Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 53 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Atvinna óskast Kona með Samvinnuskólapróf óskar eftir starfi. Hef langa reynslu af skrifstofustörfum, einkum ritarastörfum. Margt kemur til greina en eink- um þó störf sem tengjast íslensku og gera kröfu til íslenskukunnáttu. Upplýsingar í síma 567 4054. Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, Kjalarnesi, 116 Reykjavík. Sjúkraliðar Sjúkraliði óskast til starfa. Starfshlutfall sam- komulag. Ennfremur óskast sjúkraliðar til starfa í afleysingar vegna vetrarfría. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast til starfa í afleysingar til að- hlynningar aldraðra. Starfshlutfall samkomulag. Víðines er nýtt hjúkrunarheimili. Á heimil- inu eru 2 hjúkrunardeildir, 19 og 18 rúma. Við viljum leggja áherslu á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og starfsfólk. Víðines er staðsett á fallegum og friðsæl- um stað ca 10 km fyrir utan Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur samkvæmt reglum þar um. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8803. Rafmagns- verkfræðingur — Rafmagns- tæknifræðingur Staða tæknimanns á umdæmisskrifstofu RARIK á Blönduósi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkom- andi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfssvið: ● Áætlanagerð. ● Hönnun raforkukerfa. ● Kerfisskráningar. ● Viðhald tölvuteikninga. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Tæknifræði- eða verkfræðimenntun af sterk- straumssviði. ● Æskilegt er að umsækjendur hafi sveinspróf í rafvirkjun eða reynslu af rafveitustörfum. ● Góð þekking á CAD-vinnslu. ● Góðir samstarfshæfileikar og skipulögð vinnu- brögð. ● Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri, Haukur Ásgeirsson, í síma 452 4600 og einnig starfsmannastjóri í síma 560 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir 9. mars nk. Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík. Mógilsá — Rannsóknastöð skógræktar Icelandic Forest Research Tvær stöður sérfræðinga við skógræktarrannsóknir Eftirfarandi stöður við Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá eru lausar til umsókn- ar. Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstörf við rannsóknir og þróun í þágu skógræktar. Störfin verða unnin í nánu samstarfi við aðra sérfræð- inga á stofnuninni og á systurstofnunum. 1. Sérfræðingur á sviði viðar- og árhringjafræði Starfssvið: Starfið felst í rannsóknum á trjá- vexti og áhrifum umhverfis (einkum veðurfars) á vöxt trjáa. Sérfræðingur skal hafa umsjón með árhringjamælingastofu á Mógilsá. Einnig felst starfið í þátttöku í og ábyrgð á fjölþjóðleg- um rannsóknaverkefnum í tengslum við hnatt- rænar umhverfisbreytingar á norðurslóðum. Jafnframt þátttaka í verkefnum sem tengjast viðargæðum og nýtingarmöguleikum íslensks trjáviðar. Hæfniskröfur: ● Doktorspróf í náttúruvísindum. ● Reynsla af stjórnun rannsóknaverkefna, þ.m.t. fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum. ● Þekking á viðarfræði og árhringjatímatals- fræði. ● Haldgóð þekking á tölfræðilegri úrvinnslu rannsóknagagna. ● Frumkvæði, hæfni til samvinnu og skipulags- hæfileikar. ● Hæfni til þess að tjá sig munnlega og skrif- lega á a.m.k. íslensku, ensku og einu Norður- landamálanna. 2. Sérfræðingur/ráðunautur í skógar- plöntuframleiðslu Starfssvið: ● Rannsóknir sem tengjast bættri framleiðslu skógarplantna. ● Ráðgjöf og fræðsla til þeirra sem stunda uppeldi skógarplantna á Íslandi. ● Skipulag gæðaeftirlits með skógarplöntum. ● Þátttaka í fjölþjóðlegu rannsókna- og fræðslusamstarfi um framleiðslu skógar- plantna. Hæfniskröfur: ● M.Sc. í skógfræði eða garðyrkju, eða sam- bærilegt rannsóknanám sem nýtist í starfi. ● Starfsreynsla og haldgóð þekking á sviði trjáplöntuuppeldis. ● Frumkvæði, hæfni til samvinnu og skipulags- hæfileikar. ● Hæfni til þess að tjá sig munnlega og skrif- lega á a.m.k. íslensku, ensku og einu Norður- landamálanna. Umsóknum skulu fylgja nákvæmar ferilsskýrsl- ur sem greina frá vísindastörfum, ritsmíðum, störfum og námi umsækjanda. Ráðningarstaður: Mógilsá á Kjalarnesi, en aðrir ráðningarstaðir geta komið til greina, eftir nán- ara samkomulagi. Umsækjandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. mars til: Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá, 116 Reykjavík, s. 515 4500 og 898 7862, fax 515 4501, netfang: adalrsr@simnet.is . Gleraugnaverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu auglýsir eftir starfsfólki hálfan daginn til af- greiðslustarfa. Ath. reyklaust fyrirtæki. Umsókn með mynd sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. mars nk., merkt: „Gleraugu — 2001“. Sjálfboðavinna í Afríku Sjálfboða vantar til þróunarhjálpar í Angóla og Guinea Bissau. Barnahjálp Úthlutun neyðarhjálpar AIDS forvarnarstarf Fræðsla fyrir götubörn 14 mán. þjálfun með alþjóðlegum hópi, þar af 6 mán. þjálfun hjá Den rejsende Højskole í Danmörku. Hringdu núna í síma : 0045 56 72 61 00. lotte@humana.org www.lindersvold.dk Sex mánaða herra- maður í Vogunum óskar eftir að kynnast sérlega ljúfri og yndislegri manneskju. Ég er meðalmaður á hæð, óvenju brosmildur og dásamlegur í alla staði. Helstu áhugamál eru að kúra, hjala og hlæja … og nú vantar mig bara manneskju til að dást að mér og brosa til baka milli klukkan 8.30 og 14.30 á daginn á meðan mamma er í vinnunni. Einnig væri gott ef hún væri til í að taka á móti 7 ára systur minni þegar hún kemur heim úr skólanum. Síminn hjá mér er 553 5791 … svo nú er bara að taka upp tólið og slá á þráðinn. Rekstrarstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Egilsstöðum Um er að ræða rekstrarstjórn heilbrigðisstofn- unarinnar á Egilsstöðum, en hún er deild í Heil- brigðisstofnun Austurlands. Starf rekstrarstjóra felst m.a í starfsmanna- haldi, áætlanagerð, þróunar- og samræmingar- starfi, viðhaldi eigna og öðru því er honum er falið. Rekstrarstjóri þarf að hafa góða almenna menntun, góða samskiptahæfni, þekkingu á bókhaldi og góða tölvukunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. apríl 2001 eða fyrr. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands, Einar R. Haralds- son, í síma 861 1999. Heilbrigðisstofnun Austurlands, Strandgötu 31, 735 Eskifirði, s. 470 1404, bréfs. 470 1409. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI    Til leigu 530 fm jarðhæð á besta stað við Ármúla. Leigutími frá 1. maí nk. Upplýsingar í síma 848 4847 eftir kl. 18.00. ÝMISLEGT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.