Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 53
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 53
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi frá Friðriki Þór Guðmundssyni:
„Reykjavík, 6. febrúar 2001.
Á morgun [í gær] eru liðnir 6 mánuðir eða
hálft ár frá því að hið alvarlega flugslys átti
sér stað í Skerjafirði, þegar einshreyfils
Cessna-flugvél Leiguflugs Ísleifs Ottesen
(hér eftir LÍO), TF-GTI, með 6 manns inn-
aðborðs, hrapaði í Skerjafjörðinn, með þeim
hörmulegu afleiðingum að fjórir einstakling-
ar létu strax lífið, sá fimmti lést af áverkum
sínum 1. janúar sl. og einn farþegi lifir enn,
alvarlega á sig kominn vegna áverka.
Strax eftir slysið lágu fyrir ítarlega rök-
studdar vísbendingar um klár brot á lögum
og reglugerðum og var því nokkrum dögum
eftir slysið óskað eftir opinberri lögreglu-
rannsókn þar sem rannsókn Rannsóknar-
nefndar flugslysa (hér eftir RNF) er tak-
mörkuð með lögum. Var orðið við þeirri
beiðni samdægurs. Enn eru ekki komnar
niðurstöður þessara rannsókna á slysinu,
hvorki frá RNF né frá rannsóknardeild
Lögreglustjórans í Reykjavík (hér eftir
RLR). Freistandi væri að túlka þennan
drátt niðurstaðna sem merki um ítarleg og
vönduð vinnubrögð, en því miður er ekki
hægt að slá því föstu.
Rétt er að benda á að RNF hefur sent
drög sín að lokaskýrslu til yfirferðar og at-
hugasemda til „málsaðila“, þ.e. LÍO og
Flugmálastjórnar (hér eftir FMS), sem sér
um stjórnun flugumferðar, eftirlit með flug-
rekendum, flugmönnum, viðhaldsaðilum
o.s.frv. Þessir málsaðilar hafa frest til dags-
ins í dag, 6. febrúar, til að skila athugasemd-
um áður en RNF skilar endanlegri skýrslu.
Ætla má að það verði um miðjan febrúar-
mánuð, skv. framburði Skúla Jóns Sigurð-
arsonar, rannsóknarstjóra RNF.
Rannsókn RLR ekki eins umfangs-
mikil og eðlilegt mætti telja?
Samkvæmt heimildum undirritaðs er
rannsókn RLR svo að segja lokið og virðist
svo að í raun sé aðeins verið að bíða eftir
niðurstöðu RNF. Raunar vaknar sú spurn-
ing hvort báðir rannsóknaraðilar hafi að
undanförnu verið að bíða eftir skýrslu hins.
Góðar heimildir eru fyrir því að í drögum
skýrslu RNF komi fram mikil gagnrýni á
LÍO, en hvorki á FMS eða viðhaldsaðila
LÍO, Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigur-
geirssonar (hér eftir FGVS), sem þó óum-
deilanlega tengjast eðlilegri rannsókn brot-
lendingarinnar.
Erfitt er að meta hve ítarleg rannsókn
RLR hefur verið. Fljótlega eftir að sonur
undirritaðs dó, 1. janúar sl., var skipan rétt-
argæslumanns hans (Hallvarðs Einvarðs-
sonar) afturkölluð og þar með dró úr tæki-
færum aðstandenda til að fylgjast með gangi
rannsóknarinnar. Nú er unnið að því að fá
þessari ákvörðun snúið, í góðri samvinnu við
embætti Lögreglustjóra.
Heimildir undirritaðs benda um margt til
þess að rannsókn RLR hafi ekki (enn) verið
eins umfangsmikil og eðlilegt mætti telja.
Þannig er ástæða til að ætla að enn hafi
ekki farið fram ítarleg rannsókn á viðhalds-
málum LÍO og flugvélarinnar TF-GTI. Að
ekki hafi verið rannsökuð til hlítar fortíð
vélarinnar í Bandaríkjunum, hvaða gögn
hafi verið lögð til grundvallar skráningu
hennar hér á landi í júní á síðasta ári svo og
útgáfa lofthæfiskírteinis. Það er ætlun und-
irritaðs, sem upphaflegs kæranda, að leggja
á næstu dögum fram gögn, sem undanfarið
hefur verið aflað um fortíð vélarinnar.
