Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundir FKA Vettvangur tengsla og fræðslu Morgunverðarfund-ir hjá Félagikvenna í atvinnu- rekstri, FKA, verða haldn- ir á næstunni í Gullteigi á Grand hóteli í Reykjavík og hefjast þeir klukkan 8 með morgunverðarhlað- borði. Inga Sólnes er for- maður fræðsluráðs FKA og hún var spurð hvað fjalla ætti um á fyrirhug- uðum morgunverðarfund- um á næstunni. „Tilgangurinn með þessum morgunverðar- fundum, sem hafa fengið gæluheitið Púltið, er að fá fyrirlesara til að fjalla um ákveðin málefni er varða rekstur og stjórnun fyrir- tækja og þá með áherslu á málefni sem brenna helst á konum og fyrirtækjum kvenna. Næsti fundur verður haldinn nú á miðvikudaginn, hinn 14. febrúar, á fyrrnefndum stað. Þar munu tvær konur kynna sín fyrirtæki og síð- an vorum við svo heppnar að fá til liðs við okkur konu úr atvinnulíf- inu, Margréti Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá Skeljungi. Erindi Margrétar ber heitið: „Gleðin við að vera stjórnandi“, og mun hún fjalla vítt og breitt um stjórnun, samspil yf- irmanna og undirmanna og um hvatningu og umbun.“ – Hve oft er FKA með morg- unverðarfundi? „Einu sinni í mánuði yfir vetr- artímann, þannig að miðvikudag- inn 14. mars mun Charlotte Sig- urðardóttir, MBA-ráðgjafi hjá IMPRU, fjalla um möguleika kvenna til þess að sækja sér fag- lega ráðgjöf og þá hvað þær þurfa helst að leita ráða um. Charlotte mun einnig ræða um tengslanet kvenna og segja frá ráðstefnu um nettengslaviðskipti sem hún sótti í París sl. haust. Hinn 4. apríl nk. höfum við svo fengið til að halda erindi Árelíu Eydísi Guðmunds- dóttur, vinnumarkaðsfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík, og mun hún fjalla um starfs- mannamálin; mannauðinn og starfsmannatryggð. Eins og fyrr hefur komið fram eru „Púltin“ haldin á Grand hóteli í Reykjavík og vonumst við til að sjá sem flest- ar konur, utan félags sem innan.“ – Hvenær var Félag kvenna í atvinnurekstri stofnað? „FKA var stofnað af tæplega 300 konum hinn 9. apríl 1999, með stuðningi iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyta. Félagskonur eru í dag um 500. Þær eiga allar og reka eigið fyrirtæki, einar eða með öðr- um, á öllum sviðum atvinnulífsins. Meðal verkefna félagsins er að standa að fræðslustarfsemi, nám- skeiðahaldi og miðlun upplýsinga. Fyrirhugað er að gefa út frétta- bréf tvisvar á ári, m.a. með efni frá félagskonum. Einnig að stuðla að kynnum félagskvenna innbyrðis eins og við munum gera m.a. á þessum morgunverðarfundum og gefa konum kost á að kynna fyr- irtæki sín á þessum vettvangi og koma sér á framfæri, að minnsta kosti á með- al félagskvenna.“ – Var mikil nauðsyn á stofnun svona félags? „Ein af forsendunum fyrir starfsemi FKA er að starfskraftar kvenna, sem sjálfstæðra atvinnurekenda, eru vannýtt auðlind fyrir efnahagslífið og er markmið félagsins að efla samstöðu og samstarf kvenna sem stunda atvinnurekstur með það fyrir augum að efla og fjölga fyr- irtækjum kvenna.“ – Fer konum í atvinnurekstri mjög fjölgandi nú? „Já, og það virðist vera tilhneig- ing hér á Vesturlöndum og í Bandaríkjunum að mest fjölgun í stofnun og rekstri smáfyrirtækja sé meðal kvenna. Þeim er því greinilega að vaxa ásmegin í at- vinnulífinu.“ – Eru fyrirtæki kvenna öðruvísi rekin en fyrirtæki sem karlar stjórna? „Sagt er að konur séu að mörgu leyti varkárari og fari sér hægar, t.d. varðandi lántökur, og þær taka síður mikla áhættu. Þetta þýðir jafnframt að fyrirtæki kvenna fara síður „á hausinn“, en að sama skapi skortir oft kjark og áræði hjá konum við að færa út kvíarnar. Þetta er bæði gott og vont, en fyrirtæki kvenna eru oft vel og samviskusamlega rekin.“ – Fara of fáar konur í viðskipta- tengt nám? „Það virðist ekki vera, það merkilega er að konur eru fjöl- mennari, bæði í viðskiptadeild HÍ og Háskólanum í Reykjavík, en það virðist sem þær fái síður „toppstöður“ innan fyrirtækja og fari þar af leiðandi frekar út í eigin rekstur.“ – Hvers konar rekstur? „Konur stofna gjarnan og reka þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi, svo og ráðgjafarfyrirtæki. Þær eru síður í mjög áhættusömum rekstri, samanber um- ræðuna um varkárni þeirra hér áður.“ – Hvernig fá konur meiri kjark? „Kannski er þetta styrkur kvenna en ekki veikleiki.