Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
mun ekki ljúka gerð skýrslu um flug-
slysið í Skerjafirði fyrr en í fyrsta
lagi í lok mars og lögreglan mun ekki
ljúka sinni rannsókn fyrr en skýrsla
nefndarinnar liggur fyrir. Um borð í
flugvélinni voru sex menn og eru
fimm þeirra látnir.
Síðastliðinn mánudag rann út
frestur sem málsaðilar höfðu til að
gera athugasemdir við drög að
skýrslu Rannsóknarnefndar flug-
slysa um flugslysið. Skúli Jón Sig-
urðarson, rannsóknarstjóri nefndar-
innar, sagði að nefndin ætlaði að gefa
sér tíma til að fara yfir athugasemd-
irnar. Þorsteinn Þorsteinsson, sem
stjórnar rannsókninni, væri í sex
mánaða leyfi frá störfum og kæmi til
starfa seinni hluta marsmánaðar og
þá yrði gengið frá endanlegri skýrslu
nefndarinnar. Skúli Jón tók fram að
fjarvera Þorsteins þýddi ekki að ekk-
ert væri unnið að rannsókn slyssins á
meðan, en rannsókninni lyki ekki
fyrr en hann kæmi aftur til starfa.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson, hjá
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík, sagði að rannsókn lög-
reglu á slysinu væri langt komin.
Lögreglan myndi hins vegar ekki
senda frá sér skýrslu um slysið fyrr
en hún hefði fengið í hendur niður-
stöðu rannsóknarnefndar flugslysa á
málinu.
Friðrik Þór Guðmundsson blaða-
maður hefur sent fjölmiðlum minn-
isblað um málið, en sonur Friðriks-
lést vegna afleiðinga áverka sem
hann hlaut í slysinu.
Þar kemur m.a. fram að Leiguflug
Ísleifs Ottesen, sem átti flugvélina,
keypti hana frá Bandaríkjunum þar
sem þarlend lögregluyfirvöld höfðu
gert hana upptæka vegna gruns um
eiturlyfjamisferli. Ástand hennar var
þá slæmt og m.a. vantaði í hana
mælaborðið. Engin gögn um viðhald
hefðu fylgt vélinni. Vélinni var flogið
til Íslands sumarið 1999 og hún var
skráð hér á landi sumarið eftir. Mán-
uði síðar fórst vélin í Skerjafirði.
Pétur K. Maack, framkvæmda-
stjóri flugöryggissviðs Flugmála-
stjórnar, sagði að það væri alveg
skýrt að vélin hefði uppfyllt allar
reglur laga þegar hún var skráð hér
á landi, bæði reglur um skráningu
flugvéla og reglur um lofthæfi. Það
væri hins vegar rétt að henni hefðu
ekki fylgt allar upplýsingar um við-
hald þegar hún kom til landsins.
Friðrik Þór segir jafnframt í
greinargerð sinni að vafi leiki á að
Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sig-
urgeirssonar, sem sinnir viðhaldi
fyrir Leiguflug Ísleifs Ottesen, full-
nægi tilsettum JAR-reglum. Pétur
sagði að þetta væri ekki rétt. Flug-
vélaverkstæðið hefði heimild til að
starfa eftir reglum flugöryggissam-
taka Evrópu, svokölluðum JAR-
reglum.
Friðrik segir í minnisblaðinu að
áður en flugvélin brotlenti hafi Ómar
Ragnarsson, fréttamaður og flug-
maður, látið vita um að Hellisheiðin
væri ófær fyrir sjónflug vegna lélegs
skyggnis. Friðrik segir að þess
vegna hefði vélin átt að lenda á Sel-
fossi en ekki í Reykjavík vegna þess
að vélin hafi ekki haft leyfi til blind-
flugs með farþega.
Pétur sagðist ekki geta rætt ein-
stök efnisatriði rannsóknar á þessu
tiltekna flugslysi þar sem henni væri
ekki lokið. Það væri hins vegar alveg
skýrt að einshreyfilsflugvélum væri
bannað að fljúga blindflug með far-
þega og taka gjald fyrir. Flugmönn-
um bæri að skipuleggja sitt flug með
tilliti til sjónflugs.
Bréf sent til
flugrekstrarstjóra 14. ágúst
Í minnisblaði Friðriks segir að
engar hleðsluskrár hefðu verið gerð-
ar fyrir flugvélina sem fórst og far-
þegalistar hefðu ekki verið réttir.
Pétur sagðist ekki geta tjáð sig um
þetta atriði. Hann sagði að flugör-
yggissvið Flugmálastjórnar hefði 14.
ágúst sl., sjö dögum eftir að flugvélin
fórst í Skerjafirði, sent bréf til flug-
rekstrarstjóra að gefnu tilefni. Í
bréfinu er áréttað að flugskoðanir
séu gerðar af ýtrustu nákvæmni og í
samræmi við handbók og kvittað fyr-
ir þeim. Í öðru lagi eru flugrekendur
minntir á að gera massa- og jafnvæg-
isútreikninga fyrir hvert flug og
áminntir um að skrá um hleðslu og
dreifingu massa sé varðveitt. Í þriðja
lagi er í bréfinu lögð áhersla á að far-
þegalisti sé gerður og varðveittur á
brottfararstað. Tekið er fram að list-
inn skuli vera ótvíræður.
Í minnisblaðinu segir Friðrik að
skoðun á flaki flugvélarinnar hafi „að
því er virðist, [verið] framkvæmd/
stýrt“ af viðhaldsstjóra Leiguflugs
Ísleifs Ottesen.
