Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 37

Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 37 Á MÁLÞINGI um sam-gönguáætlun til ársins2014 og framtíðarsýn ísamgöngumálum til árs- ins 2030 í gær kom meðal annars fram að búist er við að fjöldi er- lendra ferðamanna verði kominn í allt að einni milljón á árunum 2010– 2015, að farþegum í innanlandsflugi fækki úr 450 þúsundum á ári hverju í 300 þúsund verði miðstöð innan- landsflugs flutt til Keflavíkurflug- vallar og að brýnt sé að bæta vega- kerfið til að auka öryggi og auka afköst þess. Á málþinginu voru flutt erindi um viðhorf og núverandi stöðu sam- göngumála, um ný viðhorf og breyttar áherslur og um samgöng- ur í framtíð. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra setti málþingið og lét þá ósk í ljós að hægt yrði að leggja fram samræmda samgönguáætlun fyrir Alþingi á næsta ári. Stýrihópur vinnur nú að gerð draga að slíkri áætlun en þar er ætlunin að ná fram samræmdri forgangsröðun og stefnumótun, hagkvæmari notkun fjármagns og mannafla og meiri áherslu á samstarf og samspil milli samgöngumáta og stofnana sam- gönguráðuneytisins. Samgönguráð- herra sagði áhuga fyrir því að sam- eina vegáætlun, hafnaáætlun og flugmálaáætlun og að unnin verði ein áætlun fyrir þessa samgöngu- þætti. Slík áætlun gæti náð yfir samgöngumálin frá víðara sjónar- horni. Því hefði verkefnið verið sett af stað og hann sagði tilgang mál- þingsins einnig að fá hugmyndir sem þar kæmu fram til skoðunar við þessa vinnu. Gjaldtaka skekki ekki samkeppnisstöðu Sturla Böðvarsson sagði tvennt mikilvægt í þessari vinnu. „Fyrst vil ég nefna að góðar samgöngur skipta miklu máli fyrir atvinnulífið á Íslandi. Samgöngur snerta atvinnu- lífið á ótal vegu. Margir hafa at- vinnu sína af því að byggja sam- göngumannvirki, góðar samgöngur eru nauðsynlegar til þess að skila fólki til vinnu fljótt og vel og loks er gríðarlega mikilvægt að góðar sam- göngur séu milli byggðarlaga lands- ins bæði fyrir starfsfólk og flutn- inga til og frá slíkum svæðum. Sem dæmi má nefna að útflutningsiðn- aður okkar reiðir sig á góðar og hagkvæmar samgöngur í sam- keppni sinni á erlendum mörkuð- um,“ sagði ráðherra meðal annars. Hitt mikilvæga atriðið kvað sam- gönguráðherra vera gjaldtöku af samgöngum. „Nauðsynlegt er að haga henni þannig að gjaldtaka skekki ekki samkeppnisstöðu og stuðli að því að fyrirtæki kjósi sam- göngumáta vegna þess að hann er hlutfallslega niðurgreiddur af al- mannafé eða með gjaldtöku af öðr- um notendahópi. Með þetta í huga hef ég óskað eftir því með bréfi til fjármálaráðherra að stofnaður verði starfshópur til að fara yfir gjaldtöku í samgöngum og skoða hana með hliðsjón af því hvort hún skekki samkeppnisstöðu sam- göngugreina í skatta- og gjaldalegu tilliti. Nauðsynlegt er að slík vinna fari fram og verði grunnur fyrir áherslur samgönguáætlunar á þessu sviði.