Morgunblaðið - 07.01.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.01.2001, Qupperneq 7
hjálmur Stefánsson sé persónulega ábyrgur fyrir næstum öllu sem úrskeiðis fer í sögunni. Þannig er staða hans í leiðangrinum skil- greind frá byrjun með tilvitnunarmerkjum sem „leiðangursstjóri“ (s. viii). Lesendur fá að vita að C. Theodore Pedersen skipstjóri hafði sagt upp störfum „á síðustu stundu, fullur vandlætingar á vafasömum aðferðum Vil- hjálms“ (s. 10). Ákvörðun Pedersens kann þó einfaldlega að hafa stafað af metnaðargirni hans, tilfinningu fyrir valdaleysi, og ótta við að missa veittan ríkisborgararétt í Bandaríkj- unum ef hann tæki þátt í kanadískum leið- angri.– „Eitt sinn,“ heldur Niven áfram, „voru vísindamennirnir argir yfir því hvernig leiðtoginn stóð sem hlutlaus áhorfandi og neitaði að koma til hjálpar“ (s. 27). Þurrmat- urinn, sem olli hinum dularfulla sjúkdómi er dró nokkra úr áhöfninni til dauða, reyndist vera á ábyrgð Vilhjálms: hann hafði „ekki hirt um … mengunarpróf og keypt þurrmatinn án þess að láta efnagreina hann“ (s. 353). Og fleira í þeim dúr. Þó er ef til vill mikilvægast að Vilhjálmur er hvað eftir annað sagður hafa yfirgefið menn sína, „án þess að líta aftur“, og haldið því fram að hann væri „aðeins að fara á veiðar“ (s. 51); „Þeir höfðu verið yfirgefnir“ (s. 55). Þótt hægt sé að skilja þá tilfinningu áhafnarinnar að vera yfirgefin þegar hún lenti í stefnulausri og hættulegri ferð á sama tíma og leiðtogi þeirra var öruggur í landi, þá er þessi stað- hæfing afar vafasöm. Ævisöguritarinn Rich- ard Diubaldo heldur því fram að veiðiferðin hafi átt að taka um það bil tíu daga, og dregur þá ályktun að „allt bendi til þess að þetta hafi verið venjuleg veiðiferð“. Þau rök Niven, að hópurinn sem valinn var í ferðina hafi verið ólíklegur til veiða, eru ekki mjög sannfær- andi. Í stuttu máli virðist saga Niven tilheyra þeirri bókmenntategund sem fjallar um hetjur og þorpara, með Bartlett skipstjóra og Vilhjálm Stefánsson í aðalhlutverkum. Ekki er að efa að áhöfn Karluk hafi haft veigamiklar ástæður til að gagnrýna forystu Vilhjálms. Hann var ákveðinn í að ná mark- miðum sínum með öllum tiltækum ráðum, og efalaust var hann að einhverju leyti hroka- fullur og eigingjarn. Þeir eiginleikar voru samt sem áður aðalsmerki alvöru-heim- skautafara – og ef til vill skilyrði þess að kom- ast lífs af. Og metingur milli áhafnar og ein- stakra keppinauta var oft mjög vægðarlaus. Vitaskuld ber Vilhjálmur Stefánsson mikla ábyrgð á Karluk-slysinu; þetta var leiðangur hans og hann var við stjórnvölinn. Það merkir þó ekki að sú atburðarás sem leiddi til harm- leiksins hafi verið handaverk hans. Eitt er að endursegja á heiðarlegan hátt ásakanir fórn- arlambanna um vanrækslu en allt annað mál að gera þær að sögulegum staðreyndum. Til að gæta allrar sanngirni skal þess þó getið að Niven lætur lesendum sínum í té nokkurn vitnisburð sem gæti leitt til annarrar túlkunar á því sem úrskeiðis fór. Lykilatriði í því samhengi er ákvörðun Bartletts skip- stjóra á úrslitastund haustið 1913 þegar ísinn, sem nálgaðist óðfluga, hefti hreyfingar skips- ins. „Þetta voru vonlausar aðstæður. Að halda sig nálægt landi þýddi að fórna tækifærinu til að sigla áfram, sem Vilhjálmur Stefánsson krafðist. En að fylgja opnum leiðum þýddi að skilja skipið frá hinu tiltölulega öryggi nálægs lands, og eiga það á hættu að berast af leið“ (s. 38). „Svo virðist sem“, bætir Niven við, „að Vilhjálmur hafi verið sofandi þegar ákvörðun var tekin um að stýra skipinu inn í ísbreið- una.