Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
KÆRUNEFND, samkvæmt lögum
um opinbert eftirlit með fjármála-
starfsemi, hefur fellt úrskurð í máli
Búnaðarbankans gegn Fjármálaeft-
irlitinu á þann veg að vísa því frá án
þess að taka efnislega á þeim rökum
sem bankinn hafði uppi.
Búnaðarbanki Íslands hf. kærði
þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að
vísa máli vegna viðskipta bankans
með hlutabréf í Pharmaco til ríkis-
lögreglustjóra, án þess að gefa bank-
anum kost á að koma sjónarmiðum
sínum að. Bankinn taldi þessa
ákvörðun Fjármálaeftirlitsins brot á
stjórnsýslulögum og kærði ákvörð-
unina til sérstakrar kærunefndar
samkvæmt lögum um opinbert eft-
irlit með fjármálastarfsemi. Pálmi
Jónsson, formaður bankaráðs Bún-
aðarbankans, segir að bankinn hafi
þegar tekið ákvörðun um að vísa úr-
skurði kærunefndarinnar áfram til
umboðsmanns Alþingis. Hann vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Kæru Búnaðar-
bankans vísað frá
Úrskurður
til umboðs-
manns
Alþingis
Kærunefnd/C1
ÞÚSUNDIR lítra af svartolíu láku
úr einum tanki Skeljungs við Hólma-
slóð á Granda seinnipartinn í gær en
ekki er talið að olían hafi náð að
renna í holræsi eða í sjóinn. Svæðinu
var þegar lokað og stóð hreinsun yfir
fram eftir kvöldi og var ráðgert að
hefja hreinsunarstörf í birtingu í
dag.
Tilkynnt var um lekann til lögregl-
unnar í Reykjavík rétt fyrir klukkan
hálfsex og var tæknideild send á
staðinn og svæðið lokað af. Um tutt-
ugu starfsmenn Skeljungs unnu við
að hreinsa olíuna upp og voru þrír
dælubílar notaðir við hreinsunina.
Að sögn Þóris Haraldssonar,
framkvæmdastjóra dreifingarsviðs
Skeljungs, lá ekki ljóst fyrir í gær-
kvöldi hvað hefði gerst en mestar lík-
ur eru á að bilun í loka hafi valdið
lekanum þegar verið var að dæla á
milli tanka. Þá var ekki vitað hversu
mikið magn af olíu lak niður, en talið
er að um 3000–5000 lítrar hafi lekið
úr tankinum á jörðina.
Svartolían er seigfljótandi, sem
kom líklega í veg fyrir að olían næði
að fljóta í sjó fram, auk þess sem
kuldinn hjálpaði að því leyti til að olí-
an náði síður að síga niður í jarðveg-
inn. Að sögn Þóris var stefnt að því
að ljúka hreinsun í portinu við tank-
ana í gærkvöldi og hefja síðan
hreinsunarstörf að nýju í dag.
Morgunblaðið/Júlíus
Starfsmenn Skeljungs unnu síðdegis í gær við að hreinsa upp svartolíu við tanka fyrirtækins við Hólmaslóð á Granda.
Þúsundir lítra
af svartolíu
láku niður
SAMÞYKKT var samhljóða á fjöl-
mennum aðalsafnaðarfundi Reyk-
holtssóknar á þriðjudag að heimila
sóknarnefnd að ganga til samninga
við Þjóðminjasafn Íslands um end-
urgerð og ráðstöfun gömlu kirkj-
unnar í Reykholti. Tryggt verði
jafnframt að sóknin beri engan
kostnað af endurgerð kirkjunnar,
viðhaldi hennar eða umsjón.
Að sögn Guðlaugs Óskarssonar,
formanns sóknarnefndar, hafði
húsfriðunarnefnd gefið leyfi til
þess að taka kirkjuna ofan og koma
henni fyrir annars staðar.
Þjóðminjasafn Íslands hafi síðan
sýnt því áhuga að endurgera gömlu
kirkjuna í tengslum við hugmyndir
þjóðminjavarðar um minjagarð í
Reykholti og hélt þjóðminjavörður
tvo fundi í haust með sóknarnefnd
og gerði henni síðan í framhaldinu
tilboð um endurgerð kirkjunnar.
