Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Heilsuverslun Íslands. MIKIL leikgleði og tilþrif voru meðal þátttakenda á hinu árlega Ákamóti HK í handknattleik, sem hófst í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi í gær. Um 600 drengir og stúlkur í 7. flokki, níu ára og yngri, taka þátt í mótinu sem stendur í tvo daga. Drengirnir spiluðu af miklu kappi í gær en í dag mæta stúlk- urnar til leiks. Allir þátttakendur fá verðlaunapening og óvæntan glaðning að mótinu loknu. Morgunblaðið/Jim Smart 600 börn á Ákamóti HK LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði í fyrrakvöld bifreið við Sandgerði. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í bílnum. Við leit á öðrum þeirra fund- ust um 30 g af hassi sem lögreglan lagði hald á. Maðurinn játaði að eiga hassið og telst málið upplýst. Með hass í bílnum ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna og formaður BSRB, segir að neyðarástand hafi skapast í húsnæðismálum hjá stórum hópi fólks og að sá vandi muni aukast stór- lega verði ekkert að gert á næstu ár- um. Að sögn Ögmundar þurfa sveit- arstjórnir, ríkið og lífeyrissjóðir að koma að lausn vandans með stór- felldu átaki í félagslega húsnæðis- kerfinu. Þetta kom m.a. fram í erindi Ögmundar á fyrstu borgarmálaráð- stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en á vegum flokks- ins er nú að hefjast vinna að málefna- handbók fyrir Reykjavík vegna kom- andi sveitarstjórnarkosninga. Í setningarávarpi Sigríðar Stefáns- dóttur, formanns VGR í Reykjavík, kom fram að markvisst starf sé fram undan fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2002 og að skoðað verði á kom- andi sumri hvernig aðkoma fram- boðsins verður að kosningunum. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Ögmundur telja að húsnæðismálin yrðu eitt af stóru málunum á næstu mánuðum og hlytu að vega mjög þungt í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Hann sagði að skylda sveit- arstjórna í húsnæðismálum væri ótví- ræð, því samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga beri þau ábyrgð á og eigi að hafa frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnist aðstoðar við að afla sér húsnæðis. „Þetta er ekki gert sem skyldi. Það eru hátt á sjötta hundrað umsóknir eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þar af eru rúmlega 300 um- sóknir frá einstaklingum og fjölskyld- um sem eru í bráðri neyð.“ Að sögn Ögmundar hefur þó rík- isvaldið fyrst og fremst brugðist. Félagslega húsnæðiskerfinu hafi ver- ið rústað með breytingum sem urðu þegar ný húsnæðislög tóku gildi í árs- byrjun 1998. „Og við erum núna að sjá afleiðingarnar af þessu og þær eiga eftir að verða enn þá hrikalegri á komandi árum ef ekkert er að gert.“ Lífeyrissjóðirnir þurfa að leggja verulega af mörkum Ríkisvaldið og sveitarstjórnir þurfa að mati Ögmundar að koma að úrlausn vandans en auk þess þurfi líf- eyrissjóðir að koma að málum. „Sú var tíðin að drýgstur hluti af fjárfest- ingum lífeyrissjóða gekk til uppbygg- ingar í húsnæðiskerfinu. Árið 1987 mun það hafa verið 55% af fjárfest- ingum þeirra og síðan hefur það farið dvínandi. Á þessu þarf að verða breyting. Þeir þurfa að leggja veru- lega af mörkum í uppbyggingu hús- næðiskerfisins og síðan þurfa ríkið og sveitarfélögin að koma og niður- greiða vextina og þá einnig til bygg- ingaraðila sem reisa leiguhúsnæði með einhverjum félagslegum kvöð- um.“ Ögmundur segir að eina færa leiðin sé að koma á öflugum húsaleigu- markaði með þjóðarátaki þar sem verkalýðshreyfingin komi eðlilega að sem mótandi aðili auk leigjendasam- takanna og annarra samtaka sem séð hafi skjólstæðingum sínum fyrir hús- næði. „Það er mjög brýnt að þetta verði gert. Menn geta ekki lengur lokað augunum fyrir þessum vanda. Ég sé fyrir mér að hér sé að skapast neyð- arástand fyrir stóran hóp af fólki, og fyrir enn þá stærri hóp eru byrðarnar sífellt að þyngjast.