Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 45 Í DAG er fyrri kjördagur í kosning- um til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og háskólafundar. Kjör- staðir verða opnir í dag frá níu til eitt og á morgun verður kosið frá níu til sex. Þetta breytta fyrir- komulag, að kjósa á tveimur dögum, er Vöku mikið fagnaðar- efni því við teljum að aukin þátttaka í kosningum til Stúd- entaráðs sé einn af hornsteinum trúverð- ugleika þess. Þátt- takan hefur dregist saman á und- anförnum áratug. Það er til marks um þann doða sem einkennt hefur Stúdentaráð en við teljum að til þess að hleypa lífi í Stúdentaráð þurfi að breyta um hugsunarhátt og aðferðir. Eina leiðin til þess að tryggja það er að núverandi meiri- hluti fá hvíld og Vaka fái tækifæri til að koma málefnum sínum í framkvæmd. Þess vegna þarf Vaka á stuðningi stúdenta að halda í dag og á morgun. Fullmótuð starfs- áætlun Vöku Kjósendur í Háskólanum í ár hafa úr sérlega skýrum kostum að velja. Vaka leggur fram starfs- áætlun næsta árs og býður stúd- entum að kjósa á þeim forsendum. Við teljum að kosningar eigi að snúast um framtíðina, ekki fortíð- ina og um aðgerðir en ekki óljós loforð. Við höfum lagt mikla áherslu á að kynna aðgerðaráætl- un okkar og afstöðu til hinna ýmsu mála m.a. á Netinu, með málefna- bæklingi og í blaði sem Vökufólk dreifði til stúdenta nú um helgina. Við erum stolt af því að geta lagt svo mótaðar hugmyndir fyrir stúd- enta og vonumst til þess að sem flestir kynni sér málefnin áður en þeir gera upp hug sinn. Meiri kraft í Stúdentaráð Röskva hefur verið í meirihluta í tíu ár. Rétt er að á hverju ári kem- ur nýtt fólk inn í Stúdentaráð en við teljum að það sé ekki nóg að skipta um fólk, heldur þurfi að skipta um hugarfar. Í haust kom berlega í ljós hversu hikandi og huglaust Stúdentaráð er orðið þegar meirihluti Röskvu neitaði að mótmæla komu kínverska stúd- entamorðingjans Li Peng til lands- ins. Vaka tók hins vegar fullan þátt í mótmælunum enda teljum við það hlutverk stúdentahreyf- inga um heim allan að standa sam- an gegn harðræði og kúgun. Ekk- ert réttlætir hlutleysi í slíkum málum. Ef Stúdentaráð á að vera trúverðugur fulltrúi stúdenta verð- ur að sýna djörfung og samstöðu í málum sem þessum. Vaka mun vinna ötullega að því að endur- heimta trúverðugleika Stúdenta- ráðs ef við fáum tækifæri til. Vaka vill framtíðarlausnir í málefnum HÍ Háskóli Íslands er um margt mjög góður skóli þótt ýmislegt megi vissulega bæta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur að okkar mat einblínt um of á neikvæða þætti og smám saman komið þeim skilaboðum til þjóðarinnar að HÍ sé annars flokks skóli með annars flokks fólk. Þetta teljum við í Vöku vera fjarstæðu. Við lítum svo á að Háskóli Íslands sé samfélag og að í því samfélagi geti kennarar og nemendur unnið saman að því að gera Háskólann betri. Vaka hefur lengi fjallað um að auka beri verulega tengsl Háskól- ans og þjóðlífsins. Þeim tengslum verður þó ekki komið á í einni sviphendingu heldur með mark- vissri vinnu. Vaka hafnar því að halda þurfi sérstakt þjóðarátak til handa Háskóla Íslands. Þjóðarátak er nokkuð sem stofnað er til þegar miklar hörmungar ríða yfir þjóð- ina en ekki til þess að kaupa skjá- varpa í fyrirlestrasali. Vaka leggur áherslu á að forysta stúdenta hætti að stinga upp á skammtíma- lausnum sem hljóma vel í kosn- ingabaráttu en stuðli heldur að því að Háskólinn leiti raunverulega leiða til þess að styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni. Merkið við A – og kjósið Vöku Við hvetjum stúdenta til þess að mæta á kjörstað í dag og á morg- un og ljá Vöku atkvæði sitt og hjálpa okkur þannig að komast yf- ir hjallann. Í fyrra var munurinn lítill og í ár getur Vaka náð meiri- hluta með samstilltu átaki stúd- enta. Við þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynna mál- efni okkar á síðustu vikum og hlökkum til að hefjast handa við að vinna að hagsmunum stúdenta eft- ir kosningar. Að gefnu tilefni vilj- um við ítreka að fólk skoði kjör- seðilinn vandlega áður en það kýs þar sem val andstæðinga okkar á listabókstafnum V hefur valdið mörgum ruglingi. Munið því að setja X við A ef þið ætlið að styðja Vöku í ár. Kjósum Vöku og stuðlum að betri Háskóla Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorbjörg Sigríður skipar fyrsta sæti á lista Vöku til háskólafundar. Guðfinnur skipar fyrsta sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. Stúdentar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Guðfinnur Sigurvins- son vilja koma nýju hug- arfari að í Stúdentaráði Háskóla Íslands og hvetja fólk til að kjósa Vöku. Guðfinnur Sigurvinsson NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R B I K A R I N N Náttúruleg lausn fyrir konur www.eddaborg.is - Sími 896 4662 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.