Vísir - 19.02.1979, Qupperneq 10

Vísir - 19.02.1979, Qupperneq 10
10 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, öli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og sxrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi' innanlands. Verö I lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f Nýtt Víetnamstríð? Innrás Kinverja inn í Víetnam um helgina er enn ein vísbendingin um þá miklu spennu, sem ríkir í samskipt- um hinna tveggja stórvelda kommúnismans, Kína og Sovétríkjanna. Þetta er í annað skiptið á örfáum vikum, sem kommúnistaríki gerir árás á annað kommúnistaríki. Fyrst stóðu Víetnamar að innrás í Kampútseu og steyptu af stóli stjórn Rauðu kmeranna, sem naut stuðnings Kínverja. Og nú hafa Kínverjar ráðist inn i Víetnam. Menn á Vesturlöndum hafa lengi gert sér grein fyrir því, að heimsfriðnum stafaði hætta af kommún- istarikjunum, en fæstir hafa sjálfsagt reiknað með, að til vopnaðra átaka kæmi í bráð milli þeirra innbyrðis. Þó rif jast það upp nú þegar innrás Kínverja í Víetnam er orðin að raunveruleika, að meðan stóð á heimsókn Tseng Hsiao ping, varaforsætirráðherra Kína, til Bandaríkj- anna, spáðu nokkrir vestrænir sérf ræðingar um málef ni Suðaustur-Asíu því, að Kínverjar mundu innan tíðar ráð- ast inn í Víetnam. Sá spádómur hef ur nú því miður ræst. Fréttirnar um átökin milli Kínverja og Víetnama um helgina hafa fyrst og f remst vakið upp tvær spurningar: Hvaðætla Kínverjar sér? Dragast Sovétmenn inn í átök- in? Kínverjar segjast sjálfir aðeins vera að refsa Víet- nömum, fyrir þeim vaki aðeins að friða landamærin milli ríkjanna og þeir ásælist ekki víetnamskt land. Víetnamar hafa þegar beðið Sovetstjórnina aðstoðar gegn Kínverjum með vísun til vináttusáttmála þeirra. Sovétmenn hafa lýst yf ir, að þeir muni virða vináttusátt- málann og hafa skorað á Kínverja að draga sig út úr Víetnam. Af þessu leiðir þó engan veginn, að Sovétríkin dragistsjalfdrafa inn í átökin. Enfærisvo, aðtil beinnar styrjaldar kæmi milli Kína og Sovétrikjanna út af Vfet- nam, er hætt við, að af stað væru komin þau heljarátök, að Víetnamstríð Bandaríkjamanna teldist hreinasti barnaleikur í samanburði við þau. Vonandi verður þjóð- um Suðaustur-Asíu og heimsbyggðinni allri hlíft við slík- um hildarleik. íranir til starfa Svo virðist vera sem ríkisstjórn sú, er trúarleiðtoginn Khomeini kom á fót í Iran, sé orðin allföst í sessi. Aðalspurningin er nú, hvort öll þau öf I, sem sameinuðust að baki Khomeini í andstöðunni gegn keisarastjórninni, muni eiga samleið, þegar því marki hefur verið náð að steypa keisaranum af stóli. Stórn Bazargans forsætis- ráðherra, sem er yfirlýstur andkommúnisti eins og Khomefni, virðist nú stafa mest hætta af marxískum skæruliðasveitum. Marxistarnir hafa að sjálfsögðu lít- inn áhuga á því, að (ran verði múhammmeðskt lýðveldi, sem stjórnað verði eftir Kóraninum. Þeir vilja, að (ran verði „alþýðulýðveldi". En það, hversu vel íranskir verkamenn mættu til vinnu um helgina eftir að Khomeini aflýsti verkfallsaðgerðum, bendir til þess, að Khomeini og Bazargan hafi stjórnina örugglega í sínum höndum. Mánudagur 19. febrúar 1979 VÍSIR VélsleOar eru ekki beinlfnis neinir vatnabátar og hér þarf abýta einum þeirra yfir á. O Á vélsleðum inn í Land- mannalaugar „Við vildum ekki skipta á svona ferð og Kanarieyjaferð. Maður heillast algerlega af ör- æfafegurðinni og kemur heim hress og endur- nærður,” sagði Kristján Sæmundsson, en hann fór ásamt félögum sin- um á vélsleða til Land- mannalauga. Fyrir nokkrum árum voru feröalög farin á sumrin og á vet- urna héldu menneins mikið kyrru fyrir i sinni heimabyggö og þeir komust upp meö. Og öræfaferöir á veturna voru óþekkt fyrirbæri. Aö visu þurftu margir að skreppa i óbyggöir vinnu sinnar vegna en menn lögöu helst ekki i slik ferðalög ó- tilneyddir. Si'öustu árin hefur viðhorfið breyst mikið. Fólk þeytist um landið i' mestu vetrarhörkunum i upphituðum jeppum og nú siöast á snjósleðum. Þessar ferðir hafa upp á mikið að bjóða, en eru ólikar hefð- bundnum ferðalögum. Um siöustu helei fór fimm manna hópur inn i Landmanna- laugar á vélsleðum. Þaðvoru þeir félagarnir Kristján Sæmundsson, Unnsteinn Guðmundsson, Hall- grimur Guðmundsson, Geir Jón Ásgeirsson, Helgi Sveinbjörnsson og tikin Hnota, stisjötta. Helgitók myndirnar hér á siðunni. Þeir lögðu af staö frá Reykja- vik snemma á laugardagsmorg- un og óku inn að Sigöldu. Þaðan lögðu þeir svo upp um eitt leytið á þremur vélsleðum og tóku stefii- una á Landmannalaugar. Þotur voru I togi tveggja sleð- anna og á þeim voru matar- og eldsneytisbirgðir. Veður var gott, lygnt en skýjað. Ferðin inn i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.