömmum tíma, frá seinni hluta október 1999 til byrjunar janúar 2000. „Ég ákvað að vinna efnið hratt og ná þannig öðrum blæ en ef ég hefði sankað að mér yfir marga mánuði. Svo vildi ég líka hafa texta með verkinu og fannst þá áhugaverðara að láta ein- hvern annan skrifa texta fyrir mig. Ég bað því listamanninn Mike Ty- ler frá Kaliforníu, sem er búsettur í Amsterdam, um að skrifa textann fyrir mig og gaf honum algerlega frjálsar hendur hvað hann vildi skrifa. Textinn sem er á umslaginu er því það sem kom upp í huga honum þegar hann hlustaði á disk- inn, en hann lauk við verkið í júlí.“ Eins og getið er er Discreet Journey Digitalis önnur plata Heimis á tiltölulega skömmum tíma, en hann er með fleiri járn í eldinum því á næstunni kemur út smáskífa með tónlist eftir hann á vegum Staalplaat-útgáfunnar hol- lensku. Heimir segir að sá diskur sé í svokallaðri Material Series-út- gáfuröð og beri titilinn Machine Natura (an Interpretation Incons- istent with the Actuality of a Sit- uation. Einnig kemur út innan skamms vínylbreiðskífa á vegum EMI „þar sem önnur hliðin er að- eins lockgrooves (19 stk.). Sú plata ber titilinn Circulations, en svo á ég einhver verk á safnplötum.“ Ekki má skilja þessa útgáfu Heimis sem svo að hann sé hættur að starfa með Stilluppsteypu, hann segir að um sé að ræða tónlist sem hann vinni einn og með öðru hug- arfari en það sem Stilluppsteypa sé að fást við. „Þetta er persónulegra efni, mín eigin yfirlýsing ef svo mætti að orði komast. Það sem við gerum í Stilluppsteypu er meiri hrærigrautur af okkur þremur að skiptast á hugmyndum og breyta hver hjá öðrum.“ Undanfarið hefur Heimir ekki bara unnið einn því hann hefur leikið á tónleikum með þremur öðrum listamönnum og tekið upp; Gert-Jan Prins frá Hollandi, Dan Armstrong frá Bandaríkjunum og Retro A.K.A. frá Ísrael. „Við spil- um allir stutta sólóperformansa og svo allir fjórir saman í lokin með spunnið sett. Við erum að fara að spila meira á árinu og munum taka upp efni fyrir útgáfu. Svo hef ég unnið efni í meiri diskóátt með Sví- anum Jonas Ohlsson sem kallar sig Nordic Wonder Boy. Við förum að vinna upptökur seinna á árinu í sérstöku stúdíói í Nijmegen.“ Eins og margir muna hélt Still- uppsteypa tónleika hér á landi í haust, en sveitin hefur einmitt ver- ið á faraldsfæti og lauk fyrir skemmstu tónleikaferð um Banda- ríkin með TV Pow frá Chicago. Í þeirri ferð tók sveitin mikið af tón- leikaspuna með TV Pow fyrir út- gáfu hjá Erstwhile Records í Bandaríkjunum, en einnig er sveit- in að hefja vinnu að DVD diska- útgáfu fyrir Staalplaat í Times Up hljóðverinu í Linz í Austurríki, en Heimir segir að þar gefist þeim félögum loks tækifæri á að vinna með surround-upptökur. „Svo er- um við að vinna disk með Spán- verjanum Francisco Lopez í róleg- heitunum og líka farnir að spá í upptökur fyrir okkar næsta geisla- disk sem verður gefinn út að öllum líkindum næsta haust og fylgt eftir með tónleikaferð um Evrópu. Svo eru nokkur fleiri lausleg plön um önnur verkefni á næstunni,“ segir Heimir að lokum. Verslunin 12 tónar dreifir Discreet Journey Digitalis hér á landi. Ferðalag í Heimisheimi Heimir Björgúlfsson einhvers staðar