Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR Eyjólfsson leikari fagn-
aði 75 ára afmæli sínu á tveimur
leiksýningum um helgina. Á laug-
ardag, sjálfan afmælisdaginn, flutti
hann einleik á stóra sviði Þjóðleik-
hússins sem hann setti saman úr
Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen og á
sunnudag var hátíðarsýning á
Sniglaveislunni til heiðurs Gunnari
í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Húsfyllir var í Þjóðleikhúsinu á
laugardag og var Gunnar hylltur
lengi og innilega að sýningu lok-
inni. Sjá umsögn hér að neðan.
Meðal sýningargesta voru forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
og forsætisráðherra, Davíð Odds-
son. Í leikslok voru leikaranum
færðar gjafir.
Leikfélag Akureyar og Leikfélag
Íslands sem sameiginlega standa að
Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson heiðruðu Gunnar á þess-
um tímamótum, en hann fer með
aðalhlutverið í sýningunni, Gils
Thordarson stórkaupmann og hef-
ur hlotið einróma lof fyrir. Aðsókn
á sýninguna á Akureyri hefur verið
eins og best verður á kosið, en um
miðjan mars hefjast sýningar á
verkinu í Iðnó.
Gunnari var klappað lof í lófa að
lokinni sýningu á sunnudagskvöld
og m.a. færði Sigurður Hróarsson
leikhússtjóri hjá LA honum blóm og
þá kom Þráinn Karlsson leikari
færandi hendi og afhenti honum
forláta spjót sem hann smíðaði og
notað er í sýningunni. Gunnar
þakkaði fyrir sig með því að flytja
áhorfendum vel valda kafla úr
Pétri Gaut.
Gunnar Eyjólfsson
heiðraður á tímamótum
Morgunblaðið/Kristján
Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, færði Gunnari
Eyjólfssyni leikara afmælisgjöf í lok sýningar á Sniglaveislunni.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Vel fór á með Ólafi Ragnari
Grímssyni forseta og Gunnari.
Sýningu
lýkur
Ljósmyndasafn
Reykjavíkur
Ljósmyndasýningunni Eyði-
býli í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur Tryggvagötu 15 lýkur á
fimmtudag. Um er að ræða
samsýningu ljósmyndaranna
Nökkva Elíassonar og Brian
Sweeney, sem samanstendur af
á fjórða tug ljósmynda, svart
hvítum og litmyndum, teknum
af eyðibýlum víðs vegar á Ís-
landi. Sýningin er opin alla
virka daga frá kl. 10-16 og um
helgar frá kl. 13-17. Aðgangur
ókeypis.
LEIKFÉLAG Akureyrar á
heiður skilinn fyrir að taka þá
öldnu kempu Guðmund L. Frið-
finnsson upp á arma sína og svið-
setja leiklestur Berfætlinga í til-
efni af 95 ára
afmæli höfund-
arins og 50 ára
rithöfundaraf-
mæli hans,
hvorttveggja á
síðasta ári. Guð-
mundur hefur
um árabil sinnt
sínum ritstörfum
og öðrum hugð-
arefnum á heim-
ili sínu á Egilsá í
Skagafirði og látið skarkala heims-
ins lítil áhrif hafa á sig en þó hefur
hann greinilega fylgst með og tek-
ið mið af því sem hæst ber hverju
sinni.
Ekki skal hér fullyrt að leikrit
hans Berfætlingar sé dæmigert
fyrir höfundarverk Guðmundar,
það ber þó skýr höfundareinkenni
hans, kjarnyrt og meinfyndið á
köflum, þrungið alvöru undir niðri
þótt siglt sé undir léttum seglum.
Þannig er höfundurinn sjálfur eins
og glöggt kom fram í skemmti-
legum tölum hans við upphaf og
lok sýningarinnar. Ég saknaði
þess að ekki skyldi koma fram í
leikskrá hvenær verkið er samið,
hvort það er nýlegt frá hendi Guð-
mundar eða hefur legið lengi
óflutt.
Í Berfætlingum birtast ýmsar
persónur, fæstar greindar með
nafni heldur nefndar eftir eigin-
leikum eða starfi sínu. Þarna
bregður fyrir Bónda, Borðalögðum
manni, Rukkara, Kvensu, Róna,
Löggu, Tryggingasölumanni auk
hins nafngreinda dólgs Alexíusar
og Manninum, Konunni og Döm-
unni.
