Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 20

Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dodge Durango SLT+ 07/99 Ekinn 17.000 km, 7 manna, leðurinnrétting, litaðar rúður, dráttarbeisli, geislaspilari, brettakantar, hvítur að lit. Upplýsingar í síma 892 4880 eða 567 1787. Bók sem rekur þróun hug- mynda um skipulag í Reykja- vík. Bókin útskýrir hvers vegna Reykjavík stendur nú á tímamótum og hvernig ný sýn til skipulagsmála hennar er að verða til. Bókin er mjög mikil- vægt framlag til þeirrar miklu umræðu um skipulagsmál Reykjavíkur sem nú fer fram. Fæst í flestum bókabúðum. Leiðbeinandi verð kr. 1.980. HÁSKÓLAÚTGÁFAN ÚR því að sýning á verkum banda- rísku listakonunnar Diana Thater var að syngja sitt síðasta í hinum vel heppnaða Tensta konsthall, skammt utan við Stokkhólm, en sýningin Meðal við melankólíu – í Edsvik konst och kultur, í Sollentuna – með Harald okkar Jónsson innanborðs í glæstum hópi sænskra og alþjóð- legra kollega ekki enn komin á flot var ekki úr vegi að skoða sýninguna Oskuldens århundrade – Öld sak- leysisins – í Liljevalchs konsthall. Sýningin fjallar um hvíta, einlita málverkið í sögulegri vídd. En það er ekki úr vegi að byrja með kynningu á Listaskála Lilje- valchs, einum elsta listaskála Evr- ópu, sem heitir í höfuðið á iðnjöfr- inum Carl Fredrik Liljevalch, og var opnaður árið 1916. Þessi undurfagri og margsala listaskáli stendur á Skansinum vestanverðum líkt og vin við eilítið fjarskylda smábátahöfn. Við listaskálann er hið frábærlega notalega kaffihús og geysivinsæli matsölustaður Blå porten, eða Bláa hliðið, með standandi hlaðborði, bök- um, kökum, rjúkandi kaffi og borð- víni. Það var upphaflega stofnað árið 1692, enda ber reynsluríkt loftið og máluð loftskreytingin aldrinum fag- urt vitni. Í fríi frá fundarsetum, eða á fögr- um helgardegi, þegar fáar verslanir eru opnar, er tilvalið fyrir Íslendinga stadda í Stokkhólmi að rölta austur Strandveginn og bregða sér út á Skansinn og skoða Liljevalchs konsthall áður en þeir fá sér svo bita á Bláa hliðinu. Eftir að fyrrum Roos- eum-stjórinn Bo Nilsson settist í for- stöðumannsstólinn má búast við enn kröftugri umsvifum á Liljevalchs en hingað til enda hefur hann verið með virkustu sýninga- og safnstjórum Svía undanfarinn áratug. Það er skemmst að minnast athyglisverðrar sýningar hans á sænskri samtímalist í Feneyjum 1997, undir heitinu De- position, sem bæði getur þýtt vitn- isburður og ofantaka. Að margra mati var þetta hugarfóstur Nilssons besta sérsýningin í Feneyjum það sumarið. Á rölti mínu um sali listaskálans varð mér hugsað til Péturs vinar míns Arasonar. Mikið hefði hann þurft að vera kominn til að sjá her- legheitin. Þarna gengur Absalon, hið skammlífa séní, berserksgang á skjánum, hvítur á hvítu eins og vist- arverurnar sem hann smíðaði sjálf- um sér til fangavistar, fjarri heims- ins glaumi. Skammt þar frá er Clay Ketter, einhver eftirtektarverðasti listmálari Skandinavíu um þessar mundir, með verk sem minnir á vegg sem búið er að rífa frá skápasam- stæðu svo eftir standa förin. Ítalski listamaðurinn Rudolf Stingel er með annars konar för í risastóru frauð- plastsverki sínu. Hins vegar er farið eftir orðin Hér Ekki – Ici Non – í málverki júrassíska málarans Rémy Zaugg varla aðgreinanlegt frá bak- grunninum og risastórt, gljáfægt vatnslitaverk þýsku listakonunnar Karin Sander verður varla aðgreint frá veggnum umleikis nema með hjálp birtunnar. Það er með einlita málverkið líkt og optísku stefnuna á sjötta og sjö- unda áratugnum að listamaðurinn setur sér hetjuleg takmörk kerfis- bundinnar einföldunar. Það er eitt- hvað stórbrotið og hrífandi við nið- urtalningu rússneska málarans Kasimir Malevich á öðrum tug ald- arinnar sem erfitt var að leika eftir. Einungis bestu listamenn, á borð við svissnesku listakonuna Sophie Täub- er-Arp, argentínsk-ítalska listmálar- ann Lucio Fontana, Bandaríkja- manninn Robert Ryman, Frakkann Yves Klein og Ítalann Piero Manzoni gátu gert sér mat úr djörfu fordæmi Rússans sem fyrstum kom til hugar að mála hvítt á hvítt ofan. Það er því gleðilegt að sjá hve vel yngstu kyn- slóðinni; listbræðrunum Michael Elmgreen frá Danmörku og Ingar Dragset frá Noregi; hinni dönsku Katyu Sander og enska Jason Mart- in tekst að skerpa sig gagnvart ágætri millikynslóðinni, svo sem Monu Hatoum með sitt frábæra sili- konverk, Franz West, A.K. Dolven og Sherrie Levine. Eru þá ótaldir Þjóðverjinn Günter Uecker – mágur Yves heitins Klein – með hrífandi naglaverk sitt og Svíinn Ola Bill- gren, með fígúratíft hvítverk sitt Hvítar nætur, sem sannar ótvírætt ágæti þessa skandinavíska Gerd Richter. Efist nú einhver um ágæti hvítra einlitsverka er hinum sama bent á að smella sér inn á frábæran vef lista- skálans – www.liljevalchs.com – og skoða þau listaverk af sýningunni sem þar eru til sýnis. Þótt þau séu einungis lítill hluti heildarinnar sanna þau ótvírætt margbreytileik og mikilfengleik hvíta málverksins, þessarar fyrirlitnu tegundar sem varð Yasminu Reza að fóðri í ein- hvern eftirminnilegasta gamanleik síðari ára. Þar með geta allir ánetj- aðir notið þess að setjast á rökstóla líkt og vinirnir þrír í leikritinu Lista- verkið og tekið afstöðu til þessarar misskildu listtjáningar. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Fimm metra langt, ónefnt frauðplastsverk eftir Rudolf Stingel, frá síðasta ári. Hvítar nætur. Tæplega þriggja metra langt málverk Ola Billgren, frá 1989. Hvítt á hvítt MYNDLIST L i l j e v a l c h s k o n s t h a l l Til 25. mars. Þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 11–17 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11–20. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI 55 ALÞJÓÐLEGIR LISTAMENN Halldór Björn Runólfsson White Field, frá 1983, naglaverk eftir Günter Uecker. Hálfur annar metri á hvern veg. Franz West kaus að mála óvenjulegt auglýsingarverk fyrir sýninguna. Liljevalchs konsthall.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.