Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 34
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HJARTADEILD
Borgarspítalans, nú
Landspítala, háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi,
hóf starfsemi sína 8.
febrúar 1971, rúmum
þremur árum eftir að
Borgarspítalinn hóf
starfsemi sína í Foss-
voginum. Fyrsti yfir-
læknir deildarinnar
var dr. Óskar Þ. Þórð-
arson og í dag, 30 ár-
um síðar, eru enn
starfandi tveir af upp-
haflegum starfsmönn-
um deildarinnar,
læknarnir Einar Bald-
vinsson og undirritað-
ur. Er deildin hóf starfsemi sína
var myndarlega farið af stað að því
er varðaði tækjabúnað og sjúkra-
rúm enda fékk lyflækningadeild
Borgarspítalans stóran skerf af
þeim mikla fjölda sjúklinga sem
lagðist inn á sjúkrahús vegna
bráðrar kransæðastíflu og annarra
hjartasjúkdóma. Rannsóknir höfðu
sýnt að árangur við meðferð bráðr-
ar kransæðastíflu er mun betri á
sérhæfðum hjartadeildum og eru
flestir sammála um nauðsyn slíkr-
ar deildar við sjúkrahús sem gegn-
ir jafnveigamiklu hlutverki í bráða-
þjónustu fyrir alla landsmenn og
Borgarspítalinn. Eftir eðlilega
byrjunarörðugleika komst starf-
semin smám saman í ágætt horf og
hefur lengst af verið einstaklega
samhentur hópur af vel hæfu fólki
og góður starfsandi á deildinni.
Umfangsmikil meðferð bráð-
veikra sjúklinga hefur alla tíð ein-
kennt starfsemi deildarinnar og
helgast það af návígi við aðal-
bráða- og slysamóttöku Reykjavík-
ursvæðisins í Fossvogi. Árið 1981
hófst starfsemi neyðarbílsins en
hann er mannaður læknum frá lyf-
lækningadeild Landspítalans í
Fossvogi og átti dr. Þórður Harð-
arson, þáverandi yfirlæknir, stóran
hlut í að koma honum á laggirnar
og er starfsemi neyðarbílsins á
ýmsan hátt nátengd starfsemi
hjartadeildarinnar. Í apríl 1990
hófust hjartaþræðingar með
kransæðamyndatöku á Borgarspít-
alanum og hafa þær verið fram-
kvæmdar í samvinnu hjartalækna
og lækna röntgendeildar. Á þessu
afmælisári hafa verið gerðar yfir
3.000 slíkar aðgerðir. Mikill fjöldi
annarra hjartarannsókna er gerð-
ur á deildinni og má þar nefna
hjartaómanir og ýmsar raflífeðl-
isfræðilegar rannsóknir. Þá er
mikið um gangráðsísetningar og
voru þær um 60 á síð-
asta ári. Umfang
starfseminnar hefur
aukist gífurlega sem
sjá má á því að 1985
voru tæplega 600 inn-
lagnir og 10 árum síð-
ar voru þær 1.600 en
hafa haldist óbreyttar
síðustu árin. Þá voru
þrír hjartasérfræðing-
ar við deildina í byrj-
un en eru nú átta.
Mikil þáttaskil urðu
í starfsemi deildarinn-
ar og aðbúnaði öllum
hinn 25. nóvember
1995 þegar opnuð var
ný og sérhönnuð
hjartadeild með 29 sjúkrarúmum.
Er deildin tvískipt með 11 hjarta-
gjörgæslurúm og svo 18 rúma
sjúkradeild sem sjúklingar eru
fluttir á þegar þeir komast af gjör-
gæslustigi. Er öll aðstaða fyrir
sjúklinga og starfsfólk til mikillar
fyrirmyndar á þessari nýju deild.
Síðustu tvö árin hefur hins vegar
álagið verið mjög mikið vegna lok-
ana á öðrum deildum.
