Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 35 UNDANFARNA daga hefur verið í gangi umræða um ágæti fjarstarta í bifreiðar og samanburð þeirra við hreyfilhitara. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 1. febrúar sl. kemur fram að Aukaraf fagni óháðri rannsókn á því hvaða aðferð leiði til minnstrar mengunar og mests öryggis. Sú rannsókn er til og er hún hluti af lokaverkefni mínu í orkutæknifræði við Tækni- skóla Íslands. Samanburður á hreyfilhitara og fjarstarti Lokaverkefnið er tæknileg út- tekt á hreyfilhitara og fjallar m.a. um búnaðinn, kosti hans og galla og samanburð við aðra möguleika. Í þeirri rannsóknarvinnu sem ég framkvæmdi kemur greinilega fram að hreyfilhitari dregur veru- lega úr mengun, minnkar eldsneyt- iseyðslu, eykur líftíma og endur- söluverð bílsins, minnkar rekstrarkostnað, eykur umferðar- öryggi og hefur mikil þægindi í för með sér. Fjarstart eykur aftur á móti á mengun, eykur eldsneytis- eyðslu, styttir endingu bílsins og eykur rekstrarkostnað hans. Aftur á móti hefur fjarstartið sömu virkni þegar kemur að þægindum og ör- yggi í umferðinni. En hvað um ör- yggi á bílastæðinu sjálfu? Bíll í lausagangi einn og yfirgefinn þar sem krakkar eru að leika sér hljómar ekki vel. Og hvað með alla mengunina á bílastæðinu? Tökum dæmi um bílaplan þar sem nokkrir bílar eru búnir fjarstarti. Þeir fara allir í gang á svipuðum tíma á morgnana og eru nokkrir þeirra stórir dísilbílar. Við vitum það af reynslu að bílastæðið mundi hverfa í reyk, og það í allt að 15 mínútur! Ekki mundi ég vilja að búa við þetta bílaplan! Notkun hreyfilhit- ara sleppir ekki aðeins þessari mengun, heldur útilokar hún einnig kaldstartið sem er svo óhollt fyrir vélina og veldur stórum hluta allrar mengunar frá bílum. Rannsóknir hafa sýnt að með reglulegri notkun hreyfilhitara er hægt að draga úr útblæstri á gróðurhúsalofttegund- um eins og kolmónoxíði (CO) og kolvetnum (HC) um allt að 80% og minnka útblástur á koltvísýringi (CO2) og nitursoxíðum (NOX) veru- lega. Fjarstart er aftur á móti ekk- ert annað en lúxusbúnaður þar sem bíleigandinn er að kaupa þægindin dýru verði með meiri mengun og auknum rekstrarkostnaði bílsins. Leiðrétting á staðhæfingum um fjarstart Það eru nokkur atriði í greininni frá 1. febrúar sl. sem mig langar til að ræða. 1. Í umtalaðri grein segja tals- menn Aukarafs m.a. að fjarstart sé umhverfisvænn búnaður og stuðli að minni mengun! Hvernig getur bíll í lausagangi kallast umhverf- isvænn og stuðlað að minni meng- un! Mér er það gjörsamlega óskilj- anlegt hvernig hægt er að fá þessa niðurstöðu út. Það að hafa bíl í lausagangi eykur augljóslega á mengun því það er verið að lengja þann tíma sem bílvélin er í gangi og á þeim tíma blæs hún út óæskileg- um lofttegundum. Mesta mengunin sem kemur frá bílum er við kald- start og þangað til hvarfakúturinn er orðinn heitur og byrjaður að virka. Tilraunir hafa sýnt að bíll með kaldri vél mengar jafn mikið á fyrstu kílómetrunum og heitur bíll gerir við 600 km akstur. Fjarstart gerir ekkert annað en að lengja gangtíma vélarinnar og láta upp- hitun bílsins gerast á lengri tíma þar sem vélin fer ekki strax undir álag eins og æskilegt er. Hreyfilhit- ari útilokar aftur á móti þetta kald- start og notar umhverfisvæna orku, framleidda hér á landi, við að hita upp bílinn í staðinn fyrir dýrt og mengandi eldsneyti. 2. Það kemur einnig fram í greininni að kostir fjarstarts séu þeir að: „Hvarfakútur- inn er þá orðinn heitur áður en ekið er af stað og virkar að fullu, sem hann gerir ekki ann- ars fyrr en eftir nokk- urn akstur.“ Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn! Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fjarstart er óæskilegur búnaður. Það getur hver sem er séð að það er bara verið að færa upphitunar- tímann aðeins til og þar sem vélin fer ekki strax í átak þá tekur þessi upphitunartími lengri tíma en und- ir álagi og því ávinnst ekkert nema aukin mengun, meiri eldsneyt- iseyðsla og aukið slit á vélinni. Með notkun hreyfilhitara er hvarfakút- urinn orðinn virkur stuttu eftir ræsingu og miklu fyrr en með notk- un fjarstarts, þar sem fyrst þarf að hita upp vélina og svo upp hvarfa- kútinn. Með notkun hreyfilhitara er búið að hita upp vélina áður en hún er ræst og því fer varminn strax í það að hita upp hvarfakút- inn. 3. Sú fullyrðing er einnig sett fram að „Einnig sé ísettur fjarræsi- búnaður ódýrari en hreyfilhitari.“ Í grein Morgunblaðsins frá 31. janúar er sagt að íkominn fjarræsi- búnaður kosti um 50 þúsund krón- ur að símanum meðtöldum en það sé misjafnt eftir tegundum bíla hversu mikið ísetningin kosti. Fjar- start með þjófavörn kosti 50–55 þúsund krónur hjá Aukaraf án símastarts en um 20 þúsund krónur bætist við með símastarti og er þá síminn meðtalinn. Hér er ekki alveg ljóst hvort kaupa þarf sérstakan síma með símastartinu eða hvort hægt er að nota hvaða síma sem er. Hreyfilhitari kostar íkominn frá 15 þúsund krónum hjá Stillingu hf. og geta menn bætt við aukabúnaði eftir smekk og áhuga. Hreyfilhitari með far- þegarýmisblásara, eins og ég mæli með, kostar íkominn á milli 30 og 50 þúsund krón- ur og fer verðið eftir tegund bílsins og eðli búnaðarins. Raf- magnsinnstunga þarf að vísu að vera til staðar við notkun hreyfilhitara og ef það þarf að fara út í kostnað við uppsetningu hennar, þá fer sá kostnaður eftir aðstæðum. Oft dug- ar þó ódýr framlengingarsnúra eins og í mínu tilfelli. Hreyfilhitari og fjarstart eru því á svipuðu verði í innkaupum, en þegar dæmið er reiknað til enda kemur í ljós að hreyfilhitarinn borgar sig upp á ör- fáum árum m.a. vegna minni elds- neytiseyðslu. Hægt er að spara milli 100 og 200 lítra af eldsneyti á hverju ári með reglulegri notkun hreyfilhitara og einnig minnkar rekstrarkostnaður bílsins. Kaup og notkun fjarstarts kostar aftur á móti talsverða peninga og kemur ekkert á móti í þeim útreikningum. 4. Að lokum segir: „Lausaganga bíla hefði umhverfisáhrif, en það hefði raforkuframleiðsla líka. Því þyrfti að ræða þessi mál af skyn- semi og skoða heildarmyndina.“ Hvernig er hægt að bera saman mengandi innflutt eldsneyti og raf- orku sem framleidd er hér á landi með umhverfisvænum hætti? Það getur hver sem er séð að hér er verið að bera saman svart og hvítt. Notkun fjarræsibúnaðar fer illa með vélina Það er margsannað með erlend- um tilraunum að best er að setja bílinn í gang og keyra strax af stað. Köld bílvél í lausagangi er lengur að hitna og við þessar aðstæður getur t.d. myndast svokölluð lakk- útfelling í vélinni, sem er efnasam- band sem myndast við ófullkominn bruna í köldum vélum og stíflar hana að lokum. Þetta er brúnleit skán sem sest inn á strokkana og á ventla vélarinnar, sem leiðir að lok- um til þess að ventlarnir stíflast og vélin missir þjöppu. Þetta er þekkt vandamál úr bílaheiminum og er það leyst með því að setja reglu- lega ákveðið efni á vélina sem leys- ir lakkútfellinguna upp. Þetta er t.d. það fyrsta sem gert er á verk- stæðum þegar bíll kemur í stillingu vegna ójafns gangs og er lakkút- felling oftast orsökin. Notkun fjar- ræsibúnaðar eykur þessa lakk- myndun. Lögmæti fjarstarts Það hefur verið efast um lög- mæti fjarstarts hér á Íslandi og eru lögin hér á landi nokkuð óskýr í þessu tilfelli. Fjarstartsbúnaður er aftur á móti bannaður á hinum Norðurlöndunum og í Evrópusam- bandinu vegna þeirrar mengunar sem hann veldur. Þar er bannað að hafa bíl í lausagangi, nema í ör- stutta stund og þegar sérstaklega stendur á. Yfirleitt er miðað við eina mínútu og er því notkun fjar- starts í allt að 15 mínútur greini- lega ekki leyfileg. Íslendingar