Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG, 8. febrúar, eru 30 ár liðin frá því að sérhæfð hjartadeild hóf starfsemi sína í sjúkra- húsinu í Fossvogi, Borgarspítalanum eins og það var kallað þá. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og spít- alinn breytt um nafn í tvígang, fyrst fyrir rétt rúmlega 5 árum þegar Borgarspítali og Landakot sameinuðust í Sjúkrahús Reykjavíkur og nú fyrir stuttu með sameiningu stóru spít- alanna í Reykjavík og nafngiftinni Landspítali – háskólasjúkrahús. Núna köllum við okkur hjartadeildina í Fossvogi. Hjartadeildin hefur verið starfrækt á ýmsum göngum á spítalanum en flutti fyrir rúmlega 5 árum í nýtt sérhannað húsnæði á 7. hæð í B-álmu. Flutningur milli ganga innan sjúkrahússins eru ekki einu breyting- arnar sem starfsfólk og sjúklingar sem tengjast hjartadeildinni hafa gengið í gegnum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi deildarinnar og þjónustu við sjúklinga á þessum ár- um. Sú var tíðin að hjartasjúklingar voru kyrrsettir í rúminu í allt að viku til tíu daga til að vernda hjartað og ná sem bestum bata. Með aukinni þekk- ingu og framförum í meðferð hefur þetta viðhorf breyst og lögð er áhersla á að sjúklingur nái fyrri getu sem fyrst með góðu jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar m.t.t. ástands hvers og eins. Tækjabúnaður hefur aukist mjög og gerir eftirlit með bráðveikum sjúk- lingum auðveldara og öruggara. Hjartadeildin þjónar sjúklingum með ýmis vandamál frá hjarta. Má þar nefna hjartsláttartrufl- anir, kransæðastíflur eða kransæðasjúk- dóma, hjartabilun, sýk- ingar og bólgusjúk- dóma. Sameiginlegt með vel flestum sjúk- lingum sem eiga við hjartasjúkdóm að stríða er að sjúkdómarnir eru langvinnir. Það þýðir að sjúklingarnir þurfa oft á tíðum að læra að lifa með sjúkdóm sem getur hamlað getu. Einkennin geta verið erfið og haft áhrif á lífsgæði sjúk- linganna og fjölskyldna þeirra. Með aukinni tækni, þróun lyfjameðferðar og til- komu nýrra meðferðarúrræða hefur líf hjartasjúklinga lengst. Því fylgja auknir fylgikvillar sjúkdómsins, svo sem langvarandi hjartabilun. Sjúk- lingar með hjartabilun hafa mismun- andi einkenni og mismikil eftir því hve mikil hjartabilunin er. Algeng einkenni eru mæði, þrekleysi, bjúg- söfnun, lystarleysi, ógleði og erfiðleik- ar við að sinna athöfnum daglegs lífs. Hjúkrunarfræðingar á hjartadeild- um taka á móti bráðveikum sjúkling- um með hjartasjúkdóma. Þeir hjálpa sjúklingum og aðstandendum að komast yfir bráðu veikindin og inn í endurhæfinguna sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfarið. Vegna langvarandi eðlis sjúkdómanna er nauðsynlegt að sjúklingurinn sé virkur þátttakandi í meðferðinni og að hann fylgist með einkennum. Fræðsla um sjúkdóminn, einkenni, lyfjameðferð og viðbrögð við einkennum er nauðsynleg til að auka vellíðan og öryggi sjúklinganna. Þessi fræðsla fer fram á hjartadeild- inni áður en sjúklingur útskrifast. Hjartasjúkdómar eru ein algeng- asta dánarorsök fólks í hinum vest- ræna heimi og um helmingur þeirra sem leita á bráðamóttökur hafa ein- kenni sem geta verið vegna hjarta- sjúkdóma. Meðferð við þessum sjúk- dómum hefur fleygt fram á undanförnum árum og áratugum. Lífslíkur þessara sjúklinga hafa auk- ist og stuðla verður að því að sjúkling- ar haldi fyrri lífsgæðum í leiðinni. Áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru taldir vera vel þekktir. Þeim má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi eru áhættuþættir sem erfitt er að gera nokkuð í til að leiðrétta, svo sem erfð- ir, kynferði og aldur. Þróun krans- æðasjúkdóma liggur mjög í fjölskyld- um, meiri líkur eru á að karlar fái sjúkdóminn og sjúkdómurinn er al- gengari með hækkandi aldri. Í öðru lagi eru áhættuþættir