Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VARÐVEIZLA MENNINGAR- ARFSINS Í REYKHOLTI Reykholt er einn merkasti sögu-staður þjóðarinnar og varð-veizla, uppbygging og um- gjörð staðarins verður því æ til merkis um, hvernig Íslendingar um- gangast menningararfinn. Vakningin um endurreisn og uppbyggingu Reyk- holts er þjóðinni til sóma og þá er ein- stök sú ræktarsemi, sem frændur vor- ir í Noregi hafa sýnt staðnum. Norðmenn eiga mikinn hlut að upp- byggingu Reykholts og hafa gefið til staðarins stórfé og margar góðar gjafir aðrar, enda telja þeir sig standa í mikilli þakkarskuld við Snorra Sturluson vegna sagnaritunar hans og varðveizlu sögu þeirra í ritum hans. Reykholt er eitt merkasta menn- ingarsetur þjóðarinnar, ekki sízt vegna Snorrastofu, sem afhent var til notkunar á Reykholtshátíð í lok júlí- mánaðar sl. að viðstöddum fjölda gesta. Þeirra á meðal var Haraldur V Noregskonungur og Sonja drottning og margir aðrir Norðmenn, sem hafa stutt uppbyggingu Reykholts með margvíslegum hætti. Þess má og geta, að þegar hornsteinninn að Reykholts- kirkju og Snorrastofu var lagður 1988 var Ólafur Noregskonungur viðstadd- ur og afhenti þá þjóðargjöf landa sinna til Snorrastofu. Sem krónprins Norðmanna afhenti hann Íslending- um einnig að gjöf árið 1947 styttu Gustavs Vigelands af Snorra Sturlu- syni, sem enn er tákn Reykholts. Hún er önnur af aðeins tveimur högg- myndum Vigelands, sem eru til utan Noregs. Áform eru um, að umfangsmikið menningarstarf verði rekið í Reyk- holti. Við Snorrastofu verður rann- sóknarstofnun í íslenzkum og evr- ópskum fræðum. Bókasafn Reyk- holtsstaðar er mikið og merkt og má rekja það til gjafar Einars Hilsens, sem var norskrar ættar og fulltrúi Norður-Dakótaríkis á Alþingshátíð- inni 1930, á safni af útgáfum á verkum Snorra. Mörg bókasöfn íslenzkra manna hafa og verið gefin til Reyk- holts, eða keypt, þ.á m. bókasafn Tryggva Þórhallssonar, fv. forsætis- ráðherra. Umfangsmiklar fornleifarannsókn- ir eru hafnar í Reykholti og ýmsar merkar minjar hafa fundizt. Þá hafa forráðamenn Þjóðminjasafns hug á að koma upp minjagarði í Reykholti og hafa falazt eftir því að fá gömlu stað- arkirkjuna til umráða. Ráðgert er að taka kirkjuna ofan, friðlýsa hana og endurgera og nota fyrir sýningar í tengslum við þær minjar, sem eru á staðnum. Gamla kirkjan var byggð árin 1886– 1887 og sá Ingólfur Guðmundsson, síðar bóndi að Breiðabólstöðum, um smíðina. Hún þjónaði söfnuðinum allt þar til árið 1996, þegar nýja kirkjan var vígð, en hún var teiknuð af Garðari Halldórssyni. Kirkjan er eftirsótt til tónlistarflutnings, því hljómburður þykir góður og fagur. Deilur hafa verið innan Reykholts- sóknar um hvað skuli gert við gömlu timburkirkjuna, en botn fékkst í málið á aðalsafnaðarfundi í síðustu viku. Þar var samþykkt samhljóða, að heimila sóknarnefnd að ganga til samninga við Þjóðminjasafn um endurgerð og ráðstöfun hennar. Samþykktin gerir ráð fyrir, að Reykholtssókn beri eng- an kostnað af endurgerð, viðhaldi eða umsjón kirkjunnar. Það er gleðilegt, að samkomulag hafi tekizt um endurgerð gömlu timburkirkjunnar og hugmyndir for- ráðamanna Þjóðminjasafns um nýt- ingu hennar í tengslum við sögu stað- arins og stofnun minjagarðs í Reykholti eru sérstaklega áhugaverð- ar. Saga staðarins og þau miklu menn- ingarverðmæti, sem þar er að finna, munu þá enn frekar verða aðdrátt- arafl fyrir Íslendinga jafnt sem út- lendinga á komandi tímum. K ANNSKI er rétt að taka af skarið og að við skilgrein- um okkur, sem tvítyngda þjóð. Eitthvað á þessa leið komst Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa hf. og einn helzti forystumaður í uppbygg- ingu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi, að orði í ræðu á viðskiptaþingi Verzlunarráðs Ís- lands sl. fimmtudag. Það hlýtur að verða mörg- um umhugsunarefni, að þessi sjónarmið skuli koma fram. Þessi orð féllu í því samhengi, að mennta- og skólamál voru mjög til umræðu á þinginu og þ.