Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 48
HESTAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur MÁNAMENN frestuðu móti sem þeir hugðust halda helgina 17. febr- úar en þar eins og á hinum mótunum var firmakeppnisfyrirkomulagið við- haft. Þrátt fyrir prýðisveður var þátttaka í lakara lagi, sérstaklega í yngstu flokkunum tveimur og vekur það athygli því mikil gróska hefur verið í yngri flokkunum þar á bæ síð- ustu árin. Dómarar voru þeir frænd- ur Sigurður V. Matthíasson og Krist- inn Skúlason en sá síðarnefndi er raunar félagi í Mána en stundar hestamennsku í Reykjavík. Camilla P. Sigurðardóttir keppti að þessu sinni upp fyrir sig í unglingaflokki en er ennþá á barnaflokksaldri. Gekk henni prýðilega og hafnaði í öðru sæti. Gauksmýrartölt hið fyrsta af þremur var haldið á föstudagskvöldið í reiðskemmunni á Gauksmýri en auk keppni komu fram sex af þeim börn- um sem æfa hestaíþróttir reglulega hjá hestamiðstöðinni. Sextán tóku þátt í opnum flokki og var keppt þar í bæði A- og B-úrslitum. Mótið var op- ið og verður svo um þau tvö mót sem eftir er að halda en hið næst verður haldið þann 17. mars. Á Varmárbökkum í Mosfellsbæ héldu Harðarmenn hið árlega árshá- tíðarmót og var þátttaka með minna móti en venja er til. Náðist ekki einu sinni að fylla í verðlaunasæti í sum- um flokkum og þykja það tíðindi hjá Herði þar sem mikil gróska hefur verið hvað þátttöku á mótum varðar. Stóðhestar voru nokkuð áberandi á mótinu, í bæði karla- og kvennaflokki voru knapar á stóðhestum í tveimur efstu sætum. Mótið gekk vel fyrir sig og búið að afgreiða allar keppnis- greinar mjög tímanlega en hætt var við skeiðið enda er skeiðbrautin á Varmárbökkum tæplega nothæf um þessar mundir vegna viðhalds og endurnýjunar. Á Björgum í Eyjafirði var nýtt vallarsvæði vígt en þessu móti var einnig frestað eins og móti þeirra í Mána. Á mótinu var att saman alhliða hestum og klárhestum með tölti en auk þess var keppt í 100 metra skeiði með fljúgandi ræsingu. Mótið fór fram í fögru veðri og gerður góður rómur að þessu nýja vallarsvæði sem er í eigu þeirra bænda að Björgum. Á Hvanneyri hélt Faxi í Borgar- firði sitt fyrsta mót og var keppt í fjórum flokkum í tölti og einnig í 150 metra skeiði. Þá hélt Andvari í Garðabæ mót á Andvaravöllum um helgina en mótinu var frestað vegna veðurs. En þar sem ekki var getið fæðingarstað- ar hrossanna verða þau úrslit ekki birt, samanber þá margkynntu vinnureglu hestasíðunnar að birta ekki úrslit ef slíkt vantar. Í hestaþætti í síðustu viku leyndist smá villa í úrslitum frá Fáki. Í polla- flokki varð í öðru sæti Edda Hrund Hinriksdóttir á Rúm. Úrslit mótanna urðu annars sem hér segir: Karlaflokkur 1. Hallgrímur Jóhannesson á Amal frá Húsavík 2. Sigurður Kolbeinsson á Glampa frá Fjalli 3. Unnar Ragnarsson á Braga frá Þúfu Kvennaflokkur 1. Harpa Guðmundsdóttir á Halifax frá Breiðabólstað 2. Eygló Einarsdóttir á Lokki frá Hamraendum 3. Helena Guðjónsdóttir á Hrafni frá Reynifelli Ungmenni 1. Sveinbjörn Bragason á Tóni frá Torfunesi 2. Sigurbjörn G. Sigurðarsson á Takti frá Stóra Hofi 3. Arnadór Hannesson á Grámanni frá Miðengi 4. Guðmundur Ó. Unnarsson á Rey frá Ketilsstöðum 5. Sóley Margeirsdóttir á Prúði frá Kotströnd Unglingar 1. Rut Skúladóttir á Klerki frá Laufási 2. Camilla P. Sigurðardóttir á Fróða frá Miðsitju 3. Auður S. Ólafsdóttir á Sóllilju frá Feti 4. Heiða R. Guðmundsdóttir á Hugi frá Feti 5. Elva Margeirsdóttir á Hyli frá Sandgerði Börn 1. Kristján F. Hlynsson á Fjalari frá Feti 2. Margrét L. Margeirsdóttir