Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GELT æstra sleða-hundanna, sem ólmast ogrykkja í dragbeislin, dyn-ur í eyrum manns. Maður kemur sér fyrir og finnur jafnvægið á tveimur þunnum meiðum aftan á sleðanum – bíður. Stólpinn sem ankerið er fest í juggar til og frá, ræst er með tveggja mínútna millibili. Keppandinn finnur að hjartað byrjar að slá örar og örar. Gætilega teygir hann út höndina og finnur tak á ankerinu. Svo gerist það ... sleðinn þeytist af stað með miklu trukki. Hávaðinn og lætin í geltandi ferfætlingunum og hrópandi áhorfendum hverfur fljótt. Sviðsbreytingin er algjör. Hundarnir eru svo ákafir að komast af stað að maður fær þá tilfinningu að þeim sé alveg sama um ekilinn, hvort hann stendur eða dinglar aftan á sleðan- um! Fall er faraheill Ég beygi mig eftir sleðamottunni sem notuð er til að draga úr ferðinni. Það gekk heldur brösuglega að hengja hana upp. Allt í einu heyri ég hróp, lít snöggt upp, og áður en ég veit af var ég kominn í krappa hægri beygju. Ég renn til á ísnum, lendi hálfur undir og meðfram sleðanum en næ að halda sleðanum réttum og vippa mér upp á meiðana á ferð, sný mér við og veifa til áhorfenda sem ýmist standa með hendurnar fyrir andlitinu eða skælbrosandi. Þessi hröðu og snöggu átök í byrj- un sátu í skrokknum. Fljótlega fann ég jafnvægið aftur og sleðinn virkaði stöðugur. Líkaminn dansaði nú í takt við sleðahreyfingarnar. Nú fyrst fór maður að njóta hlaupsins. Eins og hálfs árs draumurinn var nú orðinn að veruleika og allt það erf- iði, slys og óhöpp sem við hundarnir höfðum gengið í gegnum á meðan þjálfunin stóð yfir laust sem eldingu í gegnum huga minn. Finnmerkurhlaupið telst vetrarí- þrótt í erfðasta flokki og er beinhörð keppnisíþrótt, því hún er bæði sál- ræn og líkamleg prófraun af hæstu gráðu. Þetta er meira en ánægja fyrir venjulega harðhausa. Þeir sem vinna þetta hlaup þjálfa hundana sína fimm til sex sinnum í viku allt árið. Nokkur keppnislið eða „hundaspönn“ eins og það er kallað, höfðu þegar lagt að baki 6.000 km þennan veturinn – sem samsvarar að þeir hafi ekið eftir Nor- egi endilöngum tvisvar sinnum. Við (ég og hundarnir mínir) vorum búnir að leggja að baki 5.600 km. Fóður- magn, kaloríuinnihald og hvíldartími inni á stöðvunum, allt er þetta fundið út með nákvæmum útreikningum og taktísku skipulagi. Hiiiihaaaa! Uppi á fjallinu fyrir ofan Alta-ána vorum við ennþá í hóp. Hundaspann við hundaspann. Í sólarlaginu rifu 800 sleðahundar sig áfram eins og vargar í vígahug. Tungurnar lafandi niður á bringu og láréttar rófurnar með 64 sleðamenn í eftirdragi. Á hressilegri siglingu yfir heiðina með 8 hunda fyrir framan sig vakna strax upp hjá manni draumsýnir um Alaska á tímum gullgrafaranna. Og þarna var ég innan um þá bestu og söng gullgrafaravísur og hrópaði „hiiiihaaaa“ þegar á brattann var að sækja. En þetta var bara skammgóður vermir. Eftir að hafa gefið hundunum nokkra „Loppa“-fiska og skráð okk- ur inn á fyrstu skráningarstöð af þremur, renndum við út frá Joatka eins og Samskipsfleyta í áttina að Skoganvarri en ég dúðaður í Cintam- ani-skjólklæðnað. Eftir því sem við komum ofar á heiðina bætti stöðugt í vindinn og skafrenningurinn magn- aðist þar til allt í einu var kominn blindbylur. Eftir 5 tíma glímu við veðurguðina tók við hlykkjótt leiðin niður fjallið inn mót Skoganvarre með kröppum beygjum þar sem birkitrén rákust utan í okkur eins og þau vildu bregða fyrir okkur fæti. Eftir að hafa komið okkur heilu og höldnu niður rennd- um við inn á fyrstu stoppustöðina, fóðurstöðina eins og hún er kölluð. Allra veðra von Í morgunroðanum lögðum við síð- an af stað aftur yfir fjallið til Levajok við Tana-ána. Sagt ers að ef maður nái að koma sér milli Skoganvarri og Levajek þá sé næstum því öruggt að maður komist í mark. Þessir 90 km er sá hluti hlaupsins sem er hvað ófyrirsjáanlegastur vegna þess að þarna er allra veðra von. Veðurspáin hafði verið mjög slæm og þeir sem á undan voru höfðu mátt berjast í gegnum stórhríð og blindbyl. Eftir að við komum uppfyrir skóg- armörkin hafði vindinn lægt og sólin gægðist út á milli skýjabólstrana. Engu að síður var færið mjög lélegt og urðum við að reyna að fleyta okk- ur yfir botnlausan púðursnjóinn. Kílómetrarnir