Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 11

Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 11
FLUGVALLAR verið frestað vegna þess að málið er í sífelldri þróun. Þannig hefur enn ekki verið tekin sú grundvallarákvörðun, um hvað eigi að spyrja borgarana í atkvæðagreiðslunni. Í upphafi und- irbúningstímans var rætt um að fjórir kostir yrðu lagðir fyrir: Reykjavíkurflugvöllur á sín- um stað, Reykjavíkurflugvöllur með breyttri legu flugbrauta, nýr flugvöllur á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu og var þar verið að hugsa um flugvöll í Skerjafirði eða flugvöll sunnan Hafnarfjarðar og fjórði kosturinn var flutning- ur miðstöðvar innanlandsflugsins til Keflavík- ur. Síðar sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali að í sínum huga snerist málið í aðal- atriðum um tvennt, hvort völlurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni eða fara úr Vatnsmýrinni, en mikilvægt væri að sýna fram á að í báðum til- vikum væri kosta völ. Hugmyndin var að leggja þessa spurningu fyrir borgarana en gefa þeim jafnframt kost á því að velja á milli undirkosta. Í umræðunni var að undirkostir staðsetningar í Vatnsmýri yrðu flugvöllurinn á núverandi stað samkvæmt breyttu skipulagi og að ný austur- vestur-flugbraut yrði byggð út í sjó og notuð sem aðalflugbraut vallarins. Undirkostir at- kvæðis um völlinn burt áttu að vera flugvöllur í Skerjafirði, flugvöllur í Vatnsleysustrandar- hreppi, sunnan Hafnarfjarðar, og flutningur flugsins til Keflavíkurflugvallar. Eins og fyrr segir hefur ekki verið ákveðið hvað spurt verður um en í umræðunni nú mun vera að leggja einungis grundvallarspurn- inguna fyrir, það er að segja hvort Reykjavík- urflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða fara burt eftir 2016. Stefnt er að afgreiðslu málsins í borgarráði næstkomandi þriðjudag. Skiptar skoðanir um atkvæðagreiðsluna Ingibjörg Sólrún borgarstjóri segir að skipu- lagsumræða hér á landi hafi snúist mikið um einstakar lóðir, hvort og hvernig ætti að byggja á þeim og alltaf komi fram mótmæli við fyr- irætlanir um byggingu nýrra húsa. „Það fer aldrei fram umræða um borgarsamfélagið í heild sinni. Hvað vinnst og hvað tapast við að leyfa byggingu eða leyfa hana ekki.“ Telur hún að umræðan sem skapast hefur um skipulag Vatnsmýrar, meðal annars vegna atkvæða- greiðslunnar, hafi breytt þessu. Telur hún að í framtíðinni verði fleiri slík mál borin upp við íbúana, til dæmis mál sem varða miklar breyt- ingar á borgarmyndinni. En það byggist á því að hægt verði að komast út úr átakamenning- unni, rætt verði um lausnir á verkefnum, sam- eiginleg hagsmunamál fundin en ágreiningur lágmarkaður. Framhald slíkra atkvæðagreiðslna meðal íbúanna hlýtur að fara nokkuð eftir því hvernig til tekst nú. Varla er þó við því að búast að borg- ararnir fái að greiða atkvæði um útsvarspró- sentuna sem hlýtur að henta jafn vel fyrir at- kvæðagreiðslu af þessu tagi og flugvallarmálið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt ákvörðun Reykjavíkurlistans um at- kvæðagreiðslu um flugvöllinn og talið hana al- gerlega ótímabæra og ekki tekið þátt í ákvörð- unum um hana. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti listans, telur að tillaga um atkvæðagreiðslu sé sett fram til að mæta gagnrýni sem gangi út á að Vatnsmýrarlandið sé alltof verðmætt til að hafa þar flugbrautir. „Meirihlutinn í Reykjavík hóf umræðuna með því að þyrla upp ákveðnu moldviðri til að láta kjósendur halda að hann beri enga ábyrgð á málinu, heldur væri end- urgerð flugbrautanna alfarið á ábyrgð sam- gönguráðherra. Þetta finnst mér ómerkilegur málflutningur. Síðan á að fara fram atkvæða- greiðsla um framtíð vallarins í nafni lýðræðis sem að stórum hluta til er tóm sýndar- mennska.“ Þá gagnrýnir hún meirihlutann fyrir að gefa í skyn að ákvarðanir um framtíð vall- arins kunni að hafa áhrif á allra næstu árum. Breytt umræða Á síðustu árum hefur umræðan um Reykja- víkurflugvöll breyst. Áður bar meira á gagnrýni á flugvöllinn vegna hávaðamengunar og slysa- hættu. Sú umræða hefur að miklu leyti vikið fyrir umræðu um mikilvægi Vatnsmýrarinnar sem byggingarlands í tengslum við miðborgina. Samtök um betri byggð hafa átt verulegan þátt í því með því að sýna fram á mikilvægi Vatns- mýrarinnar fyrir borgina og verðgildi landsins. Yfirvöld svöruðu einnig gagnrýni vegna slysahættu og hávaða, en vonum seinna. Flug- málastjórn fékk bresku flugumferðarþjón- ustuna til að gera úttekt á hættunni sem flug- umferð skapar fyrir borgarana. Niðurstaða sérfræðinganna var að áhættan við Reykjavík- urflugvöll væri innan viðunandi marka, miðað við flugvelli í Bretlandi og viðmið á öðrum svið- um. Þá ákváðu flugmálayfirvöld að draga úr flugumferð í Reykjavík með því að flytja æf- inga- og kennsluflug annað og að grípa til marg- víslegra ráða til að framfylgja þeim reglum sem gilda um flugumferð um völlinn. Framkvæmdir við nýjan flugvöll til snertil- endinga eru áformaðar á árinu 2003, sam- kvæmt flugmálaáætlun. Til greina koma nokkr- ir staðir á Reykjanesi, í Melasveit og á Mosfellsheiði og er unnið að mati á þeim. Áætl- að er að slíkur völlur kosti um 250 milljónir kr., samkvæmt upplýsingum samgönguráðuneytis- ins. Þegar hann kemst í notkun mun flughreyf- ingum á Reykjavíkurflugvelli fækka um 19 þús- und, eða um nærri því fjórðung. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framhaldið en hugsan- legt er að einkaflugið flytjist síðar á þennan nýja flugvöll. Raunar lýsti samgönguráðherra því yfir í vikunni á heimasíðu sinni, að verði nið- urstaðan sú að flugvöllurinn fari úr höfuðborg- inni hljóti að koma til skoðunar að færa æfinga- og kennsluflugið strax til Keflavíkur og falla frá áformum um sérstaka kennslu- og æfingabraut og aðstöðu fyrir einkaflugið. Flugkennslan myndi þá færast á Suðurnesin ásamt rekstri flugskólanna. Aðeins tveir kostir? Í upphafi var málið sett þannig upp af yf- irvöldum, jafnt samgönguráðuneyti, flugráði og Flugmálastjórn, að aðeins væri tveggja kosta völ í málinu, að reka Reykjavíkurflugvöll áfram eða að flytja miðstöð innanlandsflugs til Kefla- víkurflugvallar. Í febrúar 1997 skilaði Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands greiningu á hagkvæmni þessara tveggja kosta en hún vann verkið fyrir Borg- arskipulag og Flugmálastjórn. Í skýrslunni er tekið fram að vegna kostnaðar og umfangs þess að finna besta kostinn til að bera saman við Reykjavíkurflugvöll hafi orðið að samkomulagi að bera hann einungis saman við flutning til Keflavíkur. Þeim kosti fylgdi jafnframt að Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.