Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 59

Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 59 eða fara úr Vatnsmýrinni árið 2016. Nokkuð er nú þangað til alvaran á að gilda, en ekki trúi ég öðru en Reyk- víkingar kjósi að flugvöllurinn verði á sínum gamla stað um ófyrirsjáan- legan tíma. Og landsbyggðarfólk ekki síður. Hann er kannske enn frekar í þeirra þágu en íbúanna á Reykjavíkursvæðinu. Ein vísa að lokum, er segir raunar allt sem mér er efst í huga í þessu sambandi, en stundum hefur lítil vísa gert stóra hluti, sbr. þegnskyldu- vinnuna á sínum tíma. Velli þessum ætíð ann; öllum deilum linni. Flestir vilja hafa hann hér í Vatnsmýrinni. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. ER ekki fólk að verða þreytt á um- ræðunum um Reykjavíkurflugvöll? Ég er það að minnsta kosti. Að láta sér detta í hug, að flug- völlur, sem verið hefur í rúmlega hálfa öld eitt aðalsamgöngumann- virki Reykjavíkur, hverfi án þess að íbúarnir láti sig það einhverju skipta. Þó held ég, að fólkið á landsbyggð- inni mundi enn meir en borgarbúar sakna hins ágæta flugvallar, yrði hann lagður niður, því hann er tengi- liður landsins alls við höfuðborgina. Það er þægilegt að geta á nokkrum mínútum komist út á flugvöll, og sest að því búnu eftir stutta bið inn í flug- vél, sem flytur mann á skömmum tíma til helstu þéttbýlisstaða lands- ins. Nú á að kjósa um það í næsta mán- uði, hvort flugvöllurinn eigi að vera Flestir vilja hafa hann hér í Vatnsmýrinni Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Höfundi finnst ósanngjarnt ef ferðalag fólks, sem ferðast með innanlandsflugi, verður lengt um 45–60 mínútur. Nei! Ekki til Keflavíkur Frá Einari Gunnlaugssyni: Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÁLFLUTNINGUR þeirra sem vilja flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur finnst mér vera að mörgu leyti ósanngjarn og óábyrgur gagn- vart þeim sem nota innanlandsflugið. Mér finnst það meðal annars ósanngjarnt að ferðalag fólks sem ferðast með innanlandsflugi skuli lengt um 45–60 mín., eða samtals um 1,5–2 klukkustundir í þeim tilfellum þegar flogið er t.d. heiman og heim. Þeir sem segja að ferðin taki skemmri tíma eru að mínu mati að fara með rangt mál, því í fyrsta lagi ef ekið er á löglegum hraða, þá tekur ferðin milli Reykjavíkur og Kefla- víkur við bestu aðstæður u.þ.b. 45 mín., ef miðað er við miðbæ Reykja- víkur, og í öðru lagi má ekki gleyma því að veturinn er langur og getur verið veðrasamur þannig að oftsinnis er færðin þannig að ferðin tekur lengri tíma, vegna erfiðrar færðar. Ég heyrði frá því sagt í umræðu- þætti um innanlandsflugið á einni út- varpsstöðinni að farþegafjöldi í inn- anlandsfluginu sem færi um Reykjavíkurflugvöll væri á bilinu 400–450 þúsund farþegar á ári. Nú spyr ég sem leikmaður: Hvað ef allur þessi fjöldi bætist við umferðina á Reykjanesbrautinni? Samkvæmt því sem komið hefur fram um Reykjanesbrautina þá er það akstursleið með alveg sérstökum akstursmáta sem gerir það að verk- um að slys eru fleiri og alvarlegri á þessari leið en á nokkrum öðrum kafla sömu lengdar. Eitt dæmi um hættulegan vegar- kafla á Reykjanesbrautinni er kafl- inn í Kúagerði. Mér finnst að hann hafi verið lagður á rangan máta í upphafi, þ.e.a.s. að hann liggur það nálægt sjó og það lágt að særok nær að bera sæúða á þennan vegarkafla. Þegar frost er á veturna frýs sæúð- inn sem á veginn sest og átta öku- menn sig oft á tíðum ekki á þessum hálkukafla sem myndast við þessar aðstæður því aðeins nokkur hundruð metrum báðum megin við þennan vegarkafla í Kúagerðinu er allt autt og þurrt. Þetta virðist vera ástæða margra alvarlegra slysa á þessum kafla Reykjanesbrautarinnar, auk annarra staða á þessari leið, sem virðast vera hættulegir í vondum veðrum vegna m.a. sviptivinda. Ég er sammála þeim sem vilja tvö- falda Reykjanesbrautina og vonandi verður það til fækkunar á slysum og til hagsbóta fyrir þá sem um þennan veg fara, en mér finnst samt sem áð- ur samkvæmt ofansögðu rangt að flytja innanlandsflugið til Keflavík- ur. EINAR GUNNLAUGSSON, Ljósuvík 24, Reykjavík. HUGMYNDIN um „betri byggð“ er athyglisverð. Þétt byggð í hverfi fyr- ir 10 þús. íbúa eða fleiri, þar sem vinnustaðir, verslanir, veitingahús, skemmtistaðir og önnur þjónusta er í hverfinu í göngufæri frá íbúðunum. Áhugamenn um þetta nefna þó að- eins að svona ætti að byggja á flug- vallarsvæðinu. Það yrði þó í fyrsta lagi hægt eftir 15–20 ár. En þá yrðu sumir miðaldra áhugamenn að nálg- ast ellilífeyrisaldur. En hvers vegna ekki byrja strax? Alltaf er verið að byggja á nýjum