Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 1
32. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. FEBRÚAR 2001
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagðist vona að friðarviðræð-
um yrði fram haldið og sagði, að sögn
ráðgjafa Sharons, í heillaóskaskeyti
sínu, að hönd sín „væri útrétt til frið-
ar“. Ráðgjafar Sharons gáfu í skyn í
gær að hann væri reiðubúinn að gefa
eftir landsvæði á Vesturbakka og
jafnvel að leysa upp einangraðar
landnemabyggðir gyðinga. Þetta
stangast á við ummæli Sharons í
kosningabaráttunni sem gagnrýndi í
henni harðlega tillögur Ehud Bar-
aks, fráfarandi forsætisráðherra.
Eins og venjan býður nýkjörnum
forsætisráðherrum Ísraels fór Ariel
Sharon að Grátmúrnum í gærmorg-
un. Grátmúrinn, sem er við vestur-
hlið Musterishæðarinnar, er helgasti
staður gyðinga. Það gaf heimsókn
Sharons þó aukið vægi að það var
einmitt umdeild heimsókn hans á
Musterishæðina í septemberlok sem
hleypti illu blóði í Palestínumenn og
varð til þess að átökin, sem orðið
hafa yfir 400 manns að bana, hófust.
Palestínustjórn hittist
Leiðtogar Palestínumanna hittust
seint í gær til að ræða áhrif kosning-
anna. Palestínskur embættismaður
sagði að Yasser Arafat stýrði fund-
inum og hann sætu ráðherrar hans
og leiðtogar PLO. Leiðtogarnir hitt-
ast vanalega á föstudögum en flýttu
fundinum vegna kosninganna.
Fatah-samtök Arafats hvöttu hann
til þess að sniðganga Sharon og
semja ekki við hann og „fasíska“
bandamenn hans.
Leiðtogar vestrænna ríkja árnuðu
Sharon heilla í gær. George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, lofaði
að vinna með Sharon að friði í Mið-
Austurlöndum. „Við ætlum að spila
úr þeim spilum sem við höfum á
hendi og gera það vel,“ sagði forset-
inn. Forseti framkvæmdastjórnar
ESB, Romano Prodi, óskaði Sharon
til hamingju með sigurinn og bætti
strax við að Evrópusambandið væri
tilbúið til að styrkja hlutverk sitt í
friðarumleitunum. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands,
Jacques Chirac Frakklandsforseti
og Lionel Jospin forsætisráðherra
slógu allir á svipaða strengi í sínum
skeytum og hvöttu til áframhaldandi
friðarviðræðna.
Leiðtogar Norðurlandanna voru
hvassari í sínum ummælum í gær-
dag. „Ef Sharon fer eftir því sem
hann sagði í kosningabaráttunni er
full ástæða til að óttast um ástandið í
Mið-Austurlöndum,“ sagði Torbjörn
Jagland, utanríkisráðherra Noregs, í
viðtali við norska ríkisútvarpið. Í yf-
irlýsingu utanríkisráðuneytis Rússa
sagði að Rússar vonuðust til þess að
kjör Sharons myndi leiða til friðar á
svæðinu.
Viðbrögð arabaríkja í garð Shar-
ons í gær voru almennt mjög nei-
kvæð. Forseti Egyptalands, Hosni
Mubarak, varaði þó við því að Shar-
on yrði dæmdur of snemma. Dagblöð
í arabaríkjum tóku almennt illa í kjör
Sharons og sögðust það jafnast á við
stríðsyfirlýsingu.
Varfærin viðbrögð á Vesturlöndum við kosningaúrslitunum í Ísrael
Ariel Sharon hvattur
til að stuðla að friði
AP
Ariel Sharon, væntanlegur forsætisráðherra, við Grátmúrinn í gær.
Jerúsalem, París, Gaza. AFP, AP.
Sharons bíða/24
ARIEL Sharon, sigurvegara í ísraelsku forsætisráðherrakosningunum í
fyrradag, bárust heillaóskir leiðtoga vestrænna ríkja í gær. Leiðtogarnir
voru varfærnir í yfirlýsingum sínum en hvöttu Sharon til að halda frið-
arumleitunum áfram. Viðbrögð leiðtoga arabaríkja voru öllu neikvæðari.
LÖGREGLUÞJÓNAR og leyniþjón-
ustumenn sjást hér fyrir utan Hvíta
húsið í gær eftir að maður, sem
mundaði byssu, var skotinn í fótinn
af liðsmanni bandarísku leyniþjón-
ustunnar. George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, var staddur í Hvíta
húsinu þegar atvikið átti sér stað.
Að sögn Ari Fleischer, talsmanns
Hvíta hússins, var honum með öllu
óhætt.
