Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 11 KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, segir að 11. gr. uppkasts Alþjóða- samtaka lækna að yfirlýsingu vegna gagna- grunna á heilbrigðissviði sé eins og sniðin að þeim ramma sem settur hafi verið í kringum miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hér á landi. Kári sagði að í fyrsta lagi segði Tómas Zoëga, formaður stjórnar siðfræðiráðs Læknafélags Íslands, í Morgunblaðinu á sunnudag að Íslensk erfðagreining mistúlkaði hvað fælist í skilmál- um Alþjóðasamtaka lækna hvað varðaði gagna- grunn á heilbrigðissviði. Í því lægi fyrsti mis- skilningur Tómasar því Alþjóðasamtök lækna hefðu enga skilmála þegar að því kæmi. Þau hefðu hins vegar sett saman uppkast að afstöðu til gagnagrunna á heilbrigðissviði og það væri þetta uppkast sem hefði valdið svolitlum deilum milli ÍE og stjórnar Læknafélagsins. Kári sagði að sér fyndist athyglisvert að í há- degisfréttum RÚV á laugardag hefði Sigur- björn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, komið fram og sagt að þetta uppkast gerði hvergi ráð fyrir notkun heilbrigðisupplýsinga án upplýsts samþykkis eða með ætluðu sam- þykki. Hann kæmi síðan aftur í kvöldfréttum sama dag og þá væri alveg ljóst að hann væri búinn að lesa uppkastið, því athugasemdir hans í hádegisfréttum hefðu allar miðast við að hann væri að túlka 5. gr. uppkastsins. Greinin sem hins vegar gerði ráð fyrir því að hægt væri að nota upplýsingarnar með ætluðu samþykki væri 11. greinin. „Það er alveg ljóst að þegar kemur að kvöld- fréttum er Sigurbjörn búinn að lesa þetta og mér finnst allt í lagi að mönnum verði á og þeir missi athugasemdir af þessari gerð þegar þeir lesa svona plagg. Það sem veldur mér hins veg- ar þungum áhyggjum er að í þeim fréttum segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags- ins, að félagið hafi vilyrði formanns nefndarinn- ar sem samdi skjalið að það verði umorðað þannig að það misskiljist ekki,“ sagði Kári. Hann vitnaði síðan í ákvæðið, en síðari hluti 11. greinarinnar, sem hefur fyrirsögnina The purpose of collecting personal health inform- ation eða Markmiðið með söfnun persónulegra heilsufarsupplýsinga hljóðar þannig á ensku: When secondary purposes are involved, a dist- inction must be made between purposes manda- ted in applicable legislation (national or sub- national) and any other purposes (such as education or research). Non-consensual collect- ion of personal health information must occur only under strictly regulated conditions and in very limited circumstances, when it is required or permitted by national legislation or when it is ordered or decided by a court of law. Lausleg þýðing er á þá leið að þegar horft sé til afleiddra markmiða verði að gera mun á markmiðum sem mælt sé fyrir um í lögum sem við eigi og öðrum markmiðum (eins og hvað varðar menntun eða rannsóknir). Söfnun per- sónulegra heilbrigðisupplýsinga án samþykkis geti aðeins átt sér stað samkvæmt ströngum skilyrðum og við mjög þröngar aðstæður þegar þess er farið á leit eða það leyft í löggjöf eða þegar það er fyrirskipað eða ákveðið af dóm- stólum. Strangara eftirlit en nokkurs staðar annars staðar Kári sagði að það væri alveg ljóst að gagna- grunnur á heilbrigðissviði rúmaðist innan þess ramma sem settur væri samkvæmt þessum tölulið. Grunnurinn væri settur saman sam- kvæmt ákvæðum íslenskra laga og væri undir strangara eftirliti en sæist nokkurs staðar ann- ars staðar í heiminum. Þá væri sérleyfi í gildi þannig að kringumstæður væru takmarkaðar. Það væri eins og þessi málsgrein væri skrifuð til þess eins að miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði passaði inn í þetta. „Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er ekki það að Sigurbirni og Tómasi Zoëga skuli hafa yfirsést þetta heldur að þegar þeir sjá þetta þá hringja þeir í formann nefndarinnar og fá bara loforð um að orðalagi verði breytt,“ sagði Kári. Hann sagði að það þýddi breytingu á grund- vallarafstöðu í þessum efnum og virtist benda til þess að Alþjóðalæknasamtökin væru fyrst og fremst regnhlífarsamtök stéttarfélaga og gengju erinda þeirra þegar mikið lægi við. „Þarna er um að ræða mjög mikilvægt