á m. tungumálakunnátta. Raunar má segja, að umfjöllun um menntamál og nauðsyn róttækrar breytingar í skólakerfinu hafi verið eitt þeirra grundvallaratriða, sem til umræðu voru. Hvað veldur því, að einn helzti forystumaður hins nýja atvinnulífs á Íslandi varpar fram slíkri spurningu? Er hún til marks um uppgjöf við- skiptalífsins frammi fyrir ásókn enskunnar eða er hún raunsætt mat á því hvað sé nauðsynlegt til þess að takast á við viðfangsefni viðskiptalífs- ins í alþjóðlegu umhverfi? Viðræður við yngri kynslóðir forystumanna í viðskiptalífinu um þetta sjónarmið Frosta Bergssonar bentu til þess, að fáir væru tilbúnir til að taka undir þá skoðun, að við ættum að ganga svo langt að skilgreina okkur sem tví- tyngda þjóð. Hins vegar er það bersýnilega mjög ákveðin skoðun í þeim hópum, að við verð- um að horfast í augu við mikilvægi góðrar enskukunnáttu í alþjóðlegu viðskiptalífi og að Íslendingar séu einfaldlega ekki gjaldgengir á þeim vettvangi nema þeir tali nánast lýtalausa ensku. Sú tegund af viðunandi meðferð á enskri tungu, sem við hingað til höfum talið vera full- nægjandi, væri það einfaldlega ekki. Íslenzkir kaupsýslumenn geti ekki verið jafnokar við- skiptavina sinna við samningaborðið nema þeir hafi fullkomið vald á enskri tungu. Tölvu- heimurinn byggist á ensku og það sé þýðing- arlaust að viðurkenna þann veruleika ekki. Því er jafnvel haldið fram, að í einstaka fyrir- tækjum á Íslandi fari mikill hluti samskipta starfsmanna fram á ensku og jafnvel séu dæmi um að enska sé eins konar opinbert mál innan einstakra fyrirtækja og öll tölvupóstssamskipti fari fram á ensku. Af þessum sökum sé fullkomin enskukunnátta grundvallaratriði fyrir Íslendinga og í framhaldi af þessari röksemdafærslu er því haldið fram, að nauðsynlegt sé að hefja enskukennslu í skólum mun fyrr en nú er gert. Hún hefst nú við 10 ára aldur en raddir hafa komið fram um, að hún eigi jafnvel að hefjast við 9 ára aldur og hugsanlega 8 ára. Í því sambandi er bent á, að börn læri ensku nú þegar mjög snemma af kvikmyndum, sjón- varpsefni og myndböndum og þess vegna sé eins gott að þau hefji snemma skipulegt nám í ensku þannig að þau læri almennilega ensku en ekki þá sem yfirleitt er töluð í því afþreyingarefni, sem um er að ræða. Að þessu vék Björn Bjarnason menntamálaráðherra í setningarræðu sinni við upphaf Evrópsks tungumálaárs í Þjóðmenning- arhúsinu sl. fimmtudag, og taldi rök hníga að því að færa kennslu í erlendum tungumálum til enn yngri nemenda í grunnskólum enda ættu börn auðveldara með að læra tungumál eftir því, sem námið hæfist fyrr. Forystumenn nýrrar kynslóðar í viðskiptalíf- inu gefa margir hverjir ekki mikið fyrir dönsku- kunnáttu og telja að hún skipti litlu máli í því al- þjóðlega viðskiptaumhverfi, sem kalli á þessi breyttu viðhorf okkar Íslendinga til tungumála- kennslu og notkunar tungumála. Enda er ljóst, að yngri kynslóðir Íslendinga nota ensku að langmestu leyti í samskiptum við Norðurlanda- þjóðir og benda á, að þær geri gjarnan það sama. Rökin fyrir því eru m.a. þau, að í flóknum við- skiptaviðræðum sé eðlilegt að jafnræði ríki á milli viðsemjenda í því tungumáli, sem notað er og um slíkt jafnræði geti ekki verið að ræða ef Skandinavar tali móðurmál sitt en Íslendingar misjafnlega góða dönsku. Ekki fer hjá því að sjónarmið eins og þau sem hér hefur verið lýst valdi þungum áhyggjum hjá þeim kynslóðum