á Svarti frá Sólheimagerði Pollaflokkur 1. Ásmundur E. Snorrason á Glóð frá Keflavík 2. Ólöf R. Guðmundsdóttir á Yljari frá Grundarfirði Vetrarmót Harðar á Varmárbökkum Pollar 1. Leó Hauksson á Þrótti frá Borgarhóli 2. Arnar L. Lúthersson á Gamla-Brún frá Flugumýri 3. Ingibjörg Þorsteinsdóttir á Asíu 4. Páll H. Guðlaugsson á Hersi 5. Olgeir Gunnarsson á Gyðju 6. Sigurður Elíasson á Gretti frá Syðra-Skörðugili 7. Arnór Hauksson á Nasa 8. Sebastian Sævarsson á Birtu Börn 1. Linda R. Pétursdóttir á Val frá Ólafsvík 2. Viðar Hauksson á Klakki frá Laxárnesi 3. Jóhanna Jónsdóttir á Söndru frá Varmadal 4. Hreiðar Hauksson á Viðari frá Hrafnhólum 5. Þorvaldur Hauksson á Drífu frá Grímsstöðum Unglingar 1. Daði Erlingsson á Nökkva frá Sauðárkróki 2. Kristján Magnússon á Hlökk frá Brautarholti 3. Guðmundur Kristjánsson á Eldrúnu frá Hvítárholti 4. Íris F. Eggertsdóttir á Roðadís 5. Ragnhildur Haraldsdóttir á Frey frá Tóftum Ungmenni 1. Játvarður J. Ingvarsson á Spóa frá Blesastöðum 2. Sigurður S. Pálsson á Nökkva frá Búðarhóli 3. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Kviku frá Hamraborg Kvennaflokkur 1. Berglind Árnadóttir á Galsa frá Ytri-Skógum 2. Guðríður Gunnarsdóttir á Lykli frá Skipanesi 3. Súsanna Ólafsdóttir Garpi frá Torfastöðum 4. Friðdóra Friðriksdóttir á Trostan frá Sandhólaferju 5. Magnea R. Axelsdóttir á Tinnu frá Tröllagili Karlaflokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Óliver frá Austurkoti 2. Elías Þórhallsson á Frama frá Ragnheiðarstöðum 3. Þorvaður Friðbjörnsson á Magna frá Reykjavík 4. Dagur Benónýsson á Stiklu Ýr frá Gunnarsholti 5. Valdimar Kristinsson á Ilmi frá Reynisvatni Vetrarmót Faxa, haldið á Hvanneyri Karlar 1. Þorvaldur Kristjánsson á Góðu-Nótt frá Ytra-Vallholti 2. Sigursteinn Sigursteinsson á Dagrún frá Skjólbrekku 3. Haukur Bjarnason á Nútíð frá Skáney 4. Ingimar Sveinsson á Pílatusi frá Eyjólfsstöðum 5. Jóhannes Kristleifsson á Elliða frá Litla-Bergi Konur 1. Rósa Emilsdóttir á Frostrós frá Fagradal 2. Mille Khull á Unu frá Skjólbrekku 3. Christine Arndt á Nasa frá Mel 4. Kristine A. Rasmussen á Litla-Ljóti frá Víðidalstungu II 5. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir á Væng frá Hólmahjáleigu Unglingar 1. Sóley B. Baldursdóttir á Heyki frá Múlakoti 2. Pétur Jónsson á Seríu frá Kópareykjum Börn 1. Anna H. Baldursdóttir á Glitrúnu frá Fjalli 2. Sigurborg H. Sigurðardóttir á Odda frá Oddsstöðum 3. Kristrún Sveinbjörnsdóttir á Hreggviður frá Þingnesi 4. Helga Jónsdóttir á Kleópötru frá Rauðsgili 5. Arnar F. Ingvarsson á Stjörnu frá Höfðabakka 150 metra skeið 1. Haukur Bjarnason á Reyni frá Skáney 2. Ingvar Þ. Jóhannsson á Fléttu frá Borgarnesi Gauksmýrartölt Unglingar 1. Fanney D. Indriðadóttir á Ásjónu 7v frá Grafarkoti. 2. Helga R. Níelsdóttir á Geisla 13v frá Fremri-Fitjum 3. Hrund Jóhannsdóttir á Léttingi 7v frá Gauksmýri 4. Katrín S. Rúnarsdóttir á Snældu 11v frá Neðra-Vatnshorni 5. Gerður R. Sigurðardóttir á Hind 12v frá Árbakka Áhugamenn 1. Magnús Á. Elíasson á Heði 7v frá Stóru-Ásgeirsá 2. Fjóla Viktorsdóttir á Spólu 6v frá Syðra-Skörðugili 3. Stína Stacy á Kúnst 8v frá Bergsstöðum 4. Sissel Ludvigsen á Blesa 7v frá Hörgshóli 5. Guðlaug Sigurðardóttir á Flikku 7v frá Bergsstöðum Opinn flokkur 1. Jón K. Sigmarsson á Freydísi 6v frá Glæsibæ 2. Magnús Lárusson á Össu 8v frá Gauksmýri 3. Svanhildur Hall á Kráku 6v frá Gauksmýri 4. Tryggvi Björnsson á Kantötu 5v frá Víðivöllum fremri 5. Herdís Einarsdóttir á Kvitti 5v frá Grafarkoti 6. Eydís