Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Innköllun hlutabréfa í Samherja hf. vegna rafrænnar skráningar Mánudaginn 12. febrúar 2001 verða öll hlutabréf í Samherja hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Þann dag verða viðskipti með hlutabréf í Samherja hf. stöðvuð á Verðbréfaþingi Íslands. Hlutabréfin hafa verið innkölluð með birt- ingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu í sam- ræmi við lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Þeir, sem eiga takmörkuð réttindi í hluta- bréfum Samherja hf., svo sem veðréttindi, skulu koma rétti sínum á framfæri við við- skiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfa- fyrirtæki, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Hluthöfum er bent á að koma að athuga- semdum, ef þeir telja að eignarhald þeirra sé ekki réttilega skráð. Athugasemdir berist hlutaskrá Samherja hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri, eða í síma 460 9000. Hellu - Undirritaður hefur verið stofnsamningur nýs einkahluta- félags Golfklúbbsins Hellu Rang- árvöllum (GHR) og átta sveitar- félaga í Rangárvallasýslu um rekstur golfvallarins á Strönd. Golfklúbburinn hefur að undan- förnu leitað leiða til að styrkja rekstrarforsendur sínar á vallar- svæðinu á Strönd en að sögn Ósk- ars Pálssonar formanns GHR er klúbburinn fámennur og stendur ekki einn undir þeim rekstrar- kostnaði sem fylgir því að reka 18 holu völl með tilheyrandi tækja- búnaði og húsakosti. „Það má segja að við séum að glíma við uppsafnaðan vanda til nokkurra ára, félögum klúbbsins hefur farið fækkandi á undanförn- um árum en á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging á svæð- inu. Við höfum verið að fjárfesta í tækja- og vélbúnaði en stærsti bit- inn er kaup á gamla húsinu á Strönd sem nýlega fór í eyði. Hagsmunamál héraðsins Að nýja samningnum standa sveitarfélögin Ásahreppur, Holta- og Landsveit, Djúpárhreppur, Rangárvallahreppur, Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, V-Landeyja- hreppur og A-Eyjafjallahreppur ásamt GHR en segja má að með honum fáist staðfesting á því hve nauðsynlegt er að halda starfsemi sem þessari innan héraðs. Auk þess að vera góð aðstaða fyrir heimamenn til að iðka golfíþróttina hefur völlurinn verið vinsæll meðal golfara af suðvesturhorninu sem ekki láta sig muna um að skreppa austur til að taka nokkra hringi. Þá hefur mótahald stóraukist og að sögn Óskars liggur fyrir að vellinum hefur verið úthlutað Íslandsmeistaramóti árið 2002, Íslandsmóti öldunga árið 2003 og Íslandsmóti unglinga árið 2004. Í samkomulagi aðila kveður á um að auk reksturs vallarins, við- halds tækja og húsnæðis verði ráð- ist í að endurbyggja húsið á Strönd sem golfskála, útbúa nýtt æfingasvæði í nágrenni hans og út- búa stuttan æfingavöll á gömlu túnunum við Strönd. Félagið mun hafa frumkvæði að skipulagningu sumarhúsabyggðar í brekkunni vestan við húsið og markaðssetn- ingu svæðisins meðal fyrirtækja, starfsmanna- og stéttarfélaga. „Við stefnum að því að taka nýj- an golfskála á Strönd í notkun næsta sumar eða í síðasta lagi á næsta ári en þá verður GHR 50 ára. Það er gaman að geta þess að stofnandi og fyrsti formaður klúbbsins, Helmut Stolzenwald, hefði orðið 100 ára 4. febrúar sl., daginn fyrir þessa undirritun,“ sagði Óskar Pálsson. Í stjórn Strandarvallar ehf. sitja fyrir GHR Óskar Pálsson, Þórir Bragason og Guðmundur Magn- ússon en f.h. sveitarfélaganna Heimir Hafsteinsson og Ragnar Ólafsson. Hlutafélag um rekstur golfvall- arins við Hellu Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Stofnsamningurinn undirritaður. Frá vinstri: Óskar Pálsson, GHR, Guðmundur Svavarsson, Hvolhreppi, Óli Már Aronsson, Rangárvallahreppi, Heimir Hafsteinsson, Djúpárhreppi, og