núlifandi Íslendinga, sem mik- inn hluta síðustu aldar börðust fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar fyrst í stjórnarfarslegum efnum og síðan til þess að öðlast yfirráð yfir auð- lindum þjóðarinnar við strendur landsins. En jafnhliða sjálfstæðisbaráttunni var háð önnur barátta til þess að varðveita tungumálið, hreinsa út þau dönsku áhrif, sem tröllriðu húsum fyrir einni öld, ekki sízt í Reykjavík og á Akureyri og raunar víðar. Sjálfstæðisbaráttan og baráttan fyrir íslenzkri tungu hafa alltaf verið samtvinn- uð enda tungan og menningin forsendan fyrir lífi þjóðarinnar í því einangraða landi, sem Ísland er. Þegar þessi saga síðustu hundrað ára er höfð í huga fer ekki hjá því, að óhug setji að mörgum við umræður sem þessar. Óþarfa hræðsla? ÞAÐ MÁTTI merkja á viðræðum við unga forystumenn í við- skiptalífinu á Við- skiptaþingi Verzlunarráðsins, að þeir telja slíkar áhyggjur af stöðu íslenzkunnar óþarfa hræðslu. Röksemdir þeirra eru eitthvað á þessa leið: Hvað er að því, að Íslendingar tali annað tungumál nánast jafnvel og móðurmál sitt? Er það ekki bara af því góða? Er það ekki til marks um, að íslenzka þjóðin sé hámenntuð og eru ekki allir að tala um nauðsyn aukinnar menntunar? Má sú aukna menntun ekki ná til tungumála- kunnáttu eins og annars? Staða íslenzkunnar er margfalt betri en hún var fyrir hundrað árum, þegar hún var að láta undan síga vegna danskra áhrifa. Hefur íslenzk- an ekki eflzt á sama tíma og þjóðin hefur náð betra valdi á ensku og aukið þekkingu sína á öðr- um tungumálum? Þeir hinir sömu vísa til þjóða, þar sem tvær eða fleiri tungur eru talaðar. Þeir benda á Sviss, sem dæmi um það að ein og sama þjóðin geti verið nánast jafnvíg á tvö og jafnvel þrjú tungu- mál. Þeir benda líka á Bandaríkin, þar sem spænska sækir stöðugt á og margir telja, að hún nái jafnstöðu við ensku, þegar tímar líða. Talsmenn þessara sjónarmiða segja, að eðli- leg viðbrögð við vaxandi styrkleika enskunnar séu að efla mjög kennslu í íslenzku. Þeir hafna því sjónarmiði, að enskan muni smátt og smátt ryðja íslenzkunni úr vegi og benda á að íslenzk- an sé eftir sem áður móðurmálið, sem börnin læri með móðurmjólkinni, öll almenn samskipti þjóðarinnar fari fram á íslenzku, menningararf- leið hennar sé á íslenzku og bókmenntir hennar séu skrifaðar á íslenzku. Ef spurt er: hvenær má þá búast við að ís- lenzkir rithöfundar fari að skrifa á ensku er svarið: skrifaði ekki Gunnar Gunnarsson bækur sínar á dönsku og Kristmann Guðmundsson sín- ar bækur á norsku? Hefur íslenzkan orðið fyrir einhverju tjóni af þeirra völdum? Lokaröksemd þeirra, sem lýsa þessum sjónarmiðum, er sú, að ef Íslendingar standi sig ekki í alþjóðlegri samkeppni og til þess sé lýta- laus enskukunnátta lykilatriði, muni þjóðin dragast aftur úr öðrum og þá verði hvort sem er engin íslenzk þjóð í þessu landi þegar komið verður fram á seinni hluta þessarar aldar. Þá verði Ísland eins og Hornstrandir Evrópu. Í þessu sambandi er ástæða til að vekja at- hygli á ummælum Björns Bjarnasonar, mennta- málaráðherra, í fyrrnefndri ræðu í Þjóðmenn- ingarhúsinu um mikilvægi tungumálakunnáttu við að greiða veg fólks á starfsvettvangi í al- þjóðlegu samhengi. Ráðherrann undirstrikaði efnahagslegt- og viðskiptalegt gildi þeirrar þekkingar. Hann benti jafnframt á, að tungu- málakunnátta væri þáttur í því að eyða tor- tryggni á milli manna og þjóða á tímum þegar áhyggjur væru af þjóðernislegum öfgastefnum og bætti síðan við: „Það er ljóst að það eitt að læra erlend tungumál til nokkurrar hlítar opnar okkur áður óþekktar víddir, eflir skilning á öðr- um þjóðum, er menntandi í sjálfu sér og styrkir vitund um gildi móðurmálsins.