Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 17
Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI Y D D A / S ÍA SALTKJÖT OG BAUNIR NETTÓ BAUNIR Á KR.1 MIKIÐ ÚRVAL AF SALTKJÖTI 99,- Kr./kg Verð frá LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 17 Borgarnesi - Vírnet hf. var valið fyrirtæki ársins 2000 í Borg- arbyggð. Þetta er í fjórða sinn sem fyrirtæki ársins er valið í Borgarbyggð og hafa viðurkenn- ingar af þessu tagi verið mikilvæg hvatning fyrir þau fyrirtæki sem hafa verið valin, auk þess að vekja athygli á sveitarfélaginu og at- vinnufyrirtækjum hér. Við val á fyrirtæki ársins 2000 voru sérstaklega fjórir þættir hafðir til hliðsjónar. Þeir voru 1) umhverfismál, 2) aðbúnaður starfsfólks, 3) aðgerðir sem stuðl- uðu með beinum hætti að vexti fyrirtækisins og fjölgun starfa 4) nýsköpun, nýir markaðir og nýj- ungar í framleiðslu. Stefán Logi Haraldsson fram- kvæmdastjóri tók á móti við- urkenningu úr hendi Ingimundar Grétarssonar, formanns atvinnu- málanefndar,og þakkaði þann heiður sem fyrirtækinu væri sýnd- ur. Hann minntist á að eftirtekt- arvert væri hversu vel og með virkum hætti sveitarfélagið og at- vinnumálanefnd fylgjast með því hvað fyrirtækin eru að gera og hve mikilsvert það er fyrir þá sem standa að rekstri. Hann greindi frá því í stuttu máli hvernig breytt eignaraðild á Vírneti hf. hefði skapað ný sóknarfæri. Þannig hef- ur styrkur félagsins og tilvist þess í Borgarnesi eflst til muna og eftir sameiningu Vírnets í Borgarnesi og Garðastáls í Garðabæ hefur starfsmönnum fjölgað úr 32 í 50. Atvinnumálanefnd veitti tveim- ur öðrum fyrirtækjum viðurkenn- ingar og eru þau Flutninga- miðstöð Vesturlands sem fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi og markvissa gæðastjórnun og Sparisjóður Mýrasýslu sem fékk viðurkenningu fyrir frum- kvæði, virkni og jákvæða aðkomu að atvinnulífinu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Frá vinstri: Júlíus Jónsson, rekstrarstjóri Flutningamiðstöðvar Vest- urlands, Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Vírnets hf., og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri. Vírnet hf. fyrirtæki ársins 2000 Búðardal - Föstudaginn 23. febrúar var haldið skólamót UDN (Ung- mennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) á Laugum í Dalasýslu. Þessu móti var komið á af skólunum á sínum tíma og er orðinn árlegur atburður. Nú tók þátt í mótinu Grunnskólinn Tjarnarlundi en hann var stofnaður í haust. Laugaskóli hefur verið aflagður og flestir nemendur þaðan stunda nám í Grunnskólanum í Búðardal. Keppt var í frjálsum íþróttum. Í mótinu tóku þátt nemendur í skól- unum á ungmennasambandssvæð- inu, þ.e. Grunnskólanum í Búðardal, Grunnskólanum á Reykhólum og Grunnskólanum Tjarnarlundi. Kepp- endur voru á aldrinum 11–16 ára. Keppt var í þremur aldurshópum, 11–12 ára, 13–14 ára og 15–16 ára. Gekk keppnin vel og allir skemmtu sér hið besta. Laugar í Sælingsdal Vel gekk á skólamóti UDN Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Játvarður Jökull Atlason býr sig undir langstökk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.