Umrædd gögn og aðrar upplýsingar um
forsögu flugvélarinnar TF-GTI leiða í ljós
að hún var gerð upptæk af bandarískum lög-
regluyfirvöldum í Flórída í júlí 1998 (United
States Marshals Service, Asset Seizure &
Forfeiture Program) vegna eiturlyfjamis-
ferlis (smygls?) á tíma þáverandi eiganda
vélarinnar.
Flugvélin var samkvæmt heimildum und-
irritaðs vestra í afleitu ástandi þegar Ísleif-
ur Ottesen kaupir vélina á uppboði af US
Marshals Service. Vantaði meðal annars í
hana mælaborðið og henni fylgdu ekki svo-
kallaðar log-bækur, en þær gefa upplýsingar
um viðhald flugvéla, m.a. heildargangtíma
hreyfils frá síðustu grannskoðun (time since
major overhaul) heildartíma skrokks o.s.frv.
Flugvélin var í apríl 1999 seld hæstbjóð-
anda eftir að hafa verið flutt frá Flórída í
flutningabíl til sölustaðarins í Texas. Nýr
eigandi, Ísleifur Ottesen, skráði flugvélina
snarlega á fyrirtæki sitt í Bandaríkjunum,
Sunland Air í Texas.
Engar tilkynningar (form #337) voru
sendar bandarísku flugmálastjórninni (FAA)
um lagfæringar eða „breytingar“ á flugvél-
inni („major repair or modification“) eftir að
Ísleifur Ottesen keypti vélina, en hann hefur
orðið að setja í vélina m.a. bæði mælitæki og
flugleiðsögutæki, því hann ásamt eiginkonu
sinni flaug flugvélinni til Íslands sumarið
1999, með „millilendingu“ í Stykkishólmi.
Benda má á að í ferilsgögnum flugvélarinnar
hjá FAA er þó tilkynning fyrri eiganda í
formi „337“ eyðublaðs að skipt
hafi verið um rafmagnsklukku í
flugvélinni – og er það dæmi
um stranga tilkynningaskyldu
breytinga eða lagfæringa til
FAA.
Flugvélin stóð síðan í u.þ.b.
heilt ár, en það er almennt talið
mjög slæmt fyrir flugvélar.
Flugvélinni mun að vísu hafa
verið flogið örfá flug á þessum
tíma, en það hefur þá verið á
bandarískri skráningu, þar sem
flugvélin var ekki skráð hér á
landi fyrr en eftir mitt síðasta
sumar, eða aðeins rúmum mán-
uði fyrir hið hörmulega flug-
slys. Nú bendir margt til þess
að lykilgögn hafi vantaði um
fortíð flugvélarinnar og ástand.
Með tilliti til þessara upplýsinga má ætla að
eftirlit FMS hafi gjörsamlega brugðist og á
mjög alvarlegan hátt. Kemur hér m.a. til
með að reyna á ábyrgð FMS.
Einnig kann að reyna á ábyrgð Háskóla
Íslands í þessu sambandi, ótrúlegt en satt,
því yfirmaður flugöryggissviðs FMS og einn
yfirmanna FMS, Pétur K. Maack, er ekki
starfsmaður FMS, heldur prófessor við HÍ
með breyttu verksviði og starfsstöð skv.
samningi Háskólans við FMS, dags. í sept-
ember 1999, en þar greinir að Pétur sé pró-
fessor við Hásóla Íslands í fullu starfi, þó
með þeirri breytingu á starfssviði að hann
taki að sér (þá væntanlega fyrir hönd Há-
skóla Íslands) að sinna framkvæmdastjórn
flugöryggissviðs FMS og með sérstakri
áherslu á „gæðamál“. HÍ fær 75% af launa-
kostnaði vegna Péturs frá FMS, en honum
er heimilt að taka við öðrum greiðslum.
Samningur þessi, fáránlegur sem hann er,
er undirritaður m.a. af Sturlu Böðvarssyni
samgönguráðherra og háskólarektor.