“ Daglegar ferðir lengjast Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri, Hermann Guðjónsson, for- stjóri Siglingastofnunar, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri ræddu um samgönguáætlun út frá málaflokk- um sínum. Árleg samanlögð fjár- framlög ríkisins til þessara mála- flokka næstu árin eru rúmir 16 milljarðar króna og fer meirihluti þeirrar upphæðar, nærri 13 millj- arðar, til vegamála. Fram kom hjá vegamálastjóra að lengd daglegra ferða manna hefði aukist mjög og væri nú kringum 42 km á dag á íbúa hérlendis. Daglegar ferðir hefðu fyrir áratug verið um 32 km. Væri það svipað og í löndum í Vestur Evrópu en í Bandaríkjun- um aka menn að meðaltali 55 km á dag. Hefðu þessi daglegu ferðalög manna allt að því hundraðfaldast á einni öld. Helgi Hallgrímsson sagði fólksflutninga á Íslandi vera alls nærri 4,3 milljónir farþegakíló- metra. Um 90% af þeim færu fram með bílum og af þeim 90% færu 90% fram með einkabílum. Þá sagði vegamálastjóri að fjárveitingar á vegáætlun áranna 2001 til 2004 væru tæpir 13 milljarðar króna að meðaltali á ári og færi um helming- ur upphæðarinnar í nýframkvæmd- ir. Hermann Guðjónson, forstjóri Siglingastofnunar, sagði að heildar- flutningsvinna hefði á síðasta ári alls verið um 10 milljarðar tonnkíló- metra. Millilandaskip önnuðust 90% þeirra flutninga, strandflutninga- skip 3% og bílar 6%. Hann sagði skipaflutninga umhverfis landið hafa breyst og nú væri aðeins eitt skip í strandflutningum. Heildar- flutningar um hafnir árið 1999 námu 6,9 milljónum tonna og er þar bæði átt við vörur og sjávarafla. Forstjórinn sagði hafnir landsins nú um 70 undir stjórn um 40 hafnar- stjórna. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri ræddi meðal annars hlutverk innan- landsflugs sem hann sagði annars vegar vera tengingu milli höfuð- borgar og landsbyggðar og ýmsa sérhæfða þjónustu, svo sem sjúkra- flug, leiguflug og flug vegna leitar og björgunar. Einnig mætti heim- færa kennsluflug og einkaflug undir innanlandsflug og að allir væru þessir þættir hluti af þjónustu flugsins við almenning. Hann sagði mikla aukningu hafa verið í fjölda farþega í innanlandsflugi síðustu árin þrátt fyrir fækkun áætlunar- flugleiða. Hann sagði hlutfall far- þega miðað við íbúafjölda misjafnt eftir landshlutum. Í Reykjavík væri það rúmir 2 farþegar á íbúa, á Vest- fjörðum rúmlega 10, 6,56 á Akur- eyri og 15,75 í Vestmannaeyjum sem væri m.a. vegna mikils fjölda ferðamanna í áætlunarflugi. Þá kom fram í máli flugmálastjóra að heild- arkostnaður ríkisins vegna reksturs flugsamgöngukerfisins árið 1999, þ.e. bæði rekstur og fjárfesting, hefði verið 1.513 kr. á farþega sem voru þá liðlega 500 þúsund. Tap í innanlandsflugi 1,6 milljarðar Undir liðnum ný viðhorf og breyttar áherslur í samgöngu- málum ræddi Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, m.a. þróun í innanlandsflug- inu. Hann sagði markaðinn alltaf hafa verið erfiðan, einnig eftir 1997 þegar sérleyfi voru afnumin. Fyr- irtækjum í greininni hefði fækkað og áætlunarleiðum einnig þótt far- þegum héldi jafnvel áfram að fjölga. Farþegafjöldi í innanlandsflugi væri þó 450 til 480 þúsund á ári sem væri með því hæsta sem þekktist í þessari starfsgrein. Jón Karl sagði að árin 1997 til 2000 hefði uppsafnað tap fyrirtækja í innanlandsflugi ver- ið 1,6 milljarður króna. Hluthafar gætu ekki niðurgreitt slíkt tap svo árum skipti en horft væri til vaxt- arbrodds í innanlandsflugi sem væru erlendir ferðamenn. Því væri flugið mikilvægt ferðaþjónustunni utan höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði að yrði miðstöð inn- anlandsflugs flutt til Keflavíkur- flugvallar