Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 11. FEBRÚAR 2001 35. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Andlitslyfting Evrópusambandsins 26 10 FRAMTÍÐ FLUGVALLAR 30 ÞETTA ER BARA FRAMKVÆMDAGLEÐI COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fara í fimm daga ferð um helstu ríki Mið-Austur- landa 23. febrúar og reyna að fá þau til að styðja framhald refsiaðgerða gegn Írak. Hann mun einnig ræða við Ariel Sharon, nýkjörinn forsætis- ráðherra Ísraels, og hitta að máli Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Eitt af markmiðunum er að efla þátttöku Bandaríkjamanna í friðarferlinu sem margir óttast að sé í hættu vegna kjörs Sharons. Mörg arabaríki vilja binda enda á viðskiptalegar refsiaðgerðir Samein- uðu þjóðanna gegn stjórn Saddams Husseins í Írak en Bush og menn hans eru á öndverðu máli og vilja auka þrýstinginn. Powell sagði um viðskiptalegu refsiaðgerðirnar að þær kæmu í veg fyrir „að Írakar ógni grannþjóðum sínum með gereyðingarvopnum í eldflaugum“ og benti á að Saddam fengi að selja nóg af olíu til að kaupa mat handa íbúum landsins. Ariel Sharon hefur sagt að viðræð- urnar við Palestínumenn séu „of háðar Bandaríkjunum“ og hvatt til þess að Rússar gegni mikilvægara hlutverki í viðræðunum. Hann kall- aði fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum, Norðmanninn Terje Rød-Larsen, á sinn fund í gær og kynnti honum friðartillögur sem ráðherrann ætlar að ræða við Palest- ínumenn. Lýsti fulltrúinn ánægju sinni með hugmyndirnar. „Ég er sannfærður um að Sharon hyggst halda áfram að ræða frið við Arafat og Palestínumenn,“ sagði hann eftir fundinn með Sharon. Ehud Barak, sem tapaði í kosning- unum um embætti forsætisráðherra fyrir Sharon á þriðjudag, hafði í gær ekki enn svarað tilboði um að taka sæti varnarmálaráðherra í stjórn Sharons en hann hefur áður látið í ljós vilja til samstarfs. Barak gegnir embætti forsætisráðherra til bráða- birgða þar til Sharon hefur myndað nýja stjórn. Bandaríkjastjórn vill afla stuðnings við stefnuna gagnvart Saddam Hussein Powell hyggst ræða við leiðtoga arabaríkja Washington, Jerúsalem, Amman. AP, AFP. FRANCIS Collins, yfirmaður bandarískrar stofnunar sem rannsakar genamengi manns- ins (NHGRI), spáir því að hægt verði að búa til genabreytta menn með öruggum hætti inn- an tveggja áratuga. Collins segir að í manninum séu færri erfðavísar en áður var talið og hægt verði að búa til genabreytta menn með svoköll- uðum „kímlínuerfðalækning- um“ fyrir árið 2020. Hann spáir því enn fremur að þetta leiði til „hrollvekjandi umræðu“ um hvort maðurinn eigi að beita erfðatækni til að hafa áhrif á líf- fræðilega framþróun sína. Hann varaði við ofmati á erfða- þáttunum og hlutverki þeirra. „Skilningur á genamenginu mun ekki gagnast okkur mikið við að skilja mannsandann, vita hver Guð er eða hvað ást sé.“ Collins telur að flest algeng- ustu meingenin verði þekkt innan áratugar og heimilis- læknar byrji þá að beita erfða- lækningum. Hann spáir því að innan tveggja áratuga verði m.a. hægt að sérhanna lyf sem henti erfðafræðilegri samsetn- ingu sjúklingsins til að tryggja að þau valdi ekki aukaverkun- um. Þá telur hann að fyrir 2020 verði hægt að gera við gen áður en þau berast í næstu kynslóð. Gena- breyttir menn ár- ið 2020? Lyon. The Daily Telegraph. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur í bréfi til Anfinns Kallsbergs, lögmanns Fær- eyja, útskýrt hver stefna Dana sé gagnvart þjóðaratkvæðinu sem fyr- irhugað er um sjálfstæðismálið á eyj- unum 26. maí. Ráðherrann ítrekar fyrri ummæli sín um að fjárhagsað- stoð verði hætt fjórum árum eftir sjálfstæðistökuna verði svar Færey- inga já. Sjálfstæði fylgi ábyrgð á efnahagsmálum eyjanna en hægt verði að semja um að Færeyingar taki smám saman við varnarmálum, utanríkismálum og að landsstjórn Færeyja fái að ákveða hvenær rétti tíminn sé til þess. „Danska þjóðþingið mun virða úr- slitin í kosningum Færeyinga 26. maí, hvort sem svarið verður já eða nei,“ segir Nyrup Andersen. Hann bendir á að heppilegast sé að jafnt Kallsberg og aðrir Færeyingar viti vel fyrir fram hvernig Danir ætli að bregðast við. Hafni Færeyingar tillögum stjórnar Kallsbergs vilji Danir, ef Færeyingar fari fram á það, semja tillögur um aukið sjálfræði Færey- inga innan ríkisins, að sögn Ander- sens. „Niðurstaðan gæti orðið alger- lega ný heimastjórnarlög,“ segir danski forsætisráðherrann. Danska stjórnin Færeyja- stefna skýrð Þórshöfn. Morgunblaðið. BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að níu manns af 500 tonna jap- önsku hafrannsóknaskipi, Ehime Maru, sem sökk eftir árekstur á föstudag við bandaríska kjarnorku- kafbátinn USS Greeneville í gær, nokkrar mílur frá Honolulu á eynni Oahu í Hawaii-eyjaklasanum. Skipið sökk á fáeinum mínútum er kafbát- urinn reif gat á vélarrúmið. 26 manns komust í björgunarbáta og sluppu flestir ómeiddir. Um borð í skipinu sem sökk voru auk áhafnar tveir kennarar og 13 nemendur við sjávarútvegsskóla í Ehime-héraði í Japan. Var ætlunin að veiða túnfisk, sverðfisk og hákarl. Kennaranna, fimm nemenda og þriggja skipverja var saknað en björgunarmenn von- uðu að einhverjum þeirra hefði tek- ist að ná taki á braki. Kafbáturinn skemmdist ekki við áreksturinn. Hann er fimm ára gam- all, af svonefndri Los Angeles-gerð, um 108 metrar að lengd og 6.900 tonn, hann er m.a. vopnaður Toma- hawk-flaugum. Talsmenn Banda- ríkjaflota sögðu að kafbáturinn hefði verið við venjuleg eftirlitsstörf og ekki var vitað hvað olli því að hann kom upp á yfirborðið og rakst á japanska skipið. Á stóru myndinni sjást björgunarmenn strandgæsl- unnar hlynna að skipbrotsmönnum en á innfelldu myndinni er USS Greeneville á leið af slysstaðnum. AP Kafbátur sökkti rannsóknaskipi SKÝRT verður á morgun, mánudag, frá dómsúrskurði sem gæti merkt að netþjónustufyrirtækinu Napster verði lokað, að sögn BBC. Napster hefur annast þarfir þeirra sem ná sér þar í tónlist á Netinu og þurfa þá ekki að greiða fyrir höfundarréttinn. Búist er við að margir muni verja helginni í að vista eins mikið af tón- list á geisladiska og þeir geta áður en dómurinn fellur. Litið er á málið sem prófmál vegna tónlistar sem dreift er á Netinu án þess að fá leyfi hjá höf- undum eða einkaleyfishöfum. Napster lokað? B
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.