Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 58
ÞRJÁR íslenskar myndirvoru sýndar á hátíðinni aðþessu sinni. Íslenskidraumurinn, 101 Reykja- vík og Fíaskó. Sú fyrstnefnda var með í keppninni um titilinn besta norræna myndin og 101 var ein af opnunarmyndunum. Fíaskó var síð- an sýnd síðustu daga hátíðarinnar að höfundinum og leikstjóranum Ragn- ari Bragasyni viðstöddum. Sýningin var vel sótt og kvaðst hann ánægður með móttökurnar enda eitt af því góða við Gautaborgarhátíðina að hún er opin almenningi. Markaðstorg nýrra norrænna mynda Nordic Event, er hinsvegar lokað almenningi, en það var haldið fjóra síðustu daga hátíðarinnar og lokkaði gesti í verslunarhugleið- ingum víða að. Lokamynd hátíðarinnar var Så vit som en snö eftir Jan Troell, (f.1931) en hann var jafnframt heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Um er að ræða fyrstu mynd Troells síðan hann gerði Hamsun-myndina árið 1996 og fjallar hún um flugkonuna Elsa Andersson, bóndadóttur frá Skáni sem lauk flug- stjóraprófi árið 1919, fyrst sænskra kvenna. Myndin byggist á blöndu af heimildum og hugmyndaflugi höf- undarins. Við hátíðarsýningu laug- ardagsins fóru ýmsar verðlaunaaf- hendingar fram og þar var Troell gert að taka á móti Sven Nykvist Award, en Jan Troell er þekktur fyr- ir að bæði kvikmynda og klippa sínar myndir sjálfur. Söngelskir sjóarar Hápunkturinn í fjölmennu lokahófi var verðlaunaafhendingin og sér í lagi norrænu kvikmyndaverðlaunin sem var úthlutað í þrettánda sinn. Átta norrænar myndir kepptu um þrenn verðlaun, fyrir bestu norrænu myndina, bestu myndatöku og besta handrit. Stærstu verðlaunin, 100 þús- und sænskar krónur og gripinn kvik- myndarefinn, fyrir bestu norrænu myndina hlaut norski leikstjórinn Knut Erik Jensen og mynd hans Heftig og Begeistret (Cool and Crazy, Norsk Film AS, 2001). Fer þar heimildarmynd um sjóara á norð- urhjara sem syngja í kór, Karlakórn- um í Berlevåg. Verðlaunin voru veitt fyrir „frásögn af fólki sem lýst er með virðingu og skopskyni, í orði, tónlist og tjáningarríku myndmáli sem gef- ur jafnvel hjarninu líf og hlýju.“ Þannig hljóðaði umsögn dómnefndar en hana skipuðu vel þekktir norrænir kvikmyndaleikstjórar: finnski Auli Mantila, Berit Nesheim frá Noregi, danska Susanne Bier og sænska Ella Lemhagen, ásamt Monika Tunbäck- Hanson menningarfulltrúa Gauta- borgar-Póstsins. Norski sigurvegarinn Knut Erik Jensen (f. 1940) er menntaður við London International Film School og hefur gert röð af heimildarmyndum fyrir sjónvarp og þrjár bíómyndir. Myndmál hans þykir mörgum ein- kennast af ljóðrænu og afar persónu- legri dýpt. Leikna bíómynd hans Når mörkret er forbi, (Barentsfilm AS, 2000) var einnig sýnd á hátíðinni. Jensen hefur áður vakið athygli á Gautaborgarhátíðinnni. Árið 1998 var mynd hans Brent av Frost valin vígslumynd og djarft myndmál hans ýmist fældi eða heillaði. Á sviðinu í ár var það vel sjóaður húmoristi sem þakkaði fyrir sig og fullyrti að þegar hann frétti að í dómnefndinni væru fyrst og fremst konur, hefði hann í einum grænum ákveðið að gera karlakórsmynd. Þá hlutu Eric Kress og danska myndin Blinkende Lykter (eftir And- ers