myndi farþegum fækka stórlega, líklega niður í um 300 þús- und á ári. Farþegum milli Akureyr- ar og Reykjavíkur myndi fækka mjög en þeir standa nú undir um 48% tekna fyrirtækisins. Sagði framkvæmdastjórinn þetta myndu þýða um 700 milljóna króna tekju- tap fyrir fyrirtækið. Grunnkerfið sprungið Í máli Steins Loga Björnssonar, formanns Samtaka ferðaþjónust- unnar, kom fram að gera megi ráð fyrir um einni milljón erlendra ferðamanna á árunum 2010 til 2015 ef reiknað væri með álíka meðal- talsfjölgun og verið hefði síðustu ár- in en á síðasta ári var fjöldi þeirra rétt liðlega 300 þúsund. Hann sagði að þetta væri ekki langur tími og menn yrðu að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir væru tilbúnir að taka við þessum fjölda. Steinn Logi sagði um 2.500 bílaleigubíla á ferð um landið yfir sumarmánuðina og væri meðalakstur þeirra á mán- uði um 7.500 km eða 250 km á dag. Nálega 100 bílaleigubílar stór- skemmdust á hverju sumri vegna óhappa og útafaksturs og mætti iðulega rekja þau til slæmra vega. Hann sagði bílaleiguakstur er- lendra ferðamanna fara mjög vax- andi og þeir færu einnig mikið um hálendið. Árlega færu um 40% þeirra sem hingað kæmu yfir sum- arið inn á hálendið eða yfir 60 þús- und manns og þar væru líka á ferð um 40 þúsund Íslendingar. Steinn Logi sagði brýnt að í sam- gönguáætlun kæmi fram hvernig taka ætti á þessum hópi og hann taldi grunnkerfi í samgöngumálum landsins sprungið. Sagði hann því brýnt að bæta vegakerfið og auka öryggi þess, búa yrði innanlands- flugi arðbær starfsskilyrði og gera fyrirtækjum í hópferðaakstri kleift að endurnýja og yngja upp bílaflota sinn. Vegakerfið stendur ekki undir álaginu Í síðasta hluta málþingsins ræddu nokkrir framsögumenn um samgöngur í framtíð. Ellert Schram, formaður ÍSÍ, sagði í er- indi sínu að forgangsverkefni hlyti að vera að bregðast við aukinni bíla- eign landsmanna með samgöngu- bótum. Hann sagði vegakerfi lands- manna ekki standa undir því umferðarálagi sem á því hvíldi, það sýndu bæði slysin og sífellt hækk- andi tryggingaiðgjöld. Hann kvaðst ekki skilja vegáætlun sem gerði ráð fyrir fjármagni til mikilla vegafram- kvæmda þar sem umferð væri minnst og fámennar byggðir. Brýn- ast væri að sínu mati að greiða fyrir umferð þar sem hún væri mest, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, ræddi m.a. um Reykjavíkurflugvöll sem hann sagði hafa áhrif á allt flug í landinu og til Færeyja og Græn- lands. Starfsemi vallarins hefði því mun meiri áhrif en menn gerðu sér oft grein fyrir við umræður um framtíð hans. Talið brýnt að samræma áætlanagerð í samgöngumálum næstu áratuga Auka þarf afköst vega- kerfisins og öryggi Fjallað var um ný viðhorf og breyttar áherslur í samgöngumálum á málþingi um framtíðarsýn þeirra til ársins 2014. Jó- hannes Tómasson hlýddi á framsögur en þar kom m.a. fram að um 90% farþega- flutninga um landið fara fram með bílum. Morgunblaðið/Golli Meðal framsögumanna á málþinginu voru Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri, lengst til vinstri, Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofn- unar, og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var fundarstjóri. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar frá fyrirtækjum í samgöngum og ferðaþjónustu voru meðal þeirra sem sátu málþing um framtíðarsýn til ársins 2014. gði að af stingu á er ásamt 115 millj- 70% inn- g því 30% kaði. ra mikið atvinnu- á margs yrir utan yggingar- disáhrifin starf í ál- nnur, og mikilvægt em mesta yndi auka amkeppni kostnaður ákvæð á ð um 650 álverið í di að 300- Austur- ustu af í fyrra n, fram- mhverfis- erindi á álvers á i. Hann mjög já- riðju á straum- væðisins. svæðinu st í störf síðar með min hófst m. Hann á að með innuleysi di. Þetta rálsmenn andinu og Norðurál tu af um milljónir 5,6 millj- örðum í rekstri sínum og skilað hagnaði. Eru þá orka og flutningar utan við þá þjónustu. Aðkeypt þjón- usta á Vesturlandi nam um 30 millj- ónum kr. frá um 30 aðilum. Um 500 manns frá suðvesturhorni landsins Jónas Frímannsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ístaks, sagði það reynslu síns fyrirtækis af verkefnum við álver, orkuver og jarðgöng að um 75% starfsmanna kæmu „að sunn- an“, aðrir kæmu úr heimahéraði framkvæmda. Miðað við um 1 þús- und manns að jafnaði að störfum við álver og virkjun á næstu árum taldi Jónas að um 150 manns kæmu frá Austfjörðum, aðrir 150 yrðu að- komumenn sem flyttu tímabundið austur ásamt fjölskyldum sínum, er- lendir starfsmenn yrðu um 200 og helmingurinn, um 500 manns, því frá suðvesturhorni landsins. Jónas sagði að ef Ístak yrði verktaki við fram- kvæmdirnar myndi fyrirtækið reyna að hafa sem flesta undirverktaka af Austurlandi, eftir því sem aðstæður leyfðu. Á málþinginu greindu, auk Tóm- asar frá Norðuráli, fulltrúar frá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts, Haraldar Böðvarssonar hf. og arki- tektastofu frá reynslu fyrirtækjanna af stóriðju á Vesturlandi og áhrifum á þau. Voru áhrifin almennt jákvæð og töldu þeir að Akranes væri betur statt í dag með stóriðju á Grundar- tanga, auk Sementsverksmiðjunnar, heldur en ef engin stóriðja hefði komið til. Gunnar Vignisson, framkvæmda- stjóri Þróunarstofu Austurlands, sagði að næstu skrefin að loknu mál- þinginu væri að koma af stað faghóp- um og í gær skráðu sig hátt í 100 manns af Austurlandi í þessa fag- hópa. Hóparnir eiga að koma með tillögur að því hvernig atvinnulífið getur brugðist við fyrirhuguðum framkvæmdum á Austfjörðum. Hóp- arnir fjalla um sjávarútveg, verslun og þjónustu, tækni og hönnun og verktakastarfsemi. Hóparnir hafa sex vikur til að skila tillögum og verða þær kynntar opinberlega inn- an tveggja mánaða. Gunnar sagðist vera mjög ánægð- ur með málþingið. Það hefði tekist vonum fram- ar og gífurlegur áhugi komið fram frá öllum greinum atvinnulífsins á svæðinu. Aðspurður hvað hefði staðið uppúr á málþinginu, að hans mati, sagði Gunnar það vera orð framkvæmda- stjóra Reyðaráls, bæði hvatningar- orð hans og lýsing á því hve metn- aðarfullt verkefnið væri. Orð hans hefðu verið staðfesting á einlægni fjárfestanna í verkefninu. Þetta skipti miklu máli fyrir íbúa svæðis- ins. Umræðan hefði verið það nei- kvæð að undanförnu. Morgunblaðið/Björn Jóhann Björnsson nnulíf vegna álvers og virkjanaframkvæmda. toðarmanni sínum, Páli Magnússyni. vinnulífi þótti takast vel rir 200 tíu árin nndu aði á ku ngdri di. mál- 100 Austfirð- ingar skráðu sig í sérstaka faghópa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.