Vísir - 19.02.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 19.02.1979, Blaðsíða 9
VÍSÍR Mánudagur 19. febriiar 1979 Umsjón Guðmundur Pétursson og Gunnar Th. Jónsson Khomeini æOstiprestur og Jasser Arafat, ieiOtogi skæruliöasamtaka Palestinuaraba, sátu lengi á hljóö- skrafi í gær, en hinn siöarnefndi er I heimsókn i Teheran. Eftir viöræöurnar viö Arafat ákvaö Iran aö slita tengslin viö tsraei. íran rýfur tengslin við ísrael og hœttir olíusölu þangað eftir heimsókn Arafats Gestgjafar Jassers Arafats, leiötoga Palestinuaraba, hinir nýju valdhafar i tran — hafa á- kveðiðaölita tengslum við Israel. en þau hafa til þessa verið vin- samlej*. Tilkynnt var i gær i tran, að þeir 67 tsraelsmenn, sem eftir væru i' landhu, skyldu verða á brott. Hin opinbera fréttastofa tr- ans sagöi, aö með þvi væri stefnt að þvi að binda endi „á ólögleg tengsl, jafnt opinber sem leyni- leg, fyrri stjórnar trans og tsra- els.” t stjórnartiö keisarans var tran eina landið i Austurlöndum nær, sem hélt vinsamlegum samskipt- um viö tsrael. Olia frá Iran full- nægði 70% af þörfum tsraels. En nú hefur verB tilkynnt, að tran muni hætta að selja gyðinga- rikinu oliu. Ákvörðunin um að vi'sa tsraels- mönnunum úr landi var tilkynnt aðeins nokkrum klukkustundum eftir, að Jasser Arafat sat rikis- stjórnarfund bráöabirgða- stjórnar Mehdi Bazargans. Um leiö var fulltrúum keisarans i tsraels skipað aö hafa sig heim hið fyrsta. A blaðamannafundi i gær sagði Arafat, að tran hefði ákveðið tekið sér stöðu við hlið Araba og væru nú styrkleikahlutföll breytt i Austurlöndum nær. Aö loknum viðræðum viöRuhollah Khomeiny æðstaprest hafði Arafat eftir hon- um: „Sigur byltingar okkar verður ekki fullkominn, fyrr en Palestinuarabar hafa sigraö”. Arafat sagði, að PLO, samtök Palestinuaraba, mundu opna skrifstofu i Teheran. Hinn voldugi her keisarans er að visu i molum og ekki liklegur til stórræöa, en tsraelsmönnum stafa mestar áhyggjur af ný- tiskulegum vopnum hans, eða hvaöverði um þær vopnabirgöir. Bordagar standa enn milli Víet- nama og Kín- ver|a Kina gaf til kynna f morgun, aö hætt yrði sókninni gegn Vietnam um ieiö og „friöi og jafnvægi” heföi verið komiö á aö nýju á róstusömum landamærum rikj- anna. En eftir rúmlega tveggja daga landamærastrið hafaengar nýjar fréttir borist af þvi, sem Kin- verjar kalla „gagnárás” gegn hinum „vietnömsku yfirgangs- seggjum”. Bardagarnir brutust út á laugardag, og samkvæmt frétta- stofuNýja Kina héldu bardagarn- nir áfram enn i gærkvöldi. Kina hefur látið á sér skilja, aö kin- verski herinn beiti sér ekki nema að litlu leyti og i „hegningar- skyni”. Málgagn kinverska hersins segir, að árás Kina á Vletnam sé „einungis eðlileg afleiðing” af innrás Vietnams i Kína. „Gagnárás okkar i sjálfsvörn gegn yfirgangi Vletnams er ná- kvæmlega i þvi skyni gerö, aö koma á að nýju friði og jafnvægi i landamærahéruöunum. — Um leiðog það hefur tekist, snýr her- 500 FÉLLU Jaröýtur franska setuliösins i N’djamena grófu fjöldagrafir fyrir þau 500 manna, sem féllu i bardögum i siöustu viku í Chad. Þótt um vopnahlé hafi veriö samiö á fimmtudaginn, voru Hkin látin liggja i hiröuleysi á strætum höfuöborgarinnar, þar til I gær. Þetta eru einu afskipti frönsku hermannanna af átökunum i inn aftur til smna fyrri starfa, að verja landamærin”. „Við munum ekki gera árás, nema ráðist sé á okkur,”, sagði i þessu málgagni hersins. Lausnargjöldin stóðu undir heróín- innkaupum ttalska lögreglan segist hafa gert upptækt heróin aö verömæti um 15 milljónir Bandarfkjadala, en bófarnir höföu notaö lausnar- gjöld úr mannránum til þess aö fjármagna eiturlyfjakaupin. Þá tilkynnti lögreglan, að sett hefði verið á laggirnar ný deild til þess að annast fikniefnavarnir, en aðmyndun hennar stóö Emilio Alessandrini dómari i Milanó, sem myrtur var 29. janúar si"ðast- liðinn. Það sem af er þessu ári hefur sextán manns verið rænt á ttaliu og fjölskyldur þeirra greitt lausnargjöld, sem hafa numið allt að 2,3 milljónum Bandarikjadala. í CHAD Chad milli