Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 33
THORN DRAGT
5.990
OPIÐ FIM. TIL KL. 21.00
Í KRINGLUNNI
LAUGAVEGI 97 - KRINGLUNNI
ÚT ER komin ný Íslandssaga á
ensku eftir Gunnar Karlsson, Ice-
land’s 1100 Years; The History of a
Marginal Society.
Þar er saga þjóð-
arinnar sögð frá
víðu sjónarhorni,
stjórnmálaþróun
og atvinnusaga
rakin, fjallað um
stéttaskiptingu,
lifnaðarhætti,
bókmenningu og
hugmyndir. Eink-
um er dvalist við
það sem sérkennir sögu Íslendinga
sem þjóð á mörkum, á ysta jaðri evr-
ópskra samfélaga, á mörkum þess að
vera nógu stór til að geta kallast þjóð
meðal þjóða og jafnvel einu sinni á
mörkum þess að lifa af sem þjóð í
landinu.
Leitast er við að draga inn í söguna
nýjustu rannsóknarniðurstöður
sagnfræðinga, um leið og höfundur
dregur upp sínar eigin þróunarlínur.
Gunnar Karlsson er prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands og
hefur meðal annars skrifað fjölda
námsbóka í Íslandssögu. Jan Pierre
Biard gerði kort og skýringarmyndir.
Bókin er gefin út í samvinnu út-
gáfufyrirtækjanna C.Hurst & Co. í
London, University of Minnesota
Press í Bandaríkjunum og Máls og
menningar. Hún er 418 bls. ásamt
nafna- og heimildaskrá.
Nýjar bækur
Gunnar
Karlsson
UTANGARÐSFÓLK er sígilt við-
fangsefni í skáldskap, hvort sem rit-
að er fyrir svið eða lestur. Sjálfsagt
stafar það bæði af því að „venjulegt“
fólk fýsir að frétta af högum hinna
„óvenjulegu“ en líka af því að töfrar
listarinnar, ekki síst leiklistarinnar,
eru meðal annars fólgnir í hæfileika
okkar til að skilja og lifa okkur inn í
kringumstæður sem eru okkur fram-
andi, máta okkar viðhorf við önnur
ókunnugleg og spyrja okkur spurn-
inga um hverjar okkar gerðir yrðu í
aðstæðum persónanna.
Sjö stelpur fjallar um nokkra daga
á upptökuheimili fyrir ungar stúlkur
sem af einum eða öðrum ástæðum
hafa villst af leið í samfélaginu. Erik
Thorstensson er að sögn dulnefni
höfundar, sem byggir leikverk sitt á
dagbók sem hann hélt meðan hann
starfaði sem gæslumaður á heimili
líku því og lýst er í verkinu. Þessi
forsaga leikritsins varpar nokkru
ljósi á efnistök höfundar. Leikritið er
ákaflega „natúralískt“ að formi, lítið
fer fyrir fléttu og kynning persóna
og aðstæðna lítt áhorfandavæn.
Okkur er einfaldlega sýnt inn í þenn-
an heim á ákveðnu augnabliki og
boðið að kynnast því, nánast eins og
Svempa, nýi gæslumaðurinn sem
birtist í upphafi verks og er kastað út
í glímuna við hinar óstýrilátu stúlkur
að því er virðist undirbúningslaust.
Umgjörð sýningarinnar, leik-
mynd, búningar og förðun eru vel af
hendi leyst. Notkun á grisju til að
breyta leikrými er ágætlega útfærð
og hljóðmynd smekklega unnin, þótt
stundum hafi tónlist undir leikatrið-
um unnið gegn stemmningunni.
Söngatriði voru óaðfinnanleg, sem
þarf engum að koma á óvart sem sá
verðlaunasýninguna Síldin kemur og
síldin fer hjá Eflingu á síðasta leik-
ári.
Það verður ekki annað ráðið af
sýningu Eflingar en að hópurinn ráði
vel við verkefni af þessu tagi. Nýtur
félagið þar nálægðar sinnar við
Laugaskóla, þaðan sem stór hluti
leikhópsins er fenginn. Og mörg
hlutverkanna eru bitastæð viðfangs-
efni fyrir unga leikara. Hitt verður
að segjast að þrátt fyrir augljósa
hæfileika margra burðarleikaranna
og metnað þann sem í sýninguna er
lagður nær hún að mínu viti ekki
fyllilega að blómstra. Kemur þar
einna helst til sá stíll sem sýningunni
er valinn og má gera ráð fyrir að
skrifist á leikstjórann.
Sýningin einkennist mjög af ofsa-
fengnum hraða og látum sem gerir
stúlkurnar að of einsleitum hóp, í
stað þess að rækta einkenni hverrar
um sig. Þessi stíll gerir það einnig að
verkum að lokaatriði sýningarinnar,
líkamlegt og tilfinningalegt skipbrot
eiturlyfjasjúklingsins Barböru, nær
ekki tilætluðum áhrifum, verður of
keimlíkt því linnulitla áreiti sem ein-
kennir sýninguna í heild sem er
synd, því atriðið sem slíkt sýndi
hvaða möguleikar voru fyrir hendi til
að gera Sjö stelpum eftirminnileg og
umhugsunarverð skil. Það er mikils
að vænta af Eflingu í framtíðinni.
Af sporinu
LEIKLIST
L e i k l i s t a r h ó p u r
U m f . E f l i n g a r
Höfundur: Erik Thorstensson. Þýð-
andi: Sigmundur Örn Arngrímsson.
Leikstjóri: Arnór Benónýsson.
Sýnt á Breiðumýri í Reykjadal.
