Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 58
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Mjög glæsileg 6 herb. 153 fm íbúð á tveimur hæðum í nýju fullbúnu fjölbýlishúsi. 5 góð svefnherb. Stór og björt stofa með útg. á s- svalir. Rúmgott eldhús með fallegum kirsuberjainnrétt- ingum. Gott baðherb. með flísum, innréttingu, baðkari og glugga. Þvottaherb. í íbúð. Góð sjónv.aðst. og vinnuherb. á 2. hæð. Vandað álímt gegnheilt parket. Frábært útsýni. Eign í sérflokki fyrir vandláta. Áhvílandi 6,8 millj. Verð 16,8 millj. Fífulind - glæsileg 58 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HALDIÐ var Íslandsmeistaramót í handbolta 5. flokk stúlkna helgina 3.–4. febrúar sl. Mótið var leikið á tveimur dögum og C-lið Gróttu-KR og HK mættust í úrslitaleik sl. sunnu- dagskvöld. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn og var leikurinn þá framlengdur. Að henni lokinni var staðan enn jöfn. Aftur var framlengt og enn tókst ekki að knýja fram úr- slit. Gerðist þá svo fáheyrði atburður að dómari leiksins, unglingspiltur, greip til þess ráðs að varpa hlutkesti um hvort liðið teldist vera Íslands- meistari. Foreldrar Gróttu-KR stúlkna máttu í framhaldi af því þerra tár og hughreysta niðurbrotnar dæt- ur sínar. Vil ég spyrja forystu HSÍ að tvennu í þessu sambandi: 1. Er það reglum samkvæmt að varpað sé hlutkesti um hvort lið teljist vera sigurvegari náist ekki að útkljá leik eftir fram- lengingu? 2. Hvaða kröfur eru gerðar til dóm- ara í leikjum í yngri flokkunum? Með handboltakveðju, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Tómasarhaga 43, Reykjavík. Opið bréf til HSÍ Frá Guðjóni Guðmundssyni: MARGUR menningarvitinn fer um þessar mundir hamförum í kjölfar verðlauna sem mig minnir að séu af- hent sem viðurkenning til ræktunar íslenskrar tungu. Við hverju eru menn að amast? Mér finnst verð- launahafinn vel að þessu kominn þar sem hann er alþýðuskáld sem skilar túlkun sinni hátt sem lágt, en ein- skorðast ekki við þröngan hóp ís- lenskufræðinga sem kannski ræða tæplega um hugðarefni sín, nema þá hver við annan. Margir amast við efn- istök verðlaunahafans sem eru þess- ari veitingu óviðkomandi, því þarna er ekki verið að verðlauna fyrir það sem sagt er, heldur fyrir hitt hvernig það er sagt. Þ.e. hvernig íslensku máli er beitt til að nálgast viðfangsefnið og hvernig megi skila skammlaust frá sér punkti fyrir aftan lokaorð. Þeir sem finna að munnlegri túlkun verð- launahafans, sem oft og tíðum hljóm- ar óskýrt, vil ég benda á speglasalinn þar sem einn er mjór, annar feitur, sá þriðji risi og hinn fjórði dvergur. Eins mætti benda á það að einn er haltur, annar með exem, sá þriðji með skemmda tönn og sá fjórði blótar Þór. Afar hæpið er að flokka fólk og dæma þótt viðkvæmar sálir riði til falls fyrir gný hinns hraðfleyga hana. Í þeim til- fellum má vísa til orða Ríkarðs 3 í Shakespeare: „Þegar fingurinn bend- ir á tunglið, horfir fíflið á fingurinn.“ Þ.e. það dæmir sig hver sjálfur. Verð- launahafinn nálgast oft hugðarefni sitt á óhefðbundinn hátt, en það þýðir þó ekki að hann sé slæmur í íslenskri málnotkun. Þvert á móti er hann okk- ur hinum, sem slettum á erlendum tungum, hvatning til að nota þá náð- argjöf sem íslensk tunga er og allt er hægt að túlka með. Verðlaunahafinn ber að mínu mati vel það blikk sem á brjóst hans hefur verið fest og skora ég á þann sem finnst sem fram hjá sér hafi verið gengið að rita greinarkorn þessu til leiðréttingar. Ég hins vegar segi skál fyrir Fróni og Fjölni og þeim sem þar hafa skrimt og hrokkið. Til hamingju Megas, margir hafa alltaf vitað að til sambærilegrar stundar kæmi. Og á góðri íslensku: „Macht wieder.“ BJÖRN S. HAUKSSON, Álfaborgum 9, Reykjavík. Til hamingju, Megas Frá Birni Steinari Haukssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.