Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er nú búið að vera hálfgert letilíf á mér síðan ég hné niður ein- mitt á þessum stað fyrir sex vikum,“ sagði Ingibjörg brosandi þegar hún settist niður með Morgunblaðinu í gær. „En það er gott að vera kominn til baka – klár í slaginn,“ sagði hún. Ingibjörg var, sem kunnugt er, í viðtali í beinni útsendingu Sjónvarps- ins þegar hún hné niður, 17. janúar sl. Hún var þá ásamt Össuri Skarp- héðinssyni, formanni Samfylkingar- innar, að ræða við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttamann um ör- yrkjafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það var samþykkt síðar sem lög frá Alþingi, en þá var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kominn í veikindafrí. Óhætt er hins vegar að segja, að hugur þjóðarinnar hafi ver- ið hjá ráðherranum og Ingibjörg seg- ist hafa orðið undrandi og þakklát fyrir þann hlýhug sem almenningur sýndi í veikindum hennar. „Mér hlýnaði svo sannarlega um hjartaræturnar. En um leið fannst mér leiðinlegt að valda öllu þessu fjaðrafoki,“ segir hún. „Það má segja að ég hafi fengið gula spjaldið,“ segir Ingibjörg bros- andi þegar hún rifjar upp atvikið. „Þetta er alveg eins og í fótboltanum. Þú færð gula spjaldið, en mátt ekki fá tvö. Þá ertu kominn út af. Þetta var þannig mjög góð áminning.“ Ingi- björg fjallar um veikindi sín í léttum dúr, enda segist hún hafa verið hepp- in. Að vísu dylur hún ekki að sjálf hefði hún fremur kosið að hníga nið- ur annars staðar en í beinni útsend- ingu í sjónvarpi. „Þegar ég rankaði við mér varð mér strax hugsað til fjölskyldunnar sem væri eflaust skelfingu lostin. Ég lagði því mikla áherslu á að klára viðtalið, svo að fólk sæi að ég væri nú enn á lífi.“ Ingibjörg segir að það sé kald- hæðnislegt að hún sem heilbrigðis- ráðherra og yfirmaður forvarna skuli sjálf hafa fallið á því prófi. „Ég hef síðustu sex árin í starfi mínu sem ráðherra lagt geysimikla áherslu á forvarnir. Mér hefði auðvitað verið nær að fara betur eftir því sem ég var sjálf að prédíka og forvarnaráðherra sem ekki fer eftir eigin ráðleggingum ætti náttúrulega bara að segja af sér,“ segir hún og skellihlær. Ingibjörg segist vera þeirrar gerð- ar að hún taki mál inn á sig og leggi allan sinn kraft í þau. Hún hafi aldrei skilið þá sem geti farið úr vinnunni kl. 5 og ekki hugsað um vinnuna fyrr en morguninn eftir. Þetta fólk hljóti hreinlega að vera einhverjir snilling- ar. „Þetta kann ég ekki. En ég hef jafnan geysilegan áhuga á því sem ég er að fást við og það þýðir að ég velti viðfangsefnunum fyrir mér á kvöldin og í frítímanum líka.“ Hún leggur þó áherslu á að ekki megi tengja þetta öryrkjamálinu sem svo mjög var deilt um. „Þetta bara gerðist. Við eig- um öll okkar takmörk og þetta var ef- laust ágætis áminning fyrir fólk sem vinnur mikið, að hver og einn verður að gefa sér örlítinn tíma fyrir sjálfan sig,“ bætir hún við. Ekki áfram ritari flokksins Ingibjörg segist vera klár í slag- inn, en eflaust muni hún fara rólega í sakirnar svona fyrst í stað. Hún seg- ist þó hafa ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem ritari Framsóknar- flokksins og ekki ætli hún að bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins. „Ég ákvað þetta fyrir löngu og ætla nú að einbeita mér að verkefnum mínum sem ráðherra og þingmaður, en þau eru ærin. Eftir fleiri vegsemdum sækist ég því ekki í bili enda finnst mér sérstaklega ánægjulegt hversu margir virðast til- búnir að leggja mikið af mörkum í þágu flokksins. Ég er auðvitað alsæl með það.“ Ingibjörg Pálmadóttir komin aftur til starfa eftir veikindaleyfi Undrandi og þakklát fyr- ir hlýhug almennings Ingibjörg Pálmadóttir hóf störf að nýju sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og tók sæti á Alþingi í gær eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við ráðherrann í kringlu Alþing- ishússins, einmitt þar sem hann hné niður í beinni útsendingu sjónvarps. Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Pálmadóttir fékk hlýjar móttökur er hún sneri aftur til starfa eftir veikindafrí í gær. Hér tekur Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra á móti henni, en Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra er fjær. 77. fundur. Dagskrá Alþingis þriðjudaginn 27. febrúar 2001 kl. 1½ miðdegis. 1. Kristnihátíðarsjóður. 2. Eftirlit með útlendingum, 3. Framkvæmd Rómarsamþ. um Alþjóðlega saka- máladómst. 4. Hjúskaparlög. 5. Framsal sakamanna. 6. Ranns. í þágu atvinnuv. 7. Stjórnarskipunarlög. 8. Sveitarstjórnarlög. 9. Þingsköp Alþingis. 10. Hlutafélög. 11. Umferðarlög. 12. Greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerf- inu. 13. Sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. 14. Ráðuneyti lífeyris, al- mannatrygginga og vinnu- markaðsmála. 15. Tekju- og og eign- arskattur. 