Það barst skömmu fyrir jól og var
ákveðið að bera erindið undir að-
alsafnaðarfund sem síðan sam-
þykkti samhljóða að heimila sókn-
arnefnd að ganga til samninga við
Þjóðminjasafnið.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður segir að kirkjan í
Reykholti verði fyrsta húsið á
Vesturlandi sem fari í húsasafn
Þjóðminjasafnsins.
„Við höfum mikinn hug á því að
friðlýsa kirkjuna og þar með að
kosta viðgerð og viðhald á kirkj-
unni og gerð sýningar í kirkjunni í
samhengi við þær minjar sem eru í
Reykholti, þar sem Þjóðminjasafnið
stendur að uppgreftri og fornleifa-
rannsóknum. Við höfum hug á að
varðveita þetta sem samhangandi
heild í takt við þá hugsun sem er
ríkjandi í dag í þjóðminjavörslu og
lítum svo á að þarna sé um ómetan-
leg menningarverðmæti að ræða.
Kirkjan verður í raun gerð upp sem
safngripur og þar sjáum við fyrir
okkur kirkjulistasýningu sem gæti
styrkt Reykholt sem menningar-
setur og ferðamannastað.“
Að sögn þjóðminjavarðar stend-
ur hugur manna til þess að ná góð-
um áfanga á þessu ári, þannig að
kirkjan fari að sóma sér vel á
staðnum en gert er ráð fyrir að
ljúka viðgerð kirkjunnar og gerð
sýningar á tveimur til þremur ár-
um.
Reykholtskirkja endurbyggð
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra sagði á málþingi á Eg-
ilsstöðum í gær um austfirskt at-
vinnulíf að allar áætlanir stæðust
sem samið hefði verið um síðasta
vor vegna álvers á Reyðarfirði og
virkjanaframkvæmda á Austfjörð-
um. Ráðherra fullvissaði austfirska
atvinnurekendur, sem fjölmenntu á
málþingið, um að samningsaðilar
ynnu við verkefnið af fullri einurð.
Hún sagði jafnframt að viðræður
um orkuverð væru hafnar á milli
stjórnvalda, Reyðaráls og Lands-
virkjunar og einnig væri vinna fjár-
festa og annarra aðila í fullum
gangi. Reyðarál gæti nú farið að
leita tilboða í fjármögnun fram-
kvæmda.
Valgerður minnti á að vinna við
umhverfismat væri langt komin og
skila ætti skýrslu til Skipulags-
stofnunar í næsta mánuði. Hún
upplýsti að kostnaður vegna mats á
umhverfisáhrifum væri í kringum
350 milljónir króna og kæmu þar að
málum 25 til 30 aðilar. Ef kæru-
frestir verði nýttir gæti endanleg
niðurstaða fengist seint á þessu ári
um það hvort ráðist verði í virkj-
ana- og álversframkvæmdir eða
ekki.
200 milljarða
framkvæmdir
Sagðist ráðherra vera sannfærð-
ur um að af verkefninu gæti orðið.
Álverið myndi breikka atvinnu-
grundvöll á Austfjörðum og fjölga
atvinnutækifærum. Talið er að árs-
verk vegna framkvæmdanna gætu
orðið um 2 þúsund þegar mest læt-
ur en síðan um 1 þúsund að jafnaði
þegar álver og virkjun hafa verið
tekin í notkun.
Á málþinginu kom jafnframt
fram að heildarfjárfesting vegna ál-
vers og virkjanaframkvæmda á
næstu tíu árum gæti numið um 200
milljörðum króna, sem yrði stærsta
einstaka framkvæmd Íslandssög-
unnar til þessa. Þar af gæti álverið
sjálft kostað um 115 milljarða mið-
að við fulla stærð, 360 til 420 þús-
und tonn.
Til málþingsins mættu fulltrúar
Norðuráls á Grundartanga og
nokkurra aðila á Akranesi er lýstu
áhrifum stóriðju á Vesturlandi á sín
fyrirtæki. Áhrifin voru almennt
sögð jákvæð, en um leið var Aust-
firðingum bent á ýmis víti til varn-
aðar í uppbyggingu álvers.
Viðræður um raf-
orkuverð hafnar
Framkvæmt fyrir/36
Álvers- og virkjanaframkvæmdir til umræðu á málþingi