Sunnudagurinn 4. febrúar 2001.
SJÖ STELPUR
Þorgeir Tryggvason
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir
músíkdagar stendur nú yfir, en
hún hófst síðastliðinn mánudag
með tónleikum Kammersveitar
Reykjavíkur helguðum Leifi Þór-
arinssyni tónskáldi. Hátíðin mun
standa til 21. febrúar næstkom-
andi og verður sem fyrr lögð
áhersla á nýsköpun íslenskrar tón-
listar. Að sögn Kjartans Ólafsson-
ar formanns Tónskáldafélags Ís-
lands, en félagið stendur fyrir
Myrkum músíkdögum, verður mik-
ið um að vera á hátíðinni í ár og
telur hann það endurspegla þann
kraft sem greina má í íslensku
tónlistarlífi um þessar mundir.
Þegar hafa verið haldnir tónleikar
helgaðir Leifi Þórarinssyni og
flaututónleikar með verkum nor-
rænna samtímatónskálda. „Af því
sem framundan er má nefna tón-
leika Blásarasveitar Reykjavíkur
sem stofnuð var fyrir Myrka mús-
íkdaga fyrir tveimur árum. Þetta
er risavaxin lúðrasveit sem ætlar
að reyna að lyfta þakinu af Lang-
holtskirkju næstkomandi laugar-
dag,“ segir Kjartan.
Haldnir verða Sinfóníutónleikar
á vegum hátíðarinnar, þar sem
frumflutt verða íslensk verk, þ.á
m. Jarðarsinfónía eftir Úlfar Inga
Haraldsson, Víólukonsert eftir
Kjartan Ólafsson,
Jöklaljóð eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og
Reflections eftir Árna
Egilsson.
Gítartónleikar
Á gítartónleikum í
Listasafni Íslands
verður leitast við að
gefa yfirlit yfir ís-
lenska gítartónlist.
„Þar verður m.a. gít-
arkvartett sem er
nokkuð sérstakt,“
segir Kjartan en auk
hljóðfæraleikaranna
mun leynigestur koma
fram. Kjartan segir
viðamesta verkið sem flutt verði á
hátíðinni vera Passíu Hafliða Hall-
grímssonar, „en það er eitt af
stærri tónsmíðum síðustu áratuga
og verður flutt í Hallgrímskirkju
undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Þá mun-
um við fá gesti að
austan undir forystu
Charles Ross, sem
munu flytja mínimal-
íska tónlist í Lista-
safni Sigurjóns, en
slík tónlist er nokkuð
sjaldheyrð á Íslandi.“
Síðasti viðburður-
inn á hátíðinni verða
einsöngstónleikar í
Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi. „Þar
verða frumflutt tíu
verk sem við höfum
pantað frá íslenskum
tónskáldum. Flutn-
ingurinn verður undir stjórn Jón-
asar Ingimundarsonar píanóleik-
ara, sem orðinn er guðfaðir
íslenska einsöngslagsins,“ segir
Kjartan.
Myrkir músíkdagar voru fyrst
haldnir árið 1980 og fagna því 21
árs afmæli sínu. Hátíðinni hefur
frá upphafi verið ætlað að koma ís-
lenskum tónverkum á framfæri og
hefur um árabil verið mikilvægur
vettvangur fyrir nýsköpun á því
sviði.
Að sögn Kjartans er áhugi fólks
fyrir tónleikahaldi meiri nú en t.d.
við síðustu hátíð fyrir tveimur ár-
um, og þakkar hann það ekki síst
nýyfirstöðnu menningarborgarári.
„Hátíðin í ár hefur þá sérstöðu að
vera ekki eingöngu fyrsta íslenska
tónlistarhátíðin á nýrri öld, heldur
sú fyrsta eftir menningarborgarár-
ið. Margir töldu að sú virkni í
menningarlífi sem skapaðist í
tengslum við það myndi detta nið-
ur að menningarborgarárinu
loknu. En það er okkar reynsla að
þrátt fyrir að mjög margt hafi ver-
ið á boðstólum á sviði íslenskrar
tónlistar í fyrra, virðist ekkert lát
á áhuga tónleikagesta, en það var
uppselt á opnunartónleika hátíð-
arinnar sl. mánudag.“
Stigvaxandi
aðsókn
Kjartan segir aðsóknina vera í
samræmi við þá þróun sem sást á
menningarborgarárinu, en þá hélt
Tónskáldafélagið 32 tónleika undir
yfirskriftinni Íslensk tónlist í 100
ár. „Aðsóknin á árinu fór stigvax-
andi, og mátti sjá að eftir því sem
tónleikar urðu fleiri, þá fjölgaði í
áhorfendahópnum. Þetta kemur
kannski á óvart, en þessi þróun
birtist skýrt í aðsókninni á opn-
unartónleikana nú á mánudaginn,“
segir Kjartan.
Ákveðið hefur verið að halda
næstu hátíð að ári liðnu, til að
bregðast við þeim krafti sem nú er
í íslensku tónlistarlífi. „Öll sú
starfsemi sem fór fram á menning-
arborgarárinu, hefur virkjað bæði
tónlistarfólk og tónleikagesti. Hóp-
urinn hefur ekki aðeins stækkað,
heldur hefur aldurshópurinn
breikkað, við sjáum bæði yngri og
eldri gesti en venjulega. Þannig
má segja að menningarborgarárið
sé búið en menningaröldin að hefj-
ast,“ segir Kjartan að lokum.
Fjölbreytt dagskrá á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem stendur yfir þessa dagana
Endurspeglar kraft-
inn í menningarlífinu
Kjartan
Ólafsson
♦ ♦ ♦