Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF lengi litið svo áað Halldór Laxnessmætti óhikað kallasnilling. En nú er ég farinn að efast. Mér finnst ég satt að segja ekki getað kallað hann þetta lengur. Það er ekki vegna þess að ég hafi gert ein- hverja nýja uppgötvun sem rýrir gildi verka skáldsins okkar góða á Gljúfrasteini. Nei, ástæðan er sú að tungumálið okkar er komið fram úr sjálfu sér. Réttara væri kannski að orða það svo, að við séum komin fram úr tungumálinu. Það hefur verið ljóst um skeið að höfða- töluheimsmet okkar í fjölmiðlum hefur sína ókosti. Eins og á öðrum sviðum viljum við ekki vera eftirbátar annarra þjóða í fyrir- sögnum og yfirlýsingum, þar á meðal um færni, getu og afurðir einstaklinga. Í slíkri samkeppni hlýtur nauðafámenn þjóð eins og Íslendingar að geta farið mjög halloka. Við sem erum svo fá að værum við sveitarfélag í sæmilega fjölmennu ríki er óvíst að við kæm- umst á landakort. En eins og ævinlega gerum við okkar besta. Það sanna dæmin. Á síðustu misserum höfum við nefnilega eignast þvílíkan fjölda af „snillingum“ og „meisturum“ að undrum sætir. Við eigum meira að segja nokkra „af- burðasnillinga“. Nú hefur níska aldrei verið talin til dygða í okkar menningu og því eðlilegt að okkur þyki gaman að veita fólki nafnbætur. Á hinn bóginn hafa stóryrði og upp- hrópanir ekki heldur verið hátt skrifuð á Íslandi. Við höfum vissulega vanist því að slíkur málstíll sé ríkjandi í kringum íþrótt- ir og ekki óeðlilegt þegar um beina keppni er að ræða, að keppnisskapið smiti út frá sér til þeirra sem um fjalla. Það sem er fremur nýtt af nálinni er að beita þessum æsistíl í umfjöllun um listir, listaverk og listamenn. En einmitt þessi til- hneiging hefur verið einkar áberandi síðasta árið. Svo mjög, reyndar, að munurinn á þeim skilaboðum sem beinlínis eru og eiga að vera upphrópanir, svo sem auglýsingar, og hinum sem eiga að heita umsagnir menntaðra aðila, virðist á köflum þurrkast út. Þetta á við um allar listgreinar að ein-hverju marki. Við höfum reyndar íáraraðir átt svonefnda snillinga og meistara á sviði alþýðutónlistar en varlegar hefur verið farið í sakirnar í öðrum greinum. Af því að bókaflóðið er nýlega afstaðið og umræðan um bækur og bókmenntir hefur í gegnum tíðina verið á fremur varlegum og arfleifðarlegum nótum er ekki hjá því komist að veita því sérstaka athygli hve snilldin er orðin almenn í þeirri listgrein þótt aðrar greinar standi henni hreint ekki að baki. Samkvæmt umsögnum fjölmiðla, sem síð- an hafa gengið aftur sem auglýsingar, hefur á vikunum núna fyrir jólin hreinlega rignt yf- ir okkur snilldarverkum, afburðaverkum og afburða snilldarverkum, auk nokkurra sem bara hafa verið meistaraleg. Um hríð hélt ég satt að segja að á þessu væru bara jákvæðar hliðar: Aukin athygli, aukið vægi, jafnvel aukið verðgildi listar og listaverka, nýr og aukinn skilningur á mik- ilvægi starfa þeirra sem fást við listsköpun. Altént er ljóst að bóksala var góð og góðar bækur seldust vel, sem ekki hefur ávallt ver- ið reyndin. En svo gerðu efasemdirnar vart við sig. Kannski er þessi darraðardans yfirlýs-inganna nauðsynlegur til að þrengjalistinni gegnum markaðsmúrinn. Kannski er það hallærislegt að þykja einmitt þessi dans hallærislegur. Gamaldags að kunna vel við þá tíma þegar við áttum eig- inlega bara einn rithöfund sem óhikað var hægt að kalla ritsnilling. Kannski er það vegna þess að Halldór Laxness er fallinn frá og menn ósjálfrátt að svipast um eftir arftaka hans, að svona marg- ir snillingar uppgötvuðust á nýliðnu hausti. Kannski hafa margir bókmenntaskríbentar hugsað þessa sömu hugsun í sumarlok: Fyrst ég gat ekki orðið nýr Kiljan, þá panta ég alla vega að vera Kristján Albertsson. Eftir stendur spurning sem í mínumhuga er bæði stóralvarleg og af-burðamikilvæg. Ef allir þessir vissu- lega ágætu listamenn eru snillingar, hvað getum við þá kallað Halldór Laxness? Afburða snilld! Á síðustu misserum höfum við eignast þvílíkan fjölda af „snillingum“ og „meisturum“ að undrum sætir, skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson, og telur að tungu- málið sé komið fram úr sjálfu sér eða við jafnvel fram úr tungumálinu. HUGSAÐ UPPHÁTT VERSLUNIN HÆTTIR SÍÐASTI DAGUR 80% OPIÐ Í DAG SUNNUDAG 10-18 AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVERÐI ALLT AÐ AFSLÁTTUR 10% NÓATÚNI 17 S: 511 4747 Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mikið af fatnaði í stórum númerum Verðdæmi: Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Handunnir massífir viðarbarir í úrvali 20% afsláttur Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjarna Úrval af glæsilegri gjafavöru Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.