Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 51

Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 51 DAGBÓK Árnað heilla LJÓÐABROT ÚR HRYNHENDU Snörp bitu járn, sem ísmöl yrpi óðastraums; með heitu blóði herstefnir rauð hamri ofna Hildar serki framar merkjum; grimmum stóð á Göndlar himni grár regnbogi Hnikars þegna; harðar lustu fylking fyrða fáreldingar meginsára. Ólafur Þórðarson hvítaskáld. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 12. febrúar, verður sjö- tugur Gunnar Sæmunds- son, hæstaréttarlögmaður, Ljósheimum 10, Reykjavík. Gunnar verður að heiman á afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 19. janú- ar sl. í Brisbane í Ástralíu Þorvaldur Bragason og Narelle Hallgath. Heimili þeirra verður í Alice Springs í Ástralíu. lenda í öðru sæti. Hann stýrði svörtu mönnunum í stöðunni gegn hollenska ungmenninu Dennis De Vreugt (2.452). 26. ... Bxc5! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 27. Dxc5 Dxb2#. Skákin tefldist svona í heild sinni: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. c4 f5 8. Rc3 Bf6 9. Rge2 Rc6 10. d5 Re5 11. f4 Rg6 12. g3 O-O 13. Dd2 c6 14. d6 b5 15. c5 b4 16. Rd1 e5 17. Dxb4 exf4 18. gxf4 He8 19. Rdc3 Ba6 20. Kd2 Hb8 21. Da3 Bxe2 22. Bxe2 Bd4 23. Bc4 Dh4 24. Haf1 Dh3 25. Kc2 Dg2+ 26. Kb1. Einvígið sem sker úr um hver verður Atskákmeistari Íslands 2001 fer fram í dag í sjónvarpssal Ríkissjón- varpsins. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp í B- flokki skákhátíðarinnar í Wijk aan Zee. Teymour Radjabov (2.483) frá Aserbaídsjan þykir efni í framtíðar heimsmeistara. Þessi þrettán ára alþjóðlegi meistari fékk stórmeistara- áfanga í mótinu ásamt því að HÉR er enn eitt spilið úr bók Kantars, Advanced Bridge Defense; sannkölluð perla og í þessu tilfelli vörn sem byggist á hreinni rök- hugsun án nokkurrar að- stoðar frá makker. Þú ert í austur: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG1052 ♥ Á6 ♦ 87532 ♣ 7 Austur ♠ 863 ♥ DG10 ♦ ÁK109 ♣ Á83 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand * Pass 2 hjörtu ** Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass Pass Pass * 15-17 HP. ** Yfirfærsla í spaða. Makker kemur út með laufdrottningu og þú tekur fyrsta slaginn með ásnum. Hvernig viltu verjast? Ætli 90% spilara myndu ekki a.m.k. lyfta öðrum tíg- ulhákarlinum í næsta slag og sjá hvað setur? Og væntan- lega halda áfram með tígul og reyna að byggja upp trompslag hjá makker, því það er vitað að tígullinn er 2-2 hjá suðri og vestri (Suður opnaði á grandi, svo ekki á hann einspil, og makker kom EKKI út með tígul og á því heldur ekki einspil). En þetta er letileg vörn. Teljum punkta. Þú átt 14 og blindum eru 8. Suður á ekki minna en 15. Samtals gerir þetta 37 og makker kom út með laufd- rottningu, sem lofar gosa. Þar á hann því þá 3 punkta sem eftir eru. Með öðrum orðum – spaði makkers er of veikur til að ráða við ÁD suð- urs og sagnhafi mun þakka kærlega fyrir að fá tækifæri til að trompa sem flesta tígla á þrílitinn sinn heima: Norður ♠ KG1052 ♥ Á6 ♦ 87532 ♣ 7 Vestur Austur ♠ 94 ♠ 863 ♥ 9752 ♥ DG10 ♦ 64 ♦ ÁK109 ♣ DG1042 ♣ Á83 Suður ♠ ÁD7 ♥ K843 ♦ DG ♣ K965 Að þessu mæltu blasir vörnin við: þú trompar út. Og aftur og aftur. Á endan- um þýðir það (úr því að makker á hjartaníuna fjórðu) að þú færð fjóra slagi á tígul. Við kveðjum nú Kantar í bili, en það er óhætt að mæla með bókinni, hún er vel upp sett, skýr og skemmtileg. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert þrautseigur og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Ævintýraþrá þín leiðir þig stundum í ógöngur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér sækist einkar létt að klára eitt verkefni og hefjast handa við annað. Njóttu velgengn- innar og mundu eftir þeim sem leggja hönd á plóginn með þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugaðu að þeirri mynd sem aðrir fá af þér. Þótt ekki sé um nein stórkostleg vandamál að ræða, eru hlutirnir ekki eins og best verður á kosið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft á allri þinni einbeit- ingu að halda og mátt því ekki láta hugann reika um of. En þegar verkefnið er að baki er í góðu lagi að láta sig dreyma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að breyta vinnulagi þínu til að koma til móts við auknar kröfur. Skeyttu ekki skapi þínu á saklausum sam- starfsmönnum, heldur taktu þessu vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tækifærin leynast víða; það er bara að gefa sér tíma til þess að líta vandlega í kring um sig. Framundan er góðu tími vináttu og gamans. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Kannaðu vel alla málavexti áður en þú afræður að veðja á einhvern einn möguleika. Í fjármálum er best að dreifa áhættunni sem allra, allra mest. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Að réttu lagi getur þú haft gríðarleg áhrif á það, hvernig starfsumhverfi þínu verður breytt. Sýndu sveigjanleika gagnvart nýrri tækni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Haltu þig í hópi vina og vanda- manna. Þar nýturðu besta skjólsins og mesta öryggisins. Gættu þess vandlega að rugla ekki saman þrá og þörf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Og þegar það hefur tek- ist skaltu nota sviðsljósið til þess að þoka þér áleiðis. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gleymdu ekki þeim greiðum, sem vinir og vandamenn hafa gert þér, heldur vertu reiðubúinn til hins sama, ef eftir er leitað. Góður vinur er gulli betri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áður en þú veist af ertu kom- inn út í umræður um alheim- inn og tilgang lífsins. Talaðu hreint út en gættu þess að misbjóða ekki öðrum með orðavali. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Finnist þér þú ekki sitja inni með nægar upplýsingar í ákveðnum málum, skaltu gefa þér tíma til þess að sækja þær áður en þú tekur afstöðu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Allir pokarnir voru búnir. Þetta er í síðasta skiptið sem ég fer með þér í útilegu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.