16. Þingsköp Alþingis. 17. Húsaleigubætur. 18. Þjóðfáni Íslendinga í þing- sal Alþingis. ADOLF H. Berndsen, fram- kvæmdastjóri, undirritaði í gær drengskaparheit að stjórnarskrá ís- lenska lýðveldisins, áður en hann tók sæti á Alþingi sem varamaður Vilhjálms Egilssonar, 4. þingmanns Norðurlandskjördæmis eystra. Adolf hefur ekki áður átt sæti á Alþingi, en hann er annar varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu. Sá fyrsti, Sigríður Ingvars- dóttir, gat ekki tekið sæti að þessu sinni, en innan tíðar tekur hún sæti á Alþingi þegar sr. Hjálmar Jónsson hættir þingmennsku og gerist prestur Dómkirkjunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Drengskaparheit undirritað FIMM þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, með Guðmund Hallvarðsson í broddi fylkingar hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um afnám eignarskatts á íbúðarhús- næði. Verði tillagan samþykkt yrði lagt fram stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum um eignarskatt á íbúðarhúsnæði með það að markmiði að eignarskattur verði lagður af í áföngum á næstu þremur árum. Í greinargerð með tillögunni segir að um langt árabil hafi það verið metnaður ungs fólks hér á landi að eignast íbúðarhúsnæði og svo sé enn, enda þótt merkja megi breyt- ingar þar á. Komi þar til mikil óánægja fólks vegna þess forms á eignarskattsstofni sem hafi verið við lýði og sé íþyngjandi. Þar kemur fram að nálægt 85% þeirra sem eru 67 ára og eldri eru eigendur þess íbúðarhúsnæðis sem þeir búa í. Á stærstum hluta þessara eigna hvíla litlar eða engar skuldir og af þeim sökum greiða flestir þessara íbúðareigenda eignarskatt. Ennfremur er á það bent, að álagning eignarskatts hafi íþyngj- andi fjárhagsleg áhrif á ekkjur og ekkla, enda þótt þau fái fimm ára aðlögun frá andláti maka. Segir að slíkar ráðstafanir hafi misst marks vegna mikillar hækkunar fasteigna- verðs. Eignarskattur komi misjafn- lega niður á þessu fólki, og geti orð- ið allt að fimmfalt hærri hjá einstaklingi en hjá hjónum, enda þótt um sambærilega eign sé að ræða. Í reynd um tvísköttun að ræða „Um fasteignir ætti að gilda sú al- menna regla að á þær verði ekki lögð önnur eignagjöld en fasteigna- gjöld sveitarfélaga. Víðast eru fast- eignagjöld aðaltekjustofnar sveitar- félaga og er vægast sagt óráðlegt að ríkið sé að seilast lengra ofan í vasa skattborgaranna með því að gera heimili þeirra og húseignir að tekju- stofnum fyrir síhækkandi eignar- skatta. Röksemd fyrir afnámi eign- arskatts er að í reynd er um tvísköttun að ræða.“ Þingsályktunartillaga fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks Lagt til afnám eignarskatts á íbúðarhúsnæði VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagðist vera óhress með þá niðurstöðu að viðgerð á varðskipunum Ægi og Tý færi fram í Póllandi. Hún sagði að þrír ráðherrar hefðu beitt sér í mál- inu, en niðurstaða Ríkiskaupa væri sú að tilboð Pólverjanna væri lægra en íslenskra skipasmíðastöðva og við það yrði að una. Ráðherra lét þessi orð falla við fyrirspurnatíma á Alþingi í gær, en Kristján L. Möller, Samfylkingunni, beindi spurningum til hennar. Vísaði hann til þess að VSÓ-ráðgjöf á Ak- ureyri hefði komist að þeirri niður- stöðu að viðgerð skipanna væri ódýr- ari hér á landi. „Mér er sagt að það sé óhjá- kvæmilegt að ganga að lægra tilboð- inu og það sé frá Póllandi,“ sagði Valgerður. Hún sagði að nú væru komnar nýjar tölur frá VSÓ og það setti málið aftur í umræðuna. Hins vegar kvaðst hún vona að þetta mál yrði til þess að slík mál og raunar fleiri yrðu skoðuð með öðrum huga í framtíðinni, með það í huga að skapa verkefni hér á landi. Kristján Möller sagði í andsvörum að hann væri ekki sáttur við svör ráðherra og að með ólíkindum væri að ekki hefði orðið meiri árangur af átaki þriggja ráðherra í þessum efn- um. Þá fór hann fram á að „óvilhall- ir“ aðilar færu yfir útreikninga og tilboð í þessu máli og sagði að Rík- iskaup væru ekki slíkur aðili. Telur Ríkiskaup hafa staðið faglega að málum Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, beindi fyrir- spurn um sama mál til Sólveigar Pét- ursdóttur, dómsmálaráðherra og yfirmanns Landhelgisgæslunnar. Sagðist Sólveig myndu skoða málið enn frekar, en lagði áherslu á að þeg- ar hefðu komið að því ráðherrar og verið hefði fullur pólitískur vilji fyrir nákvæmri skoðun með það fyrir aug- um að koma þessu verkefni til ís- lenskra skipasmíðastöðva. Engu að síður hefði niðurstaðan orðið sú að taka pólska tilboðinu. Ríkiskaup hefðu staðið faglega að málum, en ef til vill mætti í framtíðinni standa fyr- ir námskeiði fyrir innlendar skipa- smíðastöðvar um hvernig best væri að standa að útboðum af þessu tagi. Viðgerð á varðskipum rædd á Alþingi Ráðherra óhress með nið- urstöðuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.