Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ANNAR hluti menntaáætlunar Evr-
ópusambandsins, Sókratesar, hófst á
fyrri hluta síðasta árs og hafa ís-
lenskir nemendur, kennarar og
menntastofnanir þátttökurétt í
henni á grundvelli samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið. Á undan-
förnum árum hefur hátt í annað þús-
und manns hlotið styrki til náms og
starfa í öðrum Evrópulöndum.
Auk fjölgunar atvinnutækifæra
eru menntamálin sá málaflokkur
sem njóta á forgangs í hugum flestra
Evrópubúa. Evrópusambandið sjálft
hefur enga formlega menntastefnu
og forræðið liggur því hjá stjórnvöld-
um í hverju aðildarlandi fyrir sig.
Samvinna hefur þó aukist mjög á
undanförnum árum enda leggur
menntun grunninn að almennum
framförum, aukinni samkeppnis-
hæfni og velferð framtíðarinnar.
Fyrsti hluti Sókrates-áætlunar-
innar hófst í mars 1995 og lauk í árs-
lok 1999. Á þessum tæplega 5 árum
jókst þátttaka Íslendinga stöðugt og
sífellt fleiri útlendingar komu jafn-
framt hingað til lands til að afla sér
þekkingar, stunda nám eða kennslu.
Um 50 skólar tekið þátt
í samstarfsverkefnum
Um það bil 50 skólar á öllum skóla-
stigum hafa tekið þátt í samstarfs-
verkefnum með evrópskum skólum
og rúmlega 800 háskólastúdentar
hafa tekið hluta af námi sínu erlend-
is. Fleiri en 300 grunn- og fram-
haldsskólakennarar hafa hlotið
styrki til að sækja endurmenntunar-
námskeið í Evrópu og um 50 erlendir
kennaranemar hafa komið hingað til
lands til að aðstoða við tungumála-
kennslu í grunn- og framhaldsskól-
um. Þar að auki hafa tæplega 400
nemendur á grunn- og framhalds-
skólastigi tekið þátt í samvinnuverk-
efnum með jafnöldrum sínum í öðr-
um Evrópuríkjum og fela þau
tungumálaverkefni m.a. í sér tveggja
vikna gagnkvæmar heimsóknir.
Fyrsta janúar árið 2000 hófst ann-
ar áfangi Sókratesar hér á landi og
er hann að flestu leyti byggður upp á
sama hátt og sá fyrri. Að þessu sinni
verður þó leitast við að gera þátttöku
aðgengilegri því fólki sem höllum
fæti stendur í skólakerfinu og aukin
áhersla lögð á endurmenntun og sí-
menntun. Sérstaklega verður hvatt
til betri nýtingar upplýsingatækni í
menntakerfinu og bættrar tungu-
málakunnáttu. Áætlunin skiptist nú í
átta þætti:
Comenius, sem snýr að leik-,
grunn- og framhaldsskólastigum.
Erasmus, sem snýr að háskóla-
stiginu.
Grundtvig, sem snýr að fullorðins-
fræðslu og öðrum menntunarleið-
um.
Lingua, sem snýr að tungumála-
námi.
Minerva, sem snýr að notkun upp-
lýsingatækni í menntamálum.
Rannsóknir og nýjungar í
menntakerfum og menntastefnu.
Sameiginlegar aðgerðir með öðr-
um evrópskum menntaáætlunum.
Hliðaraðgerðir.
Auk Evrópusambandsríkjanna 15
hafa Ísland, Noregur og Lichten-
stein þátttökurétt í Sókrates svo og
þau ríki sem nú undirbúa inngöngu í
Evrópusambandið. Samtals eru
þátttökuríkin því 31 talsins. Til að
hljóta styrk frá sambandinu verður
þó a.m.k. eitt fullgilt aðildarríki að
taka þátt í hverju verkefni, t.a.m. fá
verkefni sem einungis eru unnin af
íslenskum og norskum aðilum ekki
fjárstuðning. Stefnt er að því að út-
hluta samtals tæpum 150 milljörðum
íslenskra króna fram til ársins 2006
og mun langstærstur hluti þess fjár
renna til Erasmus- og Comenius-
undiráætlananna, ekki minna en
51% til þeirrar fyrrnefndu og 27% til
þeirrar síðarnefndu. Þátttaka Ís-
lendinga hefur enda verið mest í
þessum tveimur undiráætlunum auk
Lingua sem snýr að tungumála-
kennslu.