svæðum, því að þörf er á nýjum íbúð- um fyrir nokkur þúsund manns í Reykjavík árlega. Það má benda á ágæta staði fyrir tilraun með svona byggð. Geldinga- nes og Álfsnes eru fagrir staðir við ströndina og liggja vel við samgöng- um, bæði út úr borginni og inn í mið- borgina, þegar Sundabrautin kemur. Marga fleiri góða staði má finna í borgarlandinu þar sem byggt verð- ur. Er ekki ástæða fyrir áhugamenn og yfirvöld borgarinnar að athuga þennan möguleika og hefjast handa á næstu árum? Flugvöllurinn mætti þá vera áfram á sínum stað, enda er land hans ekki stórt og munar lítið um það, miðað við það sem þarf til bygg- inga á næstu árum. Hvers vegna þá bíða í 20 ár í stað þess að finna góðan stað fyrir svona borgarhverfi, eitt eða fleiri, nú þegar. KRISTINN BJÖRNSSON, sálfræðingur. Hvers vegna að- eins í Vatns- mýrinni? Frá Kristni Björnssyni: VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur. Happdrætti húsnæðisfélagsins SEM Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagsins á mánudag, miðvikudag og föstudag á milli kl. 13 og 15 í síma 588 7470. Bifreið frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum kr. 1.200.000 60116 82334 Utanlandsferð frá Samvinnuferðum Landsýn 100.000 kr. Utanlandsferð frá Samvinnuferðum Landsýn 50.000 kr. 24. febrúar 2001 36 20883 35168 44139 48419 56400 63397 74185 89321 108805 373 22210 38705 44774 52439 57051 64021 74791 89961 109243 3560 30346 39075 44899 53710 58243 68448 75529 93698 109952 13153 31347 41308 45044 54415 59153 70465 80942 94240 110751 17495 33110 41316 45193 55409 60300 71902 82604 100449 113077 18286 33629 41700 48296 56084 60307 73646 83651 100866 114810 1331 10161 23401 34187 42836 53688 60835 70381 81795 91309 100987 109419 1597 10185 23778 34710 43443 53929 61176 70604 81905 93007 102561 109946 1795 11901 24873 35799 43655 54071 62510 73130 82038 93443 102773 110948 1870 12610 26703 35896 43665 54535 62666 73268 82142 93504 103769 111119 2211 13417 27680 36104 44220 55152 62889 73862 82812 93544 103773 111959 2474 15343 27953 36243 45282 55332 63213 73927 83557 93752 104523 112698 2483 15742 28342 37444 45484 55592 64316 74389 83710 94107 106671 113149 3435 15909 28785 37540 46415 56133 64366 74466 84056 94280 106911 113977 4681 16168 29186 37569 46514 56485 64558 75366 84116 94385 107213 114147 5533 16395 29217 37630 46883 56785 64673 75492 85119 95150 107360 114918 6599 16742 29373 38226 47822 57123 65103 75940 86262 95157 107538 115872 7015 17613 29801 38789 47881 57452 66891 76669 88879 96727 107660 116066 7447 18136 30159 38820 47952 57531 67248 77323 89604 96786 107774 116635 7820 18296 31714 39943 48173 57844 67879 78052 89856 97485 108025 116924 7898 20015 31822 40485 48177 58358 68467 78884 90129 98977 108112 8250 21013 32003 40705 49075 58601 69515 79059 90543 99122 108487 8519 21136 32148 41646 49858 58996 69558 79106 90756 99464 108814 9898 21146 32992 41719 50405 59007 69654 80167 90780 99569 108952 9968 21796 33287 42514 53075 60383 69857 81527 90972 99989 109190 Nýr áfangastaður í beinu flugi BERLÍN Litrík saga Í júní verða tvær vikuferðir til Berlínar, höfuðborgar sameinaðs Þýskalands, 2/6 og 9/6. Atburðir liðins tíma verða ljóslifandi á götum borgarinnar þar sem stríðandi fylkingar háðu uppgjör sitt við lok seinni heimstyrjaldar. Borginni var um tíma skipt með múr milli tveggja ríkja og ólíkra hugsjóna. Nú er öldin önnur og borgin iðar af lífi og stórhug. Ný Berlín tekur okkur opnum örmum. Góð fararstjórn og skoðunarferðir Fararstjóri verður Emil Örn Kristjánsson. Hann fylgir hópnum alla ferðina, liðsinnir og fræðir. Takmarkaður sætafjöldi tryggir áhugaverða ferð. Í boði eru ýmsar skoðunar- og kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Ferðir 2/6 og 9/6, 7 dagar, 57.700 krónur Innifalið er flug með Flugleiðum, flugvallaskattar, gisting í 2ja manna herb. með baði, akstur milli flugvallar og hótels , morgunverður, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn. Beint flug með Flugleiðum. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is Ferðir á næstunni: Til Prag 17/4 (7 dagar), 29/4 (8 dagar) og 6/5 (8 dagar) og 8 daga ferð í beinu flugi í ágúst. Skíðaferðir til Crans-Montana í Sviss um páskana, vikuferðir til Berlínar í júní og síðast en ekki síst páskaferð til Azoreyja í 9 daga. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Marlene Dietrich, dóttur Berlínarborgar sem lagði heiminn að fótum sér með fágætri söngrödd. Eitt hundrað ára árstíð Marlene verður minnst með ýmsum hætti í Berlín, allt árið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.