Allt er þetta fólk fremur ráðvillt
og illa áttað, nema Konan sem
mælir í spakmælum og orðskvið-
um. Allir eru berfættir og má hafa
það til marks um hversu aðstæður
eru þeim framandi svo helst lítur
út fyrir að um annað tilverusvið sé
að ræða, þar sem fyrri gildi hafa
takmarkaða þýðingu og öllum per-
sónunum nauðsynlegt að skoða
lífshlaup sitt í nýju ljósi. Verkið
hefur yfir sér eins konar fárán-
leikastíl, allt getur gerst og það
fyrirvaralaust; persónur koma og
fara en Maðurinn Jens eða Jer-
emías og Konan eru alltaf til stað-
ar og taka á móti gestunum, mis-
jafnlega alúðlega þó. Maðurinn
Jens er í ætt við Jón Hreggviðsson
og þann ættbálk íslenskra alþýðu-
manna, orðljótur og breyskur en
sálarheill hans er þó tæpast í
nokkurri hættu. Þeir sem stunda
sölumennsku og stríðsmang fá
slæma útreið og ljóst hvar samúð
höfundarins liggur í þeim efnum.
Leikflutningur þeirra Akureyr-
inga með stuðningi tveggja félaga
úr Leikfélagi Sauðárkróks var
hressilegur og vel æfður. Þrátt
fyrir að þetta væri yfirlýstur leik-
lestur hafði talsvert verið lagt í
forvinnu lýsingar og búninga og
mátti því glöggt sjá hverjir mögu-
leikar þessa leikrits væru ef því
væri fylgt eftir til fullrar sýningar.
Skólaus í
næsta lífi
LEIKLIST
L e i k f é l a g A k u r e y r a r
Eftir Guðmund L. Friðfinnsson.
Umsjón sviðsetningar: Skúli Gauta-
son. Leikendur: Þráinn Karlsson,
Saga Jónsdóttir, Sigríður Eyrún
Friðriksdóttir, Bragi Haraldsson,
Guðbrandur Guðbrandsson, Hinrik
Hoe Haraldsson, Valgeir Skag-
fjörð, Þóranna Kristín Jónsdóttir,
Aðalsteinn Bergdal, Þorsteinn
Bachmann.
BERFÆTLINGAR
Hávar Sigurjónsson
Guðmundur L.
Friðfinnsson
NÚ stendur yfir sýning Páls
Banine á Mokka. Sýningin
nefnist Hjarðdýrið og þar eru
tíu nýlegar plexiglerteikningar.
Sýningin stendur til 12. mars.
Teikningar
á Mokka
Textíll í
Nema hvað
NÚ stendur yfir samsýning
nemenda á öðru ári í textíldeild
Listaháskóla Íslands í galleríi
Nema hvað, Skólavörðustíg
22c. Sýningin nefnist „Frjáls
textíll“ og er opin fimmtudaga
til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur
4. mars.
ÁRIÐ 1948 spáði Ásgeir Hjartar-
son í leikdómi um Galdra-Loft að
Gunnar Eyjólfsson ætti í framtíðinni
,,eftir að vinna marga sigra og
stóra“. Ásgeir reyndist sannspár
hvað þetta varðar og núna rúmri
hálfri öld síðar stendur þessi hæfi-
leikamikli leikari á hátindi frægðar
sinnar og er enn að vinna nýja sigra
um leið og hann fagnar 75 ára afmæli
sínu.
Meðal margra sigurstunda Gunn-
ars Eyjólfssonar á farsælum leikferli
er túlkun hans á Pétri Gaut Ibsens,
en hlutverkið lék hann fyrst í upp-
færslu Þjóðleikhússins árið 1962 og
er sú túlkun mörgum leikhúsgestum
enn í fersku minni. Sjálf var ég á
þriðja árinu þegar Gunnar vann
þennan leiksigur sem í rás tímans
hefur öðlast allt að því goðsagna-
kennda vídd í leikhúsumræðunni.
Það var því kærkomið tækifæri að
sjá þá mætast enn á ný, þá Gunnar
og Gaut, á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins í sýningu sem Gunnar hefur valið
að kalla ,,Uppgjör við Pétur Gaut“
og er í formi einleiks sem Gunnar
hefur sjálfur sett saman af stórkost-
legu listrænu innsæi og djúpum
skilningi á verkinu.