Hvatt til nýjunga í upplýsinga-
og samskiptatækni
Comeniusar-þátturinn tekur til
alls menntasamstarfs á leik-, grunn-
og framhaldsskóla. Hún felur í sér
yfirgripsmiklar aðgerðir til að efla
samstarf milli menntastofnana á
leik-, grunn- og framhaldsskólastig-
inu, auka fagmennsku kennara og
stuðla að því að ungt fólk í Evrópu
verði góðrar og víðtækrar menntun-
ar aðnjótandi. Hvatt er til nýjunga í
upplýsinga- og samskiptatækni til að
auðvelda milliríkjasamstarf og gera
skólastarfið alþjóðlegra. Helstu
markmiðin eru að stuðla að gagn-
kvæmri þekkingu á menningu og
málefnum Evrópuþjóða, auka tengsl
og samstarf milli skóla og efla hina
svokölluðu Evrópuvídd (European
Dimension) í menntamálum. Unnið
er að bættum kennsluaðferðum,
málakunnáttu og hreyfanleika nem-
enda og kennara milli svæða. Kenn-
urum er jafnframt gefinn kostur á að
sækja endurmenntunarnámskeið til
annarra Evrópulanda og þeim sem
stunda eða lokið hafa námi í tungu-
málakennslu er gert kleift að dvelja
um tíma sem aðstoðarkennarar í
öðru Evrópuríki til þjálfunar. Getur
sú dvöl varað frá þremur mánuðum
til eins skólaárs. Sérstök áhersla er
lögð á tungumál sem njóta lítillar út-
breiðslu.
Áhersla á erlend tungumál
Með Lingua-undiráætluninni veit-
ir framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins styrki til margs konar fjöl-
þjóðlegra verkefna, sem m.a. stuðla
að því að fólk læri erlend tungumál,
og til þróunar námsgagna.
Erasmus-áætluninni var fyrst
komið á fót árið 1987 með það að
markmiði að auka nemenda- og
kennaraskipti á háskólastigi í aðild-
arríkjum Evrópusambandsins. Með
slíku samstarfi var ætlunin að
styrkja stoðir evrópskrar háskóla-
menntunar og gera háskóla færari
um að standast vaxandi alþjóðlega
samkeppni. Annað meginmarkmið
Erasmusar var að stuðla að aukinni
samkennd meðal Evrópubúa og víð-
tæku samstarfi aðildarríkja á sviði
félags- og efnahagsmála. Íslending-
ar fengu aðgang að Erasmusi 1992
með aðild að EES. Árið 1995 varð
hún gerð að undiráætlun Sókratesar.
Fjárveitingar til Erasmusar-hluta
Sókratesar skiptast í styrki til stúd-
enta- og kennaraskipta, þróunar
sameiginlegra reglna um námsmat,
þróunar námskeiða og námsbrauta,
sérstakra tungumálanámskeiða, evr-
ópskra námsbrauta, stuttra sam-
starfsnámskeiða, undirbúnings-
heimsókna og svokallaðra þemaneta.
Langstærsti hluti þess fjár sem Ís-
lendingar hafa fengið úthlutað er
ætlaður til nemendaskipta og hafa
þau allt frá upphafi verið uppistaðan
í þátttöku Íslands, sem og annarra
þátttökuríkja. Þátttakendur hljóta
styrki sem ætlað er að mæta ferða-
og viðbótarkostnaði sem þeir verða
fyrir við að flytjast á milli landa, svo
og kostnaði vegna sérstaks tungu-
málanáms í tengslum við námið er-
lendis. Styrkveitingin er undir því
komin að háskólinn í heimalandi
námsmannsins gefi fullnægjandi
tryggingu fyrir því að námið sem
hann hyggst stunda erlendis fáist
viðurkennt að fullu heima, sem og
því að erlendi háskólinn felli niður
skólagjöld sín. Þátttakan hefur vaxið
frá ári til árs og hafa Danmörk,
Ítalía, Þýskaland, Frakkland og
Spánn verið vinsælustu áfangastaðir
íslenskra stúdenta á síðastliðnum ár-
um.
Landsskrifstofur
sjá um framkvæmd
Í öllum þátttökulöndum Sókrates-
ar eru reknar sérstakar landsskrif-
stofur sem sjá um framkvæmd og út-
hlutun styrkja í viðkomandi landi.
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
gegnir því hlutverki hér á landi og
þeim sem vilja afla sér frekari upp-
lýsinga um áætlunina og fram-
kvæmd hennar hérlendis skal bent
hana. Á upplýsingavef Alþjóðaskrif-
stofunnar er m.a. að finna gott yfirlit
yfir málefni Sókratesar og er hann
að finna á slóðinni http://
www.ask.hi.is.