Skúli Jón sagði að þetta væri ekki
rétt. Rannsóknanefnd flugslysa og
lögregla stjórnaði rannsókninni á
slysinu, en þessir aðilar kölluðu til
aðstoðar og ráðgjafar sérfróða
menn. „Oftast þegar slys verða eru
kallaðir til þeir menn frá flugfélög-
unum sem þekkja best til. Þeir
stjórna að sjálfsögðu engu og hafa
enga sjálfstæða rannsókn með hönd-
um og þannig var í þessu tilviki.
Rannsóknanefndin kallaði til bæði
viðhaldsstjóra frá flugfélaginu og
menn frá Flugmálastjórn sem hvort
tveggja eru aðilar máls. Þeir gerðu
enga sjálfstæða rannsókn. Að okkar
mati er eðlilegt að standa svona að
málum. Þetta er alls staðar annars
staðar gert svona,“ sagði Skúli Jón.
Ísleifur Ottesen sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann gæti ekki
rætt um þetta mál meðan á rannsókn
á orsök slyssins væri ekki lokið.
Hann sagðist hafa sent inn athuga-
semdir við þau drög að skýrslu sem
liggur fyrir frá rannsóknarnefnd
flugslysa og gefið þar skýringar á at-
riðum sem óljós hefðu verið.
Flugslysið í Skerjafirði er enn til rannsóknar hjá lögreglu og rannsóknarnefnd flugslysa
Tveir mánuðir í
að rannsókn ljúki
Minnisblað föður/53
EFTIRGRENNSLAN sendiráðs
Íslands í London hefur leitt í ljós að
breska fyrirtækið Prosper de Muld-
er hefur ekki flutt út kjöt- og beina-
mjöl til Íslands.
Í frétt sem birtist í Sunday Times
síðastliðinn sunnudag kom fram að
Ísland hefði verið í hópi landa sem
fluttu inn dýrafóður frá fyrirtækinu
sem hugsanlega var mengað kúa-
riðu á árunum 1991–1996, samtals
1.322 tonn, þar af 498 tonn árið 1995
og 367 tonn árið 1996. Halldór Run-
ólfsson yfirdýralæknir segir að
sendiráðið hafi beint þeirri fyrir-
spurn til Prosper de Mulder hvort
kjöt- og beinamjöl hafi verið flutt út
til Íslands og þau svör fengist að
það hafi aldrei gerst. „Þetta þýðir
það að þessi tonn sem flutt voru inn
á árunum 1991–1996 standa fyrir
eitthvað annað sem við vitum ekki
hvað er. Það skýrist vonandi á
morgun [ í dag ],“ segir Halldór.
Hann segir að þessi niðurstaða
dragi talsvert úr alvarleika málsins.
„Það hefði verið alvarlegast af öllu
hefði þetta verið mjöl sem hefði ver-
ið notað í dýrafóður. Eina þekkta
smitleið kúariðu er þegar mengað
kjöt er notað sem fóður. Eftir sem
áður viljum við finna út hvað þetta
er. Það gæti þurft að hafa áhyggjur
af þessu,“ segir Halldór.
Helsta tilgátan er sú að hér sé
um iðnaðarvöru af einhverju tagi að
ræða, hugsanlega hráefni til sápu-
gerðar eða snyrtivöruframleiðslu.
Halldór segir að yfirdýralæknis-
embættið í Bretlandi vinni nú að því
að afla upplýsinga hjá breskum
tollayfirvöldum um hvað liggi að
baki þessum innflutningstölum.
Bæði yfirdýralæknisembættið í
Bretlandi og Prosper de Mulder
hafa fengið mikinn fjölda upphring-
inga hvaðanæva úr heiminum vegna
þessa máls.
Breskt kjötmjöl var
ekki flutt til landsins
Í HVERAGERÐI er mikil blóma- og
grænmetisrækt enda er mikinn
jarðhita að finna á svæðinu og þar
eru kjöraðstæður til ræktunar. Fá
ef þá nokkur hús hafa fleiri glugga
en gróðurhús og því ljóst að
gluggaþvottur í slíkum húsum er
mikið verk.
Morgunblaðið/Rax
Glugga-
þvottur
SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir að eðlilegt
hefði verið að Íslandspóstur hf. bæði
um skriflegt leyfi frá umsækjendum
að störfum fyrirtækisins til að biðja
um upplýsingar um þá úr skrám
Tollstjórans í Reykjavík.
Sigrún segir að Persónuvernd
muni gera athugasemdir við vinnu-
brögð Íslandspósts en bendir jafn-
framt á ábyrgð Tollstóraembættis-
ins í málinu. „Tollstjóri er
ábyrgðarmaður skránna, þannig að
við munum fyrst og fremst snúa okk-
ur þangað,“ segir Sigrún. „Við höf-
um þegar skrifað tollstjóra bréf til að
skipuleggja fund til að kanna hvern-
ig meðferð persónuupplýsinga er
hagað, sérstaklega hvernig öryggi sé
tryggt, s.s. með notkun skráa sem
gera rekjanleika mögulegan,“ sagði
Sigrún Jóhannesdóttir.
Hefði átt að fá
skriflegt leyfi
Forstjóri
Persónuverndar
ALÞINGI kemur saman eftir
hlé í dag kl. 10:30. Ýmis mál eru
á dagskrá 67. fundar 126. lög-
gjafarþings Íslendinga, en
þingfundur hefst með umræðu
utan dagskrár að beiðni Ög-
mundar Jónassonar, þing-
manns Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs.
Yfirskrift umræðunnar er
meðferð viðkvæmra persónu-
upplýsinga hjá lögreglunni og
verður Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra til and-
svara.
Alþingi
kemur
saman í dag