Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað sem það kostar
(Whatever it Takes)
U n g l i n g a m y n d
Leikstjóri David Raynr. Handrit
Mark Schwahn. Aðalhlutverk
Shane West, Marla Sokoloff. 94
mín., Bandaríkin 2000. Skífan. Öll-
um leyfð.
UNGLINGAMYNDIR hafa ald-
eilis komist aftur í tísku í kjölfar vin-
sælda American Pie og Ten Things I
Hate About You.
Þessi sver sig
fremur í ætt við þá
síðarnefndu,
kannski vegna þess
að húmorinn er
fremur saklaus og
svo er hér á ferð
enn ein myndin þar
sem rómantíkin
byggir á minnum
úr sígildum bókmenntum. Hér er
það margnotuð flétta úr Cyrano De
Bergerac sem sviðsett er í banda-
rískum menntaskóla og útkoman er
alveg þokkalega viðunandi – þ.e.a.s.
ef maður setur sig ekki í allt of alvar-
legar stellingar. Vissulega eru klisj-
urnar vaðandi eins og venjulega og
yfirborðsmennskan keyrir um þver-
bak þannig að maður trúir því ekki
eina einustu sekúndu að svona sé líf
bandarískrar æsku. En afþreyingar-
gildið er ríflegt og léttleikandi og
grípandi söguþráðurinn heldur
manni við efnið.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Strákar eru í
stelpuleit og
stelpur eru í
strákaleik
FLESTIR kannast viðDaniel Karl Cassidy, fiðl-arann snjalla í hljómsveit-inni Papar. „Ég er að-
allega þekktur sem maðurinn sem
spilar „Devil Went Down To Ge-
orgia,“ segir Dan og brosir þegar
hann útskýrir að hann sé ansi oft
beðinn að leika það lag.
En Dan er ekki við eina fjölina
felldur í tónlistarmálum og er að
spila með tveimur mjög ólíkum
hljómsveitum í kvöld.
Í kvöld kl. 20 hefjast í Kaffileik-
húsinu tónleikar með hljómsveit-
inni Alba sem leikur keltneska tón-
list. Þar spilar Dan reyndar á
gítar, því Wilma Young frá Hjalt-
landseyjum leikur á fiðlu með
bandinu. Söngkonan Tena Palmer
leikur á tinflautu, Eggert Pálsson á
bódran og flautu og þau syngja öll.
„Lögin eru bæði skosk og írsk og
eru öll keltnesk þjóðlög, allt að tvö
hundruð ára gömul. Útsetningar
okkar á lögunum eru nokkuð nú-
tímalegar en við notum hvorki raf-
magnsbassa né trommur, þannig
að andi laganna er býsna uppruna-
legur. Auk þess sem Tena, sem er
frá Nova Scotia í Kanada, kann
nokkuð fyrir sér í geilísku.
Alba hefur þegar æft í tvö ár og
spilað á krám af og til en þetta eru
fyrstu stóru tónleikarnir okkar, þar
sem fólk situr og hlustar, þannig
að við erum mjög spennt.“
– Ertu ekki líka að leika kelt-
neska tónlist með Pöpunum?
„Jú, en Paparnir eru stuðhljóm-
sveit sem virkar best á böllum, þar
sem tónlistin eru keltneskir jigs og
rælar. Alba leikur ekki danstónlist.
Þetta eru meira ballöður, falleg og
vönduð þjóðlagatónlist, öll óraf-
mögnuð.“
Ekta banda-
rísk tónlist
Og seinna í kvöld og einnig ann-
að kvöld hefjast tónleikar kl. 22.30
á Gauki á Stöng með sveitinni Gras
sem leikur bandaríska þjóðlagatón-
list, „sem er hægt að segja að sé
blanda af „bluegrass“og órafmagn-
aðri kántrítónlist, og lögin eru
bæði gömul og ný,“ segir Dan sem
leikur á fiðluna í Gras. Tena Palm-
er sér um sönginn, Magnús Ein-
arsson leikur á mandolín og gítar,
Gummi Pé á gítar og Jón Skuggi
plokkar kontrabassann.
„„Bluegrass“ er innblásin af blu-
es og þjóðlagatónlist frá Bretlands-
eyjum, og verður Appalachian-tón-
list, nefnd eftir fjallagarði sem nær
frá Maine og alla leið niður til Ge-
orgíu. Þetta er ekta bandarísk tón-
list með fiðlu og mandolíni sem fær
fólk til að slá taktinn með fætinum.
Íslendingar þekkja lagið „Kærast-
an kemur til mín“ sem er ekta
„bluegrass“-lag.