liðu hægt, tíminn hratt og svitinn fossaði eins og lækur í vorleysingum eftir hryggjarsúlunni. Það var ekkert sem braut upp þessa hvítu auðn. Með háa fjallstinda hér og þar fékk maður á tilfinn- inguna að maður stæði kyrr þótt meðalhraðinn hefði verið í kringum 10–12 km/klst. Hálfdofinn af þreytu tók ég fram kortið til að finna út hvar við værum. Allt í einu fann ég hvar sleðinn kipptist undan mér. Ég baða út höndunum og svo heppilega vill til að ég næ taki á ankerinu og keyri það niður í snjóinn eftir að hafa „hangið“ í því nokkra metra. Hundarnir höfðu þefað upp hreindýr sem lá dautt rétt fyrir utan slóðina. Aðeins hornin og hryggurinn stóðu upp úr snjónum. Tímafrekt en nauðsynlegt að smyrja 32 þófa Fyrir þann sem veltir fyrir sér hvenær menn sofa og hvílast í kapp- hlaupi sem þessu hef ég ekki neitt haldgott svar. Það eru hundarnir sem vinna allt erfiðið úti á brautinni og því er mikilvægt að þeir fái góða umönnun á fóðurstöðvunum og hvíld á milli átakanna. Það er tímafrekt að smyrja 32 þófa en afar mikilvægt. Þegar komið er á fóðurstöðvarnar fá menn úthlutað plássi. Svo er hund- unum gefinn svolítill matarbiti, hundasokkarnir teknir af svo blóð- rásin til þófanna stöðvist ekki, fund- inn hálmur til að hlúa að hundunum og hverjum og einum þeirra pakkað inn svo vel sem kostur er - það kostar kaloríur að liggja á köldu yfirborð- inu, líka fyrir pólarhunda. Þá er tek- inn fram fóðursekkur (hundamat sem sendur hefur verið á undan), kveikt á prímusnum og aðalrétturinn fyrir hundana (magaþarmamauk úr kú með lambakjöti og þurrfóðri blandað út í heitt vatn) matreiddur, batteríin hlaðin fyrir höfuðljósið, staður fundinn til að þurrka hunda- sokkana og ullarvettlingana (þá á ég við mína) og skipt út korti fyrir næstu leið. Maður borðar líka sjálfur, fyllir hitabrúsann á ný ogútbýr nýjan matarpakka. Rennslisvax er svo smurt á meiðahlífarnar eða þeim skift út, hundarnir mataðir, þófarnir Það er tímafrekt að smyrja 32 þófa en afar mikilvægt. Í hundasleðakeppni í Finnmörku Á hverju ári er haldin í Noregi hunda- sleðakeppni sem kallast Finnmerkur- hlaupið. Þetta er lengsta hundasleðahlaup í Evrópu, alls 1.000 km í lengri flokknum en 500 km í hinum styttri. Aron Freyr Guðmundsson varð snemma síðastliðið vor fyrstur Íslendinga til að þreyta þetta hlaup og segir hér frá þessu manndómsprófi. HELLAMYNDIR sem fundist hafa í Mið-Síberíu sýna að hunda- sleðaakstur á rætur að rekja 4.000 ár aftur í tímann. Fyrir ind- íána og eskimóa sem bjuggu í Síberíu, Alaska, Kanada og Grænlandi var hundasleðaakstur mikilvægur ferða- og flutnings- máti og lífsnauðsyn í veiðum. 14. mars 1895 er merkistími í norskri sögu, en þá stóðu Frid- tjof Nansen og Hjalmar Johansen á ísnum með rússneska samojed- hunda spennta fyrir sleðann. Ætlunin var að verða þeir fyrstu á norðurpólinn og án hundanna mundi það vera vonlaust. Þeir náðu að vísu aldrei á pólinn en ferð þeirra markaði þó viss tíma- mót í norskri pólsögu. Þessi til- raun þeirra til að komast á pól- inn er talin hafa opnað augu Norðmanna fyrir notkun sleða- hunda. Roald Amundsen notaði einnig sleðahunda í kapphlaupinu við Robert Scott á suðurpólinn 1911 í kunnustu heimskautsferð Norð- manna, þar sem Amundsen kom á undan Scott á pólinn. Scott not- aði hins vegar smáhesta og vélknúin farartæki. Þriðji Norðmaðurinn, Leonard Seppala, naut þess heiðurs að verða goðsögn í Alaska, í heima- landi hundasleðaíþróttarinnar. Árið 1900 fluttist Seppala til Alaska 23 ára gamall eftir að Norðmaðurinn Jafet Lindeberg ásamt tveim Svíum hafði fundið mikið af gulli í Nome í Alaska. Seppala vildi freista gæfunnar. Hann fann hana ekki í gulli, held- ur í hundunum. 1925 varð afrek Leonard Seppala á hvers manns vörum í Alaska þegar hann og hundarnir hans náðu í lyf til að stöðva útbreiðslu skæðrar barna- veiki í gullgrafarabænum Nome. Forustuhundurinn Balto fann leiðina til baka gegnum stórhríð og náttmyrkur og síðar var reist stytta af honum í Central Park í New York. Þetta sögulega hlaup með mótefnið milli Anchorage og Nome varð seinna að hunda- sleðahlaupinu Iditarod – The Last Great Race on Earth – sem keppt var í fyrst 1973. 4000 ára saga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.