Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 10

Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TEKIST var á um bréfaskipti for- seta Alþingis og forseta Hæstaréttar á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær. Tveir fulltrúar stjórnarand- stöðunnar í nefndinni, þeir Guð- mundur Árni Stefánsson, sem var fjarstaddur fund nefndarinnar 23. janúar sl. þegar ákvörðun var tekin um að senda Hæstarétti bréf, og Árni Steinar Jóhannsson, sem sat fundinn, létu bóka mótmæli sín og segir í ítarlegri bókun Guðmundar Árna að ákvörðunin hafi verið van- hugsuð og röng. Árni Steinar Jóhannsson, sem hef- ur látið hafa eftir sér að hann hafi ekki gert athugasemdir við bréfa- skriftirnar sökum reynsluleysis, sagðist í bókun sinni vona að mál þetta gæti ef til vill orðið til þess að skerpa á vinnubrögðum nefndarinn- ar. Til umrædds fundar hefði verið boðað í skyndingu, en ekki með formlegu fundarboði, og ekki hefði verið reynt að hafa samband við fjar- stadda varaforseta. Spurning væri hvort forsætisnefnd þyrfti ekki að vera fullskipuð í jafn mikilvægum málum og brýnt væri að skapa þær reglur sem allir gætu verið sáttir við og trúnaður ríkt um. Þrír af fimm meðlimum forsætis- nefndar voru viðstaddir skyndifund hennar 23. janúar sl. þegar ákveðið var að senda Hæstarétti bréf og leita svara réttarins á tilteknum þáttum í nýlegri dómsniðurstöðu hans á máli Öryrkjabandalagsins gegn Trygg- ingastofnun ríkisins og jafnframt leitað afstöðu hans til hvort tiltekin atriði samrýmdust innihaldi laga- frumvarps sem var til lokaumfjöllun- ar á Alþingi. Í bókun Guðmundar Árna kemur fram að hann hafi haft fjarvistarleyfi þennan dag og því ekki verið boðaður á fundinn né gert viðvart um „hið alvarlega efni hans né þær tillögur sem þar voru uppi“. Síðan segir í bókun Guðmundar Árna: „Það var ekki fyrr en bréfið hafði verið sent og svarbréf borist örfáum klukkustundum síðar, sem hann og, eftir því sem næst verður komist, stærstur hluti þingheims fékk upplýsingar um að þessi bréfa- skipti hefðu átt sér stað. Það liggur fyrir að á nefndum forsætisnefndar- fundi hafi verið krafist trúnaðar af fundarmönnum, þannig að t.d. eng- inn í 17 manna þingflokki Samfylk- ingarinnar hafði neina hugmynd um málið fyrr en tilkynnt var um þessi bréfaskipti á forsetastóli, þegar svar- bréf hafði borist. Eðlilegt hefði verið að leita afstöðu undirritaðs í jafnmik- ilvægu máli og hér um ræðir og/eða leita afstöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar. Hvorugt var gert. Það gagnrýnir undirritaður.“ Í bókuninni segir Guðmundur Árni ennfremur að fordæmislaus málsmeðferð af þessum toga hefði eðlilega átt að fá ítarlega skoðun og umfjöllun af hálfu forystu þingsins, þ.á m. með samráði við formenn þingflokka, áður en ákvörðun var tekin. Tilgátur fjölmiðla og fleiri um að ákveðnum fulltrúum fram- kvæmdavalds hafi verið kunnugt um bréfasendinguna í aðdraganda máls auki heldur ekki á nauðsynlega virð- ingu og sjálfstæði þjóðþingsins. Sending bréfsins slys sem hefur ekkert fordæmisgildi Þá segir í bókuninni að í andstöðu við hugsunina um þrígreiningu rík- isvaldsins samkvæmt stjórnarskrá sé að forseti Alþingis óski eftir um- sögn Hæstaréttar um nýfallinn dóm þess sama réttar í tilefni af stjórn- arfrumvarpi sem liggi fyrir Alþingi til afgreiðslu. Ekki fái samrýmst hugmyndinni um þrígreiningu ríkis- valdsins að bera slíkar spurningar upp við Hæstarétt sem á síðari stig- um kunni að þurfa að skera úr um hvort umrætt frumvarp, sem nú sé orðið að lögum, fái staðist ákvæði stjórnarskrár. „Þá skal það rifjað upp, að áður en hið umrædda bréf var sent hafði for- seti Alþingis þegar kveðið upp úr- skurð, að beiðni þriggja formanna stjórnarandstöðuflokkanna, um að hið umdeilda frumvarp ríkisstjórnar- innar í öryrkjamálinu væri þingtækt. Að sönnu var sá úrskurður umdeild- ur í umræðum sem í hönd fóru um efni máls, en engu að síður virtur eins og ítarleg umfjöllun þingsins dögum saman beri gleggst vitni um. Það voru því engin tilefni til þess að senda umrætt bréf. Úrskurðum for- seta Alþingis um þinghaldið, þótt umdeildir kunni að vera, verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar, eins og hér virðist hafa verið gert. Það skal enn fremur tekið fram að í svari forseta Hæstaréttar er ekkert sagt um það hvort umrætt lagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fái staðist stjórnar- skrá. Undirritaður lítur svo á að sending umrædds bréfs hafi verið slys, sem hafi í engu fordæmisgildi fyrir störf þjóðþingsins í framtíðinni,“ segir ennfremur í bókun Guðmundar Árna. Í forsætisnefnd Alþingis eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Ís- ólfur Gylfi Pálmason, Guðjón Guð- mundsson, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Árni