“ Þetta eru áhugaverðar umræður og nauðsyn- legar úr því að þau sjónarmið eru á annað borð til staðar að það geti verið tilefni til þess, að Ís- lendingar skilgreini sig sem tvítyngda þjóð. Sjónarmið yngri kynslóða eru svo sterk í þess- um efnum að það verður ekki látið svo sem þau séu ekki til. Þau eru fyrir hendi og þeim verður haldið fram. Þau verða jafnvel að veruleika í ein- stökum fyrirtækjum og virðast vera orðin það að einhverju leyti. Hvernig á að bregðast við? Hvernig á að sætta ólík sjónarmið kynslóða í máli, sem snertir al- gert grundvallaratriði í framtíð íslenzku þjóð- arinnar? Á að berjast gegn þessum viðhorfum? Á að reyna að kæfa þau í fæðingu? Sennilega mundu slíkar aðferðir duga skammt. Fyrir áratug var erlent gervihnattasjónvarp að ryðja sér til rúms að ráði á Íslandi. Morgun- blaðið lýsti þá miklum áhyggjum af þeirri þróun og hugsanlegum auknum áhrifum ensku og eng- ilsaxneskrar menningar og væru þau þó nóg fyr- ir. Blaðið gerði sér hins vegar grein fyrir, að það var ekki hægt að skerma Ísland af frá umheim- inum! Viðbrögðin hlytu því að verða tvíþætt: annars vegar að efla íslenzkt sjónvarpsefni og myndefni svo sem kostur væri og hins vegar að stuðla að því að erlent gervihnattasjónvarp kæmi ekki bara úr einni átt heldur úr mörgum 11. febrúar 1945: „Því verður ekki með sanni neitað, að Al- þingi hefir ekki að undan- förnu notið þeirrar virðingar hjá þjóðinni, sem sæmir þeirri virðulegu stofnun. Or- sakirnar eru ýmsar. Verst fór þingið með álit sitt og virðingu, er það ljet líða tvö ár, án þess að inna af hendi þá frumskyldu, að mynda þingræðisstjórn í landinu. Þingið hefur nú bætt úr þessari vanrækslu og hefur þjóðin fagnað því af alhug. En þjóðin vill, að þingið geri betur. Hún er engan veginn ánægð með þing- störfin, eins og þau hafa ver- ið að undanförnu. Þjóðin vill hafa stutt og afkastamikil þing. – Hún vill ekki löng þing og úrræðalaus.“ 13. febrúar 1955: „Á sl. hausti, eftir formannaskiptin í Alþýðuflokknum, var stofn- að hér í Reykjavík Mál- fundafélag jafnaðarmanna. – Var það myndað af nokkrum fylgismönnum hins nýfallna formanns. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins gengu í félagið, þeir Hannibal Valdi- marsson og Gylfi Þ. Gísla- son. Félag þetta hefur leynt og ljóst unnið að því að grafa undan Alþýðuflokknum. Jafnhliða hefur það barizt fyrir samvinnu við komm- únista. Hefur það m.a. náð þeim árangri að fella Al- þýðuflokksmann frá kjöri í bæjarráð Reykjavíkurbæjar. Var það afrek unnið af Al- freð Gíslasyni lækni, öðrum bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins. – Eru kommúnistar hon- um ákaflega þakklátir fyrir það verk og lofa hann há- stöfum í blaði sínu.“ 14. febrúar 1965: „Nýtt hótel hefur nú hafið starf- rækslu í Reykjavík. Er það gistihús Þorvaldar Guð- mundssonar, sem hann nefn- ir Hótel Holt. Þótt hér sé um að ræða fremur lítið gistihús, er það vandað að öllum búnaði og bætir úr brýnni þörf, því að eftirspurn eftir gistirými í höfuðborginni vex jafnt og þétt, og er þó aukning ferða- mannastraumsins hingað til lands vafalaust aðeins í byrj- un, þannig að búast megi við, að fjöldi ferðamanna margfaldist á komandi ár- um. Loftleiðir hraða nú bygg- ingu gistihúss síns á Reykja- víkurflugvelli, og þegar það kemst í notkun, hefur á fáum árum verið unnið mikið í gistihúsamálum höfuðborg- arinnar. Einnig þarf að leggja áherzlu á það að auka gisti- rýmið víða úti um land, því að ferðamenn vilja ekki ein- ungis dvelja í Reykjavík, heldur ferðast um landið. Móttaka ferðamanna mun líka vafalaust í framtíðinni verða meðal mikilvægra at- vinnugreina á Íslandi.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.