“ Bartlett skipstjóri bar, með öðrum orð- um, ábyrgð á þeirri þýðingarmiklu ákvörðun sem leiddi til Karluk-harmleiksins. Eins og Niven orðar það: „Þetta reyndist umdeilanleg ákvörðun, sem breytti stefnu þeirra þannig að ekki varð aftur snúið. Þeir misstu fljótlega sjónar á landi.“ Ákvörðun Bartletts varð þess valdandi að aðstæður sköpuðust fyrir Karluk- harmleikinn. Önnur ákvörðun kynni að hafa gerbreytt atburðarásinni. Að öllum líkindum munum við þó aldrei fá úr því skorið. Þótt ekki sé verið að velta sér upp úr hvað hratt harmleiknum af stað, eru athyglisverð- ar og algerlega ónauðsynlegar gloppur í frá- sögn Niven. Það er kaldhæðnislegt að þó að höfundurinn leggi áherslu á nálægð atburð- anna sem fjallað er um og tiltækar „frum- heimildir“ varðandi þá, og síendurteknar full- yrðingar Niven um ábyrgðarleysi Vilhjálms Stefánssonar og athugasemdir um leiðtoga- hæfileika hans, þá er ekki ein einasta tilvísun í allri bókinni í dagbækur leiðangursstjórans. Dagbækur Vilhjálms Vilhjálmur Stefánsson hélt nákvæmar dag- bækur í leiðöngrum sínum. Hvað segja þær okkur um Karluk-slysið og kanadíska heim- skautsleiðangurinn? Því miður hefur hluti dagbókanna úr ferðinni glatast og frásögn þeirra hefst fyrst hinn 22. mars 1914, nokkr- um mánuðum eftir að Karluk-harmleikurinn hófst. Þá hafði Karluk-hópnum tekist að kom- ast til Wrangel-eyjar og Bartlett skipstjóri og Inúítinn Kuraluk, félagi hans, höfðu nýlagt af stað í hina löngu og köldu göngu til Alaska eftir aðstoð. Nokkru síðar, meðan hann beið frétta af örlögum Karluk og áhafnar þess, skrifaði Vilhjálmur í dagbækur sínar (10. september 1914): „Engin skip í sjónmáli. Þetta lítur ekki vel út fyrir mig – það hlýtur eitthvert óhapp að hafa átt sér stað því að haf- ið er allt opið hér.“ Næsta dag, þegar hann loksins fékk fréttir af skipinu, gerði hann eft- irfarandi athugasemd: Ég kom auga á fótspor eftir stígvél með hæl. Þetta var ein ánægjulegasta sjón æfi minnar … ég gat varla trúað mínum eigin augum – einhvern veginn virtist það óeðli- legt að rekast á skip við Banks-eyju … ég hljóp hálfa mílu dauðhræddur um að þeir sigldu af stað á hverju augnabliki … Skipið var Mary Sachs … Crawford kom út … og sá mig loks þegar ég var u.þ.b. 15 jarda frá skipinu. Þá galopnaði hann augun í undrun. … Fréttir: Karluk hafði brotnað í spón í janú- ar, nálægt Wrangel-eyju … Þannig urðu allar vonir og draumar sem hverfðust um Karluk að engu. Eftir að hafa lesið póstinn sinn sama dag skrifar Vilhjálmur: Pósturinn minn … er mjög ánægjulegur. … Bókin mín [Líf mitt með eskimóum, sem byggðist á fyrri heimskautsleiðangri] hefur fengið mjög góða, og í sumum tilfellum stór- kostlega, dóma, bæði í Ameríku og Englandi, þó að sala hennar hafi ekki gengið sem skyldi, því miður; af því að fréttir um að Karluk hafi rekið af leið birtust á sama tíma og bókin kom út. Inúítafjölskyldan Önnur áhugaverð hlið, sem Niven minnist ekki á, er á ferðum Vilhjálms Stefánssonar frá því að hann fór frá borði Karluk haustið 1913 og þangað til hann sneri aftur frá norð- urskautssvæðinu. Á meðan áhöfn Karluk tókst á við náttúruöflin og barðist fyrir lífi sínu í Norðuríshafi, slóst Vilhjálmur ekki að- eins í för með „syðrihluta“ leiðangurs síns, og hélt rannsóknum sínum áfram nokkurn veg- inn eins og áætlun gerði ráð fyrir, heldur end- urnýjaði hann einnig sambandið við Inúíta- eiginkonu sína, Pannigabluk, og son þeirra, Alex. Einn af æfisöguriturum Vilhjálms, LeBourdais, greinir frá því að Pannigabluk, og hinn fimm ára gamli sonur hennar, hafi verið með Vilhjálmi um borð í skipinu Polar Bear árið 1915 og aftur á Melville-eyju 1916. LeBourdais getur sér þess til að ástæðan fyr- ir því að Vilhjálmur nefnir Pannigabluk ekki í bók sinni The Friendly Arctic „gefi til kynna að hún hafi verið þar stödd í einkaerindum, en ekki verið þátttakandi í leiðangrinum, eins og reyndin var í fyrri leiðangri.