Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ísól Karlsdóttirfæddist í Garði í Ólafsfirði 17. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Rögnvalds- dóttir, f. 11.2. 1889, d. 15.7. 1958 og Karl Guðvarðarson, f. 20.9. 1887, d. 24.3. 1967. Systkini Ísólar eru: Aðalheiður, f. 1914, d. 1996; Óskar, f. 1915, d. 1998; Kristinn, f. 1919, d. 1992; Fjólmundur, f. 1922, d. 1989 og eftirlifandi systur: Guðlaug Rósa, f. 1925 og Ragna Kristín, f. 1928. Ísól ólst upp ásamt systkin- um sínum í Garði, en þar bjuggu foreldrar hennar alla sína búskap- artíð. Þar dvaldist einnig mikið Þórir Bogi Guðjónsson sem verið hefur sem einn af systkinunum alla tíð frá því. Árið 1941 giftist Ísól fyrri manni sínum Karli Sigtryggi Sigtryggs- syni, frá Hrísey. Börn þeirra eru: 1.) Karl Sigtryggur, f. 1941, bú- settur í Reykjavík, kona hans er Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir. Fyrri kona Karls er Þóra Benediktsdótt- ir og eru börn þeirra: Einar Þór, f. 1966, kona hans er Sigurlína Val- garð Ingvarsdóttir, Ísól Björk, f. 1972. Dóttir Guðbjargar og upp- eldisdóttir Karls er Kristbjörg Sig- urðardóttir, f. 1974, hennar maður er Kristens Guðfinnsson. Barna- börnin eru tvö. 2.) Óskar Þór, f. 1944, búsettur í Reykjavík, kona Pétursson, f. 1978 Barnabörnin er þrjú. 6.) Stefanía María (Stella), f. 1954, búsett í Reykjavík, maður hennar er Heimir Sæberg Lofts- son. Börn þeirra eru: Álfheiður Björk, f. 1983 og Bjarki Reyr, f. 1988. Fyrir átti Stella tvö börn úr fyrra hjónabandi: Ívar Smára Reynisson, f. 1973, kona hans er Anna Björg Kristjánsdóttir, og Jó- hönnu Lúvísu Reynisdóttur, f. 1978. Barnabörnin eru tvö. Árið 1951 keyptu Ísól og Sigurð- ur eyðijörðina Hólkot í Ólafsfirði og byggðu hana upp sem nýbýli frá grunni af miklum dugnaði en knöppum efnum. Þar bjuggu þau til ársins 1984 er þau fluttu að Að- algötu 50 í Ólafsfjarðarbæ. Ísól gekk í barnaskóla í Ólafs- firði en stundaði síðar nám í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1937–38 í fyrsta árgangi skólans. Ísól var vel hag- mælt og ritfær. Eftir hana hafa verið gefnar út þrjár bækur: skáldsögurnar Forlagaflækja, 1983, Sigrún, 1984 og síðan bókin „Vakna þú sem sefur“, 1986, sem innheldur hugvekjur og trúarleg ljóð. Auk þess liggur eftir hana mikið af óbirtu efni bæði skáld- söguhandrit, ljóð, hugvekjur og endurminningar. Ísól var trúheit kona. Hún gekk í hvítasunnusöfn- uðinn á 6. áratugnum og starfaði þar af miklum áhuga meðan hún gat, var m.a. frumkvöðull að stofn- un trúarsafnaðar hvítasunnu- manna í Ólafsfirði. Þá var hún mikil hannyrðakona, saumaði, prjónaði og heklaði, allt þar til henni urðu þau verk ófær sökum erfiðra veikinda sem hún átti við að stríða sín síðustu æviár. Dvald- ist hún þá í dvalarheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði. Útför Ísólar fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. hans er Ásgerður Tryggvadóttir. Fyrri kona Óskars er Ragn- heiður Ingunn Magn- úsdóttir og eru börn þeirra: Anna Bryndís, f. 1971 og Birgir Karl, f. 1980. Dóttir Ragn- heiðar og uppeldis- dóttir Óskars er Krist- ín Stefánsdóttir, f. 1967, maður hennar er Ólafur Ingþórsson. Börn Ásgerðar og stjúpbörn Óskars eru: Gunnar Þór Sveins- son, f. 1967 og Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir f. 1974. Áð- ur hafði Óskar eignast son, Vil- mund, f. 1965 og er móðir hans Katla Þórðardóttir. Kona Vil- mundar er Margaret Roberta Martin. Barnabörnin eru fimm. 3) Álfheiður Björk, f. 1946, búsett á Akureyri, maður hennar er Bene- dikt Kristjánsson. Fyrri maður Álfheiðar er Einar Benediktsson og eru börn þeirra: Rósa f. 1967, maður hennar er Snorri Olgeirs- son, Stefán, f. 1968, kona hans er Guðrún Fjóla Hermannsdóttir, Al- dís, f. 1975, maður hennar er Hannes Jarl Skaftason, Ísól Björk, f. 1979. Barnabörnin eru fimm. Hinn 13.12. 