Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 53
Ármúla 21,
sími 533 2020
Fagmennirnir þekkja Müpro
Rörafestingar
og upphengi
Allar stærðir og gerðir
rörafestinga og
upphengja
HEILSALA - SMÁSALA
Í TILEFNI af 50 ára afmæli
Krabbameinsfélags Íslands efn-
ir félagið til ráðstefnu um
krabbamein og vinnandi fólk.
Ráðstefnan verður haldin mið-
vikudaginn 14. febrúar í Salnum
í Kópavogi og hefst kl. 13.
Markmið hennar er að vekja at-
hygli á þeim vanda sem skapast
og þeim úrræðum sem þurfa að
vera til staðar þegar starfsmað-
ur greinist með krabbamein.
Rætt verður um viðbrögð
stjórnenda og vinnufélaga, um
veikindarétt, endurhæfingu og
starfsmannastefnu.
Ráðstefnan hefst með ávarpi
Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr-
verandi forseta Íslands, sem er
ráðstefnustjóri, en hún er
verndari Krabbameinsfélags
Íslands. Þá mun Laufey
Tryggvadóttir, faraldsfræðing-
ur hjá Krabbameinsfélaginu,
fjalla um batnandi lífshorfur
krabbameinssjúklinga og Einar
Arnalds rithöfundur segja frá
eigin reynslu af krabbameini.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
hjá Vinnueftirliti ríkisins, lýsir
aðstæðum starfsfólks sem fær
krabbamein. Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri ASÍ, mun
fjalla um veikindarétt starfs-
fólks og hvað tekur við er hon-
um sleppir. Sjónarhóll stjórn-
anda og áhrif á starfsemi
fyrirtækisins verður umfjöllun-
arefni Hjördísar Ásberg, starfs-
mannastjóra Eimskips, og Jón
Aðalbjörn Jónsson, verkefnis-
stjóri áfallahjálparteymis Skref
fyrir skref, ræðir um stuðning
við samstarfsfólk. Þá mun Vilm-
ar Pétursson, félagsráðgjafi hjá
IMG, velta þeirri spurningu upp
hvort hægt sé að staðla um-
hyggju. Jónas Ingimundarson
sér um tónlistarflutning.
Að ráðstefnunni standa auk
Krabbameinsfélagsins, ASÍ,
BSRB, Landssamtök lífeyris-
sjóða, Samtök atvinnulífsins,
Tryggingastofnun ríkisins og
Vinnueftirlit ríkisins.
Ráðstefnan hefst kl. 13 og
lýkur kl. 16.30. Aðgangur er
ókeypis en tilkynna þarf þátt-
töku á vefsvæðinu
www.krabb.is/radstefna/skran-
ing.htm fyrir 13. febrúar.
Ráðstefna
um krabba-
mein og
vinnandi
fólk ÞAÐ er búið að vera einstakt veðurþað sem af er þorra víðast hvar á
Suðurlandi eins og kannski um
landið allt og hafa menn og dýr not-
ið þess.
Vanda litla sem er silki terrier-
hundur naut þess til fullnustu þeg-
ar hún fékk að fara í göngutúr með
fréttaritara Morgunblaðsins og
sitja fyrir sem ljósmyndafyrirsæta
þegar hann rakst á þessa klaka-
skreytingu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vanda
nýtur sín
í sólbaði
Fagradal. Morgunblaðið. STYRKUR verður með opið
húsi Krabbameinsfélaganna í
Skógarhlíð 8 í Reykjavík næst-
komandi þriðjudag, 13. febrú-
ar, kl. 20.30.
Snorri Ingimarsson, fram-
kvæmdastjóri lækningasviðs
hjá Urði Verðandi Skuld, kynn-
ir Íslenska krabbameinsverk-
efnið sem fór af stað fyrir
nokkru. Allir velunnarar
félagsins eru velkomnir.
Opið
hús hjá
Styrk