Tólf ára
atvinnumaður
Og það er ekki af neinni tilviljun
að Dan leikur „bluegrass“ en hann
er alinn upp í Maryland-fylki, ekki
langt frá Washington D.C.
„Það kemur mörgum á óvart að
þessi rótartónlist skuli vera vinsæl
í Maryland en það er við hliðina á
Virginia, sem hefur haft mikil
áhrif.
Ég ólst upp á sjöunda áratugn-
um sem var uppgöngutími fyrir
þessa þjóðlagatónlist. Það voru
áhrif frá hippatímanum um að vilja
leita upprunans auk þess sem for-
seti Bandaríkjanna var Jimmy
Carter, fyrrverandi hnetubóndi frá
Georgíu.
Annars er pabbi minn tónlist-
armaður og þegar ég var tíu ára
kenndi hann mér og systur minni
heitinni að leika tónlist. Eva lærði
á gítar og að syngja og ég að spila
á fiðlu. Við æfðum svo mikið saman
að 12 og 13 ára fengum við borgað
fyrir að koma fram, sem var góð
reynsla. Ég lærði aðallega að spila
eftir eyranu en var í fiðlutímum í
sex vikur til að byrja með. Það er
eina leiðsögnin sem ég hef fengið,
fyrir utan nokkra tíma í klassískum
fiðluleik hjá Sigrúnu Eðvaldsdóttur
til að laga tæknina hjá mér.“
Dan útskýrir að í rauninni sé um
tvenns konar hljóðfæraleik að
ræða. Þegar „bluegrass“ eða kelt-
nesk tónlist sé leikin er spilað á
„fiddle“og er maður þá fiðlari upp
á íslenskuna en í djass eða klass-
ískri tónlist sé hljóðfærið kallað
„violin“ og á hana leikur fiðluleik-
ari.
Meiri persónuleg túlkun
„Að leika á „fiddle“ er mun ein-
faldara en að leika á „violin“. Það
þarf mun minni tækni, þetta eru
grunngrip og hljómar og mjög aug-
ljós hefðbundinn danstaktur. Fiðl-
arinn lærir með því að hlusta og af
tilfinningu. Hins vegar er fiðluleik-
arinn mun nákvæmari á allan hátt,
því honum er bannað að sleppa úr
minnstu nótu sem skrifuð er. Fiðl-
aranum leyfist meiri persónuleg
túlkun.“
En Dan hefur einnig leikið á „vi-
olin“ því í gagnfræða- og mennta-
skóla var hann í skólahljómsveit,
„bluegrass“-bandi, framsækinni
rokksveit, auk þess að vera með
sitt eigið djasstríó.
„Þá ákvað ég að gera fiðluleik að
lifibrauði mínu, ekkert annað kæmi
til greina,“ segir Dan sem hefur
látið þann draum rætast.
Ævintýraþráin rak hann til
Þýskalands og síðar Stóra-Bret-
lands en þar kynntist hann kelt-
neskri tónlist mun betur en áður.
Etir að hafa millilent á Íslandi sem
drengur, heillaðist Dan æ síðan af
þessari litlu eyju, sem varð til þess
að hann endaði hjá okkur á Íslandi,
þar sem hann hefur nú búið í næst-
um níu ár samtals og aldrei vantað
vinnu, unnið með ótal tónlistar-
mönnum og leggur metnað sinn í
að vera fjölhæfur og góður leigu-
spilari.
„Mér finnst mjög gaman að
kenna og langar að gera meira af
því, sérstaklega eftir að ég fæ leiða
á því að spila á reykmettuðum
stöðum.“
Það er byrjað að kenna á
„fiddle“ í virtum tónlistarháskólum
erlendis og áhuginn er að vaxa hér
á Íslandi líka. Dan er einn af þeim
fyrstu til að kenna spuna á fiðlu
hér á landi.
„Ég legg metnað minn í að ná til
almennings með fiðluleik mínumog
mér finnst ég heppinn að hafa tek-
ist það með Pöpunum og öðrum
sveitum sem ég hef spilað með hér
á Íslandi,“ segir Dan sem svo sann-
arlega hefur glatt mörg tónglöð
hjörtu landans með snilldarlegum
fiðluleik sínum í gegnum árin.
Hann heldur því áfram í kvöld og á
morgun, og áreiðanlega mikið leng-
ur en það.
Spilað eftir eyranu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Daniel Karl vill vinna með enn fleiri íslenskum tónlistarmönnum.
Hljómsveitirnar Alba og Gras með tónleika í kvöld
Þau eru taktföst, amerísk, kelt-
nesk, falleg, hvaðanæva og alls
konar þjóðlögin sem Dan Cass-
idy leikur fyrir landann um
helgina. Hildur Loftsdóttir
komast að ýmsu um fiðlarann.