sem hægt er að vinna í að leiðrétta. Þar má nefna þætti eins og reykingar, háar blóðfit- ur, háan blóðþrýsting, sykursýki, of- fitu og streitu. Aldrei er of seint að hætta að reykja, huga þarf að mat- arræði til að lækka blóðfitur ef þær eru háar og gott er að vita hvort blóð- þrýstingur er í lagi. Allir þurfa að huga að heilsusamlegu líferni, ekki síst eftir að greinast með hjartasjúk- dóm. Hjartahjúkrun í 30 ár Áslaug Þóra Karlsdóttir Hjartadeild Hjartadeildin þjónar sjúklingum, segir Áslaug Þóra Karls- dóttir, með ýmis vanda- mál frá hjarta. Höfundur er sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi. UNDANFARIÐ hef- ur mikil umræða farið fram um að flytja innan- landsflugið á flugvöll sem staðsettur yrði í Hvassahrauni suðvest- ur af Hafnarfirði. Ég verð að lýsa mig efins um að að baki þessum hugmyndum liggi mikil þekking á staðbundnu veðurfari á þessum slóðum. Það sem veldur efa mínum er að í starfi mínu sem þyrluflugs- tjóri hjá Landhelgis- gæslunni hef ég kynnst þessu svæði allnáið, en áhafnir á þyrlum Land- helgisgæslunnar æfa mikið á þessum slóðum, t.d. í Helgafelli, Sveifluhálsi, hraununum þar norður af og með ströndinni frá Straumsvík að Vogum. Vegna eðlis starfsins er leitað að krefjandi aðstæðum til æfinga bæði landfræðilega og veðurfarslega. Og það verður að segjast að svæðið býður rausnarlega uppá hvorttveggja og iðulega er hætt við æfingar þar vegna veðurs. Í sunnan- og suðaustanáttum daprast skyggni og skýjahæð mun fyrr en á Reykjavíkurflugvelli og vindur og ókyrrð nær sér mun betur á strik en í Reykjavík. Ekki þarf ég að leita að dæmi lengra en síðastliðinn miðvikudag, 31. jan., þegar farið var í æfingaflug frá Reykjavíkurflugvelli í vaxandi suð- austanátt, vindur í Reykjavík var 15– 20 hnútar, er flogið var meðfram ströndinni frá Straumsvík og vestur að Keilisnesi var þar verulega ókyrrt og vindur var orðinn um og yfir 40 hnútar, og þar með varð að hætta við stóran hluta æfingarinnar. Við lend- ingu í Reykjavík var vindur 20–25 hnútar. Fjarlægð fjalla frá hugmyndaflug- vellinum í Hvassahrauni er álíka og ef fjallgarður lægi um Elliðavatn frá Reykjavíkurflugvelli, og er þá hægt að ímynda sér ókyrrðina sem vænta mætti á Reykjavíkurflugvelli. Í öllum þessum flug- vallarvangaveltum er iðulega látið að því liggja að þyrlur geti og sjái nú þegar um megn- ið af sjúkraflugi hér á landi. Þetta er fjarri sannleikanum, í hverj- um landshluta fljúga sjúkraflugvélar á annað hundrað sjúkraflug á ári. Þyrlurnar eru mest í sjúkraflutningum þar sem flugvélum verður ekki við komið, en þær eru að jafnaði meira en helmingi hægfleygari en flugvélarnar og geta ekki flogið eins hátt og þær. Þegar sjúklingar eru sóttir með þyrlu á hálendið og á haf út fjarri Reykjavík, t.d. á Norður- og Austurlandi, er oft beðið um sjúkraflugvél á næsta flugvöll til að flýta för sjúklings á sjúkrahús í Reykjavík. Þar sem undirritaður er búsettur á Kársnesi í Kópavogi en er uppalinn undir aðflugi að einni af flugbrautum Keflavíkurflugvallar, í Njarðvíkum, þá er það mat mitt að munurinn af ónæði af völdum hávaða á þessum flugvöllum sé eins og munurinn á hvísli og öskri, mun meira ónæði er af bílaumferð á Kársnesi en flugumferð. Reykjavíkurflugvöllur er lokaður fyrir flugtök á nóttinni, nema fyrir sjúkraflug, en Keflavíkurflugvöllur er opinn allan sólarhringinn. Æfingaflug og snertilendingar á Keflavíkurflug- velli er að stórum hluta vegna orr- ustuþotna og gjarnan eru þær á fullu eftirbrennaraafli. Því væri Njarðvík- ingum og Keflvíkingum vorkunn ef þeir einn góðan veðurdag krefðust þess að flugvöllurinn yrði fluttur á brott enda liggja framtíðarbygging- arsvæði þeirra í átt að og nær Kefla- víkurflugvelli. Yfirleitt er byggð fljót að myndast í kringum flugvelli sem hafa verið byggðir vel utan byggðar í upphafi, má þar t.d. nefna Kastrup, Kennedy, Schiphol, Heathrow o.fl. o.fl. Í ljósi þessara staðreynda var fyrir nokkrum árum byggður flugvöllur í miðri London, London City Airport, sem er með brattara aðflugi en geng- ur og gerist. Hefur þessi flugvöllur reynst það vel að uppi eru hugmyndir um að stækka hann. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið í Vatnsmýrinni síðan árið 1919 og var hann þá langt fyrir utan alla byggð í Reykjavík. Í yfirliti Rannsóknar- nefndar flugslysa má sjá að aðeins einu sinni hefur orðið mannskaði á jörðu niðri sem rekja má til flugum- ferðar og það var árið 1920 er barn hljóp fyrir fyrstu flugvél sem flaug á Íslandi í flugtaksbruni. Hvað varðar flugvallar- og bygg- ingarsvæði á uppfyllingum út í sjó þá myndi ég skilja þær hugmyndir ef ég byggi í Hong Kong eða Hollandi, en Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og því landrými nóg. Í framhaldi af því má minna á hvernig byggingar á slíkum svæðum verða úti í jarðskjálft- um og er rétt að minna á Marina- svæðið í Los Angeles. Að mínu áliti er flugvöllurinn best- ur þar sem hann er hvað varðar veð- urfar, og þjónustugildi hans við þá sem hann nota, ekki síst vegna ná- lægðar við sjúkrahús og ríkisstofnan- ir. Reykjavík er höfuðborg landsins hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og sem slík hefur hún þjón- ustuskyldum að gegna við alla lands- menn. Flugvöllur í Hvassahrauni Jakob Ólafsson Flugöryggi Flugvöllurinn er bestur þar sem hann er, segir Jakob Ólafsson,hvað varðar veðurfar. Höfundur er þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. J ohn finnst hinir nýju sambýlingar sínir falskir og óheiðarlegir, Jill seg- ir allt of mikið talað um hve upptekin hún sé af kynlífi en Önju þykir Jill kalla um- talið yfir sig. Søren er til í næstum hvað sem er til þess að vinna. Þetta eru hinir nýju heimilisvinir Dana, hópur fólks sem hefur fallist á að láta loka sig inni í húsi í 100 daga og láta taka hverja hreyfingu og hvert orð upp. Hápunktar inniver- unnar eru svo sýndir í sjónvarpinu nokkrum sinnum á dag undir heit- inu Stóribróðir. Gamanið hefur staðið í hálfa aðra viku. Um hálf milljón manna settist fyrir framan skjáinn til að fylgjast með því er tíumenningarnir kvöddu kærustur og kærasta og fluttu inn til Stórabróður fyrir ellefu dögum. Þótt margir kjósi að fylgjast með beinni útsendingu á Netinu í von um að sjá stöku sinnum í bert hold og menn gjói öðru auganu á þættina þegar skipt er á milli rása hefur áhorfendunum fækkað og áhuginn dofnað. Ástæðan? Leiðindi. Nýj- ungin sem sett hefur allt á annan endann í Evrópu, raunveruleika- sjónvarpið, dugir ekki til þess að halda athygli manna. Þegar gægjuþörfinni hefur verið fullnægt kemur í ljós að líf annarra er jafn- óáhugavert og manns eigið. Hvað er enda áhugavert við að fylgjast með hópi fólks, flestu á aldrinum 20–25 ára, hanga í að- gerðarleysi í 100 daga, fara í bað, hanga á snyrtingunni, reyna sig við matseld, rífast um hver eigi að vaska upp, fara á fyllerí, ræða hvaða strákar/stelpur séu sæt- astir/sætastar og skríða svo upp í rúm í herbergjum sem minna á skála á heimavist? Samræðurnar eru langar og innihaldslausar og orðið sem heyrist oftast er „ég“. Það segir hins vegar mest lítið um fólkið, sjónvarpsáhorfandinn hlýt- ur að velta því fyrir sér hversu raunverulegar persónurnar eru sem þvælast um skjáinn, án nokk- urs sýnilegs erindis. Eina mark- mið húsgestanna er að vera sem lengst inni í húsinu, í hverri viku greiða áhorfendur atkvæði um einn þátttakenda sem á að yfirgefa húsið og verður þar með af mögu- leikanum á að vinna sér inn sem svarar til 5 milljóna ísl. kr. Þeir standa því frammi fyrir því erfiða verkefni að heilla