Mörg mjög alvarleg brot á lögum
og reglugerðum um flugöryggi
Samkvæmt viðtali RÚV við starfsmann
FMS föstudaginn (fyrir verslunarmanna-
helgi) 4. ágúst sl., svo og staðfestingu FMS,
sendi FMS eftirlitsmenn til Vestmannaeyja,
Selfoss og Bakkaflugvallar til að fylgjast
sérstaklega með því að ekki væri verið að
nota flugvélar til farþegaflutninga, sem ekki
hefðu til þess tilskilin leyfi. FMS hefur stað-
fest við undirritaðan að engar skýrslur hafi
verið gerðar um þetta eftirlit. Þrátt fyrir
þetta svokallaða eftirlit er ljóst, að „akkorð-
ið“ við farþegaflutningana vegna þjóðhátíð-
arinnar í Vestmannaeyjum hafi verið svo
mikið, að mörg mjög alvarleg brot á lögum
og reglugerðum um flugöryggi hafi átt sér
stað (mörg vitni eru að vinnubrögðunum á
Vestmannaeyjavelli, þeirra á meðal Kristján
L. Möller, þingmaður, sem sæti á í sam-
göngunefnd þingsins). Lítur þetta m.a. að
vakttíma flugmanna, farþegaskráningu,
hleðsluskrám og fleiru. Má benda á að LÍO
notaði flugvélina TF-GTO, tveggja hreyfla
flugvél af gerðinni Cessna 310, sem skráð
var sem kennsluflugvél og því ólögleg til
farþegaflutninga. Þessi flugvél var tekin af
rekstrarleyfi (flugrekandaskítreini) LÍO
strax eftir brotlendingu TF-GTI í Skerja-
firði og er nú farin úr landi.
Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigurgeirs-
sonar (FGVS) sinnir viðhaldi fyrir LÍO og
er Guðjón sjálfur titlaður tæknistjóri LÍO,
með þeirri ábyrgð og skildum, sem því
fylgir. Vafi mun alla tíð hafa leikið á því að
viðhaldsstöð FGVS fullnægi tilsettum
reglum skv. JAR-145 (samevrópskum
reglum), sem er í gildi hér á landi. M.a. mun
álag á starfsfólk FGVS (samtals mest 5
starfsmenn) vera það mikið, samkvæmt út-
reikningum og vitneskju kunnáttumanna, að
stöðin geti vart uppfyllt kröfur um fullnægj-
andi viðhald og skoðanir, miðað við umsvif,
en þar er viðhald fyrir flestar minni flug-
vélar landsins, bæði atvinnu- og einkaflug-
vélar.
Heimildir vitna eru fyrir því að reglu-
bundin skoðun flugvélarinnar TF-GTI vik-
una fyrir brotlendinguna hafi farið fram á
mölinni fyrir utan starfsaðstöðu
FGVS, en slíkt er með öllu
óheimilt, og að önnur aðalhurð-
in á flugvélinni verið svo „bolt-
uð aftur“ og þannig ónothæf
vegna bilunar. Þá hafa komið
fram vísbendingar um að nýlega
hafi verið átt við einhvern hluta
eldsneytiskerfis flugvélarinnar
vegna bilunar.
Hver sem er getur
átt við flakið
Skoðun á flaki flugvélarinnar
strax eftir slysið var, að því er
virðist, framkvæmd/stýrt af
engum öðrum en Guðjóni V.
Sigurgeirssyni, viðhaldsstjóra
og tæknistjóra LÍO. Það er þó
ekkert nýtt, því hann hefur oft
áður verið kallaður til af FMS–RNF í
tengslum við skoðun flaks flugvéla, sem
hann hefur sinnt viðhaldi á. Má þar benda á
brotlendingu flugvélar frá Flugfélagi Vest-
mannaeyja á Bakkaflugvelli árið 1999, en í
fréttatíma sjónvarps sást Guðjón á vappi
rjálandi við hluta flugvélarinnar, sem brot-
lenti. Hann hefur séð um viðhald Flugfélags
Vestmannaeyja og er því hreinn hagsmuna-
aðili og tengist klárlega rannsókn á flugslysi
sem því í Skerjafirði og ætti því alls ekki að
koma að flaki meðan á frumrannsókn stend-
ur og væri slíkt aldrei liðið annars staðar.
Flak TF-GTI hefur frá slysinu lengst af
verið geymt í norðurenda flugskýlis nr. 3,
gegnt flugskýli Landhelgisgæslunnar, en
þar getur nánast hver sem er átt við það.
Annars staðar á Vesturlöndum yrði ekki
hlegið að slíkum vinnubrögðum, myndu þau
vitnast, heldur hrópað af hneykslan.