hafa ekki ennþá tekið upp þann hluta Evrópulaganna þar sem fjarstart er bannað og er því ennþá leyfilegt að selja búnaðinn hér á landi. Þeg- ar þessi búnaður verður svo bann- aður þá neyðist fólk til að taka bún- aðinn úr bílum sínum og sjá þá allir hversu góð fjárfesting fjarstart er í raun og veru. Olíukynding Sá möguleiki að setja olíukynd- ingu í bíla er miklu skárri kostur en fjarstart þar sem hún eyðir mun minna eldsneyti og mengar ekki eins mikið. Einnig fer sá búnaður betur með vélina og eykur endingu bílsins. Olíukyndingu er m.a. hægt að fá hjá Bílabúð Benna. Ég á sjálfur stóran dísilbíl sem á það til að vera erfiður í gang í mikl- um frostum og menga verulega þegar hann er settur kaldur í gang. Ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér olíumiðstöð eða hreyfilhitara í bílinn og var olíumiðstöðin mjög freistandi kost- ur þar sem ég fer oft á fjöll þar sem rafmagnsinnstungur eru sjaldgæf- ar og kuldar oft miklir. Það varð þó ofan á að ég fékk mér Cal- ix-hreyfilhitara frá Stillingu hf. í bílinn þar sem ég gat bæði stungið hitaranum í samband heima og svo uppi í Setrinu, skála 4X4 klúbbsins, sem ég hef aðgang að og fer stund- um í. Ég finn verulega mikinn mun á bílnum í miklum frostum og er hann miklu ljúfari í gang og er sjá- anlega miklu minni útblástur frá bílnum. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið hreyfilhitarann því hann veitir mikil þægindi og er það alveg ómetanlegt að setjast inn í 20°C heitan bílinn á köldum morgnum þegar nágrannarnir eru að skafa frosna bílana sína. Í bónus borgar búnaðurinn sig svo sjálfur upp og í leiðinni stuðla ég að minni hnatt- rænni mengun og minnka rekstr- arkostnað bílsins. Verið er að vinna að hreyfilhit- aravæðingu og er Orkuveita Reykjavíkur m.a. að skoða þann möguleika að setja upp rafmagns- innstungur fyrir hreyfilhitaranot- endur. Orkuveitan styrkir svo alla þá sem fá sér hreyfilhitara í bílinn sinn um andvirði árlegrar raforku- notkunar hitarans, þ.e. um 2.700 krónur, ef viðkomandi er skráður notandi hjá Orkuveitunni. Ég mæli því eindregið með hreyfilhitara fyr- ir hvern þann sem hefur aðgang að innstungu eða gæti komið sér upp einni slíkri. Allir þeir sem ég hef talað við og eru með hreyfilhitara hafa hrósað honum og vilja alls ekki missa hann og bara skilja ekki af hverju þeir voru ekki búnir að fá sér hann fyrir löngu. Fjarstarts- búnaður veitir líka mikil þægindi, en í staðinn auka notendurnir á hnattræna mengun og þurfa að bera þann fjárhagslega kostnað sem hlýst af notkun búnaðarins. Hreyfilhitarinn borgar sig aftur á móti sjálfur upp við reglulega notk- un, hann dregur úr mengun og rekstrarkostnaði bílsins og eykur endingu hans. Hreyfilhitari er því miklu hægstæðari kostur en fjar- start. FJARSTART BIFREIÐA EYK- UR MENGUN OG VIÐHALD Fjarstart er ekkert annað en lúxusbúnaður, segir Ólafur Arnar Gunnarsson, og bíleigandinn kaupir þægindin dýru verði. Ólafur Arnar Gunnarsson Höfundur er orkutæknifræðingur. ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland „Þegar ég hafði lokið við að þróa „Monsoobbbbn-make up“ línuna, ákvað ég að þróa mína eigin húðkreml- ínu. Eftir að ég kynntist Karin Herzog vörunum steinhætti ég við þá hug- mynd. Í starfi mínu sem útlitshönnuður nota ég nú orðið alltaf Karin Herzog hreinsikrem, andlitsvatn og Vita-A- Kombi krem sem grunn, áður en ég byrja að farða kúnnana mína.“ www.karinherzog.com Doddý - Monsoon - make up Kaupmannahöfn segir: Steinsteypudagur 2001 á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 16. febrúar. Skráning í síma 896 1445, fax 565 2473 eða tölvupóstur steypais@mmedia.is. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík Sængurverasett úr egypskri bómull m eð satínáferð Póstsendum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.