Eftir 30 ára starf á hjartadeild-
inni er áhugavert að líta um öxl og
gaumgæfa þær miklu breytingar
og framfarir sem orðið hafa í
hjartalækningum á þessum 30 ár-
um. Dánartíðni við kransæðastíflu
hefur lækkað mikið og einnig hefur
tíðni kransæðasjúkdóms lækkað
verulega á Íslandi sem í öðrum
vestrænum löndum. Þekking
manna á eðli kransæðasjúkdóms
og orsökum hefur aukist mikið á
þessum tíma og fyrirbyggjandi að-
gerðir, svo sem breyting á lifn-
aðarháttum, minnkandi fituneysla
og baráttan gegn reykingum, sér-
staklega meðal ungs fólks, á
örugglega sinn þátt í að sjúkdóm-
stilfellum fækkar. Einnig hafa
komið til mjög kröftug fitulækk-
andi lyf og hafa rannsóknir, sem
m.a. voru framkvæmdar hér á Ís-
landi, sýnt fram á með óyggjandi
hætti að lækkun blóðfitu með þess-
um lyfjum fækkar verulega dauðs-
föllum af völdum kransæðasjúk-
dóms. Þá hafa önnur lyf, svo sem
aspirin og betahemlar, ásamt
bættri blóðþrýstingsmeðferð, haft
áhrif á gang sjúkdómsins. Sega-
leysandi lyf, sem leysa upp blóð-
sega í kransæðum, hafa reynst
ákaflega mikilvæg við meðferð
kransæðastíflu, minnka skemmd á
hjartavöðva og lækka dánartíðni.
Hjartaaðgerðir hafa á þessum
tíma valdið byltingu í meðferð
kransæðasjúkdóma og er um að
ræða tvenns konar aðgerðir,
skurðaðgerðir á kransæðum og
kransæðavíkkanir. Skurðaðgerðir
á kransæðum hafa verið fram-
kvæmdar hér á landi síðan 1986 og
er árangurinn eins og best gerist í
heiminum. Kransæðavíkkanir voru
fyrst framkvæmdar hér á landi ár-
ið 1987 á Landspítalanum við
Hringbraut og hafa valdið álíka
byltingu í meðferð hjartasjúkdóma
og skurðaðgerðirnar, þær eru að
sjálfsögðu mun hættuminni og ein-
faldari fyrir sjúklinginn og eru nú
um 450 slíkar aðgerðir gerðar hér
á landi á ári og fer fjölgandi.
Þessi bættu meðferðarúrræði
endurspeglast mjög greinilega í
verulega lækkaðri dánartíðni og
mikið styttum legutíma eftir
kransæðastíflu. Hins vegar hefur
ekkert dregið úr innlögnum af
völdum hjartasjúkdóma sem skýr-
ist af hækkandi aldri hjartasjúkl-
inga. Menn lifa lengur með krans-
æðasjúkdóm og þá fara að koma
fram einkenni langvinns hjarta-
sjúkdóms með hjartabilun og
hjartsláttartruflunum sem krefjast
endurtekinna innlagna á hjarta-
deildir.
Á þessu afmælisári stendur
hjartadeildin í Fossvogi á tímamót-
um. Með sameiningu Landspítala
og Borgarspítala í Landspítala, há-
skólasjúkrahús verða hjartadeild-
irnar væntanlega sameinaðar und-
ir einni forystu þó enn sé ekki búið
að ákveða endanlega hvernig starf-
seminni verður háttað. Það er von
mín að sameining deildanna muni
styrkja hjartalækningar á Íslandi
og veita sjúklingunum enn betri
þjónustu en áður.
Hjartadeild Landspít-
ala í Fossvogi 30 ára
Guðmundur
Oddsson
Afmæli
Hjartaaðgerðir hafa á
þessum tíma valdið bylt-
ingu í meðferð krans-
æðasjúkdóma, segir
Guðmundur Oddsson,
og er um að ræða tvenns
konar aðgerðir, skurð-
aðgerðir á kransæðum
og kransæðavíkkanir.
Höfundur er yfirlæknir á hjartadeild
Landspítala, háskólasjúkrahúss í
Fossvogi.
ÞEIR sem hafa fengið
sér sjúkratryggingu vita
að hún gildir fyrir marg-
ar tegundir sjúkdóma.
Ef menn missa heilsuna
sökum hjartaáfalls eða
krabbameins, til dæmis,
þá eru greiddar bætur
fyrir það. En þú færð
engar bætur fyrir að
missa geðheilsuna. Þó er
þunglyndi meiri örorku-
valdur en til dæmis
hjartaáföll, samkvæmt
rannsóknum Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinn-
ar. Það sýnir vel hversu
mikið feimnismál geð-
sjúkdómar eru enn á okkar upplýstu
tímum að tryggingarfélög skuli ekki
tryggja gegn geðsjúkdómum – og að
viðskiptavinir þeirra krefjist þess
ekki. Að vera óvirkur, í hlutverki
þiggjandans og með
sjálfsmatið í botni er
því miður saga margra
sem eiga við þessa
sjúkdóma að stríða.