nálægt Washington. eftir Árna Matthíasson STILLUPPSTEYPA er með dug- legustu hljómsveitum hvað varðar upptökur og útgáfu og liðsmenn hennar slá ekki stöku við heldur. Heimir Björgúlfsson Stilluppsteypumaður sendir frá sér ördisk í vor og skömmu fyrir jól kom út annar diskur frá Heimi, Discreet Journey Digitalis, sem Mille Plateaux gefur út. ERYKAH Badu vakti gríðarlegaathygli fyrir fyrstu breiðskífu sína Baduizm sem kom út fyrir rúm- um þremur árum. Hún þótti stinga í stúf við það sem aðrar R&B söng- konur höfðu fram að færa um það leyti, tónlistin innihaldsríkari og fjöl- breyttari og söngurinn framúrskar- andi. Það tók Badu þrjú ár að ljúka við næstu skífu, Mama’s Gun, sem kom út í haust. Baduizm sló rækilega í gegn og Badu segir frægðina hafa góðar hlið- ar og slæmar; þær slæmu eru meðal annars að skyndilega er hún undir smásjá fjölmiðla sem láta hana ekki í friði, en á móti kemur að hún hefur peninga til að gera það sem henni sýnist, þar á meðal taka sér tíma til að annast um son sinn Steve sem hún átti með Dre út OutKast. Hún tók sér þannig tveggja ára hlé frá tónlist að miklu leyti og eyddi tímanum með Steve, en segist þó hafa verið með hugann við verkið allan tímann. Baduizm kom út fyrir þremur ár- um, en til að halda mönnum við efnið sendi Badu frá sér tónleikaskífu sem þótti sérdeilis vel heppnuð. Hún seg- ir að hún hafi löngu verið farin að spá í nýja hljóðversskífu en það hafi tek- ið sinn tíma, meðal annars var hún með drenginn á brjósti og vildi njóta þess sem lengst og svo taki það hana jafnan tíma að koma tónhugsun sinni frá sér þar sem hún kunni ekki að skrifa út tónlist og lesa nótur. „Þar sem ég sem lögin og sé um allar út- setningar sjálf, tekur það mig tíma að koma því til skila hvernig ég vilji að lögin hljómi.“ Eins og getið er hefur frægðin haft óþægindi í för með sér fyrir Badu, ekki síst eftir að hælbítar fóru á kreik því margur hefur legið henni á hálsi fyrir ímyndina og sakað um sölumennsku. Hún svarar jóssinu fullum hálsi, meðal annars á skíf- unni, en þar tekur hún einnig sam- band sitt við Dre fyrir á opinskáan hátt. Ný skífa Erykah Badu ÞAÐ KEMUR væntanlega fáum áóvart að mest selda plata ársins vestan hafs var með N’Sync en No Strings Attached, sem kom út í mars, seldist í 9.936.104 eintökum. Eminem, sem „dissar“ þá N’Sync pilta rækilega á plötu sinni, seldi 7.921.107 eintök af The Marshall Mathers LP en Britney Spears, sem fékk einnig til tevatnsins hjá Em- inem, seldist í 7.893.544 eintökum. Human Clay með Creed, sem kom út 1999, seldist í 6.587.834 eintökum, Supernatural með Carlos Santana, sem kom líka út 1999, seldist í 5.857.824 á árinu. Bítlaplatan 1 setti nokkurs konar sölumet; hún er sjötta mest selda plata ársins vestan hafs með 5.068.300 eintök seld á hálfum öðrum mánuði, því hún kom út um miðjan nóvember. Rapparinn Nelly náði sjöunda sætinu með 5.067.529 eintök seld af Country Grammar. Black & Blue Backstreet Boys seldist í 4.289.865 eintökum á rúmum mánuði, Dr. Dre seldi 3.992.311 ein- tök af 2001 og Destiny’s Child seldi 3.802.165 af The Writing’s on the Wall sem kom út sumarið 1999. Poppsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.