Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Nú hefur Denna hafið störf hjá okkur Glæsibæ  sími 568 9895  www.kultura.is Hárgreiðslustofan ÞAÐ verður varla sagt að lesenda- bréfin í Mbl. hafi verið mjög upplífg- andi undanfarið. Því langar mig að skrifa öðruvísi og aðallega í bundnu máli um mesta stjórnmálaskörung liðinnar aldar, sem einnig er, hvernig sem það nú má vera, langóvinsælasti stjórnmálamaður líðandi stundar. Og ég tek auðvitað fullkomið mark á skoðanakönnunum, jafnvel þótt þær vísi í gagnstæðar áttir. Davíð Odds- son er maður okkar vísnasmiða. Án hans væri líf okkar mun fábreyttara og yrkisefnin flatneskjulegri. Sá kveðskapur sem hér fer á eftir skrif- ast á reikning undirritaðs nema ann- að sé fram tekið, en gefum tóninn með hinni frægu vísu Jakobs á Varmalæk: Íslendingar Davíð dá, dyggðir mannsins prísa, en þetta er, eins og allir sjá öfugmælavísa. Í ársbyrjun 2000 vildi Davíð, vegna Vatneyrardóms Hæstaréttar, senda þjóðina til Kanaríeyja. Aðal- steinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum við Djúp, yrkir: Í málum að mörgu skal hyggja ef menn vilja réttlætið tryggja, en Davíð það dæmir hvað dómstólum sæmir. Með lögum hans landið skal byggja. En Hæstiréttur lét ekki alveg að stjórn, því rétt fyrir jól tapaði flokks- framkvæmdastjórinn og náinn vinur Davíðs meiðyrðamáli og sigurvegar- inn fagnaði því að nú nutu „opinber- ar fígúrur“ ekki lengur sérstakrar réttarverndar. Illa er með fígúrur farið þær fá ekki dómstólar varið svo Kjartan má þola – væla og vola að vanta plástur á marið. Og ekki gladdist forsætisráðherra yfir öryrkjadómnum 19. des. og Ragnar Aðalsteinsson talaði um „valdhroka“. Hált sem gler er hrokans svell hef ég lúmskan grun um. Davíð Oddsson flatur féll fyrir öryrkjunum. Þá var Jón Steinar kallaður að málinu með erindisbréfi. Okkar stjórn með sóma og sann sínum heldur vana. Davíð Oddsson kræfur kann að kvelja öryrkjana. Í Dagblaðinu gat Hannes Hólm- steinn þess að Davíð hefði á sínum tíma tekið mun hærra lögfræðipróf en flestir hæstaréttardómararnir enda teldi hann öryrkjadóminn slys. Slysadóma vond er vá, vísar glapstig beinan. Því er rétt að reka þá og ráða Davíð einan. Í miðjum þessum skemmtilegheit- um birtist skoðanakönnun sem sýndi alvarlega hluti m.a. að fylgihnöttur Davíðs, Halldór Ásgrímsson og mad- dama Framsókn væru komin niður fyrir 10% fylgi. Lítið ber á fornri frægð. Flækt í netið Krabba. Ömurleg og ófullnægð undir sæng hjá Davíð. Lesendur með brageyra athugið að ekki má, samkvæmt fyrirmælum á ritstjórn þessa ágæta og virðulega blaðs nota gælunafn forsætisráð- herra. Svo kom DV-skoðanakönnun um að Davíð bæri langt af öðrum kepp- endum í óvinsældum og þær færu sí- vaxandi. Óvinsælda ill er spá og því miklu varðar, að ég komi hælkrók á helvítið’ann Garðar. En það hendir að menn falla á eig- in bragði. Dýrðlegur er Davíðs gassi. Drepur af sér sína menn. Lítil þúfa þungu hlassi þráfaldlega veltir enn. Enda eru nú sjálfstæðismenn farnir að tala um líf eftir Davíð. Og látum forsætisráðherra eiga síðustu orðin enda kann hann því best. Þau eru lögð honum í munn af Aðalsteini á Strandseljum: Þeir sem eiga eitthvað bágt, ef að finnast slíkir, gæti þess að gráta lágt því góðæri hér ríkir. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, bóndi, Skjaldfönn v/Djúp. Vísnabréf að vestan Frá Indriða Aðalsteinssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.