Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 29

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 29 ÞAÐ hefur ekki fyrr hent undirrit- aðan að þurfa nauðsynlega að yfir- gefa tónleikasal á miðjum tónleikum, eins og átti sér stað á tónleikum Ás- hildar Haraldsdóttur og Nínu Margr- étar Grímsdóttur sl. sunnudag í Nes- kirkju. Segja má að á fyrri hluta tónleikanna hafi Áshildur sýnt það svo um munar, hversu leikinn flautu- leikari hún er. Efnisskráin var að mestu samansett af „virtúósaverk- um“ og þrjú af fjórum fyrstu, voru til- brigðaverk yfir fræg stef úr óperum. Sagnfræðingar hafa það fyrir satt, að virtúósisk tilbrigðaverk reki sögu sína til snilldarsöngvaranna, á snemmbarokk tímanum, er gjarnan skreyttu endurtekninguna á A-kafl- anum í aríunum. Seinna urðu aríurn- ar ofast eins konar tæknisýningarat- riði, er urðu svo fyrirmynd glæsi- konsertanna, er á leið síðbarokkið. Tibrigðaformið er einkar þægilegt fyrir stutta tækniþætti og frægar arí- ur, sem voru oftast notaðar, tengjast forsögu hinnar skrautlegu „Da-capo“ aríu. Fyrsta verkið á tónleikum Áshildar og Nínu Margétar var Inngangur og tilbrigði við Nel cor più non mi sento, stef eftir Paisiello og eru þetta verk eftir Theobald Boehm (1794–1881), flautuleik- ara og þann er endur- bætti klappakerfi flaut- unnar, til þess sem hún er í dag. Þetta er skemmtilegt verk en tilbrigðin voru flest römmuð inn með sama millispilinu en að öðru leyti er verkið vel samið fyrir flautuna, sem Ás- hildur flutti með mikl- um „bravúr“. Það ein- kennir oft tilbrigða- verkin, sem samin eru fyrir frægar aríur, að hlutverk píanósins er tíðum æði fá- brotið, nánast einfaldur undirleikur og millispilin sérlega „orkestral“ í rit- hætti. Þetta var áberandi í tveimur næstu verkum, Fantaisie Billante, þar sem franski flautuleikarinn Francois Borne leikur sér með stef úr Carmen eftir Bizet og í verki sem ber heitið „Sjónhverfing“, þar sem þýski flautuleikarinn, Anton Bernhard Fürstenau (1792–1852), er starfaði við hirðhljómsveitina í Dresden og með Weber í London, 1826, lék sér að stefi úr Normu, eftir Bellini. Þessi glæsiverk voru tæknilega nærri ótrú- lega vel flutt, þar sem, eins og í seinna verkinu, er ofið utan um lagið mögn- uðu tónferli, er leika skal með ýtrasta hraða og sýndi Áshildur, að hún hefur yfirmáta mikið vald á allri tækni. Í Paisiello og Bizet tilbrigðunum var meira um músíkleg tilþrif, sem Ás- hildur útfærði með mjög fallega mót- uðum tónhendingum. Áshildur Har- aldsdóttir er sannarlega „vírtúós“ og leikur henni allt í hendi, bæði túlkunin og tæknin. Síðasta verkið sem undirritaður hlýddi á var Consertino op. 107, eftir Cécile Chaminade (1857–1944), franskt undrabarn, er hóf að semja tónlist 8 ára að aldri og debúteraði sem píanisti 18 ára. Tónlist hennar þykir vera í létt- ari kantinum en er sér- lega áferðarfalleg og þar var nokkuð meira að gera fyrir píanistann en í fyrri verkunum og var samleikur Áshildar og Nínu Margrét- ar einstaklega fallega mótaður. Lík- legt er að tónlist Chaminade hafi gleymst vegna ofríkis „modernism- ans“. Þegar hann er nú genginn yfir, ætti að vera pláss fyrir þá sem ekki gengust undir miskunnarlaust merki hans, enda er nú farið að huga að þeim verkum, sem lögð voru til hliðar og reynist þá oftlega margt gott leyn- ast í glatkistu tímans. Þau verk sem Áshildur og Nína Margrét fluttu eftir hlé, voru Agr- estide op. 44, eftir Eugine Bozza, Grande fantaisie, eftir Paul Taffanel og svíta op. 34, eftir Charles Maria Widor: Trúlega hafa þessi verk ekki verið síður glæsilega flutt en verkin fyrir hlé, því báðar eru listakonurnar frábærir flytjendur og þykir undirrit- uðum sérlega leitt að hafa nauðsyn- lega þurft að hverfa af vettvangi eftir hlé. ...leikur allt í hendi, bæði túlkunin og tæknin TÓNLIST N e s k i r k j a Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir fluttu verk eftir Boehm, Borne, Furstenau, Chaminade, Bozza Taffanel og Widor. Sunnudagurinn 25. febrúar, 2001. FLAUTUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Áshildur Haraldsdóttir alltaf á fimmtudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.