“ Þetta virðist vera sennileg skýring. Pann- igablukar er oft getið í dagbókum mannfræð- ingsins Jenness í kanadíska heimskautsleið- angrinum. Hinn 27. apríl 1914 skrifar Jennings að „Pannigavlu og sonur hennar fóru um borð í Polar Bear til að sækja tjald og er búist við þeim aftur á morgun,“ og aftur hinn 27. maí sama ár að „Pannigabluk hafði borið í burtu ýmsa hluti frá Marin Point, þar á meðal eina af ferðakistum Vilhjálms.“– Sú sem segir frá öllu … Dagbækur birta vitaskuld ætíð persónu- lega túlkun atburða, en ekki hreinar stað- reyndir. Ekki er ósennilegt að meðlimi áhafn- ar Karluk greini á um skýringar á sameiginlegri reynslu sinni. Þannig segir Diamond Jenness, einn af mannfræðingunum í hinni upprunalegu áhöfn Karluk, um frásögn Vilhjálms Stefánssonar af leiðangrinum, sem birtist í The Friendly Arctic: Þessi bók, sem byggist að mestu leyti á einkadagbókum Vilhjálms …, segir ekki alla söguna; stór hluti hennar er geymdur í dag- bókum annarra manna. Þegar ég skrifa þetta liggur reyndar fyrir framan mig fyrsta bindi minnar eigin dagbókar, þar sem margir at- burðir eru skráðir er ekki koma fyrir í sögu Vilhjálms Stefánssonar. Það er Niven að þakka að frásagnir mik- ilvægra sjónarvotta eru ekki lengur glataðar eða „grafnar“ í dagbókum sem varðveittar eru í einkasöfnum. En, eins og segir í gömlu máltæki, „sú sem segir frá öllu bætir oft við“. Fullkomin eða hlutlaus frásögn, „sagan öll“, eins og Jenness orðar það, verður ekki sögð, að nokkru leyti vegna þess að minningar áhafnar Karluk hljóta óhjákvæmilega að vera litaðar af persónulegri gremju þeirra sem komust lífs af og fjölskyldna þeirra. Þrátt fyr- ir yfirgripsmikla notkun persónulegra dag- bóka í spennandi sviðsetningu Karluk-harm- leiksins, hefur Niven hvorki nægar forsendur né fyrirvara. Starfsferill Vilhjálms Stefánssonar, sem ritgerðahöfundur og fyrirlesari um norður- skautið, var langt frá því að vera hnökralaus; hann átti hvað eftir annað í ritdeilum við starfsfélaga sína í mannfræðingastétt, aðra landkönnuði og stjórnmálamenn, bæði í Kan- ada og Bandaríkjunum. Mörgum áratugum eftir að upp úr samvinnu Andersons og Vil- hjálms slitnaði, greindi hinn fyrrnefndi frá kommúnískum tilhneigingum Vilhjálms, þrátt fyrir þær afleiðingar sem slíkar yfirlýsingar gætu haft í för með sér meðan á „galdraof- sóknum“ McCarthy-tímans stóð. Árið 1950 var Vilhjálmur kallaður í yfirheyrslu til yf- irmanns dómsmálaráðuneytisins í Concord, New Hampshire, vegna vitneskju um komm- únískt athæfi. Rit Niven, sem er að hluta til sviðsetning á Karluk-leiðangrinum, mörgum áratugum eftir slysið sjálft, tekst ekki að setja þá gagnrýni sem verk Vilhjálms Stef- ánssonar urðu fyrir á síðari hluta tuttugustu aldar í samhengi við kalda stríðið. Endurgerð stórslyss – sem svipar ef til vill til Challenger- slyssins – er ekki á auðveldan hátt hægt að skilja frá stjórnmálum og landafræði. Skipið fast í ísnum skömmu áður en það sekkur. Birt með leyfi Bókasafns Dartmouth háskóla. Dartmouth College Library Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður dregur nýveiddan sel eftir ísnum. Höfundur er prófessor í mannfræði og forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.