1950 giftist Ísól eft- irlifandi manni sínum, Sigurði Stefánssyni frá Grundarkoti í Héð- insfirði. Börn þeirra eru: 4.) Drengur, f. 1950, dó í frum- bernsku 5.) Fanney, f. 1951, maður hennar er Walter Voigt og eru þau búsett í Bandaríkjunum. Fyrir átti Fanney tvo syni: Sigurð Jakobs- son, f. 1970 og Guðmund Rúnar Elsku amma. Þar sem langt er á milli okkar hittum við þig síðast í ágúst síðastliðinn. Þær stundir sem við áttum saman þá eru okkur afar dýrmætar. Við komum með litlu prinsessuna okkar hana Áróru Dröfn sem þá var nýorðin 1 árs og er það í eina skiptið sem þið fenguð að hittust. Þú varst hress á þessum tíma og komst niður á Aðalgötu daglega þann tíma sem við dvöldum þar. Þú hafðir alltaf frá miklu að segja og á frásögnum þínum var ekki hægt að heyra að minnið væri neitt farið að gefa sig þrátt fyrir aldur þinn og veikindi. Frásagnarstíll þinn var af- ar sérstakur þar sem þú gast þulið upp heilu ljóðin sem þú hafðir samið um ævina og innihald þeirra sagði manni mikið um þína lífsgöngu. Þegar þú barðist við veikindi um jólin ’99 sagðist þú ekki geta farið fyrr en þú hefðir séð langömmubörn- in tvö sem þú ættir eftir að sjá og það stóðstu við. Þegar Áróra Dröfn eldist munum við sýna henni myndirnar sem við eigum frá þessari heimsókn og leyfa henni að kynnast því hver Ísól langamma var. Eftir öll þín erfiðu veikindi hefur þú loksins fengið hvíldina langþráðu og huggum við okkur við það að nú sé kvölum þínum og veikindum lokið. Takk fyrir allt, elsku amma, þín verður sárt saknað. Elsku afi, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og varðveita á þessum erfiðu tímum. Ykkar Ívar Smári, Anna Björg og Áróra Dröfn. Þegar einhver tjáir sig um móður sína má líklega segja að aldrei eigi sú speki betur við, sem segir að hverj- um þyki sinn fugl fagur. Þessi vitn- eskja breytir engu um þá vissu okk- ar, sem áttum Ísól Karlsdóttur að móður, að sá „fugl“ var sannarlega fagur, og nú er hann floginn á frísk- um vængjum inn í ríki friðarins. Móðir okkar tókst vissulega á við að- stæður sem voru ekkert frábrugðnar þeim sem þúsundir íslenskra kyn- systra hennar hafa þurft að gera, en hún var á margan hátt sérstök kona, miklum kostum búin. Lengt af ævinni var hún húsmóðir í sveit og gekk af miklum dugnaði og kappsemi í öll verk úti sem inni. Mik- ill vinnuhraði, án þess þó að það kæmi niður á verkgæðum, nema síð- ur væri, einkenndu vinnu hennar, enda voru afköstin oft með ólíkind- um. Það kemur okkur sem þekktum hana því ekki á óvart, sem við höfum traustar heimildir fyrir, að þegar hún var ung stúlka í síld á Siglufirði varð hún strax á fyrsta sumri ein af allra fljótustu síldarsöltunarstúlkum landsins. Hún var einnig mjög mikil hannyrðakona, jafnvíg hvort heldur sem hún sat við saumavél, var með prjóna í höndum eða heklunál. Við slíka iðju fékk hinn óvenjulegi vinnu- hraði hennar að njóta sín – og veitti reyndar ekki af, oft á tíðum áður fyrr. Mikið að vöxtum varð ævistarf hennar á þessu sviði áður en yfir lauk. Móðir okkar var mjög músík- ölsk og þegar hún var upp á sitt besta hafði hún yndi af því að syngja við vinnu sína, þegar hún kom því við. Gaman er nú að kalla fram í hug- ann minningu frá því þegar hún syngur með sinni skæru rödd, við störf sín í eldhúsinu eða með hann- yrðir í höndum. Þá var mamma mjög hagmælt þótt ekkert tóm gæfist til skrifta lengi framan af, sá tími gafst síðar. Mamma var skaprík og tilfinn- inganæm. Hún var með afbrigðum gestrisin og greiðvikin, þótt vart gæti hún talist aflögufær á fyrstu bú- skaparárum sínum. Hún mátti ekk- ert aumt sjá. Sem dæmi um það þá minnumst við þess að í tvö ár vorum við krakkarnir látnir færa gömlum einsetumanni daglega mjólkurflösku að