áhorfendur, falla í kramið hjá sambýlingunum og draga um leið það versta fram í fari annarra svo að þeir verði send- ir heim. Er nema von að John hafi kvart- að yfir að hann teldi sambýlinga sína flögð undir fögru skinni? Hann bætti því reyndar við að það hefði orðið til þess að hann hefði lagt heiðarleikann á hilluna enda ljóst að hann kæmist ekki langt á honum einum saman. Þetta kom allt í ljós er John brá sér í skrifta- stólinn, herbergi þar sem íbúarnir geta létt á hjarta sínu við sjón- varpsvélina án þess að hinir heyri. Spennan er farin að aukast. Þátttakendur eiga að tilnefna tvo sem áhorfendur kjósa svo um hvor yfirgefi húsið. Þeir gera sér grein fyrir að til þess að eiga möguleika á að vinna milljónirnar fimm verð- ur meira að koma til en almenni- legheitin. Jill var fljót að átta sig á því að skapa sér sérstöðu og lýsti því yfir að hún kynni að taka með sér kynlífsleikfang. Hún lagði ekki í það en getur nú þerrað tárin því henni hafa borist tvö eintök eftir dularfullum leiðum og hún sveiflar þeim nú í tíma og ótíma og hrópar, vei, nú á ég tvö. Það dimmir yfir svip sambýliskvenna hennar í hvert sinn. Kannski af því að þær vita sem er að kynlíf er það sem áhorfend- urnir vonast til þess að fá að sjá og að Jill hefur náð forskoti. Um 2.000 manns sóttu um að komast í þátt- inn og þurftu þá meðal annars að svara spurningunni hvort þeir teldu að kynlíf yrði að vera ein- skorðað við maka/kærasta eður ei. Umræðurnar í húsinu snúast oft um kynlíf, álíka innihaldsríkar og umræður drukkinna ungmenna í partíi eftir ball. Danskur blaðamaður líkti þátt- unum fyrir skemmstu við forleik án enda. Forleik þar sem áhorf- endur væru dregnir á asnaeyr- unum í von um að sjá raunverulegt fólk hafa kynmök. Nokkuð sem er hægara sagt en gert í húsi þar sem engum dyrum er hægt að læsa og allt er sýnilegt öllum. Svona heldur lífið hjá Stóra- bróður áfram, fyrir utan húsið mæta sálfræðingar og sérfræð- ingar í áhrifum einangrunar á mannskepnuna í umræðuþætti þar sem fjallað er um andlegt ástand þátttakenda. Reyndar er fullyrt á heimasíðu hatursmanna Stóra- bróður að fjöldi þátttakenda í Stórabróður erlendis hafi átt við andlega erfiðleika að stríða í kjöl- far þáttanna. Lítil ástæða er til þess að efast um það, að minnsta kosti er ljóst að þátttaka kallar ekki það besta fram í fólki. Inn- byrðis deilur magnast, þátttak- endur fara á bak við hverjir aðra. Ólíkt fyrri raunveruleikaþáttum þar sem þátttakendur urðu að treysta hver á annan til þess að komast af snýst veran í húsinu að- eins um að koma öðrum þátttak- endum út með einhverju móti. Og slá í gegn án þess að hafa nokkuð fram að færa. Verða frægur fyrir ekki neitt. Komast í næsta þátt, stjórna spurningaleikjum, kenna leikfimi, verða leikari. Nær allir þátttakendur Stórabróður segja ástæðu þátttökunnar vera óskina um að verða frægur – og ríkur. Raunveruleikinn er hins vegar það sem dregur áhorfandann að skján- um en hann hlýtur engu síður að spyrja sjálfan sig hvort raunveru- leikasjónvarpið standi undir nafni eða hvort það sem fyrir augu ber sé bara miðlungsframmistaða áhugaleikara, fólks sem gerir það sem ætlast er til af því? John virð- ist hafa gert sér grein fyrir þessu en ákvað eigi að síður að halda áfram leiknum. Enda veit hann sem er að til þess að stjórna barna- sjónvarpsþáttum nú til dags verða menn að vera reiðubúnir að leggja næstum því hvað sem er á sig. Nema kynlíf fyrir opnum tjöldum, segir hann, það gæti nefnilega far- ið fyrir brjóstið á foreldrum yngstu áhorfendanna. Á gægjum með Stóra- bróður Stendur raunveruleikasjónvarpið undir nafni eða eru þátttakendurnir einungis miðlungi góðir áhugaleikarar sem vilja verða frægir fyrir ekki neitt? VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.