prin- sípmál og það er harla skringilegt ef það á að breyta afstöðu til þess einfaldlega með sím- hringingu frá mönnum sem finnst að á sig halli í deilum í heimalandi sínu,“ sagði Kári. Hann sagði að ef síðan væri litið á annað sem væri að gerast í heiminum og hvaða afstöðu önnur samtök væru að taka varðandi það að nota svona upplýsingar þá væri hann með lista yfir amerísk samtök sem hefðu verið að fjalla um þetta. Til dæmis American Academy of Family Physicians, sem væru Samtök heimilis- lækna í Bandaríkjunum, en þau legðu mikla áherslu á að það mætti nota svona upplýsingar með ætluðu samþykki, Association of American Medical Colleges eða Samtök bandrískra læknaskóla gerðu það sama; American College of Physicans, American College of Surgeons og fyrir tveimur vikum síðan hefði American Med- ical Association sent frá sér tilmæli um hvernig ætti að nýta svona upplýsingar, að það megi nota heilbrigðisupplýsingar sem verði til við að heilbrigðisþjónusta er veitt með ætluðu sam- þykki til rannsókna. Kári bætti því við að 11. gr segði það beint, hvort sem Tómasi Zoëga eða Sigurbirni Sveins- syni líkaði það betur eða verr að svona upplýs- ingar mætti nota sérstaklega þegar um það væri búinn lagalegur rammi eins og gert hefði verið með gagnagrunninn. Túlkun hans sjálfs væri einnig í fullu samræmi við það sem væri að gerast í þessum efnum í alþjóðasamfélaginu. Kári sagði einnig að vert væri að hafa í huga að enn væru engar upplýsingar komnar inn í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Á sama tíma og það sama gilti um síðastliðin fimmtíu ár hefðu menn verið að draga reiðinnar býsn af heilbrigðisupplýsingum saman, til dæm- is inn í krabbameinsskrána, með ætluðu sam- þykki, og héldu áfram að gera það. Enginn gæti sagt sig úr henni og stjórn Læknafélags Íslands hefði ekki mótmælt því í eitt einasta skipti né hefðu hin alþjóðlegu læknasamtök gert það. „Maður fær á tilfinninguna að hér sé kannski ekki endilega verið að deila um notkun á heil- brigðisupplýsingum né hvort það megi nota þær án upplýsts samþykkis eða ekki. Maður hefur á tilfinningunni að stjórn Læknafélagsins, sem kallar sér til liðs af og til alþjóðalæknasamtökin, sé að berjast á móti einhverju allt öðru og búi það ósköp einfaldlega í þann búning að hún sé að tala um notkun heilbrigðisupplýsinga annars vegar með ætluðu samþykki og hins vegar með skriflegu samþykki. Það er ekki hægt að kom- ast að þeirri niðurstöðu að það sem raunveru- lega valdi þeim áhyggjum sé þessi notkun heil- brigðisupplýsinga,“ sagði Kári einnig. Upplýsingarnar víða notaðar Hann benti á að menn væru víða um íslenskt samfélag að nota slíkar upplýsingar, ekki bara til að veita heilbrigðisþjónustu heldur einnig til þess að vinna rannsóknir, stjórna stofnunum og gera áætlanir í heilbrigðisþjónustu, allt með ætluðu samþykki. Hann hefði gjarnan viljað hafa komist að þeirri niðurstöðu að þarna væri um einhverja grundvallarafstöðu að ræða, en hann sæi ekki að um það væri að ræða. Forstjóri ÍE um drög Alþjóðasamtaka lækna að yfirlýsingu um gagnagrunna á heilbrigðissviði 11. greinin eins og sniðin fyrir gagnagrunninn hér á landi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra ásamt fylgdarliði þeirra áttu stuttan fund með fulltrúum úr bæj- arstjórn Bolungarvíkur og verka- lýðsfélagi staðarins um stöðuna í at- vinnumálum Bolvíkinga, en ráðherrarnir voru á ferðinni hér fyrir vestan í gær þar sem þeir áttu m.a. fund með bæjarstjórn Ísafjarð- ar og heimsóttu Flateyri þar sem gengið var frá málum er snerta lokaátakið í uppbyggingu byggðar- innar eftir snjóflóðið mikla. Í för með ráðherrunum voru ráðuneytisstjórar þeirra og skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu. Einnig tóku Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og Ingimar Halldórs- son, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfjarða, þátt í fund- inum í Bolungarvík. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri gerði ráðherrunum grein fyrir þeim vandamálum sem upp hefðu komið í kjölfar gjaldþrots Nasco í lok síð- asta árs. Gjaldþrot fyrirtækisins hefði komið starfsfólki þess og Bol- víkingum öllum í opna skjöldu því óneitanlega hefðu menn verið farnir að horfa bjartara fram á veginn um mitt síðasta ár. Og þar sem eig- endur fyrirtækisins hefðu verið með áform um stækkun verksmiðjunnar hefðu bæjaryfirvöld farið í fjárfrek- ar vatnsveituframkvæmdir til að geta staðið við vatnsþörf verksmiðj- unnar. Þá ræddi Ólafur tilboð það sem nú liggur fyrir í eignir þrotabúsins og hvatti til þess að skoðun þess yrði hraðað sem kostur er. 52 skráðir atvinnulausir Lárus Benedikson, formaður verkalýðsfélagsins, gerði grein fyrir stöðunni frá sjónarhóli félagsins og benti á að fólk væri orðið afar órótt og hefði miklar áhyggjur vegna þessa ástands. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Lárus lagði fram á fundinum, eru 52 skráðir atvinnu- lausir í Bolungarvík en á Vestfjörð- um öllum eru 108 skráðir atvinnu- lausir. Fram kom í máli Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismans að heimamenn væru tilbúnir að leggja sig alla fram um það að ná fram lausn, t.d. hefði verkalýðsfélagið ákveðið að leggja til peninga að upphæð 15 milljónir sem væru mik- ið fé hjá ekki stærra félagi. Siv Friðleifsdóttir benti á að erf- iðleikar í atvinnumálum á lands- byggðinni snertu líka íbúa höfuð- borgarsvæðisins þar sem hinn mikli straumur fólks af landsbyggðinni og suður væri kostnaðarsamur fyrir samfélagið og væri t.d. farinn að valda erfiðleikum í t.d. skipulags- málum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann sagði ríkisstjórnina hafa fullan vilja á að koma á móts við landsbyggðina í þessum efnum. Ráðherrarnir ræddu einnig fyr- irhugaðar snjóflóðavarnir ofan við byggðina í Bolungarvík og kom fram í máli Magnúsar Jóhannesson- ar, ráðuneytisstjóra í umhverfis- ráðuneytinu, að ekkert benti til annars en að allar tímaáætlanir þeirra framkvæmda stæðust. „Okkar tilgangur með þessum stutta fundi með fulltrúum bæjar- stjórnar og verkalýðsfélagsins hér í Bolungarvík var eingöngu sá að kynna okkur stöðu mála og átta okkur á hvernig ríkisvaldið í gegn- um Byggðastofnun, sem er stór að- ili að málinu, gæti sem best liðkað fyrir lausn þessara mála en það er þýðingarmikið að úr fari að rætast,“ sagði Davíð Oddsson að loknum fundinum í Bolungarvík. Ráðherr- arnir og fylgdarlið þeirra skoðuðu síðan staðhætti þar sem fyrirhuguð snjóflóðamannvirki munu rísa og litu inn í Náttúrustofu Vestfjarða sem hefur aðsetur í Bolungarvík. Forsætisráðherra og umhverfisráðherra heimsóttu Bolungarvík í gær Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Í heimsókn í náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík. Einar Kristinn, Siv, Davíð og Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Í tilefni bolludagsins í gær fengu Siv og Davíð sér orkuríkar bollur með kaffinu áður en fundað var með Bolvíkingum í ráðhússalnum. Kynntu sér stöðu atvinnumála Bolungarvík. Morgunblaðið. Í DRÖGUM að ályktunum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, sem miðstjórn flokksins fjallaði um á fundi sínum um helgina, kemur m.a. fram undir liðnum utanríkis- mál að flokkurinn telur tímabært að Ísland gerist aðili að Alþjóða- hvalveiðiráðinu að nýju og að unnið verði markvisst að undirbúningi þess að hvalveiðar hefjist sem fyrst, eins og það er orðað. Þegar leitað var eftir viðbrögðum við þessum texta hjá Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra vildi hann ekki tjá sig að svo stöddu. Samkvæmt ályktunardrögum um fjölskyldumál, en flokkurinn setur velferð mannsins í öndvegi, er lagt til að skattalöggjöfin verði tekin til endurskoðunar með það að mark- miði að einfalda skattkerfið, styrkja fjölskylduna og draga úr áhrifum jaðarskatta. Framsóknar- flokkurinn vill ennfremur leggja áherslu á að frítekjumark lífeyris- þega verði hækkað og dregið verði úr skerðingu bóta vegna tekna maka. Kvótaþing verði afnumið Í kaflanum um sjávarútvegsmál segir m.a. að við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði að treysta atvinnuhagsmuni launafólks í sessi þar sem veiðiheimildir hafi færst saman í færri og stærri fyrirtæki með röskun á vinnumarkaði í ein- stökum byggðarlögum. Þá er lagt til í drögum að ályktunum að kvóta- þing verði aflagt í núverandi mynd. Hvalveið- ar hefjist sem fyrst Miðstjórn Fram- sóknarflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.