Thomas Jensen), verðlaun fyrir bestu myndatöku og fyrir besta handrit hlaut Malin Lagerlöf verð- laun, en hún er handritshöfundur sænsku myndarinnar Hans og Henn- es. Í fjarveru hennar tók eiginmað- urinn Daniel Lind Lagerlöf, leikstjóri myndarinnar, á móti verðlaununum og þar sem Canal Plus styrkir hand- ritsverðlaunin notaði hann tækifærið að tilkynna þá sérstöku og sér- kennilegu ánægju að taka á móti verðlaunum frá Canal plus, því þau hefðu einmitt sent fjölmiðlarisanum þetta handrit fyrir löngu en aldrei fengið svar! Freistandi er að ímynda sér að Fyra porträtt: kvinnor, mynd hins Los Angeles-menntaða Uganda-Svía, Baker Karim, sem er einn af þrem Karim-bræðrum búsettum á Skáni að fást við kvikmyndir, hefði hreppt áhorfendaverðlaun væru þau í boði, en þau verðlaun hafa ekki verið veitt nú um árabil í tengslum við norrænu keppnina. Fagnaðarlæti bæði yngri og eldri áhorfenda eftir frumsýningu föstudaginn 2. febrúar mátti heyra líkt við annan hápunkt hátíðarinnar: endurkomu danska leikstjórans Bille August með A song for Martin (Sví- þjóð, 2001). Eftir miðlungsvel heppn- aðar myndir fyrir bandarískan mark- að, stóðu flestir upp fyrir hinni nýju mynd hans í innilegum fögnuði á frumsýningu hátíðarinnar. Hinsvegar var áhorfendum boðið að kjósa bestu sænsku myndina árið 2000 af þeim þrem sem tilnefndar voru til gullbagga, og þar reyndist Jalla! Jalla! (Memfis Film, 2000) eiga mestum vinsældum að fagna og hinn ungi Josef Fares varð einn af verð- launahöfum lokahófsins. Josef, sem verður 24 ára á þessu ári (fæddur í Líbanon 1977), hóf leikstjórnarnám við Dramatiska Instituet árið 1998, en á ferilsskrá hans má finna stutt- myndir allt frá árinu 1995 ásamt myndinni Coola Killar (Memfis Film 1999). Mynd Roy Anderssons, Sånger från andra våningen, hlaut aftur á móti gagnrýnendaverðlaunin sem af- hent voru á hátíðinni um helgina en sú fékk fern gullverðlaun í Stokk- hólmi á mánudagskvöldið (besta handrit, besta leikstjórn, besta myndataka og besta myndin 2000), en þriðja tilnefnda „besta myndin“ var Vinger af glas eftir Reza Bagher, sem færði leikkonunni Sara Somer- feld tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki og leikaranum Said Ovessi verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki karla. Gott sænskt bíóár Þegar kvikmyndagagnrýnandinn (og Íslandsvinurinn) Jannike Åhlund var beðin að spá fyrir sænska kvik- myndaárinu 2001, þá spáði hún góðu og nefndi nokkrar myndir sem vöktu athygli hennar á hátíðinni. Meðal þeirra voru hin nýja mynd Troells, en einnig myndin Hem ljuva hem (Sonet film 2001) eftir Dan Ying. Fjöl- skyldudrama þar sem ofbeldi heim- ilisföðurins ræður ríkjum lengi vel. Þétt og vel leikin saga eftir fyrrver- andi áhættuleikarann Dan Ying (m.a. í Ronja Ræningjadóttir), sem einnig hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri og handritshöfundur fyrir leikhús. Norsk heimild- armynd valin besta myndin Vel heppnaðri kvikmyndahátíðinni í Gautaborg lauk á sunnudaginn var. Kristín Bjarnadóttir fylgdist með gangi mála og reifar hvernig til tókst. Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg er lokið Karim bræður eru allir menntaðir í Kaliforníu og hafa nú stofnað félag óháðra kvikmyndagerðarmanna á Skáni. Baker Karim, höfundur og leikstjóri hinnar vinsælu keppnis- myndar Fyra porträtt: kvinnor, ásamt aðalleikkonunum fjórum. Ljósmynd/Kristín Jan Troell að lokinni frumsýningu myndar sinnar ásamt eiginkonunni Agnetu. Dan Ying höfundur mynd- arinnar Hem ljuva Hem, sem var í keppninni. FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti sjens (3 Strikes) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit: D.J. Pooh. Aðalhlutverk: Brian Hooks, N’Bushe Wright. (90 mín) Banda- ríkin, 2000. Myndform. Bönnuð inn- an 16 ára. SÚ AMERÍSKA regla að við þriðja brot eigi fyrrverandi fangar á hættu að sitja inni ævilangt liggur þessari gamanmynd til grundvallar. Rob Douglas er ungur blökkumaður sem tvisvar hefur kom- ist í kast við lögin og nú þegar hann er nýkominn út á hann sér þá ósk heitasta að gerast löghlýð- inn borgari. Honum verður þó ekki að ósk sinni, heldur lendir ásamt félaga sínum í skotbar- daga við lögregluna og þótt hann beri enga ábyrgð á því sjálfur er hann orð- inn frægasti sakamaður Los Angeles- borgar. Þetta er hans síðasti séns, ef hann verður handtekinn í þriðja sinn fer hann í ævilangt fangelsi og beitir því öllum brögðum til að sýna fram á sakleysi sitt. Óhætt er að segja að efn- ið bjóði upp á þjóðfélagslega satíru sem ríkt erindi á við Bandaríki nú- tímans en öllum slíkum möguleikum er kastað fyrir róða og í staðinn er myndin uppfull af fimmaurabröndur- um. Í rauninni liggur leiðin niður á við frá fyrstu mínútu, söguþráðurinn verður sífellt fjarstæðukenndari og brandararnir langsóttari. Þessi mynd er síðasta sort. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Allt er þá þrennt er Bólfesta (They Nest) H r o l l v e k j a Leikstjóri Ellory Elkayem. Handrit John Claflin, Daniel Zelman. Aðal- hlutverk Thomas Calabro, Dean Stockwell. 92 mín, Bandaríkin 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. ÞAU ERU fá dýrin sem fara eins í hinar fínustu á mannfólkinu og kakkalakkarnir. Sama hvað reynt er, sama hversu mörg- um er byrlað ólyfjan eða flattir út með skósólan- um, alltaf skjóta þeir upp „kollin- um“ aftur og fjölga sér hraðar en Kín- verjar. Bólfesta gerir miskunnarlaust út á þessa viðkvæmni okkar gagnvart þessum litla iðandi skaðvaldi og áður en lengra er haldið skal tekið skýrt fram að hér er á ferð alveg rakin B- mynd, gerð fyrir sjónvarp. Oft kann það að vera fráhrindandi sem mest getur orðið en ekki í þessu tilfelli því myndin er alveg yndislega léleg. Sjaldgæft afbrigði kálandi kakka- lakka dúkkar upp á lítilli fámennri eyju þangað sem læknir nokkuð er nýkominn til þess að eiga náðuga daga og safna kröftum. En þess í stað þarf hann að berjast við þessa kakkalakkaplágu sem hægt og bít- andi fellir íbúa eyjarinnar. En eins og í öllum „góðum“ hrollvekjum kaupir það enginn nema aðkomu- maðurinn snjalli og hugaði. Ekki nóg með að sagan sé della hedur leikur gamli læknadelinn Mancini úr Mel- rose Place aðalhlutverkið. Er hægt að biðja um það „betra“. Skarphéðinn Guðmundsson Kálandi kakkalakkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.