heiman, á leið okkar í skólann. Sjálf átti hún sér sína framtíðar- drauma sem margir urðu því miður aldrei að veruleika. Vorið 1950 flytur móðir okkar, ásamt eftirlifandi manni sínum, Sigurði Stefánssyni, og börnum frá Siglufirði til Ólafs- fjarðar. Þau höfðu þá fest kaup á jörðinni Hólkoti, sem lengi hafði ver- ið í eyði. Mamma hafði sagt okkur frá því að í barnæsku sinni hefði hún oft fundið fyrir aðlaðandi áhrifum þegar hún leit yfir vatnið að Hólkoti og túlkaði það sem fyrirboða um það sem síðar varð. Það eitt er þó víst að harla fátt hlýtur að hafa verið aðlaðandi við að- komu þeirra að jörðinni þetta vor. Enginn húsakostur, ekkert ræktað land. Allt varð að byggja upp frá grunni, og það tókst þrátt fyrir afar knöpp efni, með miklu harðfylgi þeirra beggja. Skipti þar sköpum að hinn ungi bóndi var búinn mörgum góðum kostum, líkt og kona hans. Bæði var hann harðduglegur og af- kastamikill, auk þess sem hann var bráðhagur og gat því reist sín hús að miklu leyti með eigin höndum, sem hann gerði. Búskapurinn fyrstu árin í Hólkoti var alfarið að hætti gamla tímans. Engar vélar notaðar, aðeins „þarfasti þjónninn“, allt gras slegið með orfi og ljá og snúið og rakað með hrífum. Eins var ástatt um heimilis- störfin, allur þvottur þveginn í hönd- um á þvottabretti, enda ekkert raf- magn fyrstu árin. Það kom ekki á sveitabæina fyrr en árið 1957 þegar lína var lögð frá Skeiðsfossvirkjun í Ólafsfjörð og þá fyrst komu sjálfsögð heimilistæki í bæinn. Við eldri börnin munum því þann tíma þegar olíulampar og kolaofn gáfu birtu og yl í bæinn. Þannig voru aðstæður fólks víða í sveitum fyrir hálfri öld. Á þessum árum bættist í barna- hópinn og við urðum fimm, öll á tímabili undir fermingaraldri. Mamma hugsaði vel um hópinn sinn. Auk allra annarra verka úti sem inni prjónaði hún sjálf og saum- aði svo til allar flíkur á okkur. Allt varð að gjörnýta. Þegar eldri börnin uxu upp úr fötum sínum voru þau löguð og þeim breytt til þess að þau yngri gætu notað þau. Í þessu var mamma mjög leikin og stundum engu líkara en hún byggi til nýjar flíkur úr gömlum. Sá er hér skrifar minnist þess að þegar hann var orð- inn stálpaður breytti hún frakka sem hann var orðinn leiður á í fínustu flík, hálfsíðan yfirjakka með loðkraga. Var sú flík lengi notuð eftir þetta. Smám saman léttist síðan róður- inn. Við börnin urðum liðtækari í að hjálpa til og heyvinnuvélarnar komu sem gjörbyltu afköstum í útistörfum. Síðan flugum við úr hreiðrinu hvert af öðru, fyrst tímabundið til vinnu annars staðar og synirnir til sjós. Hrukku þá oft tár af hvörmum móð- ur á kveðjustund og falleg bænarorð hennar og blessun okkur til handa fylgdu með. Þannig er gangur lífsins. Það fór þó ekki hjá því að langir og erfiðir vinnudagar settu mark sitt á móður okkar. Hún varð snemma heilsutæp og að því kom að hún treysti sér ekki til þess að stunda bú- skap í sveit lengur. Því brugðu þau búi og fluttu í kaupstaðinn. Eftir að þangað kom gafst henni betra tóm til að sinna því hugðarefni sínu að skrifa og yrkja. Afraksturinn á því sviði er nú orðinn æði drjúgur. Ófá eru þau kvæðin hennar og vísurnar, sem hún hefur ort til vina og vanda- manna sinna í gegnum árin. Það er fjársjóður sem fyrnist ekki. Hún skrifaði einnig mikið af trúarlegum hugvekjum og orti marga sálma, því hún var heittrúuð kona, vel virk í hvítasunnusöfnuðinum. Trúin varð hennar mikilvægasta lífsakkeri, sem veitti henni mikinn styrk og gleði og létti af henni byrðum lífsins á erf- iðum stundum. Í bók hennar „Vakna þú sem sef- ur“ er örstutt ljóð eftir hana sem heitir Gleði mín. Segir það best hug hennar í einföldum orðum: Ég veit, minn Guð, þú vakir yfir mér. Ég veit ég má í öllu treysta þér. Er göngumóð ég geng um lífsins stig. Mín gleði er að elska og lofa