Einleikurinn er settur saman úr
nítján atriðum verksins, en Gunnar
breytir röð atriðanna í þágu þeirrar
heildar sem hann vill miðla til áhorf-
enda. Í upphafi mætum við Pétri
Gaut, gömlum og lífsreyndum, hann
hittir fyrir beyginn, sjálfan lífsótt-
ann sem getur orðið hverjum manni
að fjörtjóni sem ekki þekkir sjálfan
sig og á ekki góða að. Pétur Gautur
er kominn heim eftir að hafa velkst
um villigötur veraldarinnar, hann
mætir sjálfum sendimanni dauðans,
hnappasmiðnum, sem kominn er að
sækja sál hans til að bræða hana
saman við sálir annarra meðalsynd-
ara. Hann á ,,að fara í úr-
tíningsdeildina, eins og menn segja,
renna í heildina“. Slík endalok finn-
ast Pétri Gaut ,,sem glötun gauzkrar
tilveru, geigvænlegustu kjör, sem til
eru“ – og hann biður um frest til að
sanna að hann eigi ekki skilið að
hljóta slík örlög, að bræðast saman
við ,,Pétur og Pál“, því hann hafi ver-
ið einstakur, sjálfur sér líkur allt líf-
ið. Frestinn fær Pétur Gautur og
leiknum vindur nú fram á þann hátt
að við fylgjumst með söguhetjunni í
samskiptum hans við annað fólk og
þursa og hnitast leikurinn sérstak-
lega um samskipti hans við konurnar
í lífi hans. Enda fer það svo að lokum
að það er trú þeirra, von og kær-
leikur sem bjarga sál hans frá því að
lenda í sambræðingnum geigvæn-
lega.
Eins og þeir sem þekkja verkið sjá
af þessu þá hnikar Gunnar Eyjólfs-
son til þráðum verksins eftir sínu
eigin höfði og fléttar nýja fléttu en
þetta er gert á svo listilegan hátt að
andi verksins og inntak þess hlýtur
hvergi skaða af. Hann sýnir okkur
einstakling sem leitar kjarna tilveru
sinnar og finnur hann í ást, von og
kærleika kvennanna, eins og áður er
sagt. Sá vísdómur sem hann lærði af
Dofrakóngi, að munurinn á manni og
þursa sé sá að sá fyrrnefndi sé sjálf-
um sér líkur, en þursinn sjálfur sér
nægur, liggur sem rauður þráður í
gegnum verkið og hann er einnig hin
gilda uppistaða í einleik Gunnars. Að
vera sjálfum sér nægur, að þurfa
ekki á trú, von og kærleika annarra
að halda, það er þursalíf – en að vera
sjálfum sér líkur er að vera sannur
mannlegu eðli og þurfa á öðrum sér
líkum að halda.
Gunnar Eyjólfsson hefur með
þessu uppgjöri sínu við Pétur Gaut
framið listrænan gjörning sem lengi
verður í minnum hafður, ekki síður
en frumtúlkun hans á hlutverkinu
fyrir tæpum fjórum áratugum. Það
var unun að verða vitni að sterkri
innlifun hans og þeim skilningi og
krafti sem lýsti af túlkun hans frá
upphafi til enda á sviði Þjóðleikhúss-
ins á afmælisdaginn. Texti Ibsens
leiftraði í meðförum Gunnars, enda
þýðing Einars Benediktssonar stór-
brotin í ljóðrænni fegurð sinni.
Gunnar Eyjólfsson hreif með sér
fullan sal þakklátra áhorfenda og var
hylltur vel og lengi í lokin. Um hann
má segja, eins og um Pétur Gaut:
Hann er engum öðrum líkur. Það var
einnig áhrifamikið þegar Gunnar
Eyjólfsson, eftir sýninguna, tileink-
aði stundina konunum í lífi sínu, eig-
inkonu sinni og dætrum, og tengdi
sjálfan sig þannig á nýjan hátt við
Pétur Gaut og inntak verksins. Ég
vona að Gunnar láti tilleiðast að end-
urtaka leikinn svo að fleiri fái notið
þessa listviðburðar, því færri komust
að en vildu á afmælissýninguna.
ENGUM ÖÐRUM LÍKUR ...
LEIKLIST
Þ j ó ð l e i k h ú s i ð
Valdir kaflar úr Pétri Gaut eftir
Henrik Ibsen. Íslensk þýðing: Einar
Benediktsson. Tónlist: Edvard
Grieg. Einleikur: Gunnar Eyjólfs-
son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Um-
sjón: Þórhallur Sigurðsson. Aðstoð:
Helga Þ. Stephensen. Sýning-
arstjóri: Jóhanna Norfjörð. Stóra
sviðið 24. febrúar.
UPPGJÖR VIÐ
PÉTUR GAUT
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri afhendir Gunnari Eyjólfssyni gjöf í tilefni 75 ára afmæli hans.
Soff ía Auður Birgisdótt ir