Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 47

Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 47 ✝ Sigrún Sigurðar-dóttir fæddist í Syðri-Gróf í Villinga- holtshreppi í Árnes- sýslu 1. október 1897. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 2. þessa mánaðar. For- eldrar hennar voru Sigurður Magnússon, bóndi og kirkjusmið- ur, f. 29. júní 1870, d. 14. október 1935 og Hólmfríður Þ. R. Gísladóttir, f. 31. júlí 1876, d. 9. desember 1949. Þau fluttust frá Syðri-Gróf um aldamótin að Miklaholtshelli í Hraungerðis- hreppi og bjuggu þar til 1920 er þau fluttu að Móhúsum á Stokks- eyri og síðar á Eyrarbakka. Systk- ini Sigrúnar voru Margrét, f. 1898; Magnea, f. 1901; Guðríður, f. 1903; Gíslína, f. 1905; Ingibjörg, f. 1906; Sveinbjörn, f. 1907; Ingvar, f. 1910; Magnús, f. 1914; Egill, f. 1915 og Ármann, f. 1921, auk drengs sem dó skömmu eftir fæð- ingu. Sigrún fór ung að vinna fyrir sér, var meðal ann- ars um tíma í vist hjá prestinum í Hraun- gerði. Eftir að hún fluttist til Reykjavík- ur vann hún heimilis- störf og var í fisk- vinnu. Eiginmaður hennar var Helgi Bjarnason, bifreiða- stjóri, f. 14. septem- ber 1905, d. 2. janúar 2000. Þau skildu. Hófu búskap á Kára- stíg 2 og bjuggu síð- an á Skarphéðins- götu 18. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, garðyrkjubóndi, f. 23. júní 1928, eiginkona Lea Krist- ín Þórhallsdóttir, f. 18. júlí 1932 og eru börn þeirra Helgi, Steinunn, Þórhallur og Sigrún. 2) Júlíana S. Helgadóttir, verslunarmaður, f. 31. júlí 1936, eiginmaður Halldór Hallfreðsson, vélstjóri, f. 7. janúar 1940, d. 29. ágúst 1973 og er sonur þeirra Hallfreður Helgi. Barna- barnabörnin eru ellefu. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Sig- rún Sigurðardóttir, lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 2. þessa mán- aðar. Hvíldin var henni kærkomin enda búin að lifa í rúm 103 ár og líkaminn farinn að gefa sig. Sigrún var elst ellefu systkina og síðust til að kveðja þetta jarðlíf. Hann var stór systkinahópurinn í Miklaholtshelli og samheldinn. Einkum höfðu þær systurnar mik- ið samband enda flestar búsettar í Reykjavík. Sigrún var mjög heilsteypt og vönduð kona, trygglynd en hlé- dræg. Hún var af þeirri kynslóð sem ekki gerði kröfur fyrir sig en var alltaf tilbúin að fórna sér fyrir aðra. Þegar ég kynntist Sigrúnu fyrst var hún ráðskona á sumrin hér á Laugalandi. Mötuneytið var í gömlum hermannabragga við garðyrkjustöðina. Þar var lang- borð og bekkir beggja vegna, þétt setnir af vinnufólki og ekki var færra um helgar því þá var oft gestkvæmt. Nútíma þægindi voru engin. Aðeins ljósamótor. En alltaf var nóg heitt vatn og brauðin bök- uð í hvernum. Þarna stóð Sigrún við kolaeldavélina og eldaði, alltaf var tvíréttaður matur kvölds og morgna. Ekki nóg með að mikið hafi verið að gera heldur var vinnudagurinn langur. Dagarnir hófust með morgunverði og þeim lauk með kvöldhressingu klukkan tíu. Sigrún var mjög myndarleg í öllum sínum verkum. Heimili hennar á Skarphéðins- götunni stóð okkur opið. Einnig var hún alltaf tilbúin að gæta barna okkar þegar þau voru ung og nokkrum sinnum kom hún hingað og tók að sér heimilið þeg- ar við þurftum að bregða okkur af bæ. Eftir að Júlíana dóttir Sigrúnar lenti í flugslysi aðeins nítján ára gömul var umhyggjan fyrir henni í fyrirrúmi. Hún fór í hverjum heimsóknartíma á Landspítalann og hjálpaði dóttur sinni að takast á við síendurteknar læknisaðgerðir. Ég er sannfærð um að það var fyr- ir snilli Snorra Hallgrímssonar og aðstoðarlækna hans, jákvæðni og styrk Júlíönu og stuðning og ein- staka umönnun móður hennar sem hún náði ótrúlegum bata. Júlíana hefur endurgoldið móð- ur sinni umhyggjuna. Samband þeirra var mjög náið. Júlíana heimsótti hana nær daglega á Skjól í þau tólf ár sem hún var þar. Sigrún naut mjög góðrar umönnunar á Skjóli og ber að þakka það. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og alla hennar hjálp og umhyggju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lea Kristín Þórhallsdóttir. Við systkinin frá Laugalandi vorum svo lánsöm að eiga góða afa og ömmur í Reykjavík þegar við vorum að alast upp. Nú er Sigrún amma látin, síðust úr þessum hópi. Hún varð 103 ára og er því ein þeirra fáu sem lifað hafa alla tutt- ugustu öldina og kynnst lífinu á þremur öldum. Við vorum öll hjá ömmu á Skarphéðinsgötunni þegar við vor- um í skólum eða dvöldum af ein- hverjum öðrum ástæðum í Reykja- vík um lengri eða skemmri tíma. Hún hugsaði vel um okkur og kannski má segja að hún hafi dekrað okkur úr hófi fram. Amma var þeirrar gerðar að hún hugsaði ekki mikið um sjálfa sig en gat gefið öðrum þeim mun meira. Börn hennar og fjölskyldur þeirra voru henni lífið sjálft. Miðstöð fjölskyldunnar var hjá Sigrúnu ömmu á Skarphéðins- götunni. Þar hittust ættingjarnir, gjarnan yfir heimsins bestu kjöt- súpu eða öðrum kjarngóðum ís- lenskum mat. Ákveðinn gesta- gangur fylgdi barnabörnunum og til ömmu komu einnig oft systur hennar, skemmtilegar konur sem bjuggu í nágrenninu, enda héldu þær ávallt góðu sambandi. Þá var íbúð hennar stundum eins og vöruflutningamiðstöð því þangað var komið með vörur sem fara áttu í sveitina og tómatarnir höfðu þar stundum viðkomu á leiðinni á markaðinn. Því var oft mikið um að vera á heimilinu. Amma hélt alltaf ró sinni, sama á hverju gekk. Og lífið var í föst- um skorðum hjá henni, ekki var mikið farið út úr Norðurmýrinni og hún sá alltaf til þess að ung- lingarnir hefðu næði til að lesa undir skólann. Hún hafði góða kímnigáfu og var fundvís á lítil atvik úr daglega lífinu sem henda mátti gaman að. Það hefur sjálfsagt verið hennar brynja því þótt amma bæri ekki tilfinningar sínar á torg vitum við að hún hafði átt erfiða daga og að undir hlédrægu viðmóti bærðust ríkar tilfinningar. Þessum góða eiginleika, kímnigáfunni, hélt hún fram á síðustu ár. Við systkinin minnumst ömmu okkar með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Sigrún, Þórhallur, Stein- unn og Helgi. Elsku amma mín, loksins hefur þú fundið friðinn, hina hinstu hvíld. Minningarnar streyma fram í huga mínum og það eru allt skemmtilegar minningar. Skemmtilegustu minningarnar eru þær þegar þú bjóst á Skarpó, eins og maður var vanur að kalla það, og maður kom annað hvort í heim- sóknir eða í pössun en þú varst nú vön að passa mig. Ég man að þeg- ar við fórum í göngutúra, oft út á Klambratún, var gjarnan komið við í Bjössabúð og keypt malt í gleri og eitthvert góðgæti með. Og hvað maður vandist við að setjast alltaf upp á ísskápinn þinn bíðandi eftir að mamma kæmi að sækja mig. Síðan fluttir þú frá Skarpó, heim til okkar og við hugsuðum um þig. Hvað gat verið skemmti- legra en að hafa ömmu sína heima hjá sér, og ég mun alltaf sakna þess að koma ekki lengur í heim- sókn eða pössun á Skarpó. Loks fluttir þú á hjúkrunarheimilið Skjól og auðvitað var það mikil eftirsjá að hafa þig ekki lengur heima. Þú fluttir nú ekki langt í burtu, það var svo gott að hafa þig í nálægð okkar. Sérstaklega á meðan þú hafðir heilsu. Það var gaman að fá þig í heimókn yfir jól- in og við ýmis önnur tækifæri. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur heimsótt þig og tekið utan um þig og sagt hvað mér þykir vænt um þig, komið með lang- ömmubarnið, dóttur mína, þennan litla sólargeisla í lífi okkar, hana nöfnu þína. Þú varst svo hrifin af henni, það var yndislegt að sjá hvað hún gaf þér mikla ánægju í lífinu, og þú ljómaðir öll af gleði þegar þú sást hana. Elsku amma, ég mun alltaf sakna þín á öllum stundum, en ég veit að þú munt verða með okkur um ókomna framtíð. Takk, elsku amma, fyrir allar okkar góðu stundir. Guð geymi sál þína. Þinn Hallfreður Helgi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín nafna, Júlíana Sigrún. SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Heima á Akureyri í bernsku minni voru tvenn jól. Það voru þau sem allir héldu eins og venjan bauð og önnur í byrjun febrúar sem ég hlakkaði ekkert minna til. Það voru afmælisdagar þeirra feðga, Ingimundar söng- stjóra og Magnúsar sonar hans sem hér er kvaddur síðbúinni kveðju. Við Magnús, eða Maggi eins og hann var kallaður, vorum jafnaldr- ar og systkinasynir. Allt frá því að ég man fyrst eftir og fram yfir fermingu vorum við eins og fóstbræður, lékum okkur saman, sátum hlið við hlið í skóla og vissum varla hvar hvor okkar átti heima, svo náið var sambandið milli heimila okkar. Ýmislegt var brallað á þeim árum og kannski ekki allt par fínt. Þótt Maggi væri eldri í árinu héldu margir að því færi öfugt farið, enda var frum- kvæðið mín megin víst síst minna í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Maggi var síkátur og stríðinn, en styttra í kvikuna hjá honum en mér, og væri einhverra hluta vegna sett ofan í við okkur átti hann erfiðara með það en ég að setja upp sakleysissvip og láta sem ekkert væri. Öðru var þó nær en við værum einhverjir óknytta- strákar, enda gættu foreldrar okk- ar þess að ekki væri farið yfir strikið. Ekki má gleyma því að báðir vorum við sendir í sveit vest- ur í Skagafjörð, eins og þá var al- gengt, og þó að við værum ekki á sama bæ var stutt á milli og fá tækifæri til að hittast látin ónotuð. MAGNÚS INGIMUNDARSON ✝ Magnús Ingi-mundarson fæddist á Grenivík 8. febrúar 1923. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 6. desem- ber. Ingimundarhúsið í Oddeyrargötu 36 var um margt til fyrir- myndar. Þar var söngur og gleði í há- vegum haft, en heim- ilið laut þó styrkri stjórn Guðrúnar föð- ursystur minnar sem lét sig ekkert muna um að ganga mér í móðurstað líka bæri eitthvað út af í lífi eða leik. Í mínum augum var Maggi flestum öðrum fremri og engin orð fá lýst því hve vænt mér þótti um hann. Fljótt eftir fermingu varð vík milli vina. Ég hélt áfram í MA, en Maggi fór snemma að heiman og settist í Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík. Þar lauk hann námi og síðar háskólaprófi í viðskiptafræð- um í Bandaríkjunum. Að því er ég best veit kynntist hann konuefni sínu, Kristjönu Eggertsdóttur Kristjánssonar stórkaupmanns, meðan hann var í Verzlunarskól- anum. Þau kynni urðu honum mik- ið gæfuspor sem í fyllingu tímans leiddi til hjúskapar. Fáum konum hef ég kynnst sem meira var í spunnið en Kristjönu. Þeim Magn- úsi varð fjögurra barna auðið sem upp komust. Maggi var lengst af forstjóri Kexverksmiðjunnar Fróns hf. Hann var hörkuduglegur og lét aldrei deigan síga þótt stundum blési á móti. Starfs hans vegna hlýtur iðulega að hafa komið sér vel hve glöggur og minnugur hann var á tölur og talnadálka meðan heilsan entist. Samband okkar frænda var slitr- ótt á fullorðinsárum, en við fylgd- umst þó, að ég held, alltaf hvor með öðrum. Síðustu ár Magga voru honum erfið, en styrk hönd hans góðu konu létti honum lífið. Ég kveð gamlan og góðan vin og votta ástvinum hans samúð. Björn Bjarman. ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð. og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Dav. Stef.) Við lofum að passa Sibbu ömmu. Hvíl í friði, elsku langafi. Þín Elísabet Ósk og Alex Tristan. Þeir hverfa af sviðinu hver af öðrum félagarnir tryggu og trú- föstu sem reyndust mér bezt, þegar ég var að byrja að feta mín þing- mannsspor. Gunnþór er sá þriðji sem kveður á örstuttum tíma, áður eru þeir gengnir Ólafur Eyjólfsson og Kristján Stefánsson. Það sækir söknuður heim hugans borg þegar vinur minn Gunnþór er kvaddur. Hann var einn af þessum traustu alþýðumönnum, sem hvergi hvik- uðu og mynduðu þá rösku sveit sem alltaf var hægt að reiða sig á á Fáskrúðsfirði. Það var hlýtt brosið hans Gunnþórs og hláturinn bjart- ur og handtakið hans fól í sér þessa hlýju og tryggð sem er svo mikils virði þeim sem þurfa að sækja fylgi sitt beint og umbúðalaust til fólks- ins sjálfs. Strax á kennaraárum mínum á Fáskrúðsfirði fékk ég að kynnast þessum röskleikamanni mikillar vinnusemi og hugþekk börn hans birtu mér mynd af góðu heimili alúðar og hjartahlýju. Son- ur þeirra hjóna, sem þá var nem- andi minn og varð mér þá og síðar einkar kær vinur, lézt langt um aldur fram og varð öllum harm- dauði. Sá harmur mun hafa gengið Gunnþóri mínum nærri, því hann var næmur og viðkvæmur, þó alla- jafna sýndi hann á sér hlið glettn- innar. Hann Gunnþór gat kveðið fast að orði, ef honum þótti svo hæfa og glöggt man ég skörp orða- skipti okkar í máli sem hvor hafði sína sýn til, en þegar kvaðzt var á eftir var það vináttan og sameig- inleg heildarsýn til samfélagsmála sem völdin tók og spaugsyrðin flugu á milli í fullri eindrægni. Hann var glöggur á öll veðrabrigði í pólitíkinni og gott að eiga við hann tal um viðbrögð, því hollustu trúnaðarins mátti treysta. Gunnþór var verkmaður góður og kunni því bezt að taka rösklega til hendi við hvað sem fengizt var. Hann þótti gott að hafa í verkliði hverju. Lífslán hans mest var að eiga svo vel gerðan lífsförunaut sem hana Sigurbjörgu og börnin þeirra báru sínu hlýja og góða heimili hið bezta vitni. Gunnþór hafði lengi barizt við veikindi, því að þó hjartalagið væri gott, var hjarta hans veilt. Fjarri honum var þó allt víl, sárveikur gjörði hann að gamni sínu sem fyrr, þegar við hitt- umst síðast og kveðjuhandtakið hlýtt sem ætíð áður. Aðeins iðrar mig þess nú að hafa ekki heimsótt hann hér syðra og fengið að eiga með honum ánægju- og upprifj- unarstund, en nú er það of seint. Við Hanna sendum Sigurbjörgu og börnunum okkar einlægustu sam- úðarkveðjur á þessari saknaðar- stund. Samvizkusamur og dreng- lundaður vinur er kært kvaddur með einlægri þökk fyrir góða og gjöfula samfylgd. Megi góðir verndarenglar fylgja honum á veg inn á eilífðarlendur. Blessuð sé hugumkær minning Gunnþórs Guð- jónssonar. Helgi Seljan. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.