“ – Hvernig geta konur náð meiri völdum í viðskiptalífi landsins? „Ein leiðin virðist vera sú stofna eigin fyrirtæki og jafnvel að efla meira tengslin kvenna á milli eins og karlar hafa gert frá ómunatíð. Þeir halda vel saman og það viljum við gera líka, m.a. með stofnun okkar ágæta félags. Inga Sólnes  Inga Sólnes fæddist á Ak- ureyri 1951 og ólst þar upp. Hún varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1971, tók BA- próf í dönsku og frönsku frá Há- skóla Íslands 1975 og BA-próf í félagsvísindum frá Kingston University í London 1978. Hún tók uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ. Kenndi m.a. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og á starfsfræðslu- námskeiðum hjá Iðntæknistofn- un. Hún hefur einnig starfað við ferðamál og verið leiðsögumað- ur. Nú rekur hún eigið ferða- þjónustufyrirtæki, Gesta- móttökuna hf. Inga er gift Jóni Sigurjónssyni, viðskiptafræðingi hjá Landsbanka Íslands, og eiga þau þrjá syni. Æ fleiri konur stofna og reka eigin fyrirtæki Það hefur eitthvað ruglast flokkunin í þennan poka ef þetta á að heita lamb, Guðni minn. STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur veitt fyrstu netverðlaun kennara og hlaut Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði, verð- launin fyrir að halda úti vefsíðu sem nýtist nemendum hans vel í námi. Á vefsíðunni má m.a. finna ítarlegar námskeiðalýsingar, efnis- yfirferðir, verkefni, gagnabanka og upplýsingar um rannsóknir og framhaldsnám, auk áhugaverðra slóða er tengjast fræðasviðinu. Í fréttatilkynningu frá SHÍ segir að stúdentaráð hafi lagt mikla áherslu á að kennarar tileinki sér Netið í auknum mæli við kennslu, enda geti kennsla orðið skilvirkari með skipulegri notkun Netsins og þá um leið unnist svigrúm til að auka fræðilegar umræður í tímum. Í gær var einnig opnaður stúd- entavefurinn www.student.is. Á vefnum verður að finna allar helstu upplýsingar af vettvangi stúdenta- ráðs, fréttir úr Stúdentablaðinu og frá deildarfélögunum. Morgunblaðið/Golli Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, tekur við netverðlaun- um kennara úr hendi Dagnýjar Jónsdóttur, formanns menntamála- nefndar SHÍ. Á milli þeirra stendur Björn G. Birgisson frá Nýherja. Stúdentaráð veitir netverðlaun Kannaðir verði kostir stjórnlaga- dómstóls ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að kanna kosti þess að koma á fót stjórn- lagadómstól eða stjórnlagaráði hér á landi. Er gerð tillaga um skipun nefndar sem í verði fulltrúar allra þingflokka, auk formanns sem dóms- málaráðherra skipar án tilnefningar. Í greinargerð sem fylgir tillögunni, segir að af og til hafi komið upp um- ræða um það hér á landi hvort þörf sé á úrskurðarvaldi um það hvort lög eða lagafrumvörp standist stjórnar- skrá og hvernig því verði best fyrir komið. Slíkt úrskurðarvald þekkist í nokkrum myndum og megi þar nefna til sögunnar sérstakan stjórnlaga- dómstól, sjálfstætt stjórnlagaráð og lagaráð sem starfar á vegum löggjaf- ans. Hins vegar hafi stjórnskipan Ís- lands ekki verið nægilega sterk að því leyti að engu slíku sé til að dreifa og því hafi þessi mál verið á verksviði Hæstaréttar. Breytingatillögur við lög um Hæstarétt lagðar fram Þá hafa tvö lagafrumvörp verið lögð fram á Alþingi af þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem báðum er ætlað að breyta lögum um dómstóla og varða bæði Hæstarétt. Hið fyrra er lagt fram af sjö þingmönnum Sam- fylkingarinnar og samkvæmt því eru dómarar við Hæstarétt skipaðir ótímabundið samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu sam- þykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Í dag gerir dómsmálaráðherra tillögu um hæstaréttardómara. Hitt frumvarpið er lagt fram af þingflokki Vinstri grænna og fjallar einnig um skipun dómara við Hæsta- rétt. Samkvæmt því er tillaga dóms- málaráðherra um nýjan dómara lögð fram á Alþingi og þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna sem taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu um tillög- una að samþykkja hana til að hún nái fram að ganga. Sé samþykkis synjað, skal dómsmálaráðherra leggja fyrir nýja tillögu og sé samþykkis enn synjað, hafa um málið samráð við þingflokka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.