Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 39
LÍKLEGA vita flestir að aðal
C-vítamíngjafi okkar er grænmeti
og ávextir og hafa kartöflur
bjargað okkur mikið í þeim efnum
þegar lítið var um ávexti og
grænmeti. Því miður hefur
kartöfluneysla minnkað til muna og
í þeirra stað kemur ekki grænmeti
heldur pasta, sem gefur okkur lítið
annað en kolvetni. Kartaflan er
góður C-vítamíngjafi og hefur auk
þess ýmis önnur næringarefni. En
hversu mikið C-vítamín er í
ávöxtum og grænmeti sem hafa
legið lengi í verslunum og heima
hjá okkur? Ef epli stendur á
stofuborðinu hjá okkur í viku er
það búið að tapa nær öllu
C-vítamíni en getur samt verið jafn
fallegt. Ég setti um miðjan
desember fagurrauð smáepli í skál
á stofuborðið hjá mér, þau líta
alveg jafn vel út núna, sex vikum
síðar, en ég gef ekki mikið fyrir
næringarefnin í þeim, enda ætla ég
ekki að borða þau, heldur fylgjast
með hvað þau haldast lengi
óskemmd. Á þessum árstíma nota
ég lítið ferskt grænmeti nema salat
en kaupi frosið grænmeti í staðinn.
Frosið grænmeti heldur vel
vítamínum, það er fryst ferskt og
soðið aðeins upp á því til að gera
efnakljúfa óvirka, en þeir eyða
vítamínum, líka í frysti. Á þessum
árstíma er frosna grænmetið
yfirleitt ódýrara en hið ferska, svo
þurfum við ekki að þvo það og
snyrta, heldur getum skellt því
beint í pottinn, sem hafa ber í huga
í tímaskorti nútímans. Í þeirri
baunablöndu sem hér var notuð eru
belgbaunir, grænar baunir, maís og
rauð paprika. Að sjálfsögðu má
nota annað frosið grænmeti, en
þessi blanda hentaði mjög vel.
Steiktur
fiskur með
baunablöndu
600–700 g ýsuflak
2 tsk. salt
3 tsk. milt sinnep
½ dl mjólk
1 dl brauðrasp
2 msk. matarolía
2 msk. smjör
1 pk. (450 g) frosin
baunablanda frá Ardo
1. Roðdragið flakið og skerið úr
því beinagarðinn, stráið á það salti
og látið bíða í 10 mínútur. Smyrjið
með sinnepi og skerið í bita, veltið
þeim upp úr mjólk og raspi.
2. Sjóðið grænmetið í mjög litlu
vatni í 5 mínútur, skemur í
örbylgjuofni, setjið ögn af salti út í.
3. Setjið matarolíuna á pönnu, og
steikið fiskinn í henni í um 4–5
mínútur á hvorri hlið. Takið þá af
pönnunni og leggið á fat. Setjið
smjörið á pönnuna og veltið
grænmetinu upp úr því sem er á
henni. Leggið meðfram fiskinum á
fatið.
Meðlæti: Soðnar kartöflur.
Bakstur með
frosnu brokkkáli
12 Ritz-kexkökur
1 dós Campbell’s þykk sveppasúpa
(295 g)
2 egg
½ dl mjólk
um 150 g frosið brokkkál
150 g mjólkurostur, hér var
notaður 17% Gouda
Smyrjið eldfast fat. Myljið
Ritz-kexkökurnar lauslega á fatið.
Hrærið eggin saman við súpuna
og mjólkina, hellið yfir kexið á
fatinu.
Ef brokkkálsgreinarnar eru
mjög stórar þarf að skera þær í
sundur, annars ekki. Setjið
brokkkálið ofan í súpu-eggja-
hræruna, það á ekki að fara á kaf.
Skerið ostinn í sneiðar eða rífið
hann og setjið yfir.
Hitið bakaraofn í 190°C,
blástursofn í 180°C og bakið í 40
mínútur.