Rétt er að minna á, að „flugslysið í
Skerjafirði“ snýst um fleiri en eitt atriði –
um minnst tvö flugatvik.
Fráhvarfsflug TF-GTI, þegar hún fórst,
mun hafa verið það þriðja í röðinni og í það
skiptið vegna of lítils aðskilnaðar frá flugvél
á undan, Dornier-flugvél Íslandsflugs.
Tvisvar áður hafði flugmanninum verið gert
að hverfa frá lendingu, þótt hann hafi fengið
úthlutað lendingarnúmeri.
Flugvélinni var flogið blindflug hluta leið-
arinnar milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur
(flugmaður hóf flug frá VM í sjónflugi) og,
eins og komið hefur fram bæði í frétta-
tilkynningu RNF og bréfi Þorgeirs Páls-
sonar í Morgunblaðinu, var hún í „sjón-
aðflugi“, þ.e.a.s. blindflugi skv.
skilgreiningu. Í blindflugi ber flugumferð-
arstjórn að sjá fyrir aðskilnaði flugvéla. Það
brást í þrígang.
Einsýnt var að ekki yrði hægt að fljúga til
Reykjavíkur í sjónflugi þegar lagt var upp
frá Vestmannaeyjum. Ómar Ragnarsson,
landskunnur og virtur flugmaður, hafði ein-
hverju fyrir brotlendinguna tilkynnt Hellis-
heiði ófæra sjónflugsumferð vegna lélegs
skyggnis. Farþegaflutningar gegn gjaldi
með einshreyfils flugvélum í blindflugi eru
bannaðir og hefði því þessi flugvél aldrei átt
að fara þetta flug, heldur lenda á Selfossi,
eins og til hafði staðið. TF-GTI var næstsíð-
asta flugvél til flugtaks frá Vestmannaeyjum
þetta kvöld, en flug lagðist af vegna veðurs
þar. Síðasta flug frá VM skömmu eftir
brottför TF-GTI var önnur flugvél LÍO,
flugvélin TF-GTO, sem er tveggjahreyfla
flugvél. Ísleifur Ottesen, eigandi LÍO, kaus
að fara með þeirri flugvél sjálfur, en senda
greiðandi farþega með einshreyfilsvélinni
við þessar aðstæður. Þótt flugvélin TF-GTO
hafi einungis verið skráð sem kennsluvél þá
hafði hún verið notuð til farþegaflutninga
þessa helgi, m.a. milli Selfoss og VM. Það
hefði verið mun minna „brot“ að senda borg-
andi farþega með tveggja hreyfla flugvélinni
til Reykjavíkur, enda hafði það verið látið
óátalið af sérlega mættum eftirlitsmönnum
FMS í Vestmannaeyjum að vélin væri notuð
til slíks flugs. LÍO kaus með öðrum orðum
að nota öruggari flugvélina undir sjálfa sig.
Fljótlega eftir slysið sagði Skúli Jón Sig-
urðarson rannsóknarstjóri RNF að svo
virtist að flugmaðurinn hefði verið kominn
fram yfir leyfilegan vakttíma. Mun það
hafa átt við aðra flugmenn LÍO þessa
helgi. Ekki munu hafa verið gerðar
hleðsluskrár fyrir flug LÍO þessa helgi,
a.m.k. ekki fyrir flug eins og reglur kveða
á um. Undirritaður getur staðfest að ekki
voru gerðir farþegalistar, a.m.k. ekki réttir
farþegalistar.
Rannsóknarlögreglumenn mættir á slysa-
deild Borgarspítalans voru með nöfn ætl-
aðra farþega á minnisblaði og var undirrit-
uðum ákveðið sagt af lögreglumönnunum að
sonur hans hefði ekki verið í flugvélinni –
þeir væru „með farþegalista og það væri
enginn Sturla á honum“. Kunnugt er um að
nöfn hafi verið á þessum „lista“ yfir farþega,
sem ekki voru um borð. Má ætla að ein-
hverjir „aðstandendur“ hafi glaðst þetta
kvöld.
Með tilliti til fortíðar flugvélarinnar er full
ástæða til að efast um ágæti hennar. Eins
og að framan hefur verið getið var lagt hald
á flugvélina í Bandaríkjunum vegna eitur-
lyfjamáls, en það er ekki það eina.