Kristinn Jónsson, Fljótshlíðarhreppi. Selfossi - Framkvæmdir við endur- nýjun á rishæð Ráðhúss Árborgar á Selfossi eru langt komnar. Á síð- astliðnu ári var unnið við endur- byggingu hússins, lagfæringar á þaki og þakkanti ásamt endurnýj- un rishæðarinnar. Starfsemi fé- lagsmálasviðs Árborgar verður á rishæðinni ásamt því sem þar verð- ur fundarsalur bæjarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að rishæðin verði tekin í notkun með vorinu. Kostnaður við endurbyggingu hússins nam 43 milljónum króna á síðasta ári og í ár er gert ráð fyrir 33,8 milljónum til verksins með húsgögnum. Heildarkostnaður við Ráðhúsið er 321 milljón króna, miðað við verðlag í dag, frá því það var keypt og að meðtöldum end- urbótum sem gerðar hafa verið á því. Kostnaður á hvern fermetra nemur um 160 þúsund krónum. Að sögn bæjarstjóra er kostnaður við byggingu nýs leikskóla talinn 190 þús á hvern fermetra. Ráðhúsið þjónaði áður starfsemi Kaupfélags Árnesinga, þar voru verslanir og skrifstofur auk íbúðar húsvarðar á efstu hæðinni og fund- arsalar fyrir starfsemi kaupfélags- ins auk þess sem salurinn var á sínum tíma mikið notaður í félags- lífi Selfossbúa s.s. fyrir dansæfing- ar, spilakvöld og ýmiskonar félags- fundi. Árið 1989 keyptu Selfossbær og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga húsið og það var innréttað fyrir bæjar- og hérðasbókasafn og hér- aðsskjalasafn. 1992 keypti Selfoss- bær síðan húsið af SASS og leigði það í sjö ár út til Héraðsdóms Suð- urlands, Fræðsluskrifstofu Suður- lands og Fasteignamats ríkisins. Kjallari hússins var keyptur 1998. Síðan var ákveðið að nýta efri hæð- ir hússins undir bæjarskrifstofur og húsið varð ráðhús sveitarfélags- ins. Varðandi kostnað við að endur- byggja húsið sagði Karl Björnsson bæjarstjóri að líta þyrfti til þess að um væri að ræða endurbyggingu á gömlu og glæsilegu húsi í miðbæ höfuðstaðar Suðurlands, þurft hefði að styrkja það vegna jarðskjálfta og fylla af nútíma tæknikerfum. Endurbótum á Ráðhúsi Árborgar að ljúka Heildarkostnaður við húsið áætlaður 321 milljón Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ráðhús Árborgar er í miðbænum á Selfossi. Reykholt - Við messu á sunnudag var tendrað á tveimur ljósakrónum sem hengdar hafa verið upp í Reykholtskirkju. Krónurnar eru teiknaðar af arkitekti hússins, Garðari Halldórs- syni. Þetta eru mikil mann- virki, um 3 m í þvermál og bera 36 ljósaperur hvor, 24 á neðri hring og 12 á efri. Ljósakrónurnar falla vel að arkitektúr hússins bæði hvað varðar efni og form. Í miðju þeirra er gert ráð fyrir að settir verði hátalarar. Helga Guðráðsdóttir frá Kópareykjum og fjölskylda hennar lögðu fram fé til lýs- ingar kirkjunni í minningu barns sem þau misstu, Sig- urjóns Eyjólfssonar, en hann hefði orðið fertugur árið 1999. Hjónin Gunnar Á. Gunnars- son og Ingibjörg A. Konráðs- dóttir, bændur á Hýrumel, gáfu síðan, ásamt börnum sín- um, mikið fé til þessara ljósa- króna. Jafnframt var við guðsþjón- ustuna greint frá öðrum gjöf- um til kirkjunnar. Um jólin færði frú Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona, ásamt vígslu- biskupshjónunum í Skálholti, bænaljósbera sem Sigrún hef- ur gert af basalti, járni og keramiki. Einnig hefur Ís- kraft hf. í Reykjavík gefið úti- lýsingu á kirkjuna, en frá því fyrirtæki eru margir lampar í Reykholtskirkju-Snorrastofu. Í ávarpi eftir prédikun þakk- aði sóknarprestur, Geir Waage, þessar gjafir fyrir hönd kirkju og safnaðar. Ljósakrónurnar eru smíð- aðar á Vélaverkstæði Krist- jáns Pálssonar í Borgarnesi en ljósastæðin eru innflutt. Hinar nýju ljósakrónur Reykholtskirkju bera alls 72 perur. Kveikt á nýjum ljósakrónum í Reykholtskirkju á kyndilmessu Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.