Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 33

Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 33 i d ð m a a r ð r i - n a - ð - r i - m n - r a t - n i - r - r r - r m g - n r ð - - - u - i r - - r m ð r - r - ð - - u r - ð a - - a p - n - - ð - g ð p m áttum, bæði frá Norðurlöndum, þýzkum og frönskum málsvæðum, Ítalíu, Spáni o.s.frv. Þegar hugleitt er hvernig bregðast eigi við nýjum viðhorfum af því tagi, sem hér hefur verið lýst, að fram hafi komið á Viðskiptaþingi Verzl- unarráðs Íslands er nærtækt að telja að við- brögðin eigi að vera eftirfarandi: Að efla íslenzkukennslu verulega frá því sem nú er. Að stuðla að eflingu íslenzkra bókmennta og lista almennt svo sem kostur er. Að efla sögukennslu og hlú með því að sterkri tilfinningu nýrra kynslóða fyrir sögu þjóðarinn- ar og menningararfleifð. Að stuðla að stórauknu íslenzku efni í sjón- varpsstöðvum og veita framleiðslu á íslenzku myndefni aukinn stuðning. Að auka kennslu í erlendum tungumálum, ekki einvörðungu í ensku heldur einnig í öðrum tungumálum, þannig að þjóðin verði ekki tví- tyngd heldur fjöltyngd. Það er tímabært að málefnalegar umræður fari fram um þetta grundvallarmál. Þær geta stuðlað að því, að við náum tökum á þessu við- fangsefni og beint því í uppbyggilegan farveg. Róttæk endur- skoðun á skólakerfi Á Viðskiptaþingi Verzlunarráðsins vakti einnig athygli hversu ákveðnar skoðanir voru settar fram um það að ís- lenzkt skólakerfi þyrfti á róttækri endurskoðun að halda. Ræðumenn virtust sammála um tvennt: að í yngstu bekkjum grunnskóla hefðu börnin of lítið að gera og að það væri eðlilegt að stefna að útskrift stúdenta á aldrinum 18–19 ára en ekki þegar fólk væri orðið tvítugt eins og nú tíðkast. Það var áberandi, að þeir, sem lýstu þessum sjónarmiðum höfðu margir hverjir dvalið lengi í öðrum löndum við nám eða stundað þar háskóla- nám og starfað í útlöndum árum saman í kjölfar þess. Þetta var m.ö.o. fólk, sem talaði af eigin reynslu. Fyrir nokkru voru tveir ungir piltar á grunn- skólaaldri, sem höfðu búið erlendis í nokkur ár og sótt þar skóla, spurðir hvort mikill munur væri á íslenzkum skólum og þeim, sem þeir höfðu kynnzt í tveimur öðrum löndum. Svar þeirra var: við höfum of lítið að gera og það er of lítill agi í skólanum. Svar þessara ungu pilta, sem eru 20–30 árum yngri en þeir, sem töluðu á Viðskiptaþingi Verzl- unarráðsins, bendir til þess, að ræðumenn hafi eitthvað til síns máls. Ábendingar þeirra, sem kynnzt hafa skóla- kerfi ýmissa annarra þjóða beggja vegna Atl- antshafsins um að ýmislegt megi betur fara í okkar skólakerfi eru orðnar svo háværar að það er nánast ekki hægt annað en veita þeim athygli og taka þær til umræðu. Þær eru settar fram í því samhengi, að fram- tíðarlífskjör íslenzku þjóðarinnar byggist á mik- illi og góðri menntun. Hún sé forsenda þess, að við getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum. Nú hefur okkur að vísu tekizt að ná því marki að vera í hópi ríkustu þjóða heims, eins og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, benti á í ræðu á Við- skiptaþingi. Eitthvað höfum við því gert rétt á þeirri hálfu öld eða rúmlega það, sem liðin er frá lýðveldisstofnun. En samkeppnin er hörð og það er aldrei hægt að hægja á. Undanfarin ár hafa menn haft af því miklar áhyggjur að launakjör kennara væru svo léleg að hæfileikafólk fengist ekki til kennarastarfa, sem væri forsenda fyrir góðum skólum. Nú hef- ur tekizt að gera samninga við kennara sem gjörbreyta þessum viðhorfum, þannig að léleg launakjör standa ekki lengur í vegi fyrir því, að skólar geti ráðið til sín fólk með mikla hæfileika í kennslustörfum. Á Viðskiptaþingi var því haldið fram, að mun lægra hlutfall af hverjum árgangi Íslendinga ljúki stúdentaprófi en tíðkist á Norðurlöndum. Ef þetta er rétt er það alvarlegt umhugsunar- efni. Fyrir rúmum þremur áratugum fóru fram miklar umræður um sama mál. Þá var mun lægra hlutfall af hverjum árgangi, sem lauk stúdentsprófi, en þá var algengt á Norðurlönd- um. Hinu svonefnda landsprófi var m.a. kennt um. Þá var fjölbrautaskólakerfið tekið upp. Hafi ekki meiri árangur náðst en svo að við séum enn eftirbátar Norðurlandaþjóða að þessu leyti hljótum við að spyrja sjálf okkur hvað valdi. Því var líka haldið fram á Viðskiptaþingi, að skýrslur OECD sýndu, að eftir 8 ára skólagöngu væru íslenzkir skólanemendur á eftir jafnöldr- um sínum í viðmiðunarlöndum, sem ekki voru nefnd. Getur þetta verið rétt? Víða um lönd eru menntamál að komast í brennidepil þjóðmálaumræðna. Umræður á Við- skiptaþingi benda til að það sé einnig að gerast hér og það hlýtur að vera fagnaðarefni. Fátt er mikilvægara fyrir framtíð þjóðarinnar. Morgunblaðið/Rax Við Hafnarfjarðarhöfn. „Viðræður við yngri kynslóðir forystu- manna í viðskipta- lífinu um þetta sjónarmið Frosta Bergssonar bentu til þess, að fáir væru tilbúnir til að taka undir þá skoðun, að við ættum að ganga svo langt að skil- greina okkur sem tvítyngda þjóð. Hins vegar er það ber- sýnilega mjög ákveðin skoðun í þeim hópum, að við verðum að horfast í augu við mikilvægi góðrar enskukunn- áttu í alþjóðlegu við- skiptalífi...“ Laugardagur 10. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.