“ Ögmundur Jónasson segir að neyðarástand hafi skapast í húsnæðismálum Þörf er á þjóðarátaki í húsnæðismálunum SÍMKERFI Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH), og allra útibúa þess, ásamt tal- og farsímaþjónustu sjúkrahúsanna, hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð í mars. Jafn- hliða þessu verður boðin út fjar- skiptaþjónusta sem spítalinn hefur keypt af Landssímanum en þar er um að ræða afnotagjöld vegna sím- tala innanlands, til útlanda og í GSM-kerfinu. Um er að ræða mjög umfangsmik- ið og margþætt útboð að sögn Ing- ólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni- og eignasviðs LSH. Til marks um það eru um 3.000 innanhússnúm- er í símkerfi sjúkrahúsanna og ár- legur kostnaður vegna afnotagjalda nemur um 70 milljónum króna. Í útboðsgögnum er miðað við að ný símstöð verði tekin á leigu til sjö ára og er sóst er eftir nýjustu tækni í símstöðvum. Útboðinu er skipt í nokkra hluta og geta bjóðendur boðið í allan pakk- ann eða ákveðna hluta þjónustunnar. „Samhliða þessu er boðin út leiga á öllum símtækjum sem þörf er á að endurnýja. Við bjóðum einnig út af- notagjöld, m.a. vegna innanlands- og utanlandssímtala,“ sagði Ingólfur. „Við höfum einnig áhuga á að menn bjóði okkur upp á ýmsar nýj- ungar sem standa til boða í dag eins og til dæmis þráðlausa síma inni á spítulunum, þannig að starfsfólk geti verið með þráðlausa síma á sér,“ sagði hann. „Við óskum líka eftir því að menn geri okkur grein fyrir þeirri þjón- ustu sem þeir gætu hugsað sér að bjóða sjúklingum. Þar erum við að ræða um að geta boðið sjúklingum upp á símtæki, símnúmer og netað- gang og það er einnig hægt að hugsa sér fleiri möguleika á borð við að símafyrirtæki komi upp sjónvörpum og selji mönnum aðgang að mynd- böndum sem þeir greiða fyrir með símtækinu,“ sagði Ingólfur enn fremur. „Þessu til viðbótar bjóðum við líka út leigu á GSM-símum og afnota- gjöld fyrir GSM,“ sagði hann. Er gert ráð fyrir að símstöðin verði komin í notkun í haust. Ákveðið hefur verið að taka í notk- un nýtt símanúmer á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og var það valið í almennri kosningu meðal starfs- manna á heimavef spítalans. Völdu starfsmenn númerið 543 0000 sem verður aðalnúmer spítalans þegar ný símstöð verður tekin í notkun. Símaþjónusta Land- spítala og tæki boðin út FLEIRI umsóknir hafa borist Skráningarstofunni um einkamerk- ingar á bílum en búist var við í upp- hafi og hefur tilhneigingin orðið sú að herða frekar reglur í seinni tíð varðandi leyfilega áletrun á einka- númerum bifreiðaeigenda. Nokkuð er um að áletrunum sé hafnað enda mega einkamerki ekki vera til þess fallin að valda hneykslun eða hafa óþægindi í för með sér fyrir aðra. Að sögn Brynhildar Georgsdótt- ur, hjá bifreiðaskráningu Skráning- arstofunnar hf., hefur umsóknum um einkanúmer oft verið hafnað og nefnir sem dæmi áletranir eins og POLICE, FÍKNÓ og KILLER. Mat hverju sinni hvað leyfa má Varðandi það að áletrun eins og BISKUP sé á sportbíl, sem skráð var í júlí 2000 og vísar mjög sterkt á ákveðna persónu kirkjunnar, segir Brynhildur að auðvitað sé það alltaf háð mati hverju sinni hvað eigi að leyfa og það sem einn telji of langt gengið finnist öðrum tepruskapur að gera athugasemdir við. „Það hefur frekar verið tilhneig- ingin í seinni tíð að herða reglurnar. Menn voru kannski ekki eins vak- andi til að byrja með, að það væri eitthvað vandamál að menn væru eitthvað sérstaklega að leitast eftir því að hafa þetta hneykslanlegt en sumir eru auðvitað að því.“ Samkvæmt reglum skal áletrun vera tveir til sex bókstafir og/eða tölustafir og einkamerki mega hvorki brjóta í bága við íslenskt málfar né vera fallin til þess að valda hneykslun eða geta haft í för með sér óþægindi fyrir aðra. Þá má áletrunin ekki vera eins og fasta- númerin, tveir bókastafir og þrír tölustafir, og ekki vera eins og núm- er af eldri gerðinni sem enn þá er í notkun. Kostar 28.750 krónur Brynhildur segir að fleiri hafi sótt um einkanúmer en menn hafi búist við í upphafi. Að fá einkanúmer kostar 28.750 krónur og segir Bryn- hildur að menn setji þessa upphæð yfirleitt ekki fyrir sig og að oft fylgi þeim mikið umstang á Skráningar- stofunni. „Það hafa komið upp álita- efni og jafnvel árekstrar. Þetta er alveg ótrúlega mikið tilfinningamál fyrir marga.“ Einkanúmer- um á bílum fer fjölgandi SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins var kallað að fjölbýlis- húsi við Engihjalla í Kópavogi um kl. hálftólf í fyrrakvöld þar sem eldur logaði í sjónvarps- tæki. Húsráðandi hafði brugðið sér frá skamma stund og á með- an kviknaði í tækinu. Talsverðar skemmdir urðu í herberginu sem sjónvarpið var í. Einnig urðu nokkrar skemmd- ir af völdum sóts í íbúðinni og reykur barst út á stigagang. Reykræsta þurfti íbúðina en skemmdir eru ekki taldar mikl- ar. Húsráðanda sakaði ekki. Eldur í sjón- varpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.