Þess vegna er félagsleg
einangrun og einmana-
leiki einn helsti fylgi-
kvilli geðsjúkdóma,
hvort sem ástæðan er
vegna sjúkdómsins eða
þeirrar útskúfunar sem
margir geðsjúkir upp-
lifa. Einmitt þess
vegna er svo mikilvægt
að þeir sem þjást af
geðsjúkdómum hafi
einhvern stað þar sem
þeir geta komið saman, haft samneyti
við annað fólk og tilheyrt hópi á eigin
forsendum. Vin, athvarf Rauða kross-
ins fyrir geðfatlaða, sem nú heldur
upp á átta ára afmæli sitt, er slíkur
staður. Vin er til húsa á Hverfisgötu
47, en húsnæðið er í eigu Reykjavík-
urborgar sem leggur það til endur-
gjaldslaust. Á hverjum degi koma
hingað á Hverfisgötuna milli 25 og 30
manns og hefur gestum fjölgað með
ári hverju. Gestakomur á síðasta ári
voru sjö þúsund. Gestir Vinjar eru
fjölbreyttur hópur og misjafnlega á
vegi staddir en þeir sem verst eru
staddir af fastagestum Vinjar eru
þeir sem eiga í senn við geðsjúkdóma
og fíkn að stríða. Gagnvart þeim eru
úrræðin of fá og alltof margir á göt-
unni.
Markmið Vinjar er einmitt að rjúfa
félagslega einangrun geðfatlaðra og
draga úr endurinnlögnum á sjúkra-
hús. Fyrir átta árum voru úrræði á
borð við Vin fá, en Geðhjálp hafði þó
rekið félagsmiðstöð um nokkurt
skeið. Nú hefur fjölbreytnin aukist og
má nefna athvarfið Dvöl í Kópavogi,
Lautina á Akureyri, Klúbbinn Geysi í
Reykjavík og félagsmiðstöð Geð-
hjálpar við Túngötu. Stöðugur fjöldi
gesta sýnir að þörfin fyrir staði eins
og Vin er mikil og getur hjálpað fólki
til að auka lífsgæði sín. Í Vin hefur
þróast ákveðin hugmyndafræði í sam-
ræmi við grundvallarmarkmið Rauða
krossins. Gestir koma hingað á eigin
forsendum og eru virkir þátttakendur
í ákvörðunum sem varða starfsemina.
Vin er ekki meðferðarstofnun í hefð-
bundnum skilningi, heldur er lögð
áhersla á heimilislegt andrúmsloft og
að samskiptin byggist á gagnkvæmu
trausti og virðingu. Þáttur sjálfboða-
liða er mikilvægur, en þeir sjá um að
hafa opið á sunnudögum yfir vetrar-
mánuðina. Í athvarfinu starfar ferða-
félagið Víðsýn sem er félag gesta og
hefur á stefnuskrá að auðvelda þeim
að ferðast innanlands sem utan. Mikil
umræða er í húsinu um málefni geð-
sjúkra og gestir Vinjar hafa verið
virkir í þeirri umræðu.
Fram hefur komið mikil þörf á
fræðslu um geðheilbrigðismál og for-
dóma þar að lútandi og eru gestir
Vinjar hvattir til vitundar um stöðu
sína og réttindi. Það sem hæst ber í
umræðum okkar er skortur á sam-
hæfingu meðferðaraðila, eftirfylgni
og að fólk hafi val á fjölbreyttum með-
ferðarformum. Á átta ára afmælinu
verður því ekki litið til baka, þótt
margt hafi áunnist, heldur fram á veg
til að skoða hvað megi gera enn betur
og hvernig megi virkja enn fleiri aðila
í samfélaginu til vitundar um aðstæð-
ur geðfatlaðra – líka tryggingafélög. Í
öllu falli er ljóst að vinna með geðfötl-
uðum verður áfram forgangsverkefni
Rauða kross Íslands.
Úrræðin of fá og allt of
margir á götunni
Guðbjörg
Sveinsdóttir
Geðheilbrigði
Markmið Vinjar er að
rjúfa félagslega ein-
angrun geðfatlaðra,
segir Guðbjörg Sveins-
dóttir, og draga úr
endurinnlögnum á
sjúkrahús.
Höfundur er forstöðumaður Vinjar –
athvarfs Rauða krossins fyrir geð-
fatlaða.
EF OG þegar gengið
verður til atkvæða-
greiðslu um tilveru
Reykjavíkurflugvallar
eftir árið 2016 17. mars.
nk. mun innan við helm-
ingur þeirra er málið
varðar hafa atkvæðis-
rétt, þ.e. eingöngu íbúar
Reykjavíkur en ekki
aðrir landsmenn, né fyr-
irtæki sem hagsmuna
eiga að gæta í málinu.
Íbúar í Mosfellsbæ,
Kópavogi, Hafnarfirði,
á Seltjarnarnesi og í
Garðabæ munu ekki
hafa neitt um málið að
segja, hvað þá þeir sem
lengra búa í burtu og þurfa e.t.v. mest
á flugvellinum að halda! Þeir sem
hæst hafa látið um brottflutning flug-
vallarins hafa líklega litla persónu-
lega hagsmuni af því hvar flugvöllur-
inn er staðsettur. En þeir gleyma um
leið hagsmunum þeirra þúsunda ein-
staklinga og fyrirtækja, sem verða
fyrir borð bornir með flutningi vall-
arins. Meira að segja hagsmunir
Reykjavíkurborgar munu skaðast
stórlega þegar þúsundir starfa glat-
ast, starfa sem tengjast fluginu beint
og óbeint, hverfa í annað sveitarfélag,
svo ekki sé minnst á þau störf sem
hefðu orðið til við uppbyggingu vall-
arins. Ofan í kaupið bætist að hlut-
verk Reykjavíkur sem höfuðborgar
og samgöngumiðstöðvar landsins rýr-
ist verulega.
En hvað er ég að vilja upp á dekk,
ég sem á ekki einu sinni heima í
Reykjavík? Miðað við skilning borg-
arstjórnar varðar málið mig ekki. Að
vísu er ekki tekið tillit til þess að ég
gæti átt allt mitt undir því að flugvöll-
urinn væri í Reykjavík, t.d. ef ég ynni
við ferðaþjónustu, sjúkraflug, eða
þyrfti að ferðast af einhverjum ástæð-
um oft út á land vegna starfa minna.
Ég gæti meira að segja átt heima á
Ísafirði og oft þurft að heimsækja höf-
uðborgina. Ég kysi frekar að gera það
með því að fara þangað beint til höf-
uðborgarinnar í stað þess að lengja
ferðatímann um 1–2 klst. hvora leið
og lenda einhvers staðar annars stað-
ar en þangað sem ég ætlaði að fara –
til Reykjavíkur.
Áður en menn kasta frá sér flug-
vellinum ættu þeir að kynna sér af-
leiðingar flutnings flugvallarins í Ósló
úr borginni til Gardermoen. Flutning-
urinn varð margfalt dýrari en til stóð,
mikil vandræði hlutust af vegna veð-
urfars og afgreiðslu flugvéla og far-
þegarnir kvörtuðu sáran undan lengri
ferðatíma og öðrum
óþægindum sem kom-
ast hefði mátt hjá. Víða í
útlöndum eru flugvellir
sem á sínum tíma voru
byggðir fyrir utan borg-
irnar (t.d. Miami Int-
ernational, Fort Laud-
ardale International,
London Heathrow,
Schiphol svo einhverjir
séu nefndir) en borgirn-
ar uxu að flugvöllunum.
Margháttaður atvinnu-
rekstur sem tengdist
fluginu með einum eða
öðrum hætti flutti starf-
semina að flugvöllun-
um. Þessarar þróunar
gætir meira að segja hérna eins og sjá
má á uppbyggingu starfsemi tengdri
fluginu á Keflavíkurflugvelli.
Saga Reykjavíkurflugvallar spann-
ar áratugi, allt frá árinu 1919. Það er
rangt sem fram hefur verið haldið að
flugvöllurinn sé til kominn vegna veru
Breta hér á stríðsárunum. Á heima-
síðu Hollvina Reykjavíkurflugvallar á
slóðinni www.hollvinir.is er saga vall-
arins og hlutverk rakin á skýran hátt
af Leifi Magnússyni verkfræðingi.
Ef svo ólíklega skyldi vilja til að
Reykvíkingar kysu að kasta frá sér
þessari meginsamgöngumiðstöð, af-
þakka þúsundir starfa og e.t.v. missa
marga hæfa starfsmenn burt úr sveit-
arfélaginu, liggur ljóst fyrir að flutn-
ingur vallarins verður tekinn upp á
landsvísu og mun vafalaust verða eitt
meginkosningamálið í næstu alþing-
iskosningum. Þó að Reykjavíkurflug-
völlur sé í sveitarfélaginu Reykjavík á
ríkið megnið af landinu sem hann
stendur á og rekstur hans er á vegum
ríkisins. Hann er því mál þjóðarinnar
allrar, þó ekki lægju aðrar ástæður að
baki.
Hvað varðar mig
um Reykjavíkur-
flugvöll?
Rafn
Jónsson
Höfundur er flugstjóri og kynning-
arfulltrúi Hollvina Reykjavík-
urflugvallar.
Flugvöllur
Þó að Reykjavíkurflug-
völlur sé í Reykjavík,
segir Rafn Jónsson, á
ríkið megnið af landinu
og rekstur hans er á
þess vegum.