Steinar Jóhannsson. Halldór Blöndal vildi ekki tjá sig um fundinn í gærkvöldi. Tekist á í forsætisnefnd Alþingis um bréfaskriftir til forseta Hæstaréttar Ákvörðun um bréfaskrift- ir sögð vanhugsuð og röng SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra opn- aði í gær Íslenska lög- fræðivefinn, islog.is, en vefnum er ætlað að brúa bilið á milli hins almenna borgara og réttarkerfis- ins, vera n.k. fyrsti við- komustaður manna á leið þeirra inn í réttarkerfið. Birgir Tjörvi Péturs- son, héraðsdómslögmað- ur og einn þriggja aðal- eigenda Íslenska lögfræðivefjarins, sagði marga einstaklinga jafnt sem fyrirtæki hika við að leita sér lögfræðiaðstoð- ar af ótta við mikinn kostnað og því væri vef- urinn hugsaður sem leið- arvísir um „völundarhús lögfræðinnar,“ þar sem markmið aðstandenda vefjarins væri að færa lögfræði og íslenskan rétt nær þjóðinni og efla og bæta samskipti borg- ara og sérfræðinga sem starfa við lög. Birgir sagðist vonast til þesss að þannig verði fleiri meðvitaðri um lagaleg mál og leiti réttar síns ef þurfa þykir. Sólveig tók undir orð Birgis og sagði greiðan aðgang almennings að upplýsingum um lög og rétt eina af mikilvægari stoðum réttarríkisins. Sólveig óskaði for- sprökkum vefjarins til hamingju með framtakið og sagði opnun is- log.is gott framtak sem hefði allar forsendur til þess að bæta enn að- stöðu almennings til að þekkja rétt sinn, hvort sem sneri að samskipt- um við aðra einstaklinga eða stjórn- völd. Á vefnum er skrá og upplýsingar um flesta lögmenn og lögfræðiskrif- stofur landsins þar sem lögmenn- irnir eru tengdir við efni þeirra málaflokka sem þeir sérhæfa sig í sem og nýjustu fréttir sem tengjast lagalegum málum. Einnig er greið- ur aðgangur að pistlum og og grein- um um lögfræði og yfirlit yfir nýj- ustu og algengustu fyrirspurnir. Á sérstökum síðum er svo fjallað um málefni heimilis og fjölskyldu ann- ars vegar, og fyrirtækis og starfsfólks hins veg- ar. Ókeypis skattaráð- gjöf í febrúar Til að kynna starfsemi vefjarins sagði Birgir að í febrúar yrði notendum boðið upp á ókeypis skattaráðgjöf þar sem almenningi gæfist kostur á að koma með fyrir- spurnir um skattamál sem á vegum islog.is svara innan fárra daga. Birgir kvaðst eiga von á að þessi aðstoð yrði tölu- vert nýtt þennan mánuð fyrir skattskýrsluskil. Þessum lið, Spurningar og svör, verður svo hald- ið áfram þar sem al- menningur getur leitað ráða og lögfræðiálits. Notendur munu þá greiða fyrir fyrirspurnir sínar og segja eigendur vefjarins að greiðslu fyr- ir þessa þjónustu verði haldið í lágmarki. Íslenski lögfræðivef- urinn er að stærstum hluta í eigu þeirra Birgis Tjörva sem gegnir rit- stjórastöðu vefjarins, Guðmundar H. Péturs- sonar og Bjarna Hauks- sonar sem jafnframt er framkvæmdastjóri vefjarins. „Við erum að stíga fyrstu skrefin og vilj- um með góðu samstarfi við almenn- ing, lögmenn og hið opinbera, þróa og bæta þessa þjónustu sífellt svo við getum hjálpað hinum almenna borgara að fóta sig í sífellt flóknara samfélagi,“ sagði Birgir og lagði áherslu á að öll umfjöllun yrði á „mannamáli“ svo allir gætu haft gagn af upplýsingunum. Nýr vefur um lagaleg málefni opnaður í gær Lögfræði fyrir almenn- ing á „mannamáli“ Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir opnar Íslenska lögfræðivefinn og nýtur til þess liðsinnis Birgis Tjörva Péturssonar. Morgunblaðið/Ásdís Horft á heiminn Heimurinn heillar jafnan ungu kynslóðina, enda bæði stór og dularfullur. Kannski hefur þetta barn við Fjölnisveginn verið að íhuga hvar allur snjór- inn væri sem tilheyra á vetrinum. Ekki er líklegt að snjóflygsur svífi fram- an við gluggann á næstunni, því líkur eru á að veðrið haldist áfram bjart, kalt og úrkomulaust. GRÓÐURHÚSUM úr plasti hefur fjölgað á undanförnum árum og nú eru sveitarfélög farin að velta því fyrir sér hvort og hvers konar gatna- gerðargjöld beri að greiða af þeim, að því er greint er frá á Sunnlenska fréttavefnum. Haft er eftir Guðmundi Baldurssyni, byggingafulltrúa Hveragerðisbæjar, að slík gróðurhús hafi hingað til verið undanskilin gatnagerðargjöld- um, enda hafi verið um að ræða hús sem oftast voru lok- uð að vori og plastið tekið af um haust. Þessi hús hafi hins vegar þróast mjög mikið og séu orðin mun varanlegri, flest teljist nú heilsárshús og séu í notkun allan ársins hring. Það er orðið erfitt að rökstyðja það að slík hús eigi ekki að bera nein gatnagerðargjöld á með- an að önnur gróðurhús beri full gjöld. Lægri gatnagerðargjöld Gróðurhús bera mun lægri gatnagerðargjöld en fasteign- ir, gjöld vegna gróðurhúsa í Hveragerði séu 765 kr./fer- metrinn en af fasteignum séu greiddar 6.500 kr. á fermetra. Gjöld af plast- gróður- húsum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.