Ó. Indriðadóttir á Kæti 7v frá Grafarkoti 7. Elvar Einarsson á Nökkva 6v frá Syðra-Skörðugili 8. Sverrir Sigurðsson á Þyrli 7v frá Höfðabakka 9. Garðar V. Gíslason á Dropa 6v frá Sauðárkróki Gæðingamót á Björgum, Hörgárdal Gæðingar (A&B kepptu saman) 1. Erlendur A. Óskarsson á Ofsa frá Engimýri, 9v. brúnum 2. Þorbjörn H. Matthíasson á Galsa frá Brún, 8v. móálóttum 3. Ríkharður G. Hafdal á Þraut frá Glæsibæ II, 8v. móálóttri 4. Ragnar Ingólfsson á Galgopa frá Hóli II, 8v. brúnskjóttum 5. Heimir Gunnarsson á Neista frá Akureyri, 12v. rauðtvístj. 100 metra fljúgandi skeið 1. Þorbjörn H. Matthíasson á Bleikju 7v. bleikálóttri 2. Sveinbjörn Hjörleifsson á Jódísi 6v. mós- óttri 3. Reynir Hjartarson á Strák 9v. jörpum Stóðhestarnir aðsóps- miklir á Varmárbökkum Mikið líf var í mótahaldi hestamanna um helgina víða um land. Tvö mót voru haldin á Norður- og Vesturlandi og ein þrjú mót á suðvest- urhorninu. Valdimar Kristinsson brá sér á eitt mótanna og tók auk þess saman úrslitin á hinum mótunum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Karlarnir kampakátir, í það minnsta þeir sem kræktu sér í verðlaun, frá vinstri talið Sigurður á , Elías á Frama, Þorri á Magna og Dagur á Stiklu Ýr. Það styttist óðum í fimikeppni Morg- unblaðsins og Gusts í Glaðheimum en skráningu í keppnina mun ljúka á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að skrá í síma 896 6753 eða á vakr@mbl.is. Svo ekkert fari milli mála þá er rétt að endurtaka ýmsar upplýsing- ar varðandi mótið. Keppt er í þremur styrktarflokk- um og er þeirra efstur „Meistarar“. Þar heitir verkefnið frjáls fimi í reglum Landsambands hestamanna- félaga og er hægt að nálgast það á heimasíðu samtakanna. Væntanlegir keppendur í þessum flokki verða að skila verkefninu í síðasta lagi 1. mars á fimmtudag þar sem dómarar þurfa að yfirfara verkefnin og gefa ein- kunnir fyrir þau. Miðflokkurinn heitir „Keppnis- fólk“ en þar er verkefnið fimi B sem er gamalt verkefni sem keppt var mikið í hér fyrr á árum. Verkefnið er hægt að nálgast í bók Eyjólfs Ísólfs- sonar „Á hestbaki“. Það sem bætist við er að keppendur verða að velja sér tónlist með verkefninu. B verkefnið þótti nokkuð vanda- samt á sínum tíma en með stórstíg- um framförum í reiðmennskunni má segja að styrkleikinn sé nokkuð hóf- legur. Síðasti flokkurinn er svo frí- stundaflokkurinn þar sem verkefnið heitir A 2 og er aðgengilegt eins og frjálsa fimin á heimasíðu LH. Þetta er verkefni sem meðal annars ung- menni keppa í á íþróttamótum. Er þar um að ræða mjög létt verkefni sem býsna margir ættu að geta ráðið við. Þar þurfa keppendur einnig að hafa tónlist með verkefninu. Veitt verða fimm verðlaun í hverj- um flokki en auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir snyrti- mennsku hests og knapa, ein verð- laun í hverjum flokki. Sömuleiðis er fyrirhugað að veita verðlaun fyrir tónlist og það hversu vel hún fellur að verkefninu sem knapi og hestar leysa af hendi. Ekkert þátttökugjald verður inn- heimt en allir keppendur þurfa að greiða 3000 króna staðfestingargjald sem verður endurgreitt þegar kepp- andi hefur lokið keppni. Dagskrá mótsins verður birt mjög fljótlega eftir að skráningu lýkur en gert er ráð fyrir að um kvöldið verði sérstök úrslit í flokki meistaranna og sigurvegara í hinum tveimur flokk- um mæta og sýna verkefnin sem þeir riðu í keppninni. Að úrslitum loknum verða síðan öll verðlaun mótsins af- hent. Fimimót Morgunblaðsins og Gusts Skráningu lýkur á fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.