Matur og matgerð
Frosið grænmeti á þorra
Fram yfir miðja síðustu öld var
C-vítamínskortur mjög algengur hér á
landi, segir Kristín Gestsdóttir, en nú er
hann nær óþekktur.
Opið hús í dag
Síðumúla 27
sími 588 4477
fax 588 4479
Heimasíða: valholl.isF A S T E I G N A S A L A
VA L H Ö L L
Fallegt 125 fm einbýlishús á tveim-
ur hæðum, hæð og ris ásamt 33 fm
bílskúr. Húsið stendur á góðum
stað innst í lokaðari götu. Góður
skjólgóður suðurgarður. 4 sv.herb.,
2 stofur. V. 16,8 m. Áhv. 6,3 m. Af-
hending í júní. Guðrún tekur á móti
áhugasömum í dag frá kl. 14-16.
Heiðargerði 100
Glæsil. 170 fm sérhæð. Í einkasölu
vönduð hæð í fjórbýli með miklu
útsýni. Húsið vel staðsett efst í
botnlanga. Eignin er mikið endur-
b.og í mjög góðu ástandi. Fallegur
garður. Arinn. Glæsil. baðherb. V.
20 m. Hákon og Bryndís taka á
móti gestum frá kl. 14-16. 4689
Laugarásvegur 13
OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14
ÁLFHEIMAR
Björt og góð 3ja herb. endaíb. á 1. hæð með suðursvölum í góðu fjölb.
Tvö svefnherb. Stærð 76 fm. Áhv. 5,2 millj. Verð 9,7 millj. 1334
VEGHÚS - LAUS
Mjög snyrtileg 4ra herb. íb. á 7. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni. 3
svefnherb. Góðar innréttingar. Þvottahús í íbúð. Stærð 101 fm. Verð 13,1
millj. LAUS STRAX. 1331
FLÉTTURIMI - BÍLSKÚR
Vönduð og vel skipulögð 3ja herb. íb. á 1. hæð (jarðhæð) með sérverönd
og stæði í bílskýli. Þvottahús í íbúð. Parket. Stærð 99,2 fm. Áhv. 8,1 m.
Verð 11,8 millj. 1154
LJÓSHEIMAR
Mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 1. hæð í viðgerðu lyftuhúsi. Tvö góð
svefnherb. Tvær saml. stofur. Vestursvalir. Eldhús með nýl. innr. Baðherb.
allt endurnýjað. Stærð 101 fm. Húsið er viðhaldsfrítt að utan. Verð 12.350
þús. Stutt í alla þjónustu. 1321
NESHAGI - LAUS
Góð og björt 3ja herb. í kj. með sérinngang í þríbýli. Parket. Gluggar og
rafmagn endurnýjað. Frábær staðsetning. Verð 9,2 millj. LAUS STRAX.
1191
REYNIMELUR - LAUS
90 fm 3ja herb. neðri hæð sem skiptist í tvær stofur og eitt svefnherb.
Íbúðin er upprunaleg en í ágætu ástandi. Hús í góðu ástandi. Áhv. 0. Verð
10,5 millj. LAUS STRAX. 1346
GNOÐARVOGUR - BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu fallega og vel
skipulagða 131 fm sérhæð ásamt
26 fm bílskúr. 4 svefnherb. 2 saml.
stofur. Góðar suðursvalir. Hús í
mjög góðu ástandi. Verð 17,9 millj.
Góð staðsetning. 1318
Sérlega sjarmerandi og glæsilegt 195 fm einbýli á þremur hæðum ásamt nýlegum
bílskúr með hellulögðu plani. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Stór og mikill
garður í mikilli rækt (603 fm eignarlóð) með pallaverönd og heitum potti. Eignin
getur verið laus mjög fljótt. Áhv. ca 6,8 millj. í byggsj. og húsbréf. Lækkað verð.
Heitt kaffi á könnunni í dag á milli kl. 15 og 17.
Jófríðarstaðavegur 15 - Opið hús í dag
Sími 5304500
alltaf á sunnudögum