Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF
44 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 9. febr-
úar kl. 20. verður byltingarmessa
ungs fólks í Dómkirkjunni. Nú vill
kirkjan gefa ungu fólki tækifæri til
að umbylta og flytja messu eftir
sínum tónlistarsmekk og með sínu
orðfæri. Þar sem þetta ágæta unga
fólk er arftakar í kirkjunni verður
rödd þess að fá að hljóma og full-
orðna fólkið verður að kunna að
hlusta.
Í byltingarmessunni á föstu-
dagskvöldið mun hljómsveitin God-
speed spila, en það er ung og fersk
hljómsveit sem flytur fagnaðarer-
indið á kröftugan hátt. Hinn frá-
bæri söngvari Páll Rósinkrans
syngur, en Óskar Einarsson sér
um undirleik. Tónelskir unglingar
úr KSS leiða almennan söng. Tveir
ungir menn úr KSS flytja sam-
talspredikun um karlmenn og til-
finningar.
Prestarnir Jóna Hrönn Bolla-
dóttir, Yrsa Þórðardóttir og Jakob
Ágúst Hjálmarsson þjóna ásamt
unga fólkinu.
Við hvetjum fólk til að leggja
leið sína í Dómkirkjuna á föstu-
dagskvöldið. Og hvernig væri nú ef
unglingarnir drægju „gamla sett-
ið“ frá sjónvarpinu og byðu því til
kirkju þar sem ungt fólk setur
sterkan svip á helgihaldið. Að
messunni standa Hallgríms-, Nes-
og Dómkirkja ásamt miðborgar-
starfi KFUM/K, ÆSKR og KSS.
Þetta er helgihald þar sem öll fjöl-
skyldan getur sameinast og notið
samfélagsins við Drottin og hvert
annað. Eftir messuna er fólki boð-
ið í messukaffi yfir í Loftsstofuna í
Austurstræti 20.
Láttu sjá þig!
Áskirkja Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14–17. Söngstund kl.
14–15. Kaffispjall. Biblíulestur kl.
20. Fjallað verður um bréf Páls
postula.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla
aldurshópa í safnaðarheimilinu kl.
14–16.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur
málsverður í safnaðarheimili að
stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn,
opið hús kl. 10. Stúlknakór kl. 16.
Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl.
21. Þangað sækir maður frið og
kyrrð, staldrar við í asa lífsins,
tekur andartak frá til þess að eiga
stund með Guði. Lifandi ljós og
reykelsi bjóða mann velkomin.
Tónlistin fallin til að leiða mann í
íhugun og bæn. Allir velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgnar kl. 10–12. Fræðsla:
Afbrýði eldri barna, Sigríður Jó-
hannesdóttir hjúkrunarfræðingur.
Svala djákni les fyrir eldri börnin.
Söngstund með Jóni Stefánssyni
organista. Langholtskirkja er opin
til hljóðrar bænagjörðar í hádeg-
inu.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Tónlist, bæn og létt-
ur málsverður. Fræðslukvöld kl.
20 haldið í Langholtskirkju fyrir
foreldra fermingarbarna í Ás-,
Grensás-, Langholts- og Laugar-
neskirkju. Yfirskrift: Sjálfsvitund
unglingsins. Jón Loftsson sálfræð-
ingur og sr. Bjarni Karlsson tala.
Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes-
og Dómkirkju kl. 20 í safnaðar-
heimili Neskirkju.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9–
10 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. TTT-starf 10–12
ára í Ártúnsskóla kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
unn föstudag kl. 10–12.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl.
11. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl.
18. Alfa-námskeið kl. 19.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11–12 ára drengi kl. 17–18.
Grafarvogskirkja. Foreldra-
morgnar kl. 10–12. Fræðandi og
skemmtilegar samverustundir,
heyrum guðs orð og syngjum með
börnunum. Kaffisopi og spjall, allt-
af brauð og djús fyrir börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 14.30–17 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar-
og bænastund í dag kl. 17. Fyr-
irbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára
stráka kl. 17 í umsjá KFUM.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir ung börn og foreldra þeirra kl.
10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi.
Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Von-
arhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–
12 ára krakka kl. 17–18.30.
Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag
Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30–
20.30. Unglingar hvattir til þátt-
töku. Umræðu og leshópur,
fræðslustarf fyrir alla í Bræðra-
stofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 22. Koma
má bænarefnum til presta og
starfsfólks safnaðarins. Allir vel-
komnir.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10 foreldramorgunn í safnaðar-
heimilinu. Kl. 17.30 TTT-starfið
10–12 ára krakka.
Keflavíkurkirkja. Fermingarund-
irbúningur kl. 14.50–16.15 í
Kirkjulundi.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrir-
bænasamvera í dag kl. 18.30. Fyr-
irbænaefnum er hægt að koma
áleiðis fyrir hádegi virka daga milli
kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Bibl-
íulestrar kl. 20 í umsjá Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og
sorgmæddum.
Byltingar-
messa ungs
fólks í mið-
borginni
Safnaðarstarf
Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík
Sængurverasett
úr
egypskri bómull m
eð
satínáferð
Póstsendum