Hátt í tvö þúsund Íslendingar hafa hlotið styrki til náms og starfa í öðrum Evrópulöndum
í krafti menntaáætlunar Evrópusambandsins, Sókratesar. Þorsteinn Brynjar Björnsson
fjallar um Sókrates en annar áfangi áætlunarinnar hófst hér á landi í janúar og verður
leitast við að gera þátttöku aðgengilegri því fólki sem höllum fæti stendur í skólakerfinu
og aukin áhersla lögð á endurmenntun og símenntun.
Morgunblaðið/Ásdís
Hólabrekkuskóli er þátttakandi í einu af verkefnum Sókratesar, svokölluðu Comenius-verkefni, sem byggist á samvinnu þriggja skóla, hverjum í sínu
landinu á Evrópska efnahagssvæðinu. Hér eru nemendur í Hólabrekkuskóla að fræðast um mataræði ítalskra jafnaldra þeirra.
Menntamál sett í for-
gang með Sókratesi
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Erla Björk Sigurðardóttir er
nemi við Menntaskólann í
Kópavogi og einn fjölmargra
Íslendinga sem tekið hafa þátt í
verkefnum innan Sókrates-
áætlunarinnar. Hún var beðin
um að segja stuttlega frá
reynslu sinni:
„Þegar ég var á ferða-
málabraut í MK barst okkur
fyrirspurn frá veitinga- og
ferðamálaskóla í Madrid hvort
við hefðum áhuga á þátttöku í
samstarfsverkefni sem m.a.
fæli í sér gagnkvæmar heim-
sóknir með styrk frá Evrópu-
sambandinu. Okkur leist mjög
vel á það og eftir nokkurn und-
irbúning af beggja hálfu kom
hópur til Íslands og dvaldi hér í
tvær vikur síðastliðinn vetur.
Kynntu þau sér meðal annars
skólann okkar, skoðuðu hótel
og veitingastaði í Reykjavík og
fóru í nokkrar kynnisferðir.
Ætlast var til þess að íslensku
þátttakendurnir hýstu þá
spænsku en þegar allt kom til
alls þurftu þó margir að dvelja
á gistiheimilum. Að öðru leyti
heppnaðist heimsóknin þó vel
og voru þau mjög ánægð með
dvölina. Þó fannst þeim allt
mjög dýrt hér á landi og fengu
létt áfall yfir verðlaginu, ekki
síst á matvælum. Á þessum
tíma var líka allt á kafi í snjó,
sem mörg þeirra höfðu vart
séð fyrr á ævinni. Ákveðið var
fyrir fram að öll okkar sam-
skipti skyldu fara fram á ensku
og áttum við ekki heldur að
tala saman á eigin tungumáli
innbyrðis. Enskukunnátta
Spánverjanna var þó mjög mis-
jöfn en þetta hafðist nú allt
saman.
Nú í haust héldum við síðan
til Spánar og dvöldum þar í 10
daga. Það var mjög áhugavert
að sjá hvernig náminu er hátt-
að þar í landi og við lærðum
mjög mikið. Í stað þess að
byggja allt upp á æfingum var
t.a.m. ýmislegt gert í formi
leikja. Við fórum einnig víða
um í Madrid, á veitingastaði,
söfn og skemmtistaði svo eitt-
hvað sé nefnt. Dvaldi ég hjá
fjölskyldu stráksins sem gisti
heima hjá mér í fyrravetur.
Þau voru mjög almennileg en
töluðu aftur á móti afar litla
ensku, þetta reddaðist þó allt
með einhvers konar handapati.
Það var afar góð reynsla að
standa nokkurn veginn á eigin
fótum í þennan tíma. Okkur
gafst líka ómetanlegt tækifæri
til að kynnast spænskri menn-
ingu og lifnaðarháttum. Til
dæmis eru matarvenjurnar allt
aðrar en þær sem við eigum
hér að venjast, hádegismatur
borðaður kl. þrjú á daginn og
kvöldmatur klukkan tíu. Það
er óhætt að segja að ég hafi
verið afskaplega ánægð með
ferðina og ég held að aðrir séu
mér sammála um það. Sjálf
þurftum við einungis að greiða
örlítinn hluta kostnaðarins
vegna Sókrates/Lingua-styrks
frá Evrópusambandinu en
skólinn lagði einnig til ákveð-
inn hluta.“
Erla Björk
Sigurðardóttir
Góð reynsla
að standa á
eigin fótum