Maðurinn sem veifaði vopninu
heitir Robert W. Pickett. Hann er
47 ára endurskoðandi sem býr einn
í bænum Evenswill í Indiana-ríki.
Hann var fluttur á George Wash-
ington-háskólasjúkrahúsið sem er í
grennd Hvíta hússins þar sem gert
var að sárum hans auk þess sem
rannsaka átti andlega heilsu hans.
Pickett er ekki á sakaskrá og eru
nágrannar hans mjög hissa á athæf-
inu.
Embættismenn segja að atburða-
rásin hafi hafist þegar lögreglu-
þjónar heyrðu byssuskot og sáu
mann með skammbyssu á gang-
stéttinni fyrir utan girðingu suð-
urhliðar Hvíta hússins.
„Hann beindi byssunni upp í loft,
að Hvíta húsinu, og í allar áttir,“
sagði talsmaður lögreglunnar Rob
MacLean og bætti við að maðurinn
hefði einnig stungið byssunni upp í
sig.
Maður
skotinn
fyrir utan
Hvíta húsið
AP
Washington. AP.
ALFRED Sirven, lykilmaður í
stærsta spillingarréttarhaldi í
Frakklandi á síðari tímum, kom fyrir
réttinn í París í gær, þar sem hann
svaraði fáeinum spurningum áður en
réttarhaldinu var frestað til 12. marz
næstkomandi. Frestunin var ákveð-
in til að Sirven gefist tækifæri til að
undirbúa málsvörn sína en hann var
á flótta í tæp fjögur ár þar til hann
náðist á Filippseyjum sl. föstudag.
Dómurinn úrskurðaði að Sirven
skyldi áfram haldið í gæzluvarðhaldi
til að hindra að hann hefði samband
við aðra sem tengjast málinu og
vegna þess hve þungar sakir það eru
sem hann þarf sjálfur að svara fyrir.
Marylise Lebranchu, dómsmála-
ráðherra Frakklands, hvatti Sirven,
sem á tímabilinu 1989–1993 var einn
æðsti yfirmaður franska ríkisolíufyr-
irtækisins Elf, til að leysa frá skjóð-
unni og skýra frá öllu sem hann vissi
um mútur og fjársvik á æðstu stöð-
um. Meðal annarra sakborninga í
réttarhaldinu eru fv. utanríkisráð-
herra Roland Dumas og fv. ástkona
hans.
Öll athygli fjölmiðla beindist að
Sirven er hann kom fyrir réttinn í
gær og viðstaddir áhorfendur klöpp-
uðu ákaft er hann birtist.
Sirven mætir fyrir rétt í París
Réttarhaldinu
frestað til 12. marz
París. Reuters, AFP.
Hyggst kæra/28
EINNOTA farsími er væntan-
legur á markað innan skamms.
Er hann gerður úr pappír, unnt
er að nota hann hvar sem er og
þegar símatíminn, sem honum
fylgir, er búinn er honum bara
kastað í næstu ruslatunnu.
„Síminn er hið mesta fis,
álíka þykkur og þrjú kredit-
kort, en virkar eins og aðrir far-
símar að því undanskildu, að
hann gerir ekkert annað,“ segir
uppfinningamaðurinn eða -kon-
an, Randi Altschul, leikfanga-
smiður í New Jersey í Banda-
ríkjunum.
Til stendur að selja símann í
fataverslunum, matvöruversl-
unum, á skyndibitastöðum,
veitingastöðum og víðar og
áætlað verð er um 1.250 ís-
lenskar krónur. Honum fylgja
símtöl í klukkutíma en aðeins er
unnt að hringja úr símanum,
ekki í hann. Það verður þó hægt
með annarri og dýrari tegund,
sem verður seld í flughöfnum,
hótelum og á ferðamannastöð-
um.
Hugmyndin kviknaði
í kjölfar sambandsleysis
Altschul fékk hugmyndina
fyrir fjórum árum þegar hún
var á leið heim til sín. „Síminn
var alltaf að detta út og ég var
svo pirruð, að mig langaði mest
til að kasta honum út um
gluggann. Þá datt mér þetta í
hug, einnota sími,“ segir hún.
Síðan hefur Altschul unnið að
þróun símans og lagt fram 20
einkaleyfisumsóknir. Með því
að nota málmblek tókst henni
að prenta nauðsynlegar rafrás-
ir á pappír og er nú að sækja um
formlegt samþykki og semja við
símafyrirtækin. Vonast hún til,
að síminn verði kominn á mark-
að innan hálfs árs og hún lætur
sig dreyma um að framleiða 300
milljónir síma á mánuði.
Einnota
farsímar
á markað
The Daily Telegraph.