Vísir - 19.02.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 19.02.1979, Blaðsíða 14
Gestum var ekið á milli ibilum hjálparsveitanna . Hér er ekiö úr Kópavogi. Hagkvœmar fyr- ir þjóðarbúið — en er hinu opinbera sama hvort þœr starfa? Mánudagur 19. febrúar 1979 VlSIR 1 Kópavogi var gestum sýndur útbúnaóur til jöklafarar, tjald, fatnaður, axir o.fl. skyndihjálp á slysstað, fjalla- ferðir og fleira, auk þess hafa sveitirnar yfir að ráða búnaði s.s. bifreiðum sem koma áð miklum notum viðstörf i erfiðu landi.” Tryggvi sagði það vera mis- skilning að það væru bara skátar sem kæmust i þessar sveitir, það geta allir. En eftir að hlutaöeigandi heiur gengið i sveitirnar þá er litið svo á aö hann sé skáti. Landssamband Hjálparsveita skáta var stofnaö 1971 og var ætlunin að það yröi tengiliður á milli hinna ýmsu hjálparsveita. gangurinn er að litskrifa leið- beinendur i nauösynlegustu störfum sem sveitirnar þurfa aö inna af hendi, s.s. skyndihjálp, ferðum um hálendið og fleira. Stuðningur af opinberri hálfu er li'till og sagöi Tryggvi að greinilegt væri að fjárveitinga- valdið hefði litlar áhyggjur af þvi hvort sveitirnar störfuðu eða ekki. Það nýjasta sem rikis- valdið hefur gert fyrir hjálpar- sveitir nar er að skattleggja einu fjáröflunarleiöina, flugelda- söluna. Um siöustu áramót tók rikið 15 milljónir af sölunni, en Sporhundurinn Comet.en hann er nlu ára gamall og hefur sparað eigendum slnum mikla fyrirhöfn. Hvað er hjálparsveit skáta? Ferðaklúbbar, þrýstihópar, klikur, sportklúbbar eða hvað? Sú skoðun hefur átt sér nokkurn hljómgrunn a.ð hjálparsveitir skáta séu samansafn klíka sem stunda fjallaferðir og kúga út úr rikisvaidinu offjár og selja siö- an um hver áramót flugelda fyrir milljónir króna meðþvlaö einoka markaðinn. Þessu er nú þó ekki svona farið. Hjálparsveitir skáta eru að visu samansettar af hópi mannasem hafa ánægju af úti- veru og fjallgöngum, en þar meðerekki öll sagansögö. Litið ber á þessum sveitum fyrr en á reynir. Af fréttum undanfarinna ára má ráöa aö hjálparsveitir skáta eru eitthvaö stórt, mikiö afl sem kallaö er á þegar mikið liggur viö. Oftheyrist um mannshvörf og ætið er minnst á hjálparsveitir skáta sem aöstoöaö hafi við leit- ina. Hjálparsveitir skáta eru félagsskapur fjölda manna, og er félagafjöldi þeirra um 600 i ellefusveitum sem eru aöilar að Landssambandi hjálparsveita skáta. Landssamband hjálparsveita skáta bauö siöasta þriðjudag gestum til þess aö kynnast starfsemi hjálparsveitanna. Boðiö var einkum þeim aðilum sem sveitirnar þurfa mest sam- skipti aö hafa við s.s. lögregl- unni, veðurstofunni, almanna- vörnum, pósti og sima, Slysa- varnafélaginu, blaöamönnum, dómsmálaráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, o.fl. Byrjað var á þvi að sýna gestum höfuðstöövar Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík. Sveitin hefur til afnota víöáttu- mikiöhús iæði i Armúlaskóla en ekki er þar aö sama skapi hátt til lofts eins og meðfylgjandi mynd þaöan sýnir. I Armúlaskóla bauð Tryggvi Páll Friöriksson formaður LHS gesti velkomna ogbauðþeim aö skoða húsnæðið. Aö þvi loknu var haldið I Kópavog og húsnæði Hjálpar- sveita skáta þar skoöað, en þar búa skátar i sambýli við Slysa- varnafélagið. Frá Kópavogi var ekið til Hafnarfjarðar þar sem skoöað- ar voru aöalstöðvar Hjálpar- sveitarskáta i Hafnarfirðiog aö þvi loknu var gestum boðið upp á kaffi og kökur. Meöan setiö var til borðs ávarpaöi Tryggvi formaður LHS gesti aftur og lýsti nánar starfi og skipulagi hjálparsveit- anna. „Hjálparsveitir skáta eru hópur manna sem geta unnið störf sem öörufólki eru ómögu- leg undirbúningslaust, t.d. Landssambandið heldur einu sinni eðatvisvar á árisameigin- lega æfingu fyrir allar sveitirn- ar og að auki starfrækir það björgunarskóla. 1 honum geta allir numiö og hefur hann núna útskrifað um 100 manns. Til- þess má getaað rikið „styrkir” starf hjálparsveitanna með 3 milljónum á ári sem skiptast milli þeirra allra. Félagar hjálparsveitanna vinna mjög mikiö starf og nefndi Tryggvi sem dæmi sveit eina úti á landi sem i væru 50 félagar. A siöasta ári inntu þessir félagar af hendi 25.000 vinnustundir, sem gera 400—450 vinnustundir á mann eða 10—12 vinnuvikur. Þetta sagöi Tryggvi ekki vera einsdæmi þótt mikiö sé. Hjálparsveitirnar á Reykja- vikursvæðinu eiga i' sameiningu einn sporhund sem nokkuð mikiö er notaður og hans vegna má oft komast hjá þvi að kalla út hjálparsveitirnar I nágrenn- inu. Sporhundurinn var kallaður út 34 sinnum á siöasta ári. Þaðvar málgesta sem blaða- maður Visis ræddi við að starf hjálparsveitanna yröi seint full- metið og rikið sparaöi mikinn pening á tilvist þeirra, eða eins og formaður Stekks i Keflavlk sagöi: „Þaö kann enginn að meta þetta starf fyrr en hann sjálfúr eöa einhver sem hann þekkir hefur notið aöstoðar hjálparsveitanna.” —SS Það er lágt til tofts I aöaistöbvum Hjálparsvelta skáta I Reykjavlk I Armúlaskólanum. Til hliðar sjást nokkur tjöld sveitarinnar. 1 Hafnarfirði er starfandi sérstök kvennasveit Hjálparsveita skáta ogeru þaðaðallega eiginkonur félaganna. Annars er starf hjálpar- sveitanna opið jafnt konum sem körlum. Þessar konur áttu hins vegar veg og vanda af þeim góðgerðum, sem gestir þágu I Hafnar- firði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.