stjórnarhers Felix Malloum forseta og múhammeðskra uppreisnar- manna Hissene Habre, forsætis- ráðherra. Menn voru ekki ýkja vonmiklir um, aðvopnahléð yrðivirt, þegar um það var samið á fimmtudag- inn, en þaö hefur nú haldist i fulla þrjá daga. Grunaður um 150 íkveikjur Tuttugu og sex ára gamall I 1700 milljón króna tjóni. Þessar maður var handtekinn i Wil- ikveikjur áttu sér staö á tima- helmshaven i V-Þýskalandi um bilinufrá þvi i október 1976 og þar helgina, grunaöur um að minnsta til i þessum mánuði. kosti 150 ikveikjur, sem ollu yfir Hermannaflokkur undir snjóskriðu Flokkur austurriskra her- manna lenti undir snjóskriðu, þegar hann var viö skiöaæfing- ar I Innsbruck I fyrradag. Tveir eru taldir af. Þrjátiu af þessum hundraö og tuttugu hermanna fiokki grófust I snjónum, en flestir þeirra kröfluöu sig upp af eigin ramm- leik. Vitlaus jarðarför Hermálafulltrúi breskasendi- ráösins i Dublin tók sér ferö á hendur til Cork-sýslu I trska lýöveldinu til aö vera viö jaröarför breskrar hetju úr heimsstyrjöldinni siöari, jarls- ins af Randon. En fyrir misgáning ienti hann við minningarathöfn annars striösgarps, Bili Johnson, sem baröist I frska iýöveldishernum (IRA) viö Breta fyrir sjálfstæöi trlands. Þegar fulltrúinn kom til Cork og spuröi vegar, var honum vísaö tU jarðarfararinnar, þar sem Johnson var fylgt. Attaöi hann sig á mistökunum. þegar hann heyröi prestinn minnast hins látna, og greip þá fyrsta tækifæriö til þess aö laumast út úr kirkjunni í von um aö enga eftirtekt vekti. Þaö var hans óheppni, aö meöal viöstaddra var einhver fréttamaöurinn, sem ekkert lét framhjá sér fara. Ófœrðin í A-Þýskalandi Atta manns slösuðust, þegar eimreiö, sem send var tU aö- stoöar viö aö ryöja snjó af járn- brautarlfnum I noröurhiuta Austur-Þýskalands, rakst á farþegalest. í bænum Rostock urðu 4.600 ferðamenn veöurtepptir á ieiö sinni tU Norðurlanda vegna foráttuveöurs og ófæröar á veg- um. Fékk fólkið, flestir Svfar og Danir, inni i einni af byggingum þess opinbera. Mick Jagger og Bianca leita samkomulags Mick Jagger úr hljómsveit- inni„RollingStones” og Bianca eiginkona hans, hafa tekiö upp samningaviðræður utan réttar- ins um eignaskipti vegna skiln- aöarmáls þeirra. I hinni vikunni kraföist Bianca skilnaöar, en þau hafa ekkibúiö samvistum i meira en ár. Geröi hún kröfu i helming 25 milljóna dollara tekna, sem hún sagöi aö Jagger heföi haft, siöan þau giftust 1971. Atvinnuleysi í USA Búist er viö þvl, aö atvinnu- leysi eigi eftir aö aukast i Bandarikjunum vegna efna- hagsaögeröa rikisstjórnarinnar tD þess að draga úr veröbólg- unni. Charles Schultze, aöalráöu- nautur Bandarfkjaforseta I efnahagsmálum, sagöi, aö at- vinnuleysi kynni aö aukast úr 5,8% i 6.2% á næstu átján mán- uöum, eöa jafnvel enn meira. Þar skall hurð nœrri hœlum Flutningavél sem lenti á O’HareflugvelIinum I Chicago fyrir helgi, stýröi beint inn i snjóskafl til þess aö komast hjá árekstriviö Boeing 727, sem var mcö 115 farþega innanborös. Flutningavélin, Boeing 747, var aö koma frá Austurlöndum nær. Um borö var sex mannu áhöfn, en engan sakaöi, þegar vélin rakst f snjóskaflinn, þótt vinstrihreyfillinn rifnaöi hins- vegar af. Farþegavélin var aö fara yfir flugbrautina, þegar flutninga- vélin lenti. Þjófaflokkur í lögreglunni Tólf lögreglumenn og lög- reglukonur I Brussel, þar á meöal tveir aöstoöaryfir- lögregluþjónar, voru dænid á dögunum fyrr innbrot i skart- gripaverslun. Þau voru meira að segja svo biræfin aö nota lögreglubifreiö til þess aö flytja burt þýfið, aö verömæti um 23 milljónir króna. Þyngstan dóm hlaut aöstoöar- -lögregluþjónn, sem fékk 5 ár, en dóttir hans, lögreglukona, sem sögö var hafa brotið búöar- gluggann meö þvf aö varpa I hann múrsteini, fékk 5 ár. Þauvoru öll handtekin í júni I fyrra, ári eftir innbrotið, en síöan hefur veriö fylgst meö málinu af mikilli athygli I Belgiu, þvi aö þaö þykir versta hneyksB, sem komiö hefur upp I sögu belgisku lögreglunnar. '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.