Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 9. febr- úar kl. 20. verður byltingarmessa ungs fólks í Dómkirkjunni. Nú vill kirkjan gefa ungu fólki tækifæri til að umbylta og flytja messu eftir sínum tónlistarsmekk og með sínu orðfæri. Þar sem þetta ágæta unga fólk er arftakar í kirkjunni verður rödd þess að fá að hljóma og full- orðna fólkið verður að kunna að hlusta. Í byltingarmessunni á föstu- dagskvöldið mun hljómsveitin God- speed spila, en það er ung og fersk hljómsveit sem flytur fagnaðarer- indið á kröftugan hátt. Hinn frá- bæri söngvari Páll Rósinkrans syngur, en Óskar Einarsson sér um undirleik. Tónelskir unglingar úr KSS leiða almennan söng. Tveir ungir menn úr KSS flytja sam- talspredikun um karlmenn og til- finningar. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir, Yrsa Þórðardóttir og Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna ásamt unga fólkinu. Við hvetjum fólk til að leggja leið sína í Dómkirkjuna á föstu- dagskvöldið. Og hvernig væri nú ef unglingarnir drægju „gamla sett- ið“ frá sjónvarpinu og byðu því til kirkju þar sem ungt fólk setur sterkan svip á helgihaldið. Að messunni standa Hallgríms-, Nes- og Dómkirkja ásamt miðborgar- starfi KFUM/K, ÆSKR og KSS. Þetta er helgihald þar sem öll fjöl- skyldan getur sameinast og notið samfélagsins við Drottin og hvert annað. Eftir messuna er fólki boð- ið í messukaffi yfir í Loftsstofuna í Austurstræti 20. Láttu sjá þig! Áskirkja Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15. Kaffispjall. Biblíulestur kl. 20. Fjallað verður um bréf Páls postula. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn, opið hús kl. 10. Stúlknakór kl. 16. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkomin. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgnar kl. 10–12. Fræðsla: Afbrýði eldri barna, Sigríður Jó- hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söngstund með Jóni Stefánssyni organista. Langholtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeg- inu. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Tónlist, bæn og létt- ur málsverður. Fræðslukvöld kl. 20 haldið í Langholtskirkju fyrir foreldra fermingarbarna í Ás-, Grensás-, Langholts- og Laugar- neskirkju. Yfirskrift: Sjálfsvitund unglingsins. Jón Loftsson sálfræð- ingur og sr. Bjarni Karlsson tala. Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðar- heimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Alfa-námskeið kl. 19. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, allt- af brauð og djús fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9– 12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30– 20.30. Unglingar hvattir til þátt- töku. Umræðu og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðra- stofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir vel- komnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn í safnaðar- heimilinu. Kl. 17.30 TTT-starfið 10–12 ára krakka. Keflavíkurkirkja. Fermingarund- irbúningur kl. 14.50–16.15 í Kirkjulundi. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrir- bænasamvera í dag kl. 18.30. Fyr- irbænaefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Bibl- íulestrar kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Byltingar- messa ungs fólks í mið- borginni Safnaðarstarf Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík Sængurverasett úr egypskri bómull m eð satínáferð Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.