Áður hafði Mr. Wayne T. Castleberry
eignast flugvélina upp í skuld, með dóms-
úrskurði, og má ætla að þá þegar hafi gögn
flugvélarinnar verið töpuð.
Greinarmunur á alvarleika slysa
eftir samgöngutækjum
Á Vesturlöndum eru slys sem þessi litin
mjög alvarlegum augum og dæmi um að
flugvélaflök hafi verið sett saman stykki fyr-
ir stykki og tugir og hundruð manna yf-
irheyrðir.
Hér á landi virðist skýr greinarmunur
vera gerður á alvarleika slysa eftir því
hvaða samgöngutæki á í hlut. Þannig hefur
mikil umræða átt sér stað um rútuflutninga
á erlendum túristum, um nauðsyn hertra
reglna í því sambandi og um hert eftirlit
með t.d. hvíldartímum rútubílstjóra. Engin
slík umræða er í gangi varðandi flugmenn,
þrátt fyrir vitneskju um mjög alvarlega ann-
marka á framkvæmd „þjóðflutninga“ í
kringum stórhátíðir. Flugslysið hefur enn
ekki leitt til neinna tillagna eða frumvarpa á
Alþingi Íslendinga, engra heitstrenginga frá
eftirlitsaðilanum FMS eða ábyrgðaraðila
framkvæmdavaldsins, samgönguráðuneyt-
inu. – Þvert á móti hafa ráðuneyti sam-
göngu- og heilbrigðismála enga agnúa séð á
því að fela flugfélaginu LÍO sjúkraflug um
Vestur- og Suðurland. Liggur þó fyrir rök-
studdur grunur um að LÍO hafi gerst sekt
um refsiverða háttsemi á margan hátt í
tengslum við flug félagsins þessa helgi.
Flugvélin TF-GTI flaug t.d. frá Reykjavík á
Blönduósflugvöll með starfsmenn ríkissjón-
varpsins í blindflugi verslunarmannahelgina,
nánar tiltekið laugardaginn 5. ágúst – í
blóra við lög/reglur.
Skýr fyrirmæli brotin
Þá liggur fyrir að LÍO hafi brotið skýr
fyrirmæli í lögum um loftferðir, 107. grein,
um fyrirframgreiðslu bóta til handa slös-
uðum og aðstandendum látinna og þurfti
kröftuga beitingu lögmanna til að LÍO upp-
fyllti þau skýru lagafyrirmæli. Það tók um
þrjá mánuði, en lagafyrirmælin kveða á um
að greiðsla skuli innt af hendi eigi síðar en
15 dögum eftir að ljóst sé hver hinn slasaði
eða látni er. Ekki hefur verið staðfest hvort
LÍO eða tryggingafélag þess (danskt félag,
lögfræðingur þess er Ólafur Axelsson) hafi
farið að ákvæðum laga þessara gagnvart öll-
um þeim, sem í hlut áttu.
Vitað er að LÍO þráaðist við að afhenda
lögregluyfirvöldum gögn, eins og kom fram í
fréttatíma Stöðvar 2 10. desember síðastlið-
inn. Ekki á að standa á neinu gagni vegna
flugs, sem hafið hefur verið, enda á allt slíkt
að vera frágengið áður en flug hefst.
Geymsluskylda flugrekanda er þrír mánuðir.
Ekki á að þurfa að „finna“ nokkurn skap-
aðan hlut, hann á að vera til staðar. Gögn,
sem ekki voru afhent RNF strax eftir slysið,
hafa hreinlega ekki verið til staðar. Hafi þau
litið dagsins ljós síðar verður að efast um
„ágæti“ þeirra.
Undirritaður hvetur almenning, stjórn-
málamenn og fjölmiðlafólk til að fylgjast vel
með niðurstöðum rannsókna RNF og RLR á
flugslysinu. Þær verða að vera trúverðugar
og réttlætið verður að sigra – því annars fer
líf fórnarlambanna fyrir lítið.
Friðrik Þór Guðmundsson.“
Millifyrirsagnir eru blaðsins
Minnisblað föður fórnarlambs flugslyssins í Skerjafirði
TIL ÞEIRRA SEM
MÁLIÐ KANN
AÐ VARÐA
Friðrik Þór
Guðmundsson