þig. Elsku mamma. Nú hefur þú kvatt okkur, en við vitum þó að þú munt fylgja okkur áfram. Tregt er manni að tjá tilfinningar í orðum á slíkri stundu. Minningarnar um allar gleðistundirnar sem þú veittir okkur afkomendum þínum munu lifa með okkur. Ritverk þín bæði útgefin og óútgefin munu gera það líka. Hluti af því mikla starfi sem þú vannst í hannyrðum um dagana er nú undir höndum okkar, afkom- enda þinna, og bera listfengi þínu á því sviði órækt vitni. Jólagjafirnar til okkar í gegnum öll árin eru að lang- mestu leyti hlutir, sem þú bjóst til í höndunum, prjónaðir, heklaðir eða málaðir. Flíkurnar sem þú hefur prjónað á barnabörnin skipta áreið- anlega hundruðum, í óteljandi lita- samsetningum, sem þú alltaf valdir saman af mikilli smekkvísi. Allt hef- ur þetta veitt okkur mikla gleði og því syrgjum við þig nú, því að það er gleðin sem er forsenda sorgarinnar. Atvikin í lífinu höguðu því svo að við fluttum öll frá heimabyggðinni. Því urðu samverustundirnar með ykkur færri en ella, en líklega þeim mun dýrmætari. Alltaf var jafn gam- an að koma heim til ykkar. Við viss- um öll að hugur þinn var hjá okkur, hópnum þínum, sem stækkaði sífellt með árunum. Hann var þinn fjár- sjóður og við vissum að í bænum þín- um baðstu ætíð Guð að varðveita okkur öll. Við vitum að fyrirbænir þínar munu fylgja okkur áfram á lífs- göngu okkar. Sú vitneskja er okkur dýrmæt. Nú þökkum við Guði fyrir að hafa gefið okkur yndislega móður. Elsku Sigurður, við fósturbörn þín og dætur þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mömmu. Það gerðir þú líka fyrir okkur. Það fylgdi því mikið álag að styðja mömmu og styrkja í hennar erfiðu veikindum og við öll fjarverandi þar til í lokin. Þú stóðst þig eins og hetja. Guð launi þér fyrir það og styrki á sorgar- stund. Elsku mamma, við vitum að nú ertu komin þangað sem þú þráðir. Þakka þér fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði í faðmi Guðs. Óskar Þór Karlsson og systkini. Elsku amma! Ég var bara fjögurra ára þegar þið fluttuð úr Hólkoti og inn í Ólafs- fjarðarbæ. Minningarnar sem ég á frá samverustundum okkar í Hólkoti eru þó ljóslifandi í huga mér. Þú í eldhúsinu að elda góðan mat, fallegi garðurinn við húsið og veiðiferðirnar í rauða bátnum sem við pabbi fórum á út á vatnið, lifa sterkt í huga mín- um í dag. Það var alltaf tilhlökkunar- efni í langan tíma áður en við fjöl- skyldan héldum til þín og afa á Ólafsfirði. Gott veður, góður matur og bílferðir með þér og afa um ná- læga dali og bæi væru alveg nógu góð ástæða til að ferðast langa leið til að komast til ykkar. Það er þó ekki það sem mér þykir verðmætast, heldur eru það samverustundir með þér í einrúmi þar sem við spjölluðum um heima og geima. Allt sem þú sagðir mér um Guð og gömlu dagana mun ég búa að það sem eftir er. Þessum yndislegu stundum má þakka náðargáfu þinni í að segja frá. Það lýsir sér best í því að eftir þig standa ótal falleg kvæði og sálmar. Ég vildi að ég hefði fengið að eyða meiri tíma með þér. Ég veit samt að þú munt vera með okkur öllum og vernda okkur frá öllu illu. Það má með sanni segja að Guð hafi núna fengið dyggasta og besta engilinn í lið sitt. Það myndu allir segja sem hafa orðið svo heppnir að kynnast þér. Ég enda þetta með einu af ótelj- andi fallegra kvæða þinna. Drottinn þú ert mér allt, oft þó blási kalt. Finn ég minn frið í þér, friðinn sem gafstu mér. Þú ert mér alltaf hjá, alltaf því treysta má. Ævin þá endar mín upp kem í dýrð til þín. Af syndum er þvegin hrein sálar þú græddir mein. Hvíli ég í Kristi hér kraft andans gefur mér. (Ísól Karlsdóttir.) Elsku afi, ég votta þér samúð mína. Birgir Karl. ÍSÓL KARLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ísól Karlsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.