Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 35
Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Útsölunni lýkur laugardaginn 10. febrúar
Enn meiri afsláttur síðustu dagana
Heimsferðir bjóða nú vikulegt
flug til Barcelona í sumar á frá-
bærum kjörum og þeir, sem bóka
fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 20.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í
valdar brottfarir, eða kr. 5.000 á manninn. Við bjóðum þér góða gististaði
í hjarta Barcelona á frábæru verði, spennandi kynnisferðir og þjónustu
reyndra fararstjóra til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu.
Tryggðu þér
lægsta fargjaldið til
Barcelona
frá 24.900 kr.
24.900 kr.
M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára.
M.v. 23. maí. Skattar ekki inni-
faldir kr. 2.530
20.000 kr.
afsl. fyrir fjölskylduna
ef bókað fyrir 15. mars.
Gildir í valdar brottfarir, sjá
verðskrá. M.v. hjón með 2 börn.
Flug alla
miðvikudaga í sumar
Bókaðu fyrir 15. mars
og tryggðu þér flugsæti
til Barcelona í sumar frá aðeins
Fáðu bæklinginn sendann
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
London
frá 14.400 kr.
í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar og úrval hótela í
hjarta borgarinnar ásamt bílaleigubílum á frábæru verði. Bókaðu meðan
enn er laust og tryggðu þér sæti á besta verðinu.
Flug alla föstudaga í sumar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
kr. 14.400
M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára.
Skattar kr. 3.790 fyrir fullorðinn
kr. 3.120 fyrir barn, ekki inni-
faldir.
Í ÞEIRRI opinberu
umræðu, sem undan-
farið hefur farið fram
um löggjafarmálefni og
dómsmál, hefur m.a.
verið borin fram tillaga
um að dómar Hæsta-
réttar Íslands verði
þannig úr garði gerðir,
að hver og einn dómar-
anna greiði skriflegt at-
kvæði í hverju máli, þar
sem fram komi per-
sónuleg skoðun hans og
rökstuðningur fyrir nið-
urstöðu, allt eftir eðli
máls hverju sinni, og
verði öll atkvæðin síðan
birt. Hefur tillagan ver-
ið rökstudd með því, að sá háttur, sem
nú viðgengst um samningu dóma
réttarins, þar sem leitast er við að ná
sameiginlegri niðurstöðu með sam-
eiginlegum röksemdum, leiði til þess
að dómarnir verði oft ekki nógu skýr-
ir og markvissir, enda beri dómarnir
nú oft vott um að dómararnir séu að
semja sín á milli um textann.
Tillaga þessi er allrar virðingar og
umræðu verð og réttlætir gaumgæfi-
lega athugun, og vissulega verða víða
um lönd fundnar fyrirmyndir að
þeirri samningu birtingu atkvæða í
fjölskipuðum dómum á æðra eða
æðsta dómsstigi, sem hér var vikið að.
Sem skýr og nærtæk dæmi nægir hér
að nefna dóma Hæstaréttar Noregs
og dóma lávarðadeildar breska þings-
ins, en dómsmáladeild hennar er
æðsti dómstóll Breta.
Ekki er þó sjálfgefið, nema síður
sé, að þessi háttur á samningu og birt-
ingu dóma sé í reynd til þess fallinn að
dómar verði almennt skýrari en við
eigum að venjast hér á landi, þar sem
önnur hefð ríkir í þessum efnum.
Enda þótt niðurstaða meiri hluti dóm-
ara fáist, og þar með formleg niður-
staða, myndu einstaklingsbundnar
forsendur og röksemdir frá hverjum
dómara um sig – sem gætu hæglega
orðið afar fjölskrúðugar
og hver annarri frá-
brugðnar í einstökum
málum – ruglað lesend-
ur dómanna í ríminu,
skert leiðbeiningargildi
dómsins og um leið
dregið úr afli hans. Í
þessu sambandi verða
menn að ígrunda, hvaða
hlutverk dómi er ætlað
að gegna og fyrir hverja
dómur er saminn. Fyrst
og fremst er dómi ætlað
að skera úr um tiltekinn
og afmarkaðan réttar-
ágreining, sem uppi er,
en jafnframt má ekki
gleyma „réttarskap-
andi“ hlutverki dóma, þ.e. fordæmis-
gildi þeirra, sem veit að samfélaginu
öllu. Dómur fullnægir aldrei þeirri
kröfu, sem réttilega má gera til hans í
þessum efnum, nema hann sé skýr og
ótvíræður. Misvísandi röksemdir
dómenda, sem þó kunna að komast að
sömu niðurstöðu, stuðla hvorki að
skýrleika, að því er snýr að málsaðil-
um sjálfum, er lögðu mál sitt í dóm, né
samfélaginu, sem hefur oft þörf fyrir
dómafordæmi, er eyði réttaróvissu á
tilteknum sviðum. Dómur getur alls
ekki skapað viðhlítandi fordæmi
nema hann sé skýr í öllum efnum,
bæði um rökstuðning og niðurstöðu.
Við núverandi aðstæður og réttar-
skipan hafa dómarar Hæstaréttar Ís-
lands, sem og dómendur í fjölskipuð-
um dómum í héraði, nægilegt
svigrúm til að koma að sínum rök-
semdum í sératkvæðum, sé því að
skipta, og sýnist vafasamt að nauðsyn
beri til að taka upp nýja reglu, sem
bjóði upp á „sólódans“ dómara um-
fram það sem nú er.
Vilji ráðamenn og áhrifamenn um
dómsmál og löggjafarmálefni engu að
síður taka núverandi vinnubrögð
dómstólanna til nánari athugunar og
endurskoðunar, sýnist ekki úr vegi að
kanna aðra leið við samningu og birt-
ingu dóma, sem ekki virðist hafa kom-
ið til umræðu upp á síðkastið: Meðal
sumra þjóða, sem búa við merka laga-
hefð og gróið réttarfar, hefur lengi
tíðkast að fjölskipaðir dómstólar birti
alla dóma í samræmdri mynd og án
sératkvæða, þ.e. upp er kveðinn einn
og samhljóða dómur, um röksemdir
og niðurstöðu, þar sem mögulegur
ágreiningur milli dómendanna um
þau efni kemur ekki fram og verður
aldrei upplýstur út á við. Þannig er
þessu t.d. háttað í Þýskalandi, þ.e.
meðal allra dómstóla á hinu almenna
dómsstigi (en að vísu ekki hjá stjórn-
lagadómstóli landsins), og þessi að-
ferð er einnig viðhöfð í dómum Evr-
ópudómstólsins í Lúxemborg. Rök-
semdin, sem liggur að baki þessa
fyrirkomulags, er þaulhugsuð og
byggist á því að dómarnir séu eins
skýrir og frekast er unnt, skapi heppi-
leg og markviss fordæmi og eyði rétt-
aróvissu betur en ella væri unnt og
undirstriki um leið einingu dómsins.
Á þessum vettvangi skal ekki bein-
línis borin fram tillaga um, að það
form á samningu og birtingu dóma,
sem tíðkast í Þýskalandi og hjá Evr-
ópudómstólnum og hér var lýst, verði
tekið upp hér á landi, en þetta má þó
vissulega koma til alvarlegrar athug-
unar verði á annað borð talin ástæða
til að hreyfa við núverandi fyrirkomu-
lagi og starfsaðferðum dómstólanna.
Dómsatkvæði og rök-
stuðningur dóma
Páll
Sigurðsson
Dómstólar
Dómur getur alls ekki
skapað viðhlítandi
fordæmi, segir Páll
Sigurðsson, nema hann
sé skýr í öllum efnum.
Höfundur er prófessor í lögfræði við
Háskóla Íslands.
„Umhverfisráðu-
neytisstarfsfólk flýgur
með Flugfélagsflugvél-
um til að skoða Vatna-
jökulsþjóðgarð og Snæ-
fellsnessþjóðgarð.“ Á
vegum umhverfisráðu-
neytisins er nú unnið að
stofnun tveggja þjóð-
garða á Íslandi og er
það vel. Hins vegar er
ástæða til að staldra við
og huga að heiti þessara
þjóðgarða. Benda má á
að þeir þjóðgarðar sem
fyrir eru hafa aldrei
gengið undir nöfnunum
Þingvallaþjóðgarður,
Skaftafellsþjóðgarður
og Jökulsárgljúfursþjóðgarður,
hvorki í talmáli né ritmáli.
Hér á undan var byrjað á máls-
grein sem er svo sem ekki röng mál-
farslega séð, en svona hnoð er þó óal-
gengt í íslensku máli. Leirburðurinn
Vatnajökulsþjóðgarður heyrist því
miður æ oftar og sést orðið mjög víða
í dagblöðum og netritum. Eðlilegra
er að hinn nýi þjóðgarður verði
nefndur Þjóðgarðurinn Vatnajökull.
Fyrst í stað er ætlunin
að hann nái „aðeins“ yf-
ir jökulinn sjálfan og
Þjóðgarðinn í Skafta-
felli, en síðar verði hægt
að stækka hann og nái
hann þá yfir nánasta
umhverfi sitt. Í báðum
tilvikum stendur heitið
Þjóðgarðurinn Vatna-
jökull fyrir sínu og er
óþarfi að rökstyðja það
nánar.
Með sömu rökum
mætti gefa nýjum þjóð-
garði heitið Þjóðgarð-
urinn Snæfellsjökull þó
svo að innan svæðisins
sé ekki aðeins Snæfells-
jökull sjálfur, heldur einnig það svæði
mestallt sem forðum var nefnt undir
Jökli.
Með öllu er óþarft að heiti þjóð-
garðs eða friðaðs svæðis sé margsam-
sett enda þótt slíkt sé ekki óalgengt.
Ekki er hægt að segja að heiti á frið-
lýstum svæðum eða fólkvöngum á Ís-
landi séu mynduð á samræmdan hátt
þótt algengast sé að örnefni eigi
sterka stoð í heitinu. Þannig er til
Herðubreiðarfriðland, Reykjanes-
fólkvangur og Bláfjallafólkvangur.
Önnur heiti og betri má finna, svo
sem Friðland í Svarfaðardal eða jafn-
vel Fólkvangur Neskaupstaðar. Ólíkt
og fegurra hljómar þó Friðland að
Fjallabaki, þó svo að örnefnið sé
mörgum í nokkurri móðu.
Eðlilega eru mönnum oft mislagð-
ar hendur við smíði nýyrða eða nafna
enda þarf nýtt orð eða heiti bæði að
vera smekklegt og falla vel að málinu.
Hnoð og leirburður hefur aldrei lifað
lengi meðal þjóðarinnar og því þá að
lögfesta slík heiti á þjóðgarða?
Nöfn á þjóðgörðum
Sigurður
Sigurðarson
Þjóðgarðar
Eðlilega eru mönnum
oft mislagðar hendur,
segir Sigurður Sigurð-
arson, við